Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 46

Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 Ræðismenn ígolfi: Sannkallað alþjóð- * legtmóthjáGR „EKKI er nú veðrið gáfulegt," var það sem flestir ræðismennirnir sögðu er þeir komu upp í golf- skála Golfklúbbs Reykjavíkur snemma í gærmorgun til þess að taka þátt í ræðismannakeppninni í golfi sem nú var haldin í fyrsta sinn. Það létu þó allir sig hafa það að arka út í rokið og rigning- una og viti menn. Veðrið fór sífellt batnandi og var orðið ágætt er 3 síðustu kylfingarnir komu í hús. Allir voru i sjöunda himni með golfvöllinn og hversu gaman og hressandi þetta hefði verið þrátt fyrir, og ef til vill, einmitt vegna veðursins. Leiknar voru 12 holur í þriggja manna sveitum þar sem besta skorið gilti í hverri sveit á hverri holu og var leikin punktakeppni. Þegar búið var að reikna út árang- ur kom í Ijós að sveit Halldórs Einarssonar, Gordon McKeag frá Englandi og Knut Björge frá Nor- egi hafði sigrað. Fékk samtals 29 punkta sem þykir mjög gott miðað við að tveir þeirra hafa aldrei leikið á þessum velli áður og veðrið ekki - eins og best verður á kosið. í örðu sæti varð sveit Konráðs Bjarnasonar, R. Van Erven Dors- ens frá Hollandi og N. Tomsons frá Edinborg en þeir fengu 27 punkta. Þess má geta að Hollend- ingurinn er liðsstjóri hollenska landsliðsins í golfi og var einn Golf: Sveita- keppni GSÍ UM KOMANDI helgi verður nóg um að vera hjá islenskum kylfingum eins og endranær. Stærsta mótið er þó sveita- keppni Golfsambandsins sem fram fer í Grafarholtinu og á Akureyri. Fyrsta deildin verður leikin í Grafarholtinu en 2. deildin á Akureyri. í 1. deild leika A- og B-sveitir GR og GS, Golfklúbb- ur Vestmannaeyja og Keilir í karlaflokki en í kvennaflokki eru það Keilir, GR, GA og GV. Keppnin hefst á laugardag og leika karlarnir 72 holur en konurnar 36 og lýkur keppn- inni á sunnudag. Opin mót: Hjá Kili í Mosfellssveit verð- ur opið mót á laugardag og sunnudag og hjá Nesklúbbi verður „Afram stelpur“-mótið á laugardaginn og er það keppni fyrir konur sem eru komnar í hinn svokallaða öld- ungaflokk. Golf hjá Drummond NÚ FER hver að verða sfðastur að byrja f golfi á þessu sumri því nú fer senn að hausta. John Drummond ætlar þó að vera með eitt námskeið áður en hann flytur skóla sinn undir þak og hefst þetta námskeið í næstu viku. Hægt verður að fá hóptíma, ein- staklingstíma og það er sama £ hvort um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Síminn fyrir þá sem hafa áhuga á að læra golf eða æfa sig er 82815. í vetur verður hægt að læra og æfa sig innan húss hjá Drummond og byrja tímarnir líklega í febrúar. fremsti kylfingur þeirra í mörg ár. Tómas Árnason, fyrrverandi ráðherra og núverandi seöla- bankastjóri, John Lyberopulos frá Grikklandi og Jörgen A. Hage frá Bangkok í Thailandi urðu í þriðja sæti með 26 punkta. Ágúst Ingi Jónsson, frú Wiesley frá Mexíkó og Niels Jensen frá Danmörku urðu fjórðu með 25 punkta. Það voru alls 27 keppendur í þessu móti og komu þeir víðsveg- ar að, allt frá Mexikó til Japans með viðkomu á Spáni, Bangkok og Aþenu og víðar. Allir luku keppni og höfðu gaman af. Tómas Árnason hafði á orði er hann þakkaði keppendum skemmtilega keppni að hann væri sérlega ánægður með þetta því þetta væri fyrsta alþjóðlega mótið sem hann tæki þátt í. Morgunblaðið/Ámi Sæberg • Ræðismennirnir fyrir utan golfskála GR snemma í gærmorgun áður en keppnin hófst í roki og rign- ingu. Auk ræðismannanna sem lóku golf léku nokkrir fslendingar með þeim en ræðismennimir koma víðs vegar að úr heiminum. Lærði nóg í íslensku til að bölva dómaranum — segir Gordon McKeag ræðismaður íslands í Newcastle, stjórnarmaður í Newcastle United og eigandi golfvallar þar í GÆR fór fram golfmót þar sem þátttakendur voru nokkrír ræðis- menn íslands sem verið hafa hér á landi á ræðismannsráðstefnu á vegum utanríkisráðuneytisins. Meðal ræðismannanna var Gor- don McKeag frá Newcastle í Englandi en hann á meðal annars stóran hlut í knattspyrnuliði sem kennt er við borgina og leikur í 1. deildinni ensku auk þess sem hann á golfvöll í nágrenni New- castle. Við ræddum við McKeag áður en golfmótið hófst í gær- morgun og spurðum hann fyrst hvort hann hafi gegnt ræðis- mannsstarfinu lengi. „Já, ég var hérna á fyrstu ráð- stefnu ræðismanna sem haldin var árið 1971 en þá var faðir minn aðalræöismaður en ég vararæðis- maður og hann hafði þá verið ræðismaður í ein tíu ár. Ég hef síðan verið ræðismaður frá því hann lést árið 1972. Ég er nú ekki alveg viss um hvernig stóð á því að faðir minn varð ræðismaður. Þegar fyrirrenn- ari hans hætti sem ræðismaður leitaði hann að eftirmanni og stakk upp á föður mínum sem ríkisstjórn- in samþykkti og hann var settur ræðismaður." — Hvað gerir ræðismaður ís- lands í Newcastle? „Við hittum ekki eins marga ís- lendinga og ég hef áhuga á. Árið 1983 hitti ég mun fleiri því þá var komið á föstum siglingum milli ís- lands, Newcastle og Bremerhaven og þá hitti ég fyrrverandi forsætis- ráðherra, borgarstjórann í Reykjavík og sendiherrann í Lond- on kom til Newcastle auk þess sem það var verulegur straumur íslendinga til Newcastle. Einnig var talsvert um að fólk frá New- castle færi til íslands í sumarfrf á þessum tíma. Nú hefur þetta minnkaö talsvert en þó er alltaf nokkuð um íslenska námsmenn í Newcastle og ég hitti þá öðru hvoru. Annars sé ég um að koma hlutum í lag fyrir sjómenn og aðra íslendinga sem þurfa einhverja hjálp og eru á mínu umráðasvæði." — Leikur þú mikið golf? „Nei, alla vega ekki eins mikið og ég gjarnan vildi og þarf til þess aö viðhalda forgjöfinni minni. Ég og bróðir minn erum einu hlut- hafarnir í fyrirtæki nokkru sem á golfvöll og það má því segja að við eigum hann og rekum hann en það breytir engu um hversu oft ég leik.“ — Þú munt einnig hafa mikinn áhuga á knattspyrnu? „Já, mikið rétt hjá þér. Ég er stjórnarmaður í Newcastle United og því má segja að ég hafi mikinn áhuga á knattspyrnu. Ég man til dæmis eftir því að við höfðum einu sinni íslenskan dómara sem dæmdi hjá okkur leik fyrir nokkrum árum og þó ég kunni ekki íslensku þá lærði ég nógu mikið í henni til að geta bölvað honum," sagði þessi eldhressi ræðismaður og skellihló. — Hvernig heldur þú að New- castle gangi í deildinni í vetur? „Það er mjög erfitt að segja um það. Við þurfum nauðsynlega að fá tvo, og ef til vill þrjá, reglulega góða leikmenn til okkar því við höfum fáa leikmenn og vantar meiri breidd í liðið. Það er mjög erfitt að fá góða leikmenn í þær stöður sem okkur vantar menn í og á því verði sem við erum reiðu- búnir til aö greiða fyrir þá. Við höfum marga mjög góða unga leikmenn sem eiga eftir að gera það gott og nægir þar að nefna Peter Beardsley sem stóð sig svo vel í Mexíkó með enska landsliðinu og tveir til þrír leikmenn aðrir lofa virkilega góðu í framtíð- innj.“ — Nú hafið þið sama vandamál og mörg li'til félög f Englandi, að missa leikmenn til stærri félaga þegar þeir sýna hvers þeir eru megnugir og er skemmst að minnast að Chris Waddle var Morgunblaðið/Ámi Sæberg • Ætli Newcastle United leiki ekki bara í Henson-búningum næsta vetur! Hér eru þeir að leggja í hann Halldór Einarsson (Henson) og Gordon McKeag ræðismaður íslands f Newcastle og einn af stjórnar- mönnum knattspyrnufélags staðarins. Þeir léku saman í holli í gær og unnu þar að auki og ekki kæmi á óvart þó þeir hafi rætt eitthvað um knattspyrnu á leiðinni til að halda á sér hita. seldur til Tottenham. Er þetta ekki slæmt fyrir uppbygginguna hjá ykkur? „Eg vil nú ekki segja að við séum lítið félag því við höfum góða að- sókn og mun meiri en flest félög í Englandi og í fyrra var meðaltalið um 24.000 áhorfendur hjá okkur. Við erum ekki eins ríkir og stór- kllúbbarnir eins og Manchester United og Liverpool en jafnvel þeir geta ekki heldur haldið leikmönn- um sínum ef þeir hafa áhuga á að leika annars staðar í Evrópu, þar eru miklu meiri peningar í boði og þessir stóru missa því leikmenn þangaö. Þannig að þetta er ekki bara vandamál hjá minni félögun- um heldur öllum." — Hverjir verða meistarar í ár? „Enginn, nema einhverjir asnar, veðja gegn Liverpool í þessu sam- bandi. Þeir eru með mjög gott lið og hafa verið sterkir í mörg ár og það er svo furðulegt með það að þegar lið hefur verið eins sterkt og þeir í langan tíma þá virðist erfitt að breyta því. Þeir hafa heppnina með sér á róttum augna- biikum, jafnvel þó svo þeir leiki ekki neitt betur en önnur lið. Þetta er það sem kallað er meistara- heppni, sem er ef til vill engin heppni. Liverpool verður án efa í einhverju af efstu þremur sætun- um. Manchester United hefur byrjað keppnistímabilið hræðilega og ég veit ekki hvað er að hjá þeim. Þeir hafa mikið af góðum leikmönnum en það vantar, held ég, rétta andann í búningsher- bergið hjá þeim fyrir leiki. Mórall- inn er ekki alveg í lagi,“ sagði Gordon McKeag að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.