Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986
B 7
J
Augnháralitur
hættulegur nema
varúð sé viðhöfð
Konur hafa löngum viljað hafa löng, dökk og
þétt bráhár, sem eiga að undirstrika lögun
og lit augnanna og gera augnaráðið seið-
andi. Þegar náttúran hefur ekki skenkt þeim
slíka gersemi bregða þær á það ráð að nota
augnháralit. Gizkað er á að allt að því 70%
kvenna á Vesturlöndum noti slík hjálparmeð-
ul og að allflestar geri það daglega.
Þó er augnháralitur mjög
vandmeðfarinn, einkum
fyrir þær sem nota
augnlinsur og þá ekki
sízt þær linsur sem nýjastar eru
á markaðnum, þessar mjúku.
Minnstu mistök þegar liturinn er
borinn á hárin geta haft alvarleg-
ar afleiðingar, sem yfirleitt eru
sýking eða ofnæmi.
Oftast verða mistökin þegar
liturinn er borinn á hárin. Nú orð-
ið er liturinn oftast í umbúðum
þar sem gormlaga bursti er
skrúfaður niður í hylki sem hefur
að geyma litinn sjálfan. Þegar
burstinn er tekinn úr hylkinu er
í honum hæfilega mikið af lit,
þannig að þægilegt er að bera
hann á hárin. Þrátt fyrir það vilja
hárin límast saman þegar liturinn
er kominn á þau og þá eru marg-
ar stásskonur sem grípa til
hjálpartækja. Burstinn sjálfur er
oftast með hvössum oddi og
sama er að segja um þau áhöld
sem síðan eru notuð og eru oft
á tíðum hin uggvænlegustu
vopn, svo sem hárnálar, tann-
stönglar, öryggisnælur og
saumnálar. Ekki má mikið út af
bera til þess að oddurinn rekist
í augað sjálft, enda kemur það
oft fyrir.
Oft hefur líka borið við að litur-
inn sjálfur hefur reynzt skemmd-
ur eða mengaður, m.a. með þeim
afleiðingum að Matvæla- og
lyfjaeftirliti Bandaríkjanna var á
áttunda áratugnum tilkynnt um
16 tilfelli þar sem slík orsök ollu
blindu. Sú almenna regla er í gildi
að nota ekki augnháralit lengur
en í sex mánuði eftir að umbúð-
irnar voru fyrst opnaðar, en
lengur er ekki unnt að tryggja
að liturinn sé óskemmdur. Önnur
regla er sú að leita augnlæknis
umsvifalaust þegar óhapp vill til
og sýking gerir vart við sig,
hversu smávægileg sem hún
kann að virðast í fyrstu.
Þeim sem nota augnlinsur er
ráðlagt að gæta sérstakrar var-
úðar og ýmsir sérfræðingar
halda því fram að helzt ættu
linsunotendur alls ekki að nota
augnháralit, einkum og sér í lagi
ef þeir nota mjúkar linsur, en þær
séu eins og svampur sem dregur
í sig allt sem kemur nálægt aug-
unum.
Nú þarf ekki vísindalega þekk-
ingu á kveneðlinu til að átta sig
á því að þrátt fyrir slíkar viövaran-
ir munu konur ekki hætta að
bera á sig augnháralit, en þá er
þeim a.m.k. ráðlagt að nota sem
minnst af honum og varast að
bera hann á alveg upp að hvörm-
unum. Þá er eindregið ráðlagt
að nota ekki lit sem hefur aö
geyma fíngerðar nælontrefjar.
Trefjunum er ætlað að setjast í
augnhárin og lengja þau og
þétta. Trefjarnar eru sérlega
varasamar því þær berast gjarn-
an upp í augun.
Linsukonum er ráðlagt að
setja linsurnar í augun áður en
þær byrja að mála sig og að taka
þær úr á kvöldin áður en þær
fjarlægja listaverkið. Enn eitt ráð-
ið er að láta aldrei hjá líða að
fjarlægja augnháralit á kvöldin,
hversu mjög sem þreyta sækir á.
(Úr The New York Times)
Skrum og skottulækningar
Ameríkanar þykja ginn-
keyptari fyrir skottu-
lækningum og
heilsuvöruskrumi en
góðu hófi gegnir. Skýringuna
telur Frank Young hjá Matvæla-
og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna
m.a. í þessu fólgna: „Þeir sem
eru í heilsuskruminu eru óþreyt-
andi í því að afla sér vitneskju
um mannlegt eðli. Þeir vita sem
er að jafnvel hinir raunsæjustu
og þeir sem mesta hafa mennt-
unina eru líklegir til að hafa
einhvern veikan blett.“ Reyndar
kom það fram í rannsókn sem
fram fór á vegum Pennsylvaníu-
háskóla nýlega að fórnarlömb
heilsuskrumara eru líklegri til
þess að vera Ijósir á hörund og
betur menntaðir en þeir sem
halda sig við hefðbundnar lækn-
ingaaðgerðir þegar krabbamein
er annars vegar. Einnig kom í
Ijós að þar sem leitað var til
skottulækna og seljenda „nátt-
úrulyfja" voru sjúklingar furðu
hressir og ýmist með sjúkdóm-
inn á fyrsta stigi eða einkenna-
lausir með öllu, en þannig var
ástatt hjá tveimur þriðju hlutum
þeirra.
Fjölbreytni í „náttúrulyfjum"
og meðferð skottulækna er með
ólíkindum. Ýmiss konar jurta-
safa eða olíum er ætlað að
lækna alls kyns kvilla, allt frá
skalla til krabbameins. Af ýms-
um ástæðum geta slíkar inntök-
ur og smyrsl virzt hafa tilætluð
áhrif, en trúlegasta skýringin á
því eru hin svonefndu gervilyfja-
áhrif þar sem trúin ein flytur
fjöll. Onnur skýring er sú að
ýmsir sjúkdómar haga sér þann-
ig að inn á milli koma aftur-
hvarfstímabil ellegar þá að
sjúkdómurinn setur sér sjálfur
mörk og læknast af sjálfum sér.
Loks eiga yfirlýsingar um lækn-
ingu fyrir tilstilli skottulæknanna
sér iðulega þá sögu að sjúk-
dómsgreining var í upphafi
vægast sagt vafasöm, en eins
og gefur að skilja er enginn
vandi að lækna sjúkling sem
aldrei var veikur.
í þessu sambandi lætur hinn
mannlegi þáttur ekki að sér
hæða. Raunverulegum læknum
er oft brugðið um að þeir beini
athyglinni einungis að sjúk-
dómseinkennum en vanræki
hinn mannlega þátt. Að þessu
leyti hafa margir skottulæknar
skotið hámenntuðum læknum
ref fyrir rass, þar sem það er
ríkur þáttur í mannlegu eðli að
krefjandi athygli og samúðar.
Margir falla líka fyrir staðhæf-
ingum um að hjályfin séu
„náttúruleg" og „hafi ekki að
geyma eiturefni".
Laetrile er dæmi um slíka inn-
töku sem náði miklum vinsæld-
um og seldist grimmt. Laetrile
var sagt „náttúrulega unnið" úr
apríkósukjörnum og átti að
lækna krabbamein með því að
gefa frá sér cyaníð inn í sýktar
frumur. Þegar efnið var loks
rannsakað vísindalega í rann-
sóknarstofu kom í Ijós að það
var ekki bara öldungis áhrifa-
laust heldur hafði það í för með
sér hættulega eitrun. Þriðjungur
sjúklinga sem þátt tók í rann-
sókninni var með einkenni um
cyaníð-eitrun sem hjá sumum
var á svo háu stigi í blóðinu að
þeir voru í lífshættu. Svipuð eru
áhrif margra slíkra efna sem eru
á markaði og eiga að ráða bót
á margvíslegustu sjúkdómum
og kvillum. En hvernig er hægt
að sjá við skottulækningum af
þessu tagi?
Dr. Alfred Soffer birti í vor
vísbendingar í sex liðum:
1) Sannanir um áhrif meðferðar
hafa aldrei verið birtar í virtu
vísindariti.
2) Seljandinn gagnrýnir „lækna-
mafíuna" og heldur því blákalt
fram að hún sé afturhaldssöm
og lokuð fyrir nýjum hugmynd-
um.
3) Meðferðjn er sögð geta ráðið
bót á eða læknað margvísleg-
ustu sjúkdóma (t.d. er þörunga-
inntöku sem nú er á markaði
ætlað að lækna m.a. áfeng-
isfíkn, herpes, Alzheimer-veiki,
heymæði, sykursýki og lungna-
þembu).
4) Dramatískum dæmisögum
og vitnisburðum sjúklinga er
mjög haldið fram til sönnunar
áhrifum lyfsins.
5) Tíðir blaðamannafundir — og
loks:
6) Boðið er upp á vísindalega
orðaðar lýsingar á virkni með-
ferðarinnar.
Skottulækningar og heilsu-
skrum geta virzt broslegar þeim
sem átta sig á því að hæst glym-
ur í tómri tunnu, en því miður
er enn meiri ástæða til að taka
nú alvarlega mark á orðum
Marks Twain sem sagði: „Gætið
varúðar við lestur heilsubóka.
Þið gætuð dáið af prentvillu."
Nýtt rafeindatæki sem kemur í
veg fyrir svita vikum saman
Streituviðbrögð hjá sumu fólki eru í því
fólgin að flóðgáttir líkamans opnast
og koma fram í svitabaði. Þeirsem
þjást af þessu líða ekki sízt andiegar
kvalir, þar sem umhverfið mengast
óhjákvæmilega af dauninum. Að vísu
eru til ýmis efni og lyf sem hjálpa upp
á sakirnar en hingað til hefur eina varanlega bótin
verið sú að gangast undir aðgerð, þar sem svitakirtl-
ar eru fjarlægðir. Þetta er róttæk ráðstöfun í orðsins
fyllstu merkingu og til hennar er ekki gripið fyrr en í
lengstu lög.
En nú ætti vandamálið að vera leyst. Það er búið
að finna upp áhald þar sem skaðlaus rafstraumur sem
fer af stað þegar hann kemst í snertingu við salt, sem
er uppistaðan í svita. Vægur straumur veldur tíma-
bundinni bólgu sem stíflar svitakirtlana. Þetta tæki
hefurfengið viðurkenningu hjá Matvæla-og lyfjaeftir-
liti Bandaríkjanna. Lögun tækjanna er mismunandi
eftir því hvort á að nota þau í handarkrika, lófa eða
á iljar og notkun tækjanna hálftíma í senn, einu sinni
eða tvisvar á dag í viku eða tíu daga tryggir að svit-
inn er ekki vandamál næsta mánuðinn eða ríflega það.