Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 19
.GKIJ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 19 Sérstök skip eru smíðuð fyrir flutninga í árósum stórfljótanna og upp með þeim eins langt og kleift er. Dýpt og ísmagn ræður miklu um hve langt er fært upp fljótin. Sérstak- lega rammgerð skip af svonefndri SA-15-gerð hafa verið smíðuð und- anfarin ár í Finnlandi og þóttu þau valda þáttaskilum í skipaflutningum á Norður-íshafi. Árið 1985 voru sextán ísbijótar yfir 10.000 tonn á „Norðurleiðinni" norðan Rússlands og Síberíu. Níu þeirra voru vestanmegin en sjö Kyrrahafsmegin. Tala skipa, sem eru á þessum slóðum og sigla þar um mislangar leiðir, er um 400 talsins. Ferðir árið 1985 voru um 650. Heild- arfraktin það ár mun hafa verið um það bil sex milljón tonn. Margs- kyns vörur eru fluttar eins og gefur að skilja, því að hér er um að ræða flutninga til og frá og milli gífur- legra landflæma Timbur er flutt burt, olíuleiðslur, verkfæri o.m.fl. inn til hafna og' athafnasvæða. Einstaka ferðir með vörur hafa nú þegar verið farnar milli Len- rngrad við Eystrasalt, norður um íshaf með vörur til Pevek og þaðan til Japan þeirra erinda að sælq'a pípur í gasleiðslur í Norður-Síberíu. Einnig hafa skip frá Murmansk sótt hveiti til Vancouver á vesturströnd Kanada. Að loknum sex slíkum reynsluferðum milli Atlantshafs og Kyrrahafs var greint frá því, að mik- iU tími og eldsneyti hefði sparast, þar sem Norður-íshafsleiðin til Kyrra- hafsins væri hebningi styttri en leiðin um Atlantshaf og Panama- skurð. Hafisinn er vissulega erfiður viður- eignar enn þann dag í dag, en síbætt tækni hefur komið til skjalanna og opnar nú smám saman leið sem hef- ur verið erfið yfirferðar allt frá því er sænska skipið Vega fór norðurleið- ina fyrst fyrir rúmum 100 árum.- Island verður í þjóðleið, miðja vegu í „sundi" því sem liggur i Norður- íshaf, — hafíð sem Vilhjálmur Stefánsson kallaði hið eiginlega Mið- jarðarhaf. Sjálfsagt er að huga betur að þessu og reyna að sjá fyrir at- burðarásina. — Það er hyggilegra en ríghalda í úrelta atvinnuvegi eins og hvalveiðar sem koma óorði á þjóð- ina út um víða veröld. Ýmsir hafa áhuga á þeirri hug- mynd sem lauslega er sagt frá hér og eru þeir í Þýskalandi og Japan. Þess má geta, að þáttagerðamenn frá BBC (Tomorrow’s World) kynntu sér hugmyndina, þegar þeir voru á ferð hér á íslandi síðla sumars, og höfðu þeir fræðsluþátt í huga. Að lokum skal minnst á, að frum- skilyrði þess að ísland fái notið landfræðilegrar stöðu sinnar með þessum hætti í framtíðinni er auðvit- að að friður haldist með stórveld- unum. Megi Reykjavíkurfundur leiðtoga þeirra stuðla að þvi. Höfundur er deildarstjórí hafís- rannsóknadeildar Veðurstofu íslands. Þorgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla hefur tekið algjörum stakka- skiptum." -Hvað er þér minnisstæðast úr skólastarfínu? „Það er svo margt. Það varð t.d. mikil breyting með nýju grunnskólalögunum. Ég hef ver- ið efíns um hvort það hafí verið rétt að lengja skólaskylduna um eitt ár. En skólamir hér á landi eru að mínu mati mjög góðir, við stöndum okkur vel í saman- burði við aðrar þjóðir. Það hafa orðið miklar breyt- ingar hér á skólanum þennan tíma, bæði hvað varðar nem- endafjölda og skólahúsnæðið. Þegar ég kom hingað voru nem- endur á áttunda hundrað, og flestir hafa þeir verið um eitt þúsund. Nú eru um 550 nemend- ur í skólanum. Ég hef verið mjög heppin með samstarfsfólk, og það hafa ekki orðið mikil kennaraskipti hér undanfarin ár. Nú eru rúmlega þriðjungur kennaranna gamlir nemendur mínir.“ -Hvað tekur svo við hjá þér? „Ég er stálhraustur og ætla ekkert að fara að draga mig í hlé. Ég er tilbúinn út á vinnu- markaðinn aftur ef einhver býður í mig. Það er aldrei að vita hvað ég tek mér fyrir hend- ur. Ég er gamall sjómaður, kannski fer ég bara á sjóinn." Þetta er síminn sem fer sínar eigin leiðir. Með þessu litla tæki ertu í stöðugu símsambandi þó þú farir allt að 300 metra frá borðtækinu. Nú er óþarfi að endasendast utan úr garði, innan úr bílskúr eða upp úr baðinu þegar síminn hringir, eða þú þarft skyndilega að ná sambandi við einhvern. NEC er fyrsti þráðlausi síminn sem fæst hér á landi. Hann uppfyllir allar tæknikröfur sem Samband símastjórna í Evrópu CEPT gerirtil slíkrasíma. Þú þarH því ekki að haffa áhyggjur aff að aðrir heyri símtðlin eða truflanir verði milli rása. SEC Póst- og símamálastofnunin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.