Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 22

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Um 150 manns standa að sýningunni á Toscu, þ. á m. er drengjakór. Morgunblaðið/Einar Falur Tosca eftir Puccini frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu Á laugardagskvöld verður hin velþekkta ópera Puccinis, Tosca, frumsýnd i Þjóðleikhúsinu. Um 150 manns taka þátt í sýning- unni. Þessi ópera hefur notið einstakrar hylli allt frá þvi að hún var frumsýnd i Róm aida- mótaárið, en Puccini byggði hana á Ieikriti sem þegar hafði náð vinsældum og var skrifað handa Söru Bernhardt. Fleiri tónskáld en Puccini höfðu fengið augastað á leikritinu sem efnivið i óperu. Guiseppe Verdi sýndi þvi mikinn áhuga og Alberto Franchetti hafði meira að segja aflað sér heimildar til að semja eftir þvi óperu. Pietro Masgagni íhugaði einnig að semja óperu eftir leikritinu en komst að þeirri niðurstöðu að þessi ástarharm- leikur eftir Victorien Sardou væri svo yfirþyrmandi að það væri óvinnandi verk að semja við hann tónlist þannig að jafnvægi næðist. Bersýnilega mat Puccini við- fangsefnið rétt, ef marka má vinsældir óperunnar, en verkið ger- ir gífurlegar kröfur til söngvara í helztu hlutverkum, ekki eingöngu með tilliti til söngs heldur og leiks. Til dæmis hefur hlutverk Scarpia lögreglustjóra jafnan verið talið eitt erfíðasta barítónhlutverk óperubók- menntanna og Tosca aðeins á færi þeirra söngkvenna sem sýna mikil dramatísk tilþrif. Óperan er í þremur þáttum. Sögusviðið er Róm og í sýningu Þjóðleikhússins hafa atburðimir verið fluttir til í tíma þannig að þeir eiga sér stað árið 1937, þegar fasjstar höfðu ráðið lögum og íofum á Ítalíu um tíu ára skeið og óx sífellt fískur um hrygg. Fyrsti þátt- ur hefst með því að pólitískur flóttamaður leitar athvarfs í kirkju þar sem hann hittir fyrir vin sinn, listmálarann Mario Cavaradossi, sem er að mála mynd af Maríu Magdalenu og hefur sem fyrirmynd konu sem tíðum kemur í kirkjuna. Brátt ber að ástkonu Cavaradossis, óperusöngkonuna Toscu. Hún er afbrýðissöm og tortryggir málar- ann, ekki sízt er hún sér að hann hefur haft aðra konu en hana sem fyrirmynd að málverkinu. Scarpia lögreglustjóri í Róm kemur í kirkj- una til að leita flóttafangans Angelottis og fínnur þar blævæng fyrirmyndar Cavaradossis. Scarpia er voldugur og slægur. Hann vill ná ástum Toscu og brjóta á bak aftur elskhuga hennar. Nú sér hann sér leik á borði og sýnir henni blæ- vænginn til vitnis um það að Cavaradossi sé henni ótrúr, með þeim afleiðingum að þessi skapheita kona verður æf af reiði og afbrýðis- semi. í öðrum þætti situr Scarpia á skrifstofu sinni og bíður fregna af leitinni að Cavaradossi og Angel- otti. Tosca er skammt undan og kallar Scarpia hana á sinn fund. Síðan berast honum þær fregnir að Angelotti sé enn ófundinn en Cavaradossi hafí verið handtekinn. Scarpia yfírheyrir hann árangurs- laust en lætur síðan færa hann í pyntingarklefa. Þaðan heyrast óp hans á meðan Scarpia þjarmar að Toscu unz hún skýrir frá felustað Angelottis. Þá er Cavaradossi leidd- ur fram á sviðið og ásakar hann Toscu harðlega fyrir að svíkjast undan merkjum. Því næst lætur Scarpia hann fara en segir um leið að biöðullinn bíði hans. Lögreglu- stjórinn lætur dátt við Toscu og gerir henni ljóst að hún geti bjarg- að lífí Cavaradossis með því að gefast sér, hvað hún samþykkir seint og um síðir. Hann blekkir hana og segir að múgurinn krefjist þess að Cavaradossi fái makleg málagjöld og því verði að líta svo út að aftakan fari fram. Lögreglu- stjórinn sezt við að skrifa vegabréf handa Toscu og elskhuga hennar en hún kemur auga á hníf sem hún rekur í brjóst hans er hann ætlar að vitja launa sinna hjá henni. Scarpia dettur niður dauður, hróp- andi bölbænir. Tosca tekur vega- bréfíð, kveikir á kertum og leggur kross á bijóst líksins áður en hún hraðar sér á braut. Þriðji þáttur gerist við aftöku- pall hjá kastala einum. Cavaradossi bíður dauða síns og vill fá uppfyllta hinztu ósk sína, að skrifa Toscu bréf. Fangavörðurin tekur að sér að f°sra henni bréfíð þegar fanginn gefur honum aleigu sína, tryggða- pant Toscu. Tilfínningar hans til Toscu bera hann ofurliði á meðan hann skrifar bréfið en síðan ber hana óvænt að. Hún sýnir honum bréfíð frá Scarpia og elskendumir fagna því að nú komist þau undan. Tosca útskýrir fyrir honum að nauð- synlegt sé að blekkja lýðinn og láta í veðri vaka að aftakan fari fram og Cavaradossi gengur fagnandi að aftökupallinum. Skothríðin bylur við og Cavaradossi liggur í blóði sínu. Tosca bíður átekta unz böðl- amir hafa yfírgefíð staðinn. Þá sér hún að elskhugi hennar er látinn. í því ber soldátafansinn að. Lík Scarpia er fundið og Tosca skilur að það er úti um hana. Hún hraðar sér að kastalabrúninni og varpar sér fram af. Harmleiknum er lokið. Þessi uppfærsla Þjóðleikhússins á Toscu er mikið fyrirtæki, en óp- eran var áður sýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1957. Þá söng Stefán íslandi hlutverk Cavaradossis, Guðrún Á. Símonar var í hlutverki Toscu og Guðmundur Jónsson í hlutverki Scarpia. Það er Élísabet Eiríksdóttir sem nú er í hlutverki Toscu, en hún vakti mikla athygli fyrir frammi- stöðu sína í Grímudansleik Verdis í Þjóðleikhúsinu í fyrra, þar sem hún fór með hlutverk Amelíu, og síðan fyrir hlutverk Leónóm i II Trovatore í íslenzku óperunni. Kristján Jóhannsson syngur hlut- verk Mario Cavaradossis, en þetta hlutverk hefur Kristján farið með oft. í hlutverki Scarpia er banda- rískur barítón, Malcom Amold. Að sögn Sigríðar Þorvaldsdóttur að- stoðarleikstjóra var Kristinn Sigmundsson upphaflega beðinn um að taka að sér hlutverkið en gat það ekki vegna anna. Fleiri útlendingar koma við sögu í þess- ari sýningu. Leikstjóri er Bretinn Paul Ross og hljómsveitarstjóri er Maurizio Barbachini frá Ítalíu en hann var jafnframt stjómandi í Grímudansleik í fyrra. í öðrum helztu hlutverkum f Tosca en fyrr greinir em Sigurður Bjömsson sem er Spoletto lögreglu- fulltrúi, Viðar Gunnarsson sem er flóttafanginn Angelotti, Sigurður Bragason, lögreglufulltrúi, Guðjón Óskarsson, djákni, og Stefán Amgrímsson sem er í hlutverki fangavarðarins. Kristinn Daníelsson sér um lýs- ingu og Gunnar Bjamason um leikmynd og búninga. Hlé verður gert á sýningum á Toscu í byijun nóvember en þær hefjast aftur í kringum 20. nóvem- ber, en sýnt er að takmarka þurfí fjölda sýninga vegna anna Kristjáns Jóhannssonar ópemsöngvara. Texti Aslaug Ragnars Aldrei glímt við eins spennandi hlutverk — segir Elísabet Eiríksdóttir „Já, þetta er erfítt hlutverk. Það er ofsalega spennandi en gerir mjög miklar kröfur til túlkunar," segir Elísabet Eiríksdóttir sópransöng- kona sem er í hlutverki Toscu. „Vissulega er Tosca mjög dram- atísk persóna en hún sýnir á sér margvíslegar hliðar. í fyrsta þætti er hún að vísu afbrýðissöm en einn- ig gáskafull. Funinn í skapgerðinni er mikill. Hún er í senn drambsöm og bamalega einlæg. Að vísu hlýtur maður að gefa sig allan að því við- fangsefni sem unnið er að hveiju sinni, en mér fínnst ég aldrei hafá glímt við eins spennandi hlutverk og þetta." „Tosca er afar ólík sjálfri mér og til að túlka hana fínnst mér ég hafa orðið að afklæðast mínu eigin gervi. Tosca hefur margar hliðar og sýnir oft fleiri en eina í senn. Hún elskar Cavaradossi og hatar Scarpia en þrátt fyrir það lætur hún Scarpia læða inn hjá sér eitri í garð elskhuga síns. Viðbrögð hennar verða hamslaus afbrýðissemi en á sama tíma og hún gefur skapsmun- um sínum lausan tauminn er hún líka að gefa Scarpia undir fótinn. Ef ég ætti að bera hlutverk Toscu saman við hlutverk Amelíu í Grímu- dansleik þá er Tosca tvímælalaust meira átakahlutverk og gerir meiri kröfur til bæði leiks og söngraddar. Amelía er ávallt þung og dramatísk en Tosca á jafnframt til gáska og léttleika. Verk Verdis er líka melód- ískara en Tosca sem gerir strang- ari kröfur til raddbeitingar," segir Elísabet Eiríksdóttir. Angelotti og Cavaradossi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.