Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 19

Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 19 V estmannaeyjar: „Nú á maður engan bát“ Vestmannaeyjum. „Sjóbúðartar4 — segir Ingvar Gíslason alþingismað- ur um ummæli Steingríms Hermanns- sonar á þingi SUF „ÉG VERÐ að líta á þessi ummæli Steingríms eins og hvert annað sjóbúðartal, en sjóbúðartal er ein tegund af meinleysis- fyndni, sem góðkunningjar bregða fyrir sig í sínum hóp. Alþingismenn iðka þessa tegund af vinahótum sín í milli til að lífga upp á hversdagsleikann, og ekkert sérstakt um það að segja,“ sagði Ingvar Gíslason alþingismaður þegar Morgun- blaðið leitaði eftir skoðun hans á því áliti Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra að Ingvar hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings vegna hvatningar frá ungum framsókn- armönnum um endurnýjun þingflokksins. Eins og fram kom hér í blaðinu á miðvikudaginn lét Steingrímur Hermannsson ummæli í þessa veru falla á nýafstöðnu þingi Sambands ungra framsóknar- manna í Eyjafírði skömmu eftir að Ingvar Gíslason hafði skýrt frá ákvörðun sinni um að fara ekki í framboð á ný. „Steingrímur veit vel að sú ákvörðun mín að gefa ekki kost á mér til framboðs að nýju er ekki tekin af neinni skyndingu og fyrir því eru þær orsakir einar sem Morgunblaðið hefur skýrt skil- merkilega frá í fréttum sínum, að ég hef lengi verið ákveðinn að sitja ekki á þingi lengur en 25-26 ár. Mig langar hreinlega til að skipta um starf eftir þessu mörgu ár á Alþingi. Ég hef ákveðið að láta undan þeirri löngun minni og getur varla talist tiltökumál," sagði Ingvar Gíslason. NC A skömmu tima hefur þremur fiskibátum úr Vestmannaeyjum verið sökkt i skipakirkjugarð Eyjaflotans skammt utan og vestan við Eiðið. Allt voru þetta gömul skip sem eftir langa og góða þjón- ustu og eftir að hafa borið mörg tonnin að landi, voru dæmd i úreldingu. Þau fóru í sína hinstu för úr Vestmannaeyjahöfn bundin aftani annað fiskiskip og liggja nú á sjávarbotninum samsiða mörg- um öðrum fiskiskipum sem hlotið hafa sömu örlög á undangengnum árum. Fyrir hálfum mánuði var það Emma VE. 219 sem kvaddi með virktum. Þessi 59 lesta trébátur, sem áður hét Isleifur II. og var smíðaður í Danmörku 1949, hafði lokið fengsælli starfsæfi. Lúin og hálfstrípuð fylgdi Emma í kjölfar sér yngra fleys út á milli garða og sem leið lá að skipakirkjugarðinum utan við Eiðið. Þar máttu eigend- umir, Kristján Oskarsson og Arnór Páll Valdimarsson, horfa a eftir bátnum hverfa í hafið. Þegar sjór- inn hafði umlukið Emmu og haldið var aftur heim til hafnar að “útför" lokinni, stóð Kristján skipstjóri við borðstokkinn, starði út yfír hafflöt- inn og sagði stundarhátt: „Hver andskotinn, nú á maður engan bát.“ Sömu örlög og Emman hlutu einnig tveir aðrir þekktir bátar úr fiskiskipaflota Eyjanna. Kristbjörg VE. 70, 109 lesta stálbátur sem byggður var í Noregi 1960 og Þór- ir VE. 16, 68 lesta trébátur sem smíðaður var í Danmörku 1946. Þessi skip fengu einnig fyrir skömmu hvíld í þeirri sömu votu gröf sem Emman. En þó svo að Kristján Oskarsson eigi nú engan bát þarf það ekki að vara lengi. Hann og félagi hans Arnór Páll eru hugumstórir at- hafnamenn í útgerðinni og eru þegar komnir með hugann við nýtt skip. Þeir eru að láta smíða 23 metra langan og 7 metra breiðan frambyggðan bát í Póllandi og ætla að nota ýmsan nýtilegan tækjabún- að úr gömlu góðu Emmunni í nýja bátinn. Aætlað kaupverð er rúm- lega 40 milljónir króna. Eigendur Kristbjargar hafa þeg- ar fengið nýtt skip í hennar stað, Sigurfara VE. 138, nýlegt skip frá Svíþjóð. Matthías Ingibergsson út- gerðarmaður Þóris er nú í vanga- veltum um kaup á nýjum bát. Vonir standa því til að ekki minnki flotinn við þennan gleypugang skipakirkju- garðsins uppá síðkastið, ekki megum við Eyjabúar við því. -hkj. Norræna húsið: Wolfgang Plagge Okkur þótti mjög huggulegt að eiga frí á laugardögum í sumar V heldur píanótónleika LAUGARDAGINN 6. september kl. 17 heldur norski píanóleikar- inn Wolfgang Plagge tónleika i Norræna húsinu. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Scarlatti, Beethoven, Grieg, Harald Sæ- verud og Plagge sjálfan. í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir: „Wolfgang Plagge er fæddur í Osló 1960 og var eitt af undraböm- um tónlistarheimsins á sínum tíma. Hann hóf píanónám sex ára gam- all og tólf ára hélt hann fyrstu opinberu tónleikana í hátíðasal há- skólans í Osló. Kennarar hans voru R. Riefling og H.H. Bratlie. Árin 1980—83 nam hann við tónlistar- háskólann í Hamborg hjá Evgenij Korolov og hélt hann marga tón- leika í Þýskalandi á þeim árum. Þá hefur hann haldið tónleika víðar í Evrópu, bæði sem einleikari og með kammersveitum og unnið til verð- launa í mörgum alþjóðlegum tón- listarkeppnum. Wolfgang Plagge Woltgang Plagge er einnig mjög hæfur orgelleikari og hefur haldið orgeltónleika. Jafn- framt fæst hann við tónsmíðar og leikur eigið verk á tónleikunum í Norræna húsinu." l)kkur þykir líka ánægjulegt að vera komin aftur til starfa í búðirnar okkar, en frá og með morgundeginum verða allar SS-búðirnar opnar frá kl. 9.00 til 13.00 á laugardögum — í allan vetur. SS-búðirnar eru í Austurveri, Glæsibæ, Hafnarstræti, við Hlemm og á Akranesi. Við hlökkum til að sjá þig. G0TT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.