Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
21
Hernaður sovétmanna í
Afghanistan minnir helst
á grimmdarverk nasista
segir Rosanne Klass
„Þó að fulltrúar Sovétríkjanna
segist vera tilbúnir til að ræða
vmálefni Afghanistans hef ég
énga trú á þvi að neitt samkomu-
lag náist í þeim efnum“, sagði
Rosanne Klass, einn fremsti sér-
fræðingurinn í Bandaríkjunum i
málefnum Afghanistan, á blaða-
mannafundi sem haldin var af
SUS, Sambandi ungra sjálfstæð-
ismanna.
Rosanne Klass, sem er stödd hér
á landi þessa dagana, er fram-
kvæmdastjóri Afghönsku upplýs-
ingadeildarinnar innann hinnar
virtu bandarísku stofnunar Pree-
dom House í New York. Hún bjó í
Afghanistan á sjötta áratugnum og
vann meðal annars í nokkur ár við
kennaraskóla í Kabul, höfuðborg
Afghanistans. Hún hefur síðan
komið til Afghanistans nokkrum
sinnum, m.a. fyrir New York Ti-
mes, og spáði t.d. réttilega fyrir
bæði innrás sovétmanna og að Ba-
brak Karmal yrði settur sem leppur
þeirra.
Rosanne Klass hefur skrifað
fjölda greina í virt blöð og tímarit
um málefni Afghanistans auk einn-
ar bókar.
„Sovétmenn hafa allt frá upphafí
sagst vera reiðubúnir til að „ræða“
málefni Afghansistan", sagði
Rosanne, „en af verkum þeirra get-
um við séð, að það sem þeir eru
að reyna að ná fram er ekki sam-
komulag um málefni Afghanistan
heldur friður og ró til að geta unn-
ið bug á andspymu afghönsku
þjóðarinnar. Það hefur oft verið
viðkvæðið hjá þeim að ekki eigi að
styðja við bakið á andspymuhreyf-
ingunni þar sem „viðræður séu í
gangi".
Hinn vestræni heimur hefur líka
látið þetta að mestu leyti óárreitt,
þratt fyrir að í Afghanistan sé ve-
rið að fremja eitt versta ódæðisverk
sem heimurinn hefur orðið vitni að
síðan á tímum nasista.
Þegar kommúnistar tóku völdin
fyrir um átta ámm síðan, ári áður
en sovétmenn gerðu innrás sína,
taldi afghanska þjóðin 15-16 millj-
ónir. Þar af hefur núna um ein
milljón látist af völdum strfðsins og
5 milljónir hafa flúið landið. Þar
af flestir tii Pakistan, eða um 3
milljónir, og 1.8 milljón til íran sam-
kvæmt því sem þessi lönd hafa
gefíð upp til Sameinuðu Þjóðanna.
Nokkur hundrúð þúsund menntaðir
afghanir eru svo á víð og dreif um
Evrópu. Loks má nefna tæpar tvær
milljónir manna sem eru flóftamenn
í eigin landi, fólk sem hefur verið
hrakið frá heimilum sínum til ann-
ara héraða, flestir til höfuðborgar-
innar Kabul. Hér er um að ræða
helming afghönsku þjóðarinnar og
þetta því farið að jaðra við þjóðar-
morði.
Sem dæmi um grimmdina í hem-
aði sovétmanna má nefna frétta-
skeyti frá AP núna nýverið, þar sem
greint var frá hefndárárás sovét-
manna á þorp nálægt Harrad. Þeir
handtóku 42 gamalmenni, jafnvel
áttræða og níræða menn og konur
og hálshuggu. Svipaðar frásagnir
mátti einnig heyra í réttarhöldum
fyrir mannréttindadómstóli í Osló
nú nýverið. Við höfum líka oftsinn-
is fengið fregnir af því að heilu
þorpin hafí verið þurrkuð út. Loks
má geta þess, að frést hefur af því
að Sovétmenn hafí hent lifandi
mönnum úr herþyrlum og látið her-
menn á jörðu niðri nota þá sem
skotmörk. Dæmin eru óteljandi og
einnig mætti nefna hinar illræmdu
„leikfangasprengjur" og fjölda-
flutninga á afghönskum bömum til
Sovétríkjanna og auðlindir landsins
s.s. málmar og gas era flutt úr landi
í gífurlegu magni án nokkurs end-
urgjalds.
Grimmdin er slík að ekki er hægt
að fínna samanburð annarsstaðar
en hjá nasistum.
Sovétmenn hafa ekki leyft Rauða
krossinum eða öðram líknarstofn-
unun að starfa í Afghanistan. Þeir
hafa jafnvel varpað sprengjum á
sjúkratjöld og þurfa því þeir sem
sinna líknarstörfum í landinu að
starfa í hellum
Það sem afghanska þjóðin þarf
á að halda þessa stundina er aðal-
lega tvennt. Annarsvegar pólítískan
stuðning á alþjóðavettvangi, þar
sem sovétmenn yrðu fordæmdir
fyrir þann verknað sem þeir era að
framkvæma í landinu, og hinsvegar
matvæli og lyf. Umheimurinn verð-
ur að bregðast við, við getum ekki
lokað augunum augunum þegar
verið er að útíýma heillri þjóð vegna
þess eins að hún reynir að beijast
fyrir frelsi sínu.