Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 + Nart á milli máia Það er sagt að íbúar velmeg- unarríkjanna vestan hafs og austan eigi sameiginlega þjóð- aríþrótt og vinsælustu tóm- stundaiðjuna — það athæfi að narta á milli mála. Þetta hefur yfirleitt verið talið ósiður en það er ekki einhlítt. Það fer alveg eftir því hvers neytt er. Úttekt var nýlega gerð á neyzluvenjum 37 þúsund Bandaríkjamanna og kom í Ijós að 20% innbyrða um 20% þess sem þeir láta í sig á milii mála. Fámennari hópur neytir um helmings fæðunnar á milli mála. Neyzluvenjukönnunin leiddi m.a. í Ijós að margir táningar úða i sig hitaeiningum án þess þó að fá nándar nærri nógu mikið af næringarefnum. Niður- staða næringarefnafræðinga þar sem m.a. var tekið tillit til könnunarinnar er sú að í sjálfu sér geti ekki talizt óhollt að narta á milli mála. Dagneyzlan í heild skeri úr um það hvort líkaminn taki til sín nægilega mikið af hollustuefnum og tíma- setningin hafi þar ekkert að segja. (Úr American Health) Kyniíf og reyfarar Oft hefur því veriö haldið fram að þeir sem lesa léttvæg- ar bókmenntir séu að reyna að bæta sér upp dauflega tilveru. Þannig ættu t.d. aödáendur ástarsagna, sem eru konur í yfirgnæfandi meirihluta, að vera að bæta sér upp dauflegt kynlíf. En það er nú öðru nær, eins og könnun bandarísku sál- fræöinganna Claire Coles og Johnnu Shamp gefur til kynna. Þær spurðu 48 húsmæður og útivinnandi konur spjörunum úr og komust að því að þær sem að staðaldri lesa ástarsög- ur hafa næstum helmingi oftar kynmök en stallsystur þeirra sem aldrei lesa slíkt og hafa auk þess mun meiri ánægju af kynlífinu, einkum og sér í lagi heimavinnandi húsmæður. í könnuninni kom fram að ástarsögulesendur hafa kyn- mök að meðaltali rúmlega þrisvar í viku, en sálfræöingun- um er ekki Ijóst hvort þessar konur laðast sérsaklega að mökum sínum eftir lestur ástar- sagna, þar sem yfirleitt er að finna greinargóðar lýsingar á ástalífi. Á hinn bóginn segir Coles það Ijóst að sögurnar örvi ímyndunarafl kvennanna enda sé það ríkur þáttur í ásta- lífi þeirra. * * UMSJON/ASLAUG RAGNARS Þegar megrun verður fitandi Alþekkt er það fyrirbæri að fólk fari í megrun og léttist mikið á skömmum tíma en fyrr en varir hefur það fitn- að að nýju og venjulega bætt á sig öllum þeim hold- um sem fyrir voru í upphafi og gott betur. Slikar síendurteknar sveiflur holdafarsins eru varasamar og hafa hin verstu áhrif, jafnt á andlega líðan sem líkam- legt ástand. Líkamlegu áhrifin eru varanleg og gera það að verkum að brennsla orkunn- ar hægir á sér. Flestu feitu fólki er mikið í mun að losna sem fyrst við aukakílóin en fæst af því aðgætir að það er alls ekki sama hvaða kíló það losar sig við. Það er hægt að missa fitu, vatn — eða það sem líkaminn má sízt við að missa, þ.e. eggjahvítuefni sem eru uppistaðan vöðvanna. Mjög magur kostur telst sú daglega fæða sem er innan við 800 hitaeiningar á dag. Slíkt mataræði getur haft það í för meö sér að jafnframt því sem fitan fer sína leið geng- ur jafnt og þétt á frumu- og vöðvaforða líkamans með árunum gengur líkamanum verra að byggja sig upp að nýju. Því hafa sveiflur af þessu tagi æ alvarlegri áhrif eftir því sem líður á ævina. Þeir sem þurfa að megrast ættu að stefna markvisst að því að ná jafnvægi í hlutfalli fitu og vöðva, en strangir megrunarkúrar þar sem kílóin „hryjna" stofna þessu jafn- vægi í hættu og setja það jafnvel algjörlega úr skorðum. Ýmsir vísindamenn telja líkur á þvi að slíkir megrunarkúrar raski efnaskipta- kerfi líkamans þannig að það lagi sig að fáum hitaeiningum á dag og verði þess ekki um- komið að vinna úr venjulegum hitaeininga- fjölda þegar neyzlan eykst að loknum megrunarkúr. Auk þess geta harkalegir megrunarkúrar oröið til þess að efnahvatar i líkamanum venjast á það að vinna mun betur en ella úr þeim hitaeiningum sem úr er að moða þannig að líkamshitinn er verður til við efnaskiptin lækkar. Um leið verður fitu- brennslan minni í líkamanum. Efnaskipti Slíkar breytingar á líkamsstarfseminni geta að nokkru leiti skýrt þá erfiðleika sem flest feitt fólk á í er það reynir að megrast. Þar sem efnaskiptin verða hægari þarf þetta fólk miklu færri hitaeiningar á dag en það fólk sem er í eðlilegum holdum og er þó af sama kyni, en jafnhávaxið og á sama aldri. Meðaltalskvenmaður þarf 1.100 til 1.500 hitaeiningar á dag til þess brenna en feitar konur eru nær allar í lægra markinu. Sama grundvallarregla gildir um karlmenn sem að vísu þurfa fleiri hitaeiningar á dag en konur. Hæg efnaskipti eins og hér er lýst eiga ekki rót sína að rekja til ofvirkni skjaldkirtilsins. Enda þótt skjaldkirtill sem starfar of hægt geti dregið úr efnaskiptum og þannig orsak- að fitu er það staðreynd að skjaldkirtilsstarf- semin er eðlileg hjá 95% þess fólks sem þjáist af offitu. Sveiflukennt atferli þar sem skiptast á strangir megrunarkúrar og eðlileg neyzla eða of mikil, með tilheyrandi sveiflum á vog- inni, breytir efnaskiptunum og hefur alvarleg áhrif á ástand líkamans og almennt heilsu- far. Þetta hefur líka sín áhrif á sálarlífið og allt þetta gerir það að sjálfsögðu að verkum að slíkar sveiflur ber að forðast eins og heitan eld. Því er ráðlegt að leita læknis og fá hjá honum einstaklingsbundnar ráðlegg- ingar ef ætlunin er að megrast verulega. Líkamsþjálfun Rannsóknir hafa leitt í Ijós að það er hægt að léttast án þess að ganga á vöðva- forðann. Ágæt aðferð til þess er að stunda líkamsþjálfun. Nýlega fór fram rannsókn þar sem þátttakendum var skipt í tvo hópa. Annar stundaði líkamsrækt en hinn ekki. Þátttakendur fengu allir 1.000 hitaeiningar á dag. Eftir sjö vikur höfðu þátttakendur sem voru ekki í líkamsrækt misst að meðaltali 9 kílógrömm og þar af voru 5,5 kíló fita en 3.5 kíló af mögru holdi. Sá hópur sem stund- aði þjálfun missti 11,5 kíló af fitu en bætti samtímis við sig 2 kg af holdi þannig að alls léttist fólk í þeim hópi að meðaltali um 9.5 kg. Það liggur í augum uppi að þeir sem hreyfa sig ekki verulega eða stunda líkams- þjálfun standa höllum fæti en það kemur ekki sízt í Ijós ef nenn bæta á sig holdum á ný. Þá verður stærra hlutfall viðbótarinnar fita en mun minna af raunverulegu holdi en þegar litið er á þann hóp sem stundaö hefur líkamsþjálfun. Þeir sem stunda ekki þjálfun verða komnir með hægari efnaskipti en hin- ir og i annarri eða þriðju tilraun gengur megrunin mun hægar en í fyrstu atrennu. Til samanburðar má geta þess að bráða- birgðaniðurstöður benda til þess að þetta eigi sér ekki stað hjá þeim sem stunda þjálf- un. Því liggur í augum uppi að enda þótt fólk sem er í eðlilegum holdum þurfi ekki endilega að stunda kerfisbundna þjálfun þá skiptir hún gífurlegu máli fyrir feitt fólk sem ætlar að megra sig og jafnvel er hægt að halda því fram að hún sé skilyrði. Það er um það að tefla að halda efnaskiptunum gangandi eða að láta þau smám saman logn- ast út af. Megrun sem fitar Tökum sem dæmi heilbrigða 23ja ára konu sem er 164 sm að hæð og vegur 57 kílógrömm. Hlutfall vöðva og fitu er eðlilegt, þ.e.a.s. 25% eða um 14 kg fita og 43 kg vefur og bein. Nú byrjar hún að neyta dag- lega 50 hitaeiningum meira á dag en hún brennir í dagsins önn. Eftir fjögur ár er hún orðin 27 ára og hefur nú bætt á sig 10 kílógrömmum. Vogin sýnir 67 kílógrömm en samsetningin er breytt: Fitan er komin í 34%, þ.e. 23 kg, en vöövarnir eru 44 kg. Nú vill hún megrast um 10 kg. Hún getur fylgt skynsamlegum megrunarkúr með 1.200 hitaeiningum á dag og losað sig þann- ig við tæpt kíló á viku sem samtals verða þá 10 eða 12. Þetta gerir hún illu heilli ekki, heldur losar hún sig við 10 kílóin á 6—8 vik- um með því að fara í hörkumegrun með 650 hitaeiningum á dag. Það er einfalt mál. Hún tekur til sín færri hitaeiningar en hún brenn- ir og því megrast hún. Gallinn er bara sá að af 10 kílóunum sem hún missti voru 5 kg. fita og afgangurinn vatn og vöðvar. Enn einu sinni hefur sam- setningunni verið breytt og enda þótt hún sé nú jafnþung og hún var í upphafi, eða 57 kg, er hún samt sem áður feitari þar sem 18 kg eru nú fita en 39 kg vöðvar. Smám saman tekur hún upp fyrri neysluvenjur og á einu ári bætast þessi 10 kg á hana aftur. Þá vegur hún jafnmikið og hún gerði áður en hún fór í megrunina, þ.e. 67 kg, en nú er vandmálið annað og erfiðara viðureignar. 10 kílóin sem hún bætti á sig eru nefnilega ekki sömu 10 kílóin og hún náði af sér. 7,5 kg eru fita og 2,5 kg eru vatn. Ef hún endurtekur þetta ferli næstu þrjú árin kann vel að vera að henni takist að halda holdunum nokkurn veginn í skefjum en eftir þessi þrjú ár eru hlutföllin samt þau að fitan er komin upp í 40% af líkmsþyngd- inni. Hitaeiningaþörf hennar þefur nú minnkað um 100 á dag og ef hún innbyrðir þó sama hitaeiningafjölda og hún var vön bætir hún óhjákvæmilega á sig 10 kg á ári! Brátt er svo komið aö blessuð manneskj- an er ekki bara í góðum holdum heldur er hún orðin að fitubollu. í líkama hennar hefur virkur vefur eða raunverulegt hold orðið að víkja um leið og efnaskiptin hafa orðið hæg- ari. Hún er komin inn í vítahring. Hún berst við kílóin og telur hitaeiningarnar en þrátt fyrir það yerður hún að viðurkenna stað- reyndir: „Ég get ekki að því gert þótt ég fitni. Efnaskiptin eru alltof hæg hjá mér. Ég er ekki ein af þeim heppnu sem borða eins og þeim sýnist án þess að bæta við sig." Því miður hefur hún alveg rétt fyrir sér. (Los Angeles Times)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.