Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 B 11 1 1/2 kíló kjúklingur úrbeinaður og skorinn í bita 1-2 laukar olífuolía Þegar þessi uppskrift er annarsvegar og fólk vill kannski ekki hafa réttinn mjög bragð- sterkan þá má auka kjötskammtinn og jafnvel setja aðeins meira af jógúrti en getið er um. Öllu kryddi er blandað saman við jógúrtið og kjúklingabitarnir þaktir vel með krydd- blöndunni og geymdir á köldum stað yfir nótt. Þegar matreiða á svo réttinn er laukur tekinn og rifinn niöur i lauf. Laufin eru sett í eld- fast mót og smurð með olíu. Þá eru kjúkl- ingabitarnir lagðir ofan á lauklaufin og þetta grillað í ofni á meðalhita í um það bil 25 til 30 mínútur eða fimmtán mínútur á hvorri hlið. Kjúklingabitunum má svo snúa við þegar endarnir eru orðnir örlítið svartir og eru svo tilbúnir þegar þeir eru orðnir dálitið dökkir þeim megin. Með þessu ber ég fram brauð sem kall- ast Naan, kalt agúrkusalat og hrísgrjón. Naan-brauð Það er hægt að búa til Naan-brauð á margan hátt en þessi uppskrift er frekar einföld og bragðast vel. 1 tsk sykur 1 tsk þurrger 150 ml volgt vatn 200 gr hveiti 1 tsk lint smjör 1 tsk salt 50 gr ósaltað smjör 1 tsk sesame-fræ ( má sleppa ef vill) Sykur og ger er sett í bolla með volgu vatni og blandað vel þangað til að gerið er uppleyst. Hveiti er sett i skál og smjör hrært saman við, salti og gerblöndu bætt í með höndunum. Þetta er geymt í skálinni í 1 '/2 tíma eða þangað til að uppskriftin hefur tvö- faldast. Þá er deigið hnoðað í nokkrar mínútur. Deigið er mótað í bollur og síðan flatt út í nokkurskonar flatkökur sem eru um það bil einn sentimetri á þykkt. Kökurnar eru svo settar á smurða pönnu inn í mjög heitan ofn í sjö til tiu mínútur og þeim snúið tvisvar sinnum og smurðar smjöri i hvert sinn og að lokum er sesame-fræjum stráð yfir. Brauðinu er að lokum pakkað í álpappir eftir bökun til að það haldi hita sínum. Þá er einnig gott að setja ofninn á grill síðustu mínúturnar til að dekkja brauðið. Kalt agúrkusalat Ein til tvær skrældar og niðursneiddar agúrk- ur (gott að gera hvort tveggja meö osta- skera) Smávegis coriander krydd 2 msk sítrónusafi 1/2 tsk salt 1 tsk sykur Coriander, sítrónusafa, salti og sykri blandað saman. Agúrkusneiðum er raöaö á disk og þær kældar í eina klukkustund. Áður en þær eru bornar fram er kryddblöndunni hellt yfir. Texti/GRG g held að það megi kalla mig tækifærissinna þegar matartil- búningur er annarsvegar því ég tek skorpur og elda þá það sem ég held upp á hverju sinni. Stundum hefur ítölsk matreiðsla verið efst á vinsældalistanum og það má kannski segja að hún sé ofarlega ennþá, kjúklingaréttir, pottréttir . . . en svo vill til að núna á indversk matreiðsla upp á pall- borðið." Það er Ástríöur Jónsdóttir gestur þáttarins í dag sem hér átti orðiö, en hún ætlar að gefa lesendum blaðsins uppskrift að Ijúf- fengum en auðveldum indverskum rétti. „Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég fór að prófa mig áfram í matreiðslu svona að gamni mínu, en það var ekki fyrr en ég fór að búa upp á eigin spýtur erlendis að eitthvað reyndi á matartilbúninginn. Þá var enginn til að leita til ef eitthvað bar útaf þannig að það var ekkert um annað að ræða en prófa bara og æfa sig. í Boston þar sem ég var búsett voru bókabúðirnar opnar lengst verslana þannig að þegar fariö var í kvöldgöngu endaði ég oft í slíkri verslun og eyddi oft tímanum þar sem matreiðslubæk- urnar var að finna. Þá fletti ég alla jafna allskyns matreiðslubókum og svo datt mér kannski í hug að prófa eitthvað af því sem ég hafði lesið og bæta við, draga úr eða sleppa einhverju úr uppskriftinni. Þar sem ég var líka vön fiski héðan að heiman og oft erfitt að verða sér úti um góðan ferskan fisk úti þá þurfti ég að láta ímyndunaraflið ráða ef ég aetlaði ekki alltaf að vera að borða það sama. í Boston er mikið um mjög góða veitingastaöi, ítalska, indverska, kínverska og svo framegis og iðulega fékk ég þar hug- myndir að nýjum réttum til að prófa. Það má kannski segja að í upphafi hafi það eiginlega verið maðurinn minn sem kom mér á bragðið með indverska rétti. Slíkur matur er mjög sérstakur en frekar auðveldur í tilbúningi og hægt að hafa hann bæði mjög sterkan og svo er líka hægt að milda hann eftir smekk. Oft er brauð borðað með réttun- um og það hreinsar munninn ef um sterkan mat er að ræða. Réttirnir eru ákaflega mis- munandi eftir því frá hvaða hlutum Indlands þeir koma og þessi uppskrift sem ég ætla að gefa lesendum kemur frá norðurhluta landsins. Hún er auðveld en það þarf að undirbúa réttinn daginn áður en hann á að borðast. Þá má líka geta þess að sum þessara krydda sem eru notuð í indverskan mat er einungis hægt að fá í versluninni Manilla. Annars finnst mér úrval hráefna bara nokkuð gott og það fer sífellt batnandi," segir Ástríður, aðspurð hvað henni finnist um úrvalið al- mennt. „Það sem kannski pirrar mig mest er að ekki skuli vera hægt að kaupa annaö en frosinn kjúkling. Ég hef verið að furða mig á því að kjúklingabændur og kaupmenn skuli ekki fyrir löngu vera búnir að semja um að hafa til sölu þídda kjúklinga því oft er það ekki fyrr en seinni part dags að mað- ur ákveður hvað hafa skal í matinn og á þá eftir að affrysta kjúkling ef hann verður fyrir valinu . . . „Tikka“-kjúklingur 1 tsk engifer 1 tsk hvítlaukur 11/2 tsk coriander 1 tsk ostakúmen (cumin) 1 tsk chílepipar 4 msk jógúrt 1 tsk salt 2 msk sítrónusafi örfáir dropar rauður matarlitur 1 tsk tómatmauk Morgunblaðið/Emilía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.