Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 r 21 eftir Kristínu Bjarnadóttur Norrænir rithöfundar avara spurningum áheyrenda og lea enda. / / .* Régine Deforges André Brink bundið hvaða bækur velq'a athygli hvers og eins. Meirihlutinn fer framhjá mér — eða ég framhjá þeim — nema því aðeins ég kannist við titilinn eða höfundarnafnið. Ég tek til dæmis eftir því að Gyldendal er með glænýja endurútgáfu af „Jammers Minde" eftir Leonora Christina (1621—98) með eftirmála eftir Inger Christensen. Merkileg bók, líka vegna þess hve bækur skrifaðar af konum á sautjándu öld voni sjaldséðar. í kynningarbásunum standa út- gefendur gjama sjálfir og þá með einn eða fleiri af sínum höfundum í kringum sig, allir tilbúnir að spjalla við gesti um verkin og útgáf- una. Ég kemst að því að ein mest selda bókin í Svíþjóð í dag er „En bit af min sjál följde með honom", bók Winnie Mandela í sænskri þýð- ingu. Minnie er eiginkona blökku- mannaleiðtogans Nelsons Mandela, sem setið hefur í fangelsi í fjölda- mörg ár. Svartir höfundar í skugganum Suður-afrískar bókmenntir voru nokkuð auðfundnar á bókasýning- unni og a.m.k. tveir talsmenn svartra mættir í eigin persónu. Annar þeirra var bókmenntafræð- ingurinn Lewis Nkosi, sem er af kynstofni svartra, fæddur í Durban en flúði iand á sjöunda áratugnum eftir að hafa starfað sem blaðamað- ur í Jóhannesarborg um nokkurra ára bil, en starfar nú sem prófessor í Zambíu. í viðtali hélt hann því fram að margir hvítir gagnrýnendur í vestri vissu ekkert um það sem væri að gerast í Suður-Afríku og þekktu lítið tii svartra rithöfunda. „Ég vil ekki vera óréttlátur gagn- vart hvítum höfundum sem berjast gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni, en satt að segja fá þeir á stundum svo mikla athygli að hinir svörtu falla í skuggann.“ Og Lewis Nkosi bendir á höfunda sem eru lítt þekktir á Vesturlöndum. „Líttu bara á skáld eins og Serote, stór- kostlegt skáld með heillandi myndmál, sem fáir þekkja utan- lands. Alex de Guma, Denis Brutus og fleiri og fleiri ágætir höfundar, sem af einhverjum ástæðum eru óþekktir í mörgum Iöndum." Nkosi telur þekkingarskort okkar Vestur- landabúa dæmigerðan fyrir þann sjúkdóm sem hijáir Suður-Afríku undir stjóm hvítra og felur í sér þá skoðun að mótmælum sé stjóm- að af hvítum. Og að hvítir lýðræðis- sinnaðir höfundar tali í nafni svartra gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnu, meðan þeir sem reynsluna hafí og þekki lif svartra í Suður- Afríku, fái enga áheym. Aðspurður segir Nkosi að það sem svartir geti gert sé að draga niður rúllugardín- una, halda sér fyrir utan hvíta samfélagið, grafa undan kerfinu þannig að það verði óhæft og von- laust að hafa stjóm á. Það ásamt rækilegum efnahagsþvingunum, sem myndu skapa „krónískt" ójafn- vægi, telur Lewis Nkosi að gæti smám saman leitt til breytinga. Sá suður-afríski rithöfundur sem mesta athygli fékk á bóka- og bóka- safnsþinginu var André Brink, en hann hélt fyrirlestur strax fyrsta dag þingsins. Hann var spurður að því hvort hann væri hlynntur efna- hagslegum refsiaðgerðum í Suður- Afríku. Hann svaraði því til að meirihluti svartra myndi fagna þeim, en hins vegar væri afstaða stjómvalda svo ósveigjanleg að ekki væri annað fyrirsjáanlegt en blóðug borgarastyijöld fyrr eða síðar. Hann var sem sagt ekki bjartsýnn á friðsamlega lausn mála. André Brink, sem er fæddur í Suður-Afríku, kom ungur og íhalds- samur til náms í París árið 1950. Fyrst þá kveðst hann hafa kynnst svörtum iandsmönnum sínum sem jafningjum og byijað að átta sig á þeirra aðstöðu. Þeirra sem hann fyrr hafði aðeins séð sem undirgef- ið verkafólk; þjónandi hvíta kyn- stofninum. A þessum ámm samdi hann m.a. skáldsöguna Sendiher- rann, sem nýlega er komin út í sænskri þýðingu. André Brink sagði sér svíða sárast að sjá kynþátta- hatrið færast í vöxt í heiminum. Og hann skrifar um hvemig kyn- þáttaaðskilnaðarstefnan brýtur fólk niður. „Hvers vegna ertu ekki í fangelsi ef þú ert jafn gagnrýninn á stjóm hvítra og þú gefur þig út fyrir að vera?“ Eitthvað á þá leið hljómaði ein spumingin frá áheyr- endum eftir fyrirlestur höfundarins. Brink svaraði því til að hann héldi stjómvöld hafa tekið þá afstöðu að ekki væri mark takandi á skáldum og því hefði hann fengið að vera í friði. André Brink skrifar á afrík- önsku en þýðir og endurvinnur fmmtextann á ensku. Hann býr í heimalandi sínu og telur sig reynd- ar taka þá áhættu hvem dag að vera varpað í fangelsi. í umræðun- um kom fram að mjög svo gagnrýn- ið opið bréf til Botha hafði birst eftir hann í New York Times fyrir fáum mánuðum. „Ég hef ekki heyrt múkk,“ sagði André Brink síðan í blaðaviðtali. „Mesta skáldverk Norð- urlanda á þessari öld“ Af öllum þeim áttatíu og þremur höfúndum, sem sérstaklega var boðin þátttaka í þinginu, vom flest- ir mættir. En það yrði tómt mál að tala um alla í þessari grein. Astrid Lindgren, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun Svía er „vinsælli en drottningin“, var þama í eigin persónu ásamt Ilon Wikland og Bjöm Berg, sem hafa mynd- skreytt bækur hennar. Þá fór það heldur ekki á milli mála að Halldór Laxness var væntanlegur. Þegar Ijóst var að hann gat ekki komið, vom hvorki meira né minna en fjór- ir höfundar fengnir til að hlaupa í skarðið með stuttum fyrirvara, þannig að ekki kæmi eyða í dag- skrána, sem var vel skipulögð. Einn þeirra var Roi Patursson frá Fær- eyjum, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs á þessu ári. Annar var hinn sænskri Per Wást- berg, frá Noregi kom Kjartan Flögstad og frá Finnlandi Márta Tikkanen. Þeim var gefíð að láta í ljós skoðanir sínar á bókmenntalegu andrúmslofti Norðurlandanna og gera grein fyrir sínum eigin hvötum til að taka virkan þátt sem höfund- ar — eitthvað á þá leið hét það. Og svei mér þá, allt þetta gerðu þau af mikilli mannlegri og kven- legri snilid, fyrir nokkur hundmð manneskjur í þétt setnum sal, svör- uðu spumingum bæði með gríni og alvöru. Meðal annars var spurt hvemig tilfínning það væri að skrifa á „litlu máli“. Spumingin var eink- um tileinkuð færeyskum höfundum og Finnlands-sænskum. Sjálfsagt íslenskum líka. Roi varð fyrir svör- um og sagðist halda að „miðað við manneskjuna væra öll mál jafn stór. Á mínu móðurmáli get ég sagt allt það sem ég þarf að segja.“ Einhver spurði um raunvemleikann í Ijóðinu og Roi Patursson sagði að í ljóðinu reyndi maður að fá fram hvað raun- vemleikinn væri. Og Márta lýsti í því sambandi vinnu sinni, m.a. við Ástarsögu aldarinnar. „Þar er ekki allur sannleikurinn. Það var þá og það var ég og það var bara hluti af sannleikanum. Ég hef skrifað mig gegnum lífíð. En sannleikurinn liggur oft á niilli línanna.“ Og það var vitnað í önnur norræn skáld og komið víða við. Og það var líka vitnað í Laxness og Per Wástberg fómst svo orð að Ljós heimsins og Fegurð himinsins væri í hans augum stórkostlegasta skáldsaga sem skrifuð hefði verið á Norðurlöndum á þessari öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.