Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 4

Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 4
4 B HANN er leikari, leikrita- höfundur, ljóðskáld og leikstjóri. Hann er líka verkamaður þegar hon- um f innst að hann þurf i að koma á jafnvægi í lífinu. Ungur að árum byrjaði hann að stunda íþróttir og hefur verið í ólympíuliði Banda- ríkjanna bæði sem keppandi og þjálfari í hnefaleikum, fjöl- bragðaglímu, frjálsum íþróttum og körfuknatt- leik. Maðurinn heitir Jack Kendrick og er Banda- ríkjamaður af írskum ættum. Við ræddum við hann um líf hans og starf þegar hann staldraði við hér á landi fyrir skömmu. RættviðJack Kendrick leikara, leikstfóra, leikritahöfund, ljóðskáld, íþróttamann og verkamann Viðtal: Ásdís Haraldsdóttir Mynd: Bjarni Eiríksson MORGUNBEÁÐTÐ, SUNNUDAGUR ’8. OKTÓBER 1986 Tilvalið að nota tímann og# klífa Kilimanjaro Hann var fyrst spurður að því hvers vegna hann var kominn til íslands. „Ég kom hingað á vegum Menn- ingarstofnunar Bandankjanna í þeim tilgangi að kynna ljóð mín. Stofnunin hefur um skeið fengið ýmsa rithöfunda til þess að kynna verk sín. Þesssi dagskrá er kölluð „Hittið höfundinn" (Meet The Auth- or). Ég kom líka til þess að hitta leikhúsfólk og ræða við það. Ég fór bæði í Iðnó þar sem ég sá leiksýn- ingu og í Þjóðleikhúsið þar sem ég fylgdist með æfíngu. Þar hitti ég jafnframt leikstjórann og höfund- inn. Svo sá ég æfingu hjá nemend- um Leiklistarskólans og ræddi við þá og skólastjórann. Fimm íslensk leikritaskáld bættust síðan í hópinn og við ræddum saman um leiklist. Mér þykir gott að ferðast til ann- arra landa til þess að ræða við leikhúsfólk og skiptast á hugmynd- um“. Frá íslandi lá leið Jack Kendrick á leiklistarhátíðina í Dublin. Þar verður sýnt leikrit hans, „Third Class Carriage". Jack er sjálfur leikstjóri þessa verks sem m.a. hlaut verðlaun á leiklistarhátíðinni í Edin- borg fyrir þremur árum. Leikritið verður flutt á þýsku í Vín og Graz í Austurríki í nóvembermánuði. „Leikritið er byggt á sögu yngri systur minnar. Hún var fyrirsæta og dó fyrir aldur fram úr krabba- meini. í verkinu er lýst samskiptum ríks læknis og fremur fátæks sjúkl- ings. Venjulega leik ég sjálfur í leikritum mínum, en að þessu sinni geri ég það ekki vegna þess hve mér finnst efnið nátengt mér“. Ákvað að verða leikari og rithöfundur — Hvað varð til þess að þú varðst leikari og rithöfundur? „Starfsferill minn hófst á því að ég var enskukennari í bandarískum háskóla. Þá var ég líka þjálfari í körfubolta, Qölbragðaglímu og fijálsum íþróttum. Mig langaði til að halda áfram námi og ákvað að fara til Evrópu til þess. Ég lauk meistaraprófi í ensku bæði frá há- skólunum í Oxford og Dublin. Ég hitti írska stúlku og við trúlof- uðum okkur og ég byijaði að kenna í gömlu munkaklaustri á írlandi. Þegar svo slitnaði upp úr trúlofun- inni varð ég að setjast niður og hugsa minn gang. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að ljúka kennslunni þetta árið og fara síðan til New York og heíja störf sem leikari og rithöfundur". — Ákvaðstu það bara sí svona? Var ekkert erfítt að komast að? „Þegar ég kom til New York fékk ég strax vinnu sem leikari í sápuóperum og leikritum. Rithöf- undaferillinn hófst einnig þegar í stað. Fyrsta árið gaf ég út tvö leik- rit. Fór síðan með þau til Edin- borgar og Dublin og þau voru sýnd á leiklistarhátíðum þar“. Jack Kendrick er einnig ljóðskáld eins og fram hefur komið. Hann ferðast um og kynnir ljóð sín, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta ljóðabókin, „Another World“, var gefin út á ensku og sænsku. Hún fjallar um námuvinnu í Lapplandi, Lappana sjálfaff og landið. „Ég hef dvalið mikið í Svíþjóð og unnið þar við ritstörf" segir Jack. „Ég var einnig í námu- vinnu Kiruna í Lapplandi í tvo vetur. Ég notaði tímann þar og stundaði hnefaleika. Þannig gat ég tengt saman ritstörfin, íþróttimar og erf- iðisvinnuna". Hægt að gera heilmikið á einum degi — Hvemig hafðir þú tíma til þess_ að stunda þetta allt „Ég hef alltaf tíma. Þegar maður vinnur vaktavinnur er alltaf hægt að hagræða tíma sínum. Reyndar gat ég líka unnið svolítið með Löpp- unum á vissum árstímum, til dæmis þegar hreinkýmar voru að bera og einnig í sláturtíðinni. Þú getur gert heilmikið á einum degi ef þig iang- ar til þess“ segir Jack og brosir. — Hvemig datt þér í huga að fara til Lapplands? „Ég var í Svíþjóð og hafði ferð- ast um landið og lesið ljóðin mín. Þegar ég var komin alla leið norður til Umeá fór ég að hugsa málin. Framundan var tveggja mánaða frí og spuming var hvemig ég ætti að nota þann tíma. Ég hafði unnið í alls konar námum áður, í demants- námum í Suður-Aftíku, í kolanám- um í Bandaríkjunum. Ég hafði farið til Kenýa og unnið í námu við mið- baug. Þangað hafði ég komið sem ljóðskáld, leikritahöfundur og íþróttamaður, en notaði svo tímann einnig til þess að vinna sem námu- verkamaður. Mér fannst því tilvalið að að fara aila leið að norðurheim- skautsbaug til þess stunda þessi störf þar líka“ — Þú reynir sem sagt að nota tímann vel? „Já það geri ég. Ég get nefnt sem dæmi um það þegar ég var í Kenýa. Þrátt fyrir að ég ynni þessi störf sem ég nefndi áðan komu allt- af nokkrir dagar inn á milli sem ég átti frá. Og þegar maður á frí og er staddur í Kenýa - í Afríku - þá er auðvitað tilvalið að nota tímann og klífa hæsta fyall Afríku, Kilimanjaro í Tanzaníu". — Gerðir þú það? „Já ég gerði það. Reyndar tvisvar sinnum". Langar til að komast að hjarta fóiksins — Kynnist þú ekki mörgum á þessum ferðalögum þínum? „Ég reyni alltaf að hitta fólkið sem býr í löndunum sem ég ferðast til. Mig langar til að komast að hjarta fólksins og besta leiðin til þess er auðvitað að vinna með því. Hér á íslandi hitti ég margt fólk. Ég hitti til dæmis franskan prest þegar ég fór í kaþólsku kirkjuna og þegar ég var að skokka niðri á höfn hitti ég íslenskan sjómann og rabbaði við hann. Ég kynnist fólk- inu best þegar ég ferðast um sem sem kennari, þjálfari, keppandi í íþróttum, eða þegar ég hef ferðast um til þess að kynna ljóðin mín og leikritin. Ég á erfitt með að ferðast sem venjulegur ferðamaður. Það er gaman að geta þess að í gamla daga lék ég í írksa landsliðinu í körfuknattleik og keppti með því gegn íslandi. Ég lít á það sem mikinn heiður að koma hingað til íslands sérstak- lega vegna bókmenntahefðarinnar. Mig langar að koma aftur í vor og ferðast um landið, helst Norður- og Vesturland. Mér fínnst fólkið á ís- landi mjög alúðlegt, kannski er það vegna þess að ég hef leitað eftir félagsskap þess, ég veit það ekki. Náttúra Islands talar sínu máli. Þetta hlýtur að vera hreinasta landið í heiminum. Ég bý sjálfur í mjög hreinni borg, Lake Placid. Þar er enginn iðnaður og þú getur drukkið vatnið úr Hudson ánni þar, enda á hún upptök sín skammt þaðan. En reyndu ekki að drekka vatnið úr Hudson ánni í New York“. Jack segist vera mjög heppinn með hve verkum hans hefur verið tekið vel. Honum hefur til dæmis verið boðið að halda fyrirlestra hjá Rithöfundasambandi Ungveija- lands og einnig Sovétréikjanna. Hann ferðast víða um lönd á vegum menningarstofnunar Banda- ríkjanna og heldur fyrirlestra og kynnir ljóð sín. „Ekki fæ ég þessi tilboð um fyrirlestra vegna afskipta minna af stjómmálum, því mér leið- ast þau“ segir hann. „Ég fínn engin svör í pólitíkinni, heldur hjá fólkinu. Þess vegna vil ég kynnast fólkinu sjálfu í hverju landi fyrir sig“. Fjalla um ástina og náttúruna — Um hvað fjallar þú helst í verkum þínum? „Leikritin og ljóðin Qalla öll um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.