Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
29
Skoðanakönnun í Sovétríkjunum:
Flestir telja að hindra
megi kjarnorkustyrjöld
Moflkvu, AP.
SOVÉSKA dagblaðið Sovi-
etskaya Rossiya birti í gær
niðurstöður skoðanakönnunar,
sem gerð var meðal 1.512 sovét-
borgara og leiddi hún í ljós að
þorri aðspurðra töldu að mann-
kyni tækist að afstýra kjarn-
orkustyijöld, en um helmingur
dró í efa að hægt væri að banna
öll kjamorkuvopn fyrir alda-
mót, en það er yfirlýst stefna
Gorbachevs, aðalritara Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna.
Með þessari fregn er talið að
Sovétmenn séu að gefa til
kynna að Gorbachev vilji leggja
áherslu á afvopnunarviðræður.
Skoðanakönnunin var gerð
daginn áður en tilkynnt var um
Reykjavíkurfund leiðtoganna.
Talið er að þessari frétt blaðs-
ins sé ætlað að ýta undir þá
skoðun manna að fbúar Sovétríkj-
anna, og reyndar heimsbyggðar-
innar allrar, vilji allt leggja í
sölumar fyrir heimsfrið og að það
sé Bandaríkjanna, en ekki Sov-
étríkjanna, að koma til móts við
þessar óskir.
Gorbachev mun í dag halda til
íslands ásamt eiginkonu sinni,
Raisu, og er talið að með í för
verði þeir Edvard Shevardnadze,
utanríkisráðherra, og Anatoly
Dobrynin, fyrrverandi sendiherra
Sovétríkjanna í Washington.
Dobrynin gaf til kjmna á miðviku-
dag að hann teldi líkur á að
leiðtogamir næðu samkomulagi á
Reylq'avíkurfundinum.
Fréttatilkynning TASS í gær
þótti einnig lofa góðu, en í henni
sagði að vel hefði farið á með
utanríkisráðherrum ríkjanna,
þegar þeir hittust hvað eftir annað
5 New York á dögunum, og að
þeir hefðu komið sér saman um
mörg umræðuefni. Ekki sagði
hver þau væm, en tekið var fram
að „sumir teldu að í vissum tillög-
um Bandaríkjamanna leyndist
eipstaka skynsemisglæta".
/ ' TASS sagði að tilgangur
Reykjavíkurfundarins væri
þríþættur. í fyrsta lagi væri hann
til undirbúnings Bandaríkjafor
Gorbachevs. í öðru lagi væri hann
ætlaður til þess að móta skýra
stefnu fyrir afvopnunarviðræður
stórveldanna. í þriðja lagi ætti að
ræða samskiptavandamál
ríkjanna sem og „svæðisbundin
vandamál".
Það hefur þó verið gefíð sterk-
lega í skyn að Kremlarbóndi muni
leggja áherslu á vígbúnaðareftirlit
og muni dæma fundinn eftir því
hvaða árangur næst á því sviði.
í skoðanakönnuninni kom fram
að 93,2% aðspurðra töldu að
mannkyni tækist að koma í veg
fyrir kjamorkustyijöld. 14,9%
töldu að það tækist því ekki.
Teikning af sovésku SS-25 flugskeyti. Sovéskur almenningur vill
trúa þvi, að mannkynið beri gæfu til að forðast sin eigin ragnarök.
Hertar aðgerðir
í Suður-Afríku
Jóhanne&arborg.AP.
RÍKISSTJÓRN Suður-Afriku bannaði í gær, Sameinuðu lýðræðis-
fylkingunni, UDF, að taka við fjármagni frá útlöndum og er það
mikið áfall fyrir þessi samtök, sem eru þau fjölmennustu er beijast
gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, þar sem megnið að fjármagni
þvi er þau hafa úr að spila, kemur frá stuðningsmönnum i öðrum
löndum.
P.W. Botha, forseti, gaf tilskip-
unina út og gekk hún í gildi þegar
í stað. Ríkisstjómin hefur sakað
UDF um að vera innanlandsdeild
Afríska þjóðarráðsins, sem bannað
er í Suður-Afríku. Talsmenn fylk-
ingarinnar segja að um 2,5 milljónir
manna í Suður-Afríku séu meðlimir
í UDF og sagði Azhar Cachalia,
gjaldkeri fylkingarinnar, að neyðar-
ástandslögin í Suður-Afríku hefðu
torveldað fjáröflun innan lands og
væra fjárframlög erlendis frá, því
mikilvægari en ella.
Áður hafði ríkisstjómin lýst því
yfír, að íbúum Mozambique, yrði
ekki leyft að starfa í landinu og
þeir sem þegar ynnu þar, yrðu send-
ir heim er ráðningartíma þeirra lyki.
Suður-afrísk yfírvöld halda því
fram, að skæraliðar, er bera ábyrgð
á sprengjutilræði sl. mánudag, hafí
leitað hælis innan landamæra Moz-
ambique.
Kosningar í Bæjaralandi:
Strauss spáð sigri
Frankfurt,AP
Kristilegum demókrötum, flokki Franz Josef Strauss, er spáð sigri
i þingkosningum er fram eiga að fara í Bæjaralandi, í Vestur-
Þýskalandi, næstkomandi sunnudag.
Flokkurinn hefur um árabil verið
ráðandi afl í stjómmálum þar og
fékk í síðustu kosningum 58,3%
atkvæða og 133 þingsæti. Höfuð-
andstæðingurinn, flokkur sósíal-
demókrata, fékk 31,9% atkvæða og
71 þingsæti. Engir aðrir flokkar
komu manni að, en nú er talið að
flokkur Græningja eigi góða mögu-
leika, þar sem deilur hafa verið um
starfrækslu kjamorkuvers við Wac-
kersdorf í Bæjaralandi. Velgengni
kristilegra demókrata nú, yrði túlk-
uð sem góðs viti fyrir stjóm Kohl
kanslara í komandi kosningum í
janúar á næsta ári.
Sovéska sendinefndin:
Forseti sovéska
herráðsins kemur
Glæpum fækkar
í Bandaríkjunum
Washington, AP.
FJÖLDA glæpa, sem framdir
voru gagnvart einstaklingum og
GENNADIY Gerasymov, tals-
maður sovésku ríkisstjórnarinn-
ar, og Albert Vlasov, forstjóri í
áróðurs-málaráðuneyti Sov-
étríkjanna, skýrðu frá því á Hótel
Sögu síðdegis í gær, hveijir eru
í sovésku sendinefndinni á leið-
togafundinum. Sérstaka athygli
vekur, að S. F. Akhromeyev,
marskálkur, forseti sovéska
herráðsins, er f nefndinni, en
hann var ekki meðal fylgdar-
manna Mikhails Gorbachev á
fundi hans með Ronald Reagan
í Genf á sfðasta ári.
Fyrir utan Gorbachev sjálfan era
þeir Eduard Shevardnadse, utanrík-
isráðherra, Anatoly Dobrynin,
fyrram sendirherra Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum og núverandi yfír-
maður alþjóðadeildar sovéska
kommúnistaflokksins, og Yakolev,
fyrram sendiherra í Kanada, sérleg-
ur ráðgjafí Gorbachevs um utanrík-
ismál, f foiystu fyrir sendinefndinni.
Er talið að þessir þrír menn verði
kallaðir til, ef ákveðið verður, að
nánustu samstarfsmenn leiðtog-
anna sitji fundi með þeim.
Sergey Akhromeyev, marskálk-
ur, varð forseti sovéska herráðsins
í september 1984. Forveri hans í
embætti var N. V. Orgakov, sem
lét af embætti, án þess að gefín
S. F. Akhromeyev, marskálkur,
forseti sovéska herráðsins.
væri nokkur skýring á þvf. Aðild
Akhromeyevs að sendinefndinni er
talin til marks um það, að Gorbac-
hev vilji hafa við höndina fulltrúa
hersins til að geta ráðfært sig við
hann um viðkvæm afvopnunarmál.
í sovésku nefndinni er einnig Viktor
Karpov, formaður samninganefnd-
ar Sovétríkjanna í afvopnunarvið-
ræðunum í Genf.
hemulum í Bandarfkjunum árið
1985, fækkaði og varð minni en
nokkru sinni sfðan stjórnvöld
tóku að halda heildarskrá um
hann fyrir 13 árum. Skýrði
bandariska dómsmálaráðuneytið
frá þessu f gær.
Alls vora framdir 34,9 millj. glæpir
á síðasta ári í Bandaríkjunum. Árið
1973, fyrsta árið sem skráningin
fór fram, vora þeir aftur á móti
35,6 millj. eða nokkra fleiri en í
fyrra.
Glæpum tók að fækka 1982 og
hefur þeim farið fækkandi síðan.
Mestur var fjöldi þeirra 1981 eða
41,5 millj. og hefúr þeim fækkað
um 16% síðan. Ofbeldisglæpum ein-
um saman hefur fækkað um 12%
á þessum fjóram áram og þjófnuð-
um um 15%.
Fækkun glæpa er rakin til ýmissa
ástæðna, þar á meðal til þess, að
fjöldi fólks á þeim aldri, þar sem
afbrotatíðmn er mest, er minni en
en áður. í þeim aldurshópi er tán-
ingar og fólk um og eftir tvítugt.
Könnunin fór m. a. fram með
viðtölum við meira en 100.000
manns og leiddi hún í ljós, að um
helmingur allra ofbeldisglæpa er
ekki kærður til lögreglunnar. Slíkt
er þó gert í meira mæli nú en áður.