Morgunblaðið - 05.09.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 05.09.1986, Síða 47
MOlRGUNBLÁÐlb, POSTUDAGUR 5. SEPTÉMBÉR 1086' Tap gegn Finnum íjöfnum leik FINNAR unnu íslendinga 2:0 í Evrópukeppni U-21 i knattspyrnu í gær eftir aö staðan hafði verið 0:0 í hálfleik. Leikurinn fór fram í Kemi í Finnlandi og var jafnræði með liðunum, en Finnar gull- tryggðu sigurinn á sfðustu mínútu leiksins úr vitaspyrnu. „Liðin eru mjög jöfn, leika svip- aða knattspyrnu, en að þessu sinni fóru Finnar með sigur af hólmi," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Morg- unblaðið að leik loknum. Hvorugt liðið náði aö skapa sér hættuleg marktækifæri í fyrri hálfieik, en Finnar skoruðu fyrra markið á 65. mfnútu. Sending kom fyrir íslenska markið, Hermann Haraldsson, markvörður, greip knöttinn, en um leið var stjakað við honum, knött- urinn hrökk úr höndum hans og Finnar náðu að skora úr mikilli þvögu. íslendingarnir hertu sóknina til • Jón Sveinsson átti góðan leik gegn Finnum. muna eftir markið og reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Hlynur Birgis- son komst einn inn fyrir vörn andstæöinganna skömmu síðar, en öllum til furöu var hann dæmd- ur rangstæður og fór þar gott færi forgörðum. Á síðustu mínútu leiksins var brotið á Siguróla Kristjánssyni, þar sem hann var inni í vítateig Finna, en ekkert dæmt. Finnar brunuðu upp og komust inn í vítateig íslenska liðsins, þar sem brotið var á einum þeirra og dæmd víta- spyrna. Finnar skoruðu sitt annað mark úr vítaspyrnunni og leiktím- inn var úti. Að sögn Guðna lögðu íslensku strákarnir sig alla fram í leiknum, en þeir geta leikið betur. Jón Sveinsson komst einna best frá leiknum, en Guðni sagði að ýmis- legt þyrfti að lagfæra. „Liðið á framtíðina fyrir sér og það þarf að fá fleiri æfingaleiki." Enginn meiddist í leiknum og eru allir tilbúnir í leiki helgarinnar, en liðið kemur heim í dag. Handknattleikur: Rey kjavíku rmótið hefst á morgun MEISTARAMÓT Reykjavfkur í handknattleik hefst á morgun í meistaraflokki karla og kvenna og lýkur keppni í þessum flokkum 29. september. Keppni í öðrum flokkum hefst 28. september. Þetta er 44. Reykjavíkurmótið og vegna 200 ára afmælis Reykja- víkur er meira lagt upp úr mótinu en áður. ÍBR gefur vegleg verðlaun til keppninnar í öllum flokkum, bik- ara og sérstaka verðlaunapeninga. í meistaraflokki karla leika sjö lið, en sex í meistaraflokki kvenna og leika allir við alla, en ekki í riðlum eins og undanfarin ár. Leikskrá liggur fyrir og verður farið eftir henni í einu og öllu. Reykjavíkurmótið er fyrr á ferð- inni en áður og kemur það sér illa fyrir þau félög, sem eiga leikmenn í hinum ýmsu landsliðum, en öll landsliðin leika erlendis á næstu dögum. Leikjum í mótinu verður ekki frestað vegna þessara lands- leikjaferða og „því verður það ekki endilega sterkasta liðið í meistara- flokki karla eða kvenna, sem verður Reykjavíkurmeistari, heldur frekar það sem á fæsta menn í landsliði" eins og Hallur Hallsson, formaður Handknattleiksdeildar Víkings, komst að orði á blaða- mannafundi hjá HKRR í gær. Allir leikirnir fara fram í Selja- skóla nema þrjá sfðustu leikdag- ana, þá verður leikið í Laugardals- höllinni. Leikir í meistaraflokki karla og kvenna eru: Laugardagur 8. saptember: Kl. 14.00 kvk. Fram — Vfkingur kl. 15.15 ka. KR —(R kl. 16.30 ka. Ármann —Valur Sunnudagur 7. aeptember: Kl. 18.45 kvk. Valur — Ármann kl. 20.00 ka. Ármann —|R kl.21.15 ka. Vikingur-Valur Þrlðjudagur 9. eeptember: Kl. 18.45 kvk. Þróttur — KR kl. 20.00 ka. Fram — Vikingur kl.21.15 ka. KR — Fylkir Fimmtudagur 11. aeptamber: Kl. 18.45 kvk. Vikingur —Þróttur kl. 20.00 ka. Fram —Fylkir kl.21.15 ka. KR — Ármann Laugardagur 13. aeptember: Kl. 14.00 kvk. Valur —Fram kl. 15.15 ka. Víkingur —(R kl. 16.30 ka. Fylkir —Valur Sunnudagur 1«. aeptember: Kl. 18.45 kvk. Ármann — KR kl. 20.00 ka. Fram — KR Id. 21,15 ka. Ármann — Vikingur Miðvlkudagur 17. aeptember: Kl. 18.45 kvk. Valur —KR kl. 20.00 kl. 21.15 IR-Fylkir Fram—Valur Laugardagur 20. aeptember: Kl. 14.00 kvk. KR — Vikingur kl. 15.15 kvk. Fram—Ármann kl. 16.30 ka. Vikingur - Fylkir Sunnudagur 21. aeptember: Kl. 18.45 kvk. Fram — Þróttur kl. 20.00 ka. KR-Víkingur kl. 21.15 ka. Ármann — Fylkir Fimmtudagur 25. aeptember: Kl. 19.00 kvk. Ármann — Vikingur kl. 20.15 ka. Fram — (R kl. 21.30 ka. KR —Valur Laugardagur 27. aeptember. Kl. 14.00 kvk. KR-Fram kl. 15.15 kvk. Þróttur — Valur kl. 16.30 ka. Fram—Ármann Mánudagur 29. aeptember. K1.19.00 kvk. Víkingur — Vaiur kl. 20.15 kvk. Þróttur—Ármann kl. 21.30 ka. Valur — IR • Goir Sveinsson og fólagar hans f handknattleiknum fara af stað um helgina. Morgunblaðið/Þorkell • Seglbrettaaiglingar elga vaxandi fylgi að fagna en íslandsmótið fer fram um helgina. Siglingar: íslandsmót verða haldin um helgina EM íhandknattleik: Verða allir leikirnir sex leiknirytra? MIKLAR líkur eru á, að Vfking- ur, Stjarnan og Valur semji um að leika leiki sfna í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða, bik- arhafa og IHF-keppninni að heiman. Hallur Hallsson, formaður Handknattleiksdeildar Víkings, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Víkingur myndi leika báða leikina í Færeyjum fyrstu helgina í október. Jón Pétur Jónsson, þjáifari Vals, sagöi að Valsmenn hefðu ekki enn tekið ákvörðun í málinu, en líkiega yrði ofan á að leika báða leikina í Noregi, en hann væri samt hlynntari því að leika heima og að heiman. Birkenhead, andstæðingar Stjörnunnar, hafa boðið Garð- bæingum að leika báða leikina i Liverpool og er málið enn á við- ræðustigi, en miklar líkur eru á að Stjarnan taki tilboöinu og leiki báða leikina ytra um næstu mán- aðamót. EINS OG innan annarra fþrótta- greina eru f siglingum fiokka- keppnir um hina ýmstu tltla. Flokkakeppnir eru oftast miðaðar við tegund báta eða seglbretta. Þekktastir eru Ólympfuflokkar svo sem 470, sem ein fslensk áhöfn keppir í en þar eru þeir Gunnlaugur Jónasson og Harald- ur Ólafsson sem hafa æft og keppt, mest f Noregi sfðastliðinn vetur og á hinum ýmsu mótum í Evrópu. Fremst náðu þeir félagar f keppni f A-flokki Kflarmótsins f sumar eða 23. sæti. í því móti voru sigldar 5 umferðir og bestur árangur þeirra varð 11. sæti í tveim keppnanna. Á morgun, föstudag, hefst keppni um íslandsmeistaratitil á TUR-bátum. Þar munu mæta til leiks bátar sem eru smíðaðir hér- lendis og hafa reynst mjög vel. Bátarnir eru 28 feta langir meö stóran seglflöt og gott rými fyrir 5—6 manna áhöfn. Um 20 bátar hafa verið smíöaðir hérlendis og þeim verið siglt mikið utan keppna. Meðal annars hefur þeim verið siglt til Noregs og Skotlands asamt tveimur bátum sem siglt var umhverfis landið í sumar. Þá eru Breiðafjörður og Vestmannaeyjar áfangastaðir siglingamanna og fjölskyldna þeirra þegar lagt er i sumarfrí og áhugi er fyrir náttúru- skoðun. Islandsmeistarar 1985 á EVA úr Keflavík, munu mæta til leiks með harðsnúna áhöfn og er víst að fast verður að titli þeirra sótt i ár. Á laugardag hefst íslandsmót á MICRO-bátum en þeir eru 18 feta bátar, sem flestir hafa verið smíðaðir hériendis. Allu jafna keppa 3 á þeim bátum en þar mun Bláa dísin úr Reykjavík verja titil sinn sem íslandsmeistari 1985. Vitað er um 7 báta sem mæta þannig að væntanleg er lífleg og hörð barátta. Einnig verður um helgina keppt um íslandsmeistaratitil á segl- brettum 1986. Seglbrettakeppnin verður á Fossvogi, hvar allt að 50 fleytur af ýmsu tagi munu sigla. Fredriksborg vann ÍSLENSKA piltalandsliAið í hand- knattleik hélt til Noregs f gær og lék gegn Fredríksborg Ski í gær- kvöldi. Norðmennirnir tóku leik- inn strax f sfnar hendur og sigruðu með miklum yfirburðum, 30:18. Að sögn Helga Ragnarssonar, þjálfara norska liðsins, hafði hann búist við meiri mótspyrnu, en svo virtist sem ferðaþreyta sæti i íslensku strákunum og þeir náðu sér aldrei almennilega á strik. Sigurður Sveinsson og Berg- sveinn Bergsveinsson voru atkvæðamestir í íslenska liðinu. Island leikur gegn Noregi í kvöld, Vestur-Þýskalandi á morgun og Frakklandi á sunnudaginn. Lokahóf FÉLAG íslenskra knattspyrnu- kvenna, FÍKK, heldur uppskeru- hátíð í veitingahúsinu Hollywood á sunnudaginn kemur og hefst hófið klukkan 19. Það verða leik- menn 1. deildar karía sem taka á móti stúlkunum fklæddir búning- um félaga sinna og eftir að gestir hafa matast verða veitt verðlaun þeirrí stúlku sem kosln verður besta knattspyrnukona og einnig þeirri efnilegustu. Sigurdur Mattíasson yf ir 70 m í spjótkastinu SIGURÐUR Matthfasson spjót- kastari úr UMSE náði sfnum bezta árangrí á stórmóti í Osló f gærkvöldi, kastaði 70,80 metra. Þetta er í fyrsta sinn sem Sig- urður kastar nýja spjótinu yfir 70 metra. Strax í fyrstli tilraun kastaöi Sigurður 70,10 metra og síðan 70,80 í annarri. Kastsería Sigurðar var mjög góð, þvi þrjú köst önnur mældust yfir 69 metra. Átti hann 69,90 metra frá því fyrr í sumar. Sigurður hefur verið búsettur í Osló frá síðustu áramótum og stundað þar æfingar af kappi. Hann er mjög vaxandi spjótkastari og stefnir að því að bæta árangur sinn enn frekar á næsta ári og nálgast þá 80 metrana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.