Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 John Tobe, forstjóri Long John Silver’s: Ætlumst til að staðið verði við umsamið verð 6 milljörðum króna varið til breytinga á veitingahúsum fyrirtækis til að mæta breyttum neyzluvenjum fólks „í GILDI er samningur milli John Tobe, forstjóri Long John Silver’s. Morgunblaðið/Einar Falur Long John Silver’s og Coldwater og Iceland Seafood til 30. júní á næsta ári. Við munum ræða hann í þessari viku við seljendur hér, en við ætlumst til að staðið verði við umsamið verð. Við höfum átt langtímaviðskipti við íslenzka seljendur síðan 1970 þegar við hófum sölu þorskflakanna. Við höfum fjölgað veitingastöðum úr 1 í 1.400 og megnið af fiskinum sem við seljum er islenzk þorsk- flök. Við reiknum því með áframhaldandi samningi að þess- um loknum, en ég vil ekki tjá mig um það hvers konar samn- ingur það geti orðið. íslenzk þorskflök munu verða hluti til- veru okkar í framtíðinni eins og þau hafa verið í fortíðinni,” sagði John Tobe, forstjóri Long John Silver’s, í samtali við Morgun- blaðið. í Morgunblaðinu á miðvikudag var þess getið að Long John Sil- ver’sgreiddi 35 centum minna fyrir hvert pund af þorskflökum, en fáan- legt væri á markaðnum vestra nú, 1,70 dali á móti 2,05, samkvæmt samningi við Coldwater og Iceland Seafood. Samningurinn var gerður í apríl á þessu ári og gildir til júní- loka ’87. John Tobe var spurður hvemig á þessu stæði: „Long John Silver’s notar meira af þorskflökum en nokkur annar aðili í Banda- ríkjunum. Allir sem selja okkur gera það samkvæmt samningi, Is- lendingar eins og Kanadamenn, en kanadíska fiskinn fáum við 10 cent- um ódýrari en þann íslenzka. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, að það er ekki bara Long John Sil- ver’s, sem semur um fiskkaup. Aðrir helztu notendur þorskflaka gera það líka. Þessi aðilar kaupa líklega um 100 milljónir punda ár- lega. Verð á fiski í stórum samning- um sem þessum er annað og lægra en á opnari markaði og á honum er miklu minna selt. Því held ég að ekki sé hægt að tala um 2,05 dali sem raunverulegt markaðsverð í dag, það er lítið selt á því verði. Samningurinn gildir til miðs næsta árs og ýmislegt hefur haft áhrif á verð á þorski síðan hann var gerður. Lækkun dalsins gagn- vart evrópskum gjaldmiðlum líklega mest. Það lagast vonandi í framtí- ðinni. Ég tel einnig að óeðlileg eftirspum sé nú eftir þorski og hún hafi hækkað verðið. Ég held að þetta breytist líka vegna þess, að þegar verð á fiski eða öðrum mat- vælum hækkar, minnkar eftirspum neytenda og verð jafnast. Það er mikil þörf á stöðugleika við sölu matvæla. Við leggjum áherzlu á samninga til langs tíma til að geta tryggt viðskiptavinum okkar þenn- an stöðugleika og stöðugt verð. Langtímasamningar koma okkur til góða við skipulagningu fram í tímann án þess að þurfa að eiga von á að verða fyrir óeðlilegum verðbreytingum. Fyrir seljendur og framleiðendur eru slíkir samningar einnig mikilvægir vegpia skipulagn- ingar fram í tímanh og aukins stöðugleika í verði,“ sagði John Tobe. Forstjórar skáru flaka- stykki John Tobe var einnig spurður um samskipti og tengsl Long John Sil- ver’s og Coldwater, en viðskipti fyrirtækjanna hafa staðið yfir óslit- ið í aldarfjórðung. „Við höfum keypt þorskflök frá Coldwater í aldarfjórðung og á þessum tíma hefur tekizt gott sam- band milli fyrirtækjanna. A síðustu árum hefur aukinn fjöldi fólks frá okkur heimsótt frystihús á íslandi og framleiðendur á íslandi hafa aukið heimsóknir í veitingahús og rannsóknastofur okkar. Með því móti skilja báðir aðilar betur þarfir hvors annars, bæði hvað varðar sölu, pökkun og aðra meðhöndlun hráefnisins. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater og Friðrik Páls- son, forstjóri SH, unnu báðir í einn dag við að skera flakastykki í einu af veitingahúsum okkar í sumar til að auka skilning sinn á meðhöndlun þorskfiakanna í veitingahúsunum. Þess konar samskipti og skilningur á þörfum beggja aðilja hefur gert Long John Silver’s og Coldwater kleift að skilja betur hvað hvor um sig þarf til að ná árangri." SAMKVÆMT einróma tillög- um nefndar, sem skipuð var af stjórnarflokkunum til þess að endurskoða lög um Lána- sjóð íslenskra námsmanna (LÍN), verða námslán með óbreyttum kjörum ekki hærri en 1.100-1.200 þúsund. Það sem lánað verður um- fram þá upphæð, verður lánað til 15 ára með almenn- um útlánsvöxtum banka. 1% lántökugjald verður tekið af öllum lánum og einnig er gert ráð fyrir að doktorsefn- um verði veittir styrkir til náms. Nefndin skilaði tiliögum sínum til Sverris Hermannsson- ar, menntamálaráðherra á þriðjjudaginn. Sverrir sagði að hann hefði fengið námsmanna- Nokkur breyting er að verða á fiskneyzlu í Bandaríkjunum. í hveiju er hún helzt fólgin og hvem- ig mun Long John Silver’s bregðast við henni? „Neyzluvenjur Bandaríkjamanna eru greinilega að breytast í tengsl- um við aukna umræðu um næring- argildi og hollustu matar. Næringargildi og hollusta mata- ræðis í Bandaríkjunum verður æ mikilvægari, meðal annars vegna þess, _að fólk nær stöðugt hærri aldri. Árið 1984 vildu um 70% neyt- enda djúpsteiktan fisk, en 30% bakaðan eða soðinn. 1979 vildu um 85% fískinn djúpsteiktan. Við reikn- um með því að árið 1990 vilji aðeins um helmingur fólks fiskinn djúp- steiktan. Nú standa yfir breytingar á öllum veitingahúsum okkar til þess að þar verði hægt að leggja aukna áherzlu á sölu á bökuðum og soðnum fiski, svo við verðum tilbúnir í tíma til að bjóða fjölbreytt- ari matseðil og getum mætt óskum neytenda. Við teljum að þorskur samtökunum tillöguraar til umfjöllunar og gefið þeim frest fram yfir næstu viku til þess að gera athugasemdir. Síðan yrði frumvarpið borið undir þingflokkana og ríkisstjómina. Ekki er gert ráð fyrir að lögin taki gildi fyrr en á næsta náms- ári, sem hefst 1. júlí 1986. „Tillögumar miða að því að tryggja fjárhagsstöðu Lána- sjóðsins, með því að hækka endurgreiðslur, þannig að hann geti staðið undir því megin- hlutverki sínu að tryggja jafn- rétti til náms. Traustur fjárhagur sjóðsins til frambúðar hlýtur að vera námsmönnum í hag,“ sagði Sverrir. I nefndinni áttu sæti eftir- taldir. Friðrik Sophusson og Tryggvi Agnarsson, fyrir Sjálf- verði mikilvægur réttur á þeim matseðli og búumst við að sérskor- in þorskflakastykki verði uppistað- an í soðnum fískréttum. Við breytum nú um 100 veitingahúsum á ári í þessum tilgangi. Um 350 hefur þegar verið breytt og árið 1990 ætti breytingum á öllum 1.400 veitingahúsum okkar að verða lok- ið. Aætlaður kostnaður við þetta er 150 milljónir dala, 6 milljarðar íslenzkra króna. Þetta sýnir meðal annars að við erum sannfærðir um það, að umtal og krafa um aukið næringargildi og hollustu er ekkert stæðisflokkinn og Finnur Ingólfsson og Haraldur Ólafs- son fyrir Framsóknarflokkinn. Á SUNNUDAG, þann 12. október kl. 14.00, verður hátíðarguðs- þjónusta I kirkju óháða safnaðar- ins. Kirkjudagurinn er árviss hjá óháða söfnuðinum og ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í október- mánuði. Guðsþjónustan er þunga- miðja hátíðarinnar. Sr. Emil Bjömsson, fyrrv. safn- aðarprestur, prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, þjónar fyrir altari. Irma Óskarsdóttir, flautuleikari, leikur einleik. Heiðmar Jónsson, tízkufyrirbrigði, heldur staðreynd og þess vegna erum' við tilbúnir til að leggja þessa fjárhæð til að geta betur þjónað viðskiptavinum okk- ar.“ Mikil aukning á f isk- neyzlu Telur þú að framundan sé mikil aukning á neyzlu sjávarrétta í Bandaríkjunum? Á milli áranna 1984 og 1985 jókst neyzla frystra og ferskra sjáv- arafurða um 6%. Sé tímabilið 1975 til 1985 tekið, var aukningin á því tímabili aðeins 20%. Aukning er því mest á milli síðustu ára þessa tíma- bils. Ef sú aukning yrði færð yfir á næstu 10 ári þýddi það í raun nærri 80% aukningu á neyzlu sjáv- arrétta miðað við að eftirspum haldist. Það eina sem ég tel geta hindrað stöðuga aukningu er að verð á sjávarafurðum hækki svo mikið að hinn almenni Bandaríkja- maður hafi ekki efni á neyzlu þeirra." En hvað fannst John Tobe um heimsókn sína til íslands á tíma heimssögulegs viðburðar; leiðtoga- fundarins? „Það er mér og eiginkonu minni mjög áhugavert að vera í Reykjavík á þessum mjög svo spennandi tíma. Það hefur mikið verið rætt um leið- iogafundinn í Reykjavík og verður líklega lengi að honum loknum. Ég vonast til, að eftir fundinn verði friðsamlegrá í heiminum og minni kjamorkuvopnavæðing. Því er ég mjög spenntur að vera hér á þessum tíma. Hér virðist ríkja óvenjulegt andrúmsloft, 3em vonandi bætir samskipti Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna," sagði John Tobe. Sigurbjöm Magnússon var framkvæmdastjóri nefndarinn- organisti, stjómar kór safnaðarins. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að ræða saman yfir kaffí og góðu meðlæti, sem kvenfélag safnaðarins sér um og selur til styrktar safnaðarstarfinu. Allir fá eitthvað við sitt hæfi. Þegar bömin hafa fengið sínar veit- ingar verður sérstök samvera með þeim í kirkjunni. Starfsstúlkur kirkjuskólans sjá um að bömunum leiðist ekki: Söngur — leikir — og kvikmynd verður m.a. á dagskrá. Komið og verið með! Þorsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur. Morgunblaðið/Rax John Tobe og fuUtrúi hans og eigínkonur þeirra við komuna til Reykjavíkur ásamt fulltrúum SH og Coldwater. Talið frá vinstri: Guðmundur H. Garðarsson, Eileen Cegnar, Ron Cegnar, Jón Ingvarsson, John Tobe, Joanne Tobe, Magnús Gústafsson og Friðrik Pálsson. Þak verði sett á námslán við 1.100-1.200 þúsund krónur Nefnd stj órnarflokkanna hefur skilað áliti til menntamáiaráðherra um málefni LÍN Kirkjudagur óháða safnaðarins á sunnudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.