Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FQSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 B 3 Ólafur Oddsson forstöðumaður Rauða kross hússins. eru fleiri ástæður en ein. En helstu ástæður að mati starfsmanna og gesta eru samskiptaörðugleikar á heimilum, sundrun fjölskyldu, skortur á tilfinningatengslum, erf- iðleikar vegna vinnu eða skóla, vímuefnaneysla foreldra og/eða gesta og ofbeldi ýmiss konar. Varðandi samskiptaörðugleika á heimilum finnst mér mjög áberandi hvað foreldrar virðast oft hafa lítið að gefa í þeim tilfellum sem við höfum með að gera. Kannski er þetta nútíma menningarsjúk- dómur. Þarna spilar líka margt inn í svo sem áfengisneysla á heimil- um, stress og tímaskortur vegna of mikillar vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Á ótrúlega mörgum heimil- um gefst hvorki tími til að tala saman né gera eitthvað saman. IRætt við Ólaf Oddsson, for- stöðumann Rauða kross hússins Morgunblafiið/Árni Sœberg Foreldrar eru út af fyrir sig og sömu sögu er að segja um börnin. Einn góðan veðurdag vaknar fólk svo upp við að tengslin eru rofin og það þekkir vart hvert annað." „Einnig er vímuefnaneysla al- geng ástæða komu hingað. Af þeim sem koma nota 68% áfengi vikulega eða oftar og stór hluti þessa hóps notar einnig önnur vímuefni. Þá er í flestum tilfellum um að ræða hass. Þau hafa kannski prófai önnur efni en nota þau ekki að staðaldri. Vímuefna- vandamál er oft afleiðing en ekki orsök þess að eitthvað er að á heimilinu. Þá kemur aftur að þeim þáttum sem ég hef nefnt áður, svo sem stressi, alltof mikilli vinnu, alkóhólisma heima fyrir, veikindum eða öðru. í þessum tilfellum verður kunningjahópurinn sterkari en heimilið og foreldrarnir fá ekki rönd við reist.“ „Með lengri opnunartíma skemmtistaða og fjölgun þeirra hefur drykkja unglinga eflaust auk- ist. Það er algengara en áður var að krakkarnir drekki um hverja helgi en áður var og þeir drekka sífellt yngri og yngri. Sýningarsöl- um kvikmyndahúsanna í Reykjavík hefur einnig fjölgað mjög á síðustu árum og sýningar ná fram á næt- Slítfjofs- prófun áklaeða Bello hornsófi 6 sæta aðeins 51.240 VIÐ TOKU SÓFASETT '**%$%** p Jtqpml írl ih IpgldÉWFlS? Metsölublað á hverjum degi! 8542 Einar áfram. „Þetta gefur mér líka tæki- færi til að einbeita mér að listmáluninni því það er draumurinn. Hérna heima er hugsunin um að vinna og eiga ofan í sig það sem hefur þurft að ganga fyrir þannig að það hefur brunnið við að málunin hafi setið á hakanum. Undanfarið ár hef ég því lítið hreyft við pensli og hlakka til að koma frá mér á strigann þeirri reynslu sem ég hef orðiö fyrir að undanförnu. Einar útskrifaðist úr Myndlista og hand- íðaskólanum 1984 en „flæktist svo á milli deilda í eitt ár í viðbót" eins og hann sjálf- ur orðar það. „Ég var langyngstur í deild- inni, fór strax eftir grunnskólann í Einar hefur haldið eina einkasýningu en tekið þátt í nokkrum samsýningum. Ljósm./Árni Sæberg inntökuprófið og fékk jákvætt svar. Ég var þá sextán ára gamall og tíðum kallaður litla barnið í hópnum, að minnsta kosti til að byrja með.“ Einar hefur haldið einkasýningu á Ijós- myndum á Mokka en tekið þátt í nokkrum samsýningum, átt verk á UM-sýningunni '83, verið þátttakandi í sýningu sem bar yfirskriftina Gullströndin andar í JL-húsinu, átt myndir á sýningu i Nýlistasafninu og nú síðast átti hann verk á Reykjavík í mynd- list. Þegar hann er spurður hvort honum sé eitthvert myndefni hugstæðara en annað segir hann að lítið sé fariö að reyna á það, hingað til hafi hann aðallega fengist við umhverfi sitt og þaö fólk sem hann þekki. „Reynslan á eftir að skera úr um hvort eitthvað hrífur mig öðru fremur. Ég á eftir að mótast mikið og þroskast í framtíðinni, finn reyndar mun á rriér með hverju ári sem líður." Einar er upptekinn, það er í mörgu að snúast áður en haldið er utan, en þegar við að lokum röbbum um þau áhrif sem hann hefur orðiö fyrir og áhugann á mynd- listinni segir hann: „Eg hef verið að teikna síðan ég var smápatti í barnaskóla, og er alltaf að finna nýja og nýja málara sem ég verð fyrir áhrifum af. Svo er ekki laust við aðTinni hafi haft sitt að segja þegar málun- in hjá mér er annarsvegar, ég nota helst prentlitina, rauðan, gulan og bláan . . . GRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.