Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 12
VÍ2 % ^báTbPAGUR 12. SKPTEMBER WM „Kennslu- og uppeldis- aðferð en ekki ein tegund læknismeðferðar'1 Fyrir stuttu var haldið námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, fyrir þroskaþjálfa, kennara, sjúkraþjálfara og aðra sem í starfi sínu fást við hreyfihölmuð börn. Ensk kona, EsterCotton, leiddi þátttakendur í allan _______sannleik um kerfis- bundna aðferð við uppeldi og kennslu þess- ara barna, en aðferðin sem upprunnin er í Ung- verjalandi, er að ryðja sér til rúms í Evrópu. Það var Ungverjinn Andras Petö, pró- fessor í taugafræöi, sem mótaði „Leið- andi menntun", (conductive education), einsog aðferðin hefur verið kölluð, skömmu eftir seinni heimsstyrjöld- ina. í Ungverjalandi byggist meðferð hreyfihamlaðra barna ein- göngu á kenningum hans. ( Búdapest er stofnun fyrir slík börn sem hann kom á fót og getur tek- ið viö 400 hundruð börnum samtímis. Eftir dauða Petös hafa lærisveinar hans haldið starfinu áfram. í stofnun Petös koma börn á aldrinum 3-7 ára og dveljast þar að meðaltali í 9-12 mánuði. Sum þurfa þó að vera lengur, þau mest fötluðu jafnvel 4-6 ár. Markmið þjálfunarinnar er að gera þau hæf til þátttöku í venjulegu skólastarfi. Stofnunin sér einnig um að mennta fólk til starfans. Námið er á háskólastigi og tekur fjögur ár. Að því loknu eiga menn kost á þriggja ára framhaldsnámi. Námið er bæði verklegt og bóklegt. í bland við venjulega þjálfun í barna- uppeldi er lögð stund á læknis- fræðileg fög, mest áhersla er lögð á það sem lýtur að heilanum, eink- um þær heilaskemmdir sem hreyfihamlaðir hafa orðið fyrir. „í stuttu máli má segja að þessi aðferð steypi saman í eitt kerfi öllum aðferðum sem hingað til Rættvið Esther Cotton sem nýverið hélt námskeiðfyrir þjálfara og uppalendur hreyfihamlaðra barna á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. þroskaferli barna. Til dæmis vitum við að til þess að geta lært ein- falda hluti einsog að telja þurfa menn að fá einhverja líkamlega til- finningu fyrir talningunni, fingur og tær eru þar mjög mikilvæg hjálpar- tæki. Eðlileg börn geta talið á sér fingurna og tærnar og fundið fyrir þeim líkamlega. Barn með kreppt- ar hendur eða einhverja aðra líkamlega fötlun fær ekki sömu til- finningu fyrir talningu og á þvi miklu erfiðara með að gera sér grein fyrir í hverju hún er fólgin. Þetta veldur því að þessi börn eru oftast mun seinni til en önnur og gengur svo erfiðlega aö tileinka sér það sem öðrum veitist auðvelt að menn freistast til þess að telja þau vangefin. Petö lagði ríka áherslu á sjálf- stæði barnanna. Það veröur að láta þau gera það sem aðrir geta með einhverjum hætti. Og hann gerði þannig ráð fyrir að litið yrði á aðferðina sem kennslu- og upp- eldisaðferð en ekki eina tegund af læknismeðferð. Þessvegna flokka Ungverjar að- stoð við þessi börn undir menntun og hún heyrir undir menntamála- ráðuneyti þar í landi. Hér á íslandi einsog í öðrum löndum Vestur- Evrópu tilheyrir þessi málaflokkur Heilbrigðisráðuneytinu. Það hefur veriö stefnan hjá okk- ur aö greina sundur í marga þætti það sem börnin eru látin læra. Þannig finnst okkur það allt annaö mál hvort barn getur skrifaö eða hvort það getur klætt sig. Petö lagði þetta allt að jöfnu. Fyrir hon- um skipti máli að hreyfihömluð börn stæöu sem næst jafnöldrum sínum á öllum sviðum. Það er því mikilvægt að þeir sem fást viö að þjálfa þessi börn geti kennt þeim allt sem þau þurfa að læra, allt frá því að sitja á koppi uppí lestur og skrift. Kennari sem aðeins sér um að kenna börnunum skólafögin getur ekki vitað hvernig þeim gekk að klæða sig sama morgun, eða hvort þeim tókst daginn þar áður að drekka úr glasi. Sá sem getur klætt sig, hneppt hnöppum eða rennt rennilás getur líka haldið á penna. En það þarf að sýna hreyfihömluð- hafa verið notaðar við uppeldi og menntun hreyfihamlaðra barna til þess að gera þau sæmilega sjálf- bjarga," segir Esther Cotton. „Hugmyndin er fyrst og fremst sú að kenna börnunum þær athafnir sem fyrir fiest fólk eru eðlilegar og sjálfsagðar. Það er mikill misskilningur að hreyfihömluð börn séu oftast einn- ig vangefin frá upphafi. Mönnum sést yfir það að eðlileg hreyfigeta skiptir ákaflega miklu máli í öllum Esther Cotton og Stefán Hreið- arsson í fjörunni fyrir neðan Kjarvalshús á Seltjarnarnesi þar sem Greiningar- og ráðgjafarstöð rikisins hefur aðsetur. Morgunblaðið/Börkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.