Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
Frjáls viðskipti
í þeim býr framtíðin
eftír Bessí Jóhanns-
dóttur
Undanfarin misseri hafa bor-
ist hingað raddir úr ýmsum
heimshornum, sem hljóma illa í
eyrum þeirra, sem aðhyUast
frelsi í viðskiptum manna á með-
al og þjóða. Vegna mikils halla
i utanríkisviðskiptum ýmissa
þjóða heims og vegna fárra at-
vinnutækifæra heima fyrir,
hefur þeim vaxið fiskur um
hrygg sem vilja „búa að sínu“
eins og það er kallað. Nái ein-
stakUngur með slíkar hugmyndir
hyUi almennings í þessum lönd-
um má búast við að upp rísi
tollmúrar og ýmis höft, sem fyrr
eða síðar draga úr viðskiptum
og sérhæfingu. íslendingar hafa
mikla hagsmuni af þvi að geta
flutt vörur út úr og inní landið
og því er ástæða til að leggja
eyrun við þessum fréttum,
staldra við og átta sig á mikil-
vægi verslunar fyrir lifskjör
almennings.
Horft um öxl
Jón Sigurðsson forseti opnaði
augu íslendinga fyrir margt meiru
en möguleikum þjóðfrelsis. í „Lítilli
Fiskibók" sem út kom í Kaup-
mannahöfn árið 1859 leggur hann
sitt af mörkum til að benda löndum
sínum á að með því að nýta fiski-
miðin og efla viðskiptin við önnur
lönd geti þjóðin orðið stórauðug.
Þama kemur fram mikill skilningur
á gildi sérhæfíngarinnar og við-
skiptanna. Jón leggur mikið uppúr
vandvirkni, útsjónarsemi og gerir
sér ljósa grein fyrir gildi hagnaðar-
ins. Til dæmis segir hann á einum
stað: „Þegar þú kaupir þér öngui,
þá veldu hann sem best; þegar þú
kaupir þér færi, eða nótagam eða
hvað sem er til útvegs þíns, þá veldu
það bezta til. Þegar þú býr til veið-
arfæri þín, þá vandaðu þau sem
bezt. Þegar þú býrð út bát þinn,
þá laga hann æ betur til sjáfar og
til siglinga. Þegar þér berst afli í
hendur, hvort heldur meiri eða
minni, þá vandaðu meðferð á hon-
um sem bezt. Þessar endurbætur
eru þér ekki dýrar, en þær borga
sig vel; það net eða lóð, sem gefur
þér 5 dráttum fleira í hvert sinn,
fyrir það hvað vel og veiðilega það
er tilbúið, er ekki lengi að gefa þér
hagnað". Þessi orð eiga jafnvel við
nú og fyrir rúmri einni öld. Jón var
íslendingur, sem starfaði í Dan-
mörku nær allt sitt líf, og vann
hann þjóð sinni betur en aðrir menn.
Um þær mundir, sem Jón féll frá
kom hingað til lands stráklingur frá
Danmörku með tvær hendur tómar.
Þessi danski_ drengur átti eftir að
verða meiri íslendingur en margir
innfæddir og innleiddi hér fram-
farir í höfuðatvinnugreinum þjóðar-
innar eins og þær vom á þeim tíma.
Thor Jensen kom ótrúlega miklu í
verk. Hann lagði hönd á plóginn í
að gjörbylta hér verzlunarháttum,
var brautryðjandi í togaraútgerð
og kom á fót stórbúi á Korpúlfsstöð-
um. Við lestur minninga þessa
merka manns kemur fram að frelsi
manna til athafna var mun meira
á þessum tíma en við búum við nú.
Þar má nefna að framkvæmdamenn
gátu þá tekið lán erlendis hefðu
þeir lánstraust. Þeir gátu keypt og
selt vörur þar sem þeir töldu kaup-
in gerast best á eyrinni án þess að
mishá aðflutningsgjöld hefðu þar
áhrif á og ýmsar aðrar hömlur voru
ekki til.
Það er hollt að líta til baka þeg-
ar staða er metin og reynt er að
ráða í hvað framtíðin ber í skauti
sér. Auðvitað eru nú allt aðrir tímar
en þeir sem hugsjónamaðurinn Jón
og framkvæmdamaðurinn Thor
iiféu. Þeirra afrek eru hvatning til
sífelldra framfara.
Gíldi verslunar
íslendingar hafa mikinn hag af
viðskiptum við aðrar þjóðir. Því má
e.t.v. best lýsa með því að spyija:
Hvar værum við stödd ef okkar
ágæta fískmeti uppfyllti engar þarf-
ir? Fiskurinn ætti ekki upp á
matborð almennings í veröldinni?
Þessir markaðir færa okkur
lífsbjörgina ef svo má segja. A þeim
byggist nýting fiskimiðanna, sem
við lifum á. Svo er það hin hliðin á
krónunni. Hvar værum við stödd
ef aðrar þjóðir veittu okkur ekki
aðgang að þeirra sérhæfingu? Það
er jafnmikilvægt að gera góð við-
skipti í innkaupum eins og við sölu
afurða okkar erlendis. Forsendur
góðra lífskjara eru þessi gagn-
kvæmu viðskipti. Á einum manns-
aldri hefur okkur tekist að koma
nútímaþægindum á hvert heimili:
útvarpi, sjónvarpi, segulbandi,
plötuspilara, síma, ryksugu, hræri-
vél, mikróofni, bíl og svo má lengi
telja. Landsmenn fara í sumarlejrfí
til útlanda í auknum mæli og meðal-
aidur hér er hinn hæsti í veröldinni.
Er allt þetta merki um mikla vel-
megun, sem byggist á mikilli
sérhæfíngu, góðu viðskiptaviti
ásamt tiltölulega fíjálsum viðskipt-
um milli þjóða.
Blikur á lofti
Nýverið varð Hagkaup hf. fyrir
miklum árásum kerfískallanna.
Hagkaup hf. bauð upp á gosdrykki
og ávaxtasafa sem þeir höfðu flutt
inn frá Bretlandi á mjög hagstæðu
verði. Þegar þetta uppgötvaðist
kom í ljós að í einni eða tveim teg-
undum gossins voru efni, sem ekki
má nota hér en er í lagi að nota í
Bretlandi. Gerð var og athugasemd
við að á ávaxtasafanum er letrið á
hollensku og arabísku. Skilja mátti
á fulltrúum kerfisins að þessa fram-
leiðsiu mætii efcfci sejja. IðnrGkend-
ur sýndust vera á sama máli. Þessi
viðbrögð minntu óneitanlega á við-
brögð kaupmanna við lágu verði í
Godthaabsverslun Thors í upphafí
aldarinnar. í stað þess að spyija
um réttmæti núgildandi reglna um
Haft er eftir góðum
manni að það besta,
sem hið opinbera gæti
gert fyrir menninguna
væri að láta hana í friði.
Ég hygg að hið sama
gildi um viðskiptin.
Draga þarf úr hömlum,
hafa rammann um við-
skiptalífið sem víðast-
an. Þá aukast líkurnar
fyrir því að einstakling-
ar nýti sér þau tæki-
færi, sem kunna að
skapast í umhverfinu
svo framarlega sem
andi frelsis fær að blása
um heimsbyggðina.
efnanotkun í matvælaiðnaði hér var
þess krafíst að þeim skyldi fram-
fylgt umyrðalaust. Fáeinar bragð-
tegundir af umræddu gosi hverfa
bví af markaði hér í bili að minnsta
kosti.
Annað dæmi um íhlutun í fijáls
viðskipti er umræðan í sumar um
sölu á hvalkjöti til Japan. Menn
óttuðust að Bandaríkjastjóm myndi
beita áhrifum sínum til að þrýsta á
að Japanir keyptu ekki kjötið. Sem
betur fer hafa nú borist þær fréttir
að Bandaríkjastjóm hyggist sitja á
sér í þetta sinn.
í ljósi þessara litlu dæma og í
ljósi þess að óvisst er um árangur
funda aðildarþjóða GATT í Punta
del Este í Uruguay er ljóst að standa
verður vörð um viðskiptafrelsið.
Samkomulagið um viðskipti og tolla
(GATT) hefur verið í endurskoðun
alllengi. Til þessa hefur það tekið
til áþreifanlegrar vöm. Von var að
nú mætti bæta inn í samninginn
ákvæðum sem tækju til hverskonar
hugverka og þjónustu. Enn er ekki
ljóst hver niðurstaðan verður að
þessari endurskoðun. Hún skiptir
okkur þó miklu máli því að það er
ljóst að allir njóta aukinna alþjóð-
legra viðskipta.
Ný tækifæri
Haft er eftir góðum manni að
það besta, sem hið opinbera gæti
gert fyrir menninguna væri að láta
hana í friði. Ég hygg að hið sama
gildi um viðskiptin. Draga þarf úr
hömlum, hafa rammann um við-
skiptalífið sem víðastan. Þá aukast
líkumar fyrir því að einstaklingar
nýti sér þau tækifæri sem kunna
að skapast í umhverfinu svo fram-
arlega sem andi frelsis fær að blása
um heimsbyggðina.
Ég er þeirrar skoðunar að hömlur
á viðskipti með físk, olíuvörur, land-
búnaðarvömr og íjármagn séu hér
alltof miklar. Er í rauninni sann-
færð um að með því að opna
tækifærin þama mætti enn bæta
lífskjör í landinu. Slíkt væri svo
sannarlega í anda Jóns Sigurðsson-
ar forseta og hér em framkvæmda-
menn ömgglega tilbúnir að takast
á við verkefnin í anda Thors Jensen.
Að lokum vil ég leggja áherslu á
að varast ber að leggja hömlur á
nýjar atvinnugreinar, sem nú em á
bemskuskeiði. Fólk f tölvugreinum,
tónlist, ferðamannaiðnaði, ijölmiðl-
un og líftækni svo nokkuð sé nefnt
er að vinna mikið brautryðjenda-
starf. Fái þessar greinar að
blómstra í friði koma þær til með
að uppskera ríkulega. í heim býr
framtíðin.
Höfundur er framkvæmdastjórí
og tekur þáttiþrófkjörí Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Ný verslun í Mosfellssveit
Mosfellssveit.
ÞAÐ ÞYKJA alltaf nokkur
tíðindi er opnaðar eru nýjar
verslanir. Ein slík hóf starfsemi
sína hér ekki alls fyrir löngu.
Eigandi þessarar verslunar er
Bjamey Einarsdóttir sem allir
hér þekkja sem Böddu í apótek-
inu, en hún hefir starfað í
Mosfellsapóteki í 8 ár.
Verslunin heitir Kvenfataversl-
unin Lady og er á Byggðarholti 55,
en Holtahverfíð er næst skólasvæð-
inu að Varmá vestan Vesturlands-
vegar.
Eins og nafnið bendir til er þama
á boðstólum fatnaður á konur á
öllum aldri, t.d. blússur, pils, bux-
ur, peysur, dragtir og kjólar, bæði
hversdags og fínni, allt í hæsta
gæðaflokki.
Bjameyju hefír tekist að ná við-
skiptasamböndum beint við fram-
leiðendur en það leiðir af sér mjög
svo hagstætt verð þar sem ekki er
um milliliði að ræða hvorki hér
heima né erlendis.
Bestu innkaupin nú virðast gerð
í Þýzkalandi en góð innkaup hafa
einnig verið gerð í Englandi, á ít-
alíu og í Austurríki. Þá má geta
þess að allur fatnaður verslunarinn-
ar er í einkasölu hér á landi og
fæst því hvergi annarstaðar í
landinu. Þetta er nokkuð sem tísku-
dömur veita athygli enda fremur
óvenjulegt hér á landi. í innkaupun-
um er þess einnig gætt að einungis
Bjarney Einarsdóttir I hinni nýju verslun sinni, Kvenfataversluninni
Lady, Byggðarholti 55 i Mosfellssveit.
Frá Umferðarráði:
Leiðtogafundur-
inn og umferðin
einn sparikjóll er pantaður inn af
dýrari gerðinni.
Þá hefír verslunin ilmvötn frá
Estée Lauder. Þá er að sjálfsögðu
ýmiskonar smávamingur t.d. belti,
slæður, eymalokkar, hálsfestar o.fl.
en verð á þessum vörum er óvenju
hagstætt. I októbermánuði er vænt-
anlegt mikið úrval af fatnaði í
stómm númemm og þá einnig fyrir
jólin, en í framtíðinni verður lögð
sérstök áhersla á að hafa á boð-
stólum fatnað í stómm númemm.
Vissulega hefír opnun þessarar
verslunar vakið verðskuldaða at-
hygli hér í sveitinni og næsta
nágrenni og fengið hinar bestu við-
tökur enda þessi þjónusta orðin
löngu tímabær.
Einkunnarorð Lady verða: Fal-
legur hágæðafatnaður á mjög svo
hagstæðu verði og sérstök áhersla
lögð á góða þjónustu.
Fréttaritari
Næstu daga má vænta aukinn-
ar umferðar á höfuðborgar-
svæðinu vegna fjölda erlendra
gesta og einnig er ljóst að
vegfarendur hljóta óhjá-
kvæmilega að verða fyrir
einhveijum töfum og óþæg-
indum af þessum sökum.
Umferðarráð vili því beina þeim
tilmælum til fólks að sýna þolin-
mæði og skilning á þessum mjög
svo afbrigðilegu kringumstæðum.
Fólk er minnt á sýna nú gestum
allt það besta í fari okkar í um-
ferðinni. Má í því sambandi benda
á t.d. hóflegan hraða, rétta r.otkun
akreina og stefnuljósa, bílbeltin
spennt og ökuljósin kveikt. Frá-
sagnir af umferðarmenningu á
íslandi geta allt eins orðið frétta-
matur erlendra Qölmiðla næstu
daga, og öll viljum við hafa frétt-
ir héðan jákvæðar í okkar garð.
Þá bendir Umferðarráð á fyrir-
sjáanlegan skort á leigubflum
næstu daga. Fólk er hvatt til þess,
að hafa það atriði í huga varðandi
skemmtanir um helgina, minnugt
þess að ölvunarakstur er bölvun-
arakstur.
Charles Mc. Mathias öldungardeildarþingfmaður:
Anægður með að Reagan og
Gorbasjef hittist í Reykjavík
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðains f Bandarflqunum
„Ég er mjög ánægður að Ronald
Reagan og Gorbasjef ætli að hittast
f Reykjavík til að ræða saman,"
sagði Charles Mc. Mathias öldunga-
deildarþingmaður við Morgunblaðið
á þriðjudaginn. „Samskipti Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna hafa
verið af heldur skomum skammti
að undanfömu, það er ágætt að
komin er hreyfíng á málin á nýjan
leik.“
Mathias öldungadeildarþingmað-
ur vildi ekkert spá um niðurstöðum-
ar en taldi ísland fyrirtaks
fundarstað. „Ég hef komið til ís-
lands og þykir mjög vænt um þetta
fallega land. Það var verst að lax-
veiðitíminn skyldi vera búinn, þegar
leiðtogamir hittast," sagði Charles
Mathias.