Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986
Samskiptaörðugleikar,
sundrun fjölskyldu og
tímaskortur foreldra
eru meðal helstu vandamálanna
Rauða kross húsið
stendur á einum fal-
legasta stað í borg-
inni, við Tjarnargötu
35. í þetta hús vita
unglingar að þeir geta
leitað séu þeir í nauð-
um staddir, þeir koma
þangað af fúsum og
frjálsum vilja og það
er opið allan sólar-
______hringinn. Frá því
starfsemin hófst hef-
ur aðsóknin aukist
jafnt og þétt og aldrei
hafa fleiri leitað eftir
aðstoð og aðhlynn-
ingu en síðustu vik-
urnar í sumar.
iyi
Ol
Það er góður andi í þessu
húsi og það hefur ekki
svo lítið að segja fyrir
starfsemi af þessu tagi,
segir Ólafur Oddsson, forstööu-
maður Rauða kross hússins, þar
sem hann stendur í gættinni á
þessu fallega húsi við Tjarnargötu.
Þegar inn er komið blasir svo við
hlýlegt heimili. „Það var í rauninni
áræðið af Rauða krossinum að
leggja út í þetta. Fólk var hrætt
um að hér myndi allt fyllast af svo-
kölluðum vandræðaunglingum og
ekki yrði svefnsamt í nágrenninu.
Það hefur hins vegar sýnt sig að
unglingarnir misnota undantekn-
ingarlítið ekki þessa þjónustu. Þeir
bera fulla virðingu fyrir því að hér
fer fram neyðaraðstoð og þeir
þurfa sjálfir að meta hvort þeir vilja
koma. Um leið og viðkomandi er
búinn að viðurkenna vandann fyrir
sjálfum sér er fyrsta skrefið stigið.
Svo er engum vísað héðan út fyrr
en einhver lausn er fengin á málum
hans. Þetta var skipulagt sem
skammtímaúrræði, en það hefur
komið fyrir að krakkar hafa dvalið
hér í nokkrar vikur. Þá hafa úrræði
rir þá ekki legið á lausu," segir
lafur.
Fyrir alla unglinga
sem telja sig þurfa á
þessari aðstoð að
halda
„Þó hvatinn að stofnun stöðvar-
innar hafi verið vaxandi vimuefna-
vandi ungmenna þótti ekki rétt að
takmarka aðgang við ungmenni
sem eiga eingöngu við slíkt vanda-
mál að stríða. Enda er oft erfitt
að greina á milli orsaka og afleið-
inga í vanda barna og unglinga.
Við álitum að þjónusta af þessu
tagi gæti beinlínis komið í veg fyr-
ir, eða að minnsta kosti minnkað
líkurnar fyrir því, að unglingar lentu
í heljargreipum fíkniefna. Aðalat-
riðið væri að aðstoða þá í
vandanum áður en hann yrði of
mikill. Við teljum okkur því vinna
bæði raunhæft og fyrirbyggjandi
starf. Þess vegna var ákveðið að
taka á móti öllum þeim unglingum
sem sjálfir teldu sig hafa þörf fyrir
þjónustu af þessu tagi, á þeim tíma
sólarhringsins sem þörfin gerir
vart við sig. Er þá sama hvort um
er að ræða samskiptaörðugleika á
heimili, andlega eða líkamlega van-
rækslu af hálfu foreldra eða
andlegt, líkamlegt eða kynferðis-
legt ofbeldi af einhverju tagi, svo
eitthvað sé nefnt. Þannig geta öll
börn og unglingar upp að átján ára
aldri komið hingaö sé það þeirra
vilji," segir Ólafur.
Þegar unglingar leita aðstoðar
í Rauða kross húsinu gera þeir
grein fyrir vanda sínum. Með þess-
um hætti fást svör við ýmsum
spurningum sem starfsemi sem
þessari er ætlað að svara, svo sem
atriði er varða persónulega stöðu
þeirra sem þangað leita og að-
stæður í lífi þeirra. „Þessu hefur
verið vel tekið af krökkunum. Hing-
að hafa komið 72 gestir eða 54
einstaklingar frá því opnaö var 14.
desember 1985 til 1. september í
ár. Þetta þýðir aö hluti gestanna
hefur komið oftar en einu sinni.
Auk þess er ákveðinn hópur sem
hefur leitað hingað án þess að
gista og fengið einhverja lausn á
sínum málum."
Viðbót við
aðra valkosti
„Það er mjög jákvætt fyrir okkur
og krakkana að þriöjungur þeirra
hefur ekki leitað annað. Það sann-
ar þörfina fyrir framtak sem þetta,
sem er greinilega viöbót við þá
valkosti sem fyrir eru. Þeir hafa
ekki leitað til opinberra aðUa og
þó þeir leiti hingað eiga þeir ekki
á hættu að vera komnir inn í kerf-
ið. Við náum fyrr til krakkanna en
ef við værum hluti af hinu opin-
bera kerfi og því fyrr sem þeir leita
hjálpar, því auðveldara er að leysa
málin. Krakkar geta ekki beðið
lengi eftir því að mál þeirra séu
tekin fyrir, enda hefur það sýnt sig
að það er árangursríkast að vinna
með vandann þegar hann er til
staðar. Við reynum með öðrum
orðum að koma í veg fyrir að krakk-
arnir verði skjólstæöingar hins
opinbera. Hins vegar þurfum við
oft að leita aðstoðar hjá ríki eða
borg ef krakkarnir samþykkja það,
þar sem þetta er ekki meðferðar-
stofnun heldur hreint og klárt
neyðarathvarf eða hjálparstöð. Má
þar nefna Unglingadeild Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar,
Unglingaheimili ríkisins og ýmsar
deildir innan þess svp sem Ungl-
ingaráðgjöfina og SÁÁ. Við höfum
fengið mjög góða þjónustu hjá
þessum aðilum og kunnum vel að
meta hana."
Hjálparstöðin er ætluö ungling-
/ framhaldsnám við
Myndlistarakademíuna í Mílanó
„Nauðsynlegt að fara út
og kynnast einhverju nýju“
segir Einar Garibaldi myndlistarmaður
að þykir ekki tiltökumál þó
að ungt fólk fari til náms
I og dvalar á erlendri grund.
' Það hefur löngum þótt heill-
andi og eftirsóknarvert að
hleypa heimdraganum, ekki
síst fyrir eyjarskeggja. Og
þeir sem ætla þetta haustið til útlanda eru
einmitt að hafa sig til þessa dagana. Einn
af þeim er Einar Garibaldi, tuttugu og
tveggja ára gamall myndlistarmaður. Hann
hélt til Mílanó þar sem hann hyggst afla
sér frekari kunnáttu á sviði listmálunar.
Föstudagsblaöið bankaði uppá hjá honum
skömmu áður en haldið var í hann.
„Ég var í Myndlista- og handíðaskólanum
og eitt árið var haldið til ítalíu í skólaferða-
lag. Það má eiginlega segja að þá hafi ég
fengið bakteríuna fyrir landinu og í fyrra
dreif ég mig svo út til að athuga með fram-
haldsnám. Þegar við komum úr skólaferða-
laginu á sínum tíma ákvað ég að skella
mér í ítölskunám, fór í námsflokkana og
hef verið þar í tvö ár auk þess sem ég
skrúfaði vel upp þegar Kolkrabbinn var í
sjónvarpinu. Ég get nú ekki beinlínis sagt
aö ég sé góöur í málinu en get kannski
bjargað mér. Þannig hef ég verið að smá
leggja grunninn að þessari utanferð minni.
Þegar ég fékk svo styrk í nokkra mánuði
frá ítalska ríkinu var ég ákveðinn í að láta
til skarar skríða. Meiningin er að vera við
Myndlistarakademíuna í Míianó en það
skýrist betur þegar til landsins er komið.
Ég á svo gífurlega margt ólært og ég
held að það sé nauðsynlegt fyrir mig að
komast út og kynnast einhverju ööru en
ég hef verið að gera hérna heima," heldur
um hvaðanæva af landinu og
rúmlega helmingur þeirra sem
þangað hefur sótt er af lands-
byggðinni. Fleiri stelpur en strákar
hafa leitað aðstoðar og eru þær
að meðaltali tveimur árum yngri
en þeir strákar sem komið hafa.
Um hugsanlega ástæðu fyrir því
að stelpurnar leita fyrr aöstoðar
segir Ólafur: „Það ar kannski ekki
til nein einhlít skýring á því. Það
má ætla að þeim sé tamara að
tala um sín vandamál en strákun-
um. Einnig held ég að þeim leyfist
minna. Þær eru með öðrum orðum
fyrr orðnar vandamál í umhverfinu.
Svo eru þær tvímælalaust þrosk-
aðri en strákarnirá þessum árum."
„Það er oft erfitt að greina
ástæður dvalar og höfuðvandamál
gestanna. í langflestum tilfellum
Einar Garibaldi
hyggst stunda
framhaldsnám við
Myndlistarakade-
míuna í Mflanó.