Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SÉPTEMBER 1986 A fe Fimmti 99 FISTFUL OF DYN- AMITE — DUCK YOU SUCKER ★ ★ ★ Leikstjórn og handrit: Sergio Leone. Tónlist: Ennio Morricone. Fram- leiðandi: Fulvio Morsella. Aðalhlutverk: Rod Steiger, James Coburn, Romolo Valli, Maria Monti. ftölsk. Rafran Cinematografica SpA/United Artists 1972. 132 mín. Hór er hún komin myndin sem með róttu er oft vísað til sem fimmta (og síðasta) „dollaravestra“ Leones. (Þeir fyrri A Fistful of Doll- ars, For a Few Dollars More, The Good, the Bad and the Ugly og Once Upon a Time in the West. Þegar hér var komið sögu var Eastwood búinn að ávinna sér þá geysihylli sem hann nýtur enn í dag og upptekinn við að leikstýra sinni fyrstu mynd, Play Misty for Me, vestur í Kali- forníu. Var hann því víðsfjarri sínum gamla meistara, sem heldur naut dollaravestrinn“ ekki þess stjörnufans og tók þátt í OUTITW. Því hefur þessi bráðhressi vestri orð- ið hálfpartinn útundan í sinni líflegu fjölskyldu, jafn- vel þó hafi verið gripið til slíkra örþrifaráða að skíra afkvæmið upp. En allt kem- ur fyrir ekki, frægðarljóminn umlykur ekki örverpið. Því fer þó víðsfjarri að myndin sem aðalleikararnir standi ekki fyrir sínu, þeir Steiger og Coburn eru traustir sem endranær. Á ofanverðum dögum uppreisnar Pancho Villa hittast tveir ólíkir utan- garðsmenn. Hinn ruddalegi og fáfróði „bandido", Rod Steiger og gáfnaljósið, hryðjuverkamaðurinn úr IRA, James Coburn. Steiger kemst að því á óblíðan hátt að sá írski er snillingur í að meðhöndla sprengiefni og eygir nú möguleika á því að láta sinn æðsta bófadraum rætast; sprengja sig inn í fjárhirslur bankans í Mesa Verde. Coburn lætur tilleið- ast en þegar rykskýið sest reynist fátt um fó í banka- hólfunum, hins vegar er peningastofnunin notuð sem fangageymsla fyrir uppreisnarmenn. Nú skipast snögglega veður í lofti. Reyfararnir orðnir hetjur byltingarinnar — og þar af leiðandi efstir á útrýmingarlista stjórnar- hermanna, en Villa karlinn á síðasta snúning ... Eins og fyrri „spaghetti"- vestrar leikstjórar er Fistful of Dynamite hvort tveggja hröð og fyndin og hér er líklega best unniö úr sein- heppninni sem löngum einkennir þá. Þeir Coburn og Steiger upp á sitt besta og tónlist Morricone á sinn ómissandi þátt í að hjálpa Leone að framkalla hið hráa, viðsjárverða og heill- andi andrúmsloft sem sórkennir þennan frísklega kapítula kvikmyndasögunn- ar. Ómissandi mynd fyrir vestra — og þá sór í lagi Leone-aðdáendur. Gefiö olnbogabarninu auga! AÆTLANA- GERÐAR- MULTIPLAN Multiplan er áætlanageröarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Viö áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan-(tölvureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Tími og staður: 22.-24. september, kl. 13.30—17.30, Ánanaustum 15. Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Stiórnunarfélaa Islands LÁnanaustum 15 Sími: 6210 66 m a JS Gódan daginn! sláandi að einungis 27% þeirra sem hingað leita eru í vinnu og 11 % í skóla. Þó eru mörg ennþá á skólaskyldualdri, til dæmis er yngsti gesturinn sem hingað hefur komið einungis þrettán ára. Þetta segir mikið um félagslega stöðu þessara krakka. Þá má spyrja sig hvað þegar hefur gerst innan veggja skólanna þegar svona er komiö. Hvaö er búið að reyna? Skólinn er jafnan kvöl og pína fyrir þá unglinga sem líður illa vegna erfiðra heimiiisaðstæðna eða af persónulegum ástæðum. Þeir hafa lítið sjálfstraust og lenda oft á villi- götum og ef illa fer detta þeir hreinlega út úr námi.“ Félagsmálastofnun komin í stað stórfjöl- skyldunnar „ísland er að mjög mörgu leyti Hjálparstöðin er opin allan sólar- hringinn og reynslan hefur sýnt að flestir koma á kvöldin og um helgar. MorgunblaöiA/Júlíus „Skór geta sagt manni ótrúlega mikið um fólk, ekki sfst unglinga," seg- ir Ólafur. sérkennilegt samfélag og það má segja að til dæmis hafi stórfjöl- skyldan lengi vel komið í staðinn fyrir fólagsmálastofnun eða aðrar stofnanir innan kerfisins. Þegar eitthvað bjátaði á innan fjölskyld- unnar voru börn sett í fóstur til einhvers nákomins og þótti ekkert tiltökumál. Þetta er eflaust að ein- hverju leyti til í dag, en þjóðfélagið er tvímælalaust að breytast. Það tók mig tíma eftir að ég lauk námi mínu að átta mig á þvi að vegna smæðar íslensks þjóðfélags er það erfiðara hér en víða erlendis að vera skjólstæöingur kerfisins. Það er meira áberandi og niðurlægj- andi en í stærri samfélögum. Það er í rauninni feikilegt átak að sækja inn í kerfiö og fólk sem hefur orðið fyrir miklu mótlæti og hefur lítiö sjálfsöryggi gerir það svo sannar- lega ekki að gamni sínu.“ EJ WM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.