Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 48
SEGÐU RMARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833------ SEM íuwuowj FOSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 VEM) í LAUSASÖLU 50 KR. Fljúgandi hálka á fjallveg'- *um Norð- anlands FUÚGANDI hálka var komin á veginn í Víkurskarði og Ólafs- fjarðarmúla í gærkvöld og ökumenn varaðir við því að fara þær leiðir á illa útbúnum bifreið- um eða á bílum, sem ekki voru annaðhvort á keðjum eða snjó- dekkjum. Slydda var í gær fyrir norðan og myndaðist hálka á flallvegum og snjó festi í íjöll allt í kring, t.d. var jörð hvít niður að skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Kl. 21.00 í gærkvöld •^ar tveggja stiga hiti á Akureyri, en á samá tíma í fyrrakvöld var hitastigið 10 gráður. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík, var komin slydda þar seinnihiuta dagsins og grátt í fjöllum niður undir byggð. Réttirnar að hefjast SEPTEMBER er mánuður gangna og réttá um land allt. Fyrstu reglulegu réttimar verða um næstu helgi, meðal annars Hrútatunguréttir í Hrútafirði og Miðfjarðarréttir. Síðan koma hveij- ar réttimar á fætur öðmm næstu vikur. Morgu nblaðið/RAX Tvöfalt gos í Haukadal ÞAÐ er ekki oft, sem Strokkur og Geysir í Haukadal gjósa á sama augnablikinu. Það gerðist þó á þriðjudaginn þegar ræðismenn íslands víðsvegar um heimsbyggðina fóru þangað austur í skoðun- arferð. Á sama tíma voru þar fjölmargir starfsmenn IBM á ferðalagi hérlendis. Þá var sett sápa í Geysi og um leið og hann tók við sér með þokkalegu gosi skvetti Strokkur úr sér. Þegar myndin var tekin var gosinu í Geysi að Ijúka en Strokkur var enn i fullu fjöri, eins og sjá má. Sjúkraliðarn- ir ákváðu að segja störf- um sínum lausum Á FJÖLMENNUM fundi í Sjúkra- liðafélagi ísiands, sem haidinn var í gærkvöldi, samþykktu sjúkraliðar að segja upp störfum til að leggja áherslu á kröfur sinar um bætt launakjör og leið- réttingu réttindamála. Fyrir- hugað er að skila uppsögnunum inn fyrir 1. október, þannig að þær geti hætt 1. janúar, en þá eru kjarasamningar félagsins jafnframt lausir. í ályktun sem samþykkt var sam- hljóða á fundinum segir, að megn óánægja ííki meðal sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni vegna kjara- mála og margs konar annarra réttindamála. Segjast sjúkraliðamir hafa dregist aftur úr öðrum stéttum og nefna hjúkrunarfræðinga og meinatækna sem dæmi þar um, og geta um misrétti á fleiri sviðum. Síðasti hluti ályktunarinnar er á þessa leið: „Við sjúkraliðar vitum að á meðan við þegjum þunnu hljóði þá koma engar kjarabætur til okkar á silfurfati. Því verðum við nú að grípa til þeirra neyðarúrræða að segja upp störfum til að leggja áherslu á að það er full alvara á ferðum. Sjúkraliðar geta ekki leng- ur sætt sig við þau kjör og þá starfsaðstöðu sem þeim er boðið upp á, sérstaklega það mikla vinnuálag sem þeir búa við.“ Morgunblaðið/Þorkdl TF-HRO til Reykjavíkur Flugvélin TH-HRO sem skemmdist af völdum veðurs á Sauðár- króksflugvelli aðfaranótt miðvikudags var flutt á bíl til Reykja- víkur í gær. Kínverjar vilja kaupa minkalæður íslendingar ekki aflögufærir í ár en vilja halda möguleikanum opnum fyrir framtíðina ÍSLENSKIR loðdýrabændur hafa undanfarin ár að mestu verið inn- flytjendur refa og minnka, en á næstu árum er útlit fyrir að mögulegt verði að snúa dæminu við. Meðal annars hefur borist fyrir- spurn erlendis frá um möguleika á útflutningi 5-6 þúsund minkalæða til Kína. Samband íslenzkra loðdýrarækt- enda svaraði fyrirspuminni á þá ’Hanna 240 íbúð- ir fyrir varnarliðið TVÖ íslensk fyrirtæki hafa fengið það verkefni að hanna 240 íbúð- ir fyrir varnarliðið á Keflavikurflugvelli, ásamt götum og lagnakerf- um. Er verkið unnið í samvinnu við bandaríska arkitekta. íslensku fyrirtækin tvö eru Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar og Teiknistofa Ingimundar Sveinsson- ar og Gylfa Guðjónssonar. „Hér er um að ræða hönnunarstörf sem hingað til hafa alltaf verið í höndum Bandaríkjamanna sjálfra," sagði Bjami Frímannsson, framkvæmda- ^tjóri Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar. „Það var óskað eftir tilboðum í hönnun þessa íbúðar- húsnæðis og við ákváðum að eiga samstarf við bandarískt fyrirtæki, Shriver and Holland Associates. Það fór svo að tilboði okkar var tekið. Mér finnst ánægjulegt að íslendingar fái að taka þátt í þessu verkefni og heppilegt að íslenskir og bandarískir aðilar starfi saman að verkefnum sem þessu. Banda- ríkjaher vill láta byggja fyrir sig með ákveðnum hætti, en íslending- ar þekkja hins vegar alla staðhætti vel.“ Bjarni kvaðst ekki hafa umboð tii að gefa upp hve háa þóknun íslensku fyrirtækin fengju fyrir starf sitt. íbúðimar, sem byijað verður að byggja á næsta ári, eru flestar tveggja og þriggja herbergja og um 90-110 fermetrar. leið að vegna mikillar uppbyggingar í loðdýraræktinni hér væru Islend- ingar ekki aflögufærir á þessu ári, en vildu halda sambandi við kaup- andann vegna hugsanlegra við- skipta síðar. Góð lífdýr em seld talsvert dýrar en skinn, og gæti þama því orðið um hagstæð við- skipti að ræða. Undanfarin ár hefur gamli minkastofninn á loðdýrabúunum verið felldur vegna skæðs veiru- sjúkdóms sem hetjað hefur á hann og nýr stofn verið keyptur inn í landið. Hefur loðdýrabændum gengið vel í ræktun dýra af nýja stofninurn og er útlit fyrir að tekist hafi að losna við veirusjúkdóminn plasmacytose úr búunum. Þessi sjúkdómur er sá skæðasti sem heij- ar á minkabændur um allan heim og er ísland fyrsta landið sem losn- að hefur við hann út úr öllum loðdýrabúum. Þess vegna og vegna þess hvað stofiiinn er góður gætu verið möguleikar á útflutningi lífdýra héðan á næstu árum. Islendingar hafa mest verið þiggjendur í samstarfi norrænna loðdýraræktenda, en nú gæti orðið á því einhver breyting. íslenskir vísindamenn sem standa fyrir sam- starfsverkefninu „íslenski melrakk- inn“ flytja erindi um rannsóknirnar á Norðurlandafundi. Eru loðdýra- ræktendur á hinum Norðurlöndun- um spenntir fyrir árangri þessara rannsókna. Þá er verið að skoða möguleika á norrænu samstarfi í fóðurmálum loðdýraræktarinnar. Finnar hafa sýnt mikinn áhuga á að fá keyptan fiskúrgang hér og hafa verið í við- ræðum við einstök fyrirtæki um það. Islenskir loðdýrabændur voru famir að óttast samkeppni um hrá- efnið, samkeppni sem þeir telja sig ekki geta staðist, og fór fram- kvæmdastjóri loðdýraræktarsam- bandsins því á fund hjá norrænu loðdýraræktarfélögunum til að ræða þessi mál þar. Samþykktu samtökin að fara ekki út í sam- keppni við íslenska loðdýrarækt- endur með fiskkaupum hér nema í samvinnu við samtök þeirra hér. Aftur á móti var rætt um samvinnu við hráefnisöflun hér og hugsanleg- an útflutning ef íslendingar væru aflögufærir, og byggingu sameigin- legrar aðstöðu til söfnunar og fiystingar á hréfninu. Sjá einnig fréttir frá aðalfundi Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda á blaðsíðu 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.