Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 15
ALLTAF A LAUGARDÖGUM MÓRGUNBLAÐID, ‘FÖSfÚDÁGÍÚR 12. SEÚTEMBER 1986 B 15 Vönduð og menningarleg helgarlesning Ferðafélag íslands: Landmannalaugar- Jökulgil [ kvöld verður lagt upp í helgar- ferð í Landmannalaugar og veröur laugardagurinn notaður til að aka suöur Jökulgil alla leið í Hattver. Jökulgilið er rómað fyrir náttúrufeg- urð en þessi leið er ekki fær nema á haustin þegar lítið er í Jökulgils- kvíslinni. GiSt verður í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Einnig verður farið í helgarferð í Þórsmörktil að njóta haustlitanna. Jass á Borginni Á laugardaginn kl. 16 verður Jassvakning með tónleika á Hótel Borg, en þar koma fram tvö jasstríó. Annað þeirra er tríóið Súld, með þeim fólögum Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Stefáni Ingólfssyni bassa og pólska fiðluleikaranum Szymon Kuran, en þeir leika m.a. frumsamda tónlist. Hitt tríóiðerTríó Guðmundar Ingólfssonar, en með hon- um leika Guðmundur Steingrímsson og ungur bassaleikari, Þórður Högnason, en þeir ieika hefðbundinn jass, be-bop og fleira. Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú i Kópa- vogi verðurá morgun, 13.septem- þer. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Markmiö göngunnarer: samvera, súrefni, hreyfing. Rölt er um bæinn íklukkutima. Búiðykkurvel. Nýlag- að molakaffi. LESBQIf Dauðinn beið við Hnokka í næstu viku eru liðin 50 ár frá strandi Pourquoi Pas? við Mýrar. Af því tilefni er yfirgripsmikil umfjöllun í Lesbók með nýrri loftmynd af strand- staðnum og frásögn sem byggir á heimildum og samtölum við þau fjögur, sem enn eru lifandi og voru viðstödd í Straumfiröi. „Við höfum elzt saman skipið mitt og ég“ Grein eftir dr. Bjarna Jónsson fyrrum lækni á Landakotsspítala um dr. Charcot og skyldustörf ungs læknis á Landakoti 1936. „Ég var sú síðasta sem kvaddi hann“ Kafli úr endurminningariti Thoru Friðriksson um dr. Charcot. Norræna húsið: Ulf Trotzigsýnir Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýnir nú málverk og grafík- verk í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 19 í sýningarsölum og 9 til 19 í anddyri, nema sunnu- daga frá 12 til 19. Sýningunni lýkur 21. september. Lóa sýnir sérhannaðar prjóna- flikur á Mokka. Mokkakaffi: Sýning á prjóna- flíkum Ólöf Guðrún Sigurðardóttir (Lóa) hefur opnað sýningu á sérhönnuð- um prjónaflíkum á Mokkakaffi við Skólavörðustíg í Reykjavík. Sýningin stendurtil næstu mánaðamóta. Bólvirkið: Saga og ættfræði Á annarri hæð í húsi verslunar- innarGeysis, Vesturgötu 1, stendur nú yfir sýning á vegum Bólvirkisins á gömlum Ijósmyndum úrGrófinni. Þá er sýnt líkan sem 10 ára nemend- ur úr Melaskóla gerðu í tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykjavíkku. Einnig er þar kynning á bókum um sögu og ættfræði Reykjavíkur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 virka daga. ísafjörður: Daði Guðbjörnsson sýnir Nú stendur yfir í Slunkaríki á ísafirði sýning á verkum Daða Guð- björnssonar. Á sýningunni eru bæði málverk og grafíkmyndir, allar unnar á síðustu tveimur árum. Daöi sýndi áðurá ísafirði árið 1983 og hefur auk þess tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar í Reykjavík og víöar. Akureyri: Þorvaldur Þor- steinsson sýnir í afgreiðslusal verkalýðsfélagsins Einingar, Skipagötu 14 á Akureyri, stendur nú yfir kynning á myndverk- um eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Á sýningunni eru 27 olíumálverk. Þetta er fjórða sýningin í röð list- kynninga sem fram fara á þessum stað og lýkur henni nú um miðjan september. Hlaðvarpinn: Wu Shan Zhuan sýnir Nú á sunnudaginn lýkur sýningu kínverska málarans Wu Shan Zhuan í Hlaðvarpanum. Hann sýnir þar 25 myndir sem hann hefur málað á hrísgrjónapappír. Viðfangsefni sín sækir hann í hafið og málar (Ijóð- rænum abstraktstíl, ólíkt raunsæis- myndum eldri landa sinna. Wu Shan er 26 ára gamall og hefur stundað nám við listaháskól- ann í Zehjang. Þetta er fyrsta einkasýning hans utan Kína. Meðan á sýningunni stendur verður sýnt myndband um lista- manninn með ívafi úr kínversku mannlifi, sem Kári Schram gerði í Kína nú í vor. Sýningin er opin frá kl. 2 til 9. Gallerí íslensk list: Sumarsýning List- málarafélagsins Nú stenduryfirsumarsýning List- málarafélagsins i Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17. Það eru 15 félagar Listmálarafélagsins sem sýna þar 30 málverk. Eftirtaldir málarar eiga verk á sýningunni: Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- son, Guðmunda Andrésdóttir, GunnlaugurSt. Gíslason, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurösson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Jóhannes- son, SigurðurSigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Pétur Már. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 17 en lokuð um helgar. Gallerí Gangskör: Sumarsýning Um þessar mundir stendur yfir sumarsýning Gangskörunga við Amtmannsstíg 1. Galleríiðeropið alla virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgarfrá kl. 14 til 18. FERDALÖG Útivist: Tvær haustlitaferðir Um helgina verða tvær helgar- ferðir hjá Utivist. í kvöld kl. 18 verður farið í Núpsstaðaskóg í tilefni haust- litanna. Gönguferðirverða m.a. að Tvílitahyl og að Súlutindum. Farar- stjóri er Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Kl. 20 verður svo lagt af stað í Þórs- mörk, en þar er gróður að komast í fullan haustlitaskrúða. Gist er í skálum félagsins í Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. Fararstjóri er Bjarki Haröarson. Ásunnudaginn, 14.sept.,eru áætlaðar þrjár dagsferðir. Sú fyrsta kl. 8, Þórsmörk-Goðaland. Stansað í 3-4 klst. i Mörkinni. Önnur er kl. 10:30, Þjóðleið mánaðarins. Ekið að Húsmúla og gengið um Marar- dal og yfir Dyraveg sem liggur að Nesjavöllum í Grafningi. Þriðja dags- ferðin hefst kl. 13, Elliðavatn-Þing- nes-Hjallar. Ekið að Elliðavatni og gengið út að Þingnesi og um Heið- mörk. Góð og létt ganga. Nánari upplýsingar um feröirnar fást á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, Reykjavík og í síma 14606 og 23732. Hana nú: Sýningu Wu Shan Zhuan í Hlaðvarpanum lýkur nú um helgina. Sýmngum Leikfélags Reykjavíkur á söngleiknum Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson fer nú fækkandi. Þarergist íSkagfjörðsskála. Kynd- ing er í báðum skálunum. Ásunnudaginn kl. 8 erdagsferð íÞórsmörk. Kl. 10 verðurfarið um Skarðsheiðarveg og gengiö á Hafn- arfjall, en Skarðsheiðarvegur liggur milli Skarðsheiðarog Hafnarfjalls. Kl. 13 á sunnudaginn er gönguferð um Heiömörk, komið að Hólmsborg og Thorgeirsstöðum. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Land míns föður Nú feraö fækka sýningum á stríðsárasöngleik Kjartans Ragnars- sonar og Atla Heimis Sveinssonar. í fyrra voru yfir 140 sýningar á leikn- um og í haust hófust sýningar þann 5. september. Nú um helgina verð- ur sýnt á föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20:30. Áfjórða tug leikara taka þátt í sýningunni og verða þeir sömu og í fyrra í öllum aöal- hlutverkum en fjórir nýir leikarar koma í stað þeirra sem nú hvería til annarra starfa. Nýju leikararnir eru ValdimarÖrn Flygenring, Bryn- dís Petra Bragadóttir, Edda V. Guðmundsdóttirog ÞórH. Tulinius. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd er eftir Stein- þór Sigurðsson, búninga gerir Guðrún Erla Geirsdóttir og dansa- höfundur er Ólafia Bjarnleifsdóttir. Höfundurinn, Kjartan Ragnarsson er jafnframt ieikstjóri. AUGLÝSINGASTOFA KRtSTÍNAR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.