Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
33
ílagi
einhvem, sem þeir gætu teflt fram
gegn Brezhnev-arminum í stjóm-
málaráðinu, og Gorbachev varð
fyrir valinu.
Ef Andropov hefði lifað lengur
hefði Gorbachev vafalaust orðið
eftirmaður hans en Andropov lést
eftir að hafa aðeins gegnt leið-
togaembættinu í 14 mánuði. Við
því tók Konstantin Chemenko,
einn af Brezhnev-mönnunum, og
hefði mátt ætla, að þá hefði átt
að slá í bakseglin fyrir Gorbachev
en svo var ekki. Hann var búinn
að koma sér svo vel fyrir í valakerf-
inu, að við honum varð ekki
hróflað.
Gorbachev kynntist Raisu, konu
sinni, þegar hann var við nám í
Moskvuháskóla og eiga þau eina
dóttur, Irinu, sem er læknir að
mennt, og dótturdótturina Oksana.
Þótt hér hafí verið hlaupið á nokkr-
um æviatriðum Gorbachevs er
margt á huldu um hagi hans fyrr
á árum. Ekki er t.d. vitað á Vestur-
löndum hvar hann var á stríðsárun-
um, þá ungur drengur, og um
foreldra sína hefur hann fátt sagt.
í sovésku dagblaði kom það þó
fram nú nýlega, að Gorbachev
hefði látið svo ummælt þegar hann
var í heimsókn á samyrkjubúi, að
faðir sinn hefði látist af sárum í
síðari heimsstyrjöld en ekki er vit-
að hvort móðir hans er enn á lífí.
„Ef ykkur líkar ekki við kom-
múnismann skuluð þið skella
skuldinni á Breska safnið," sagði
Gorbachev við fréttamenn í London
þegar hann kom í lestrarsalinn þar
sem Karl Marx sat áður við skrift-
ir. Þykja þessi ummæli lýsa honum
vel, hann kann að bregða á glens
og gaman og hefur andúð á
kreddukenndum yfírlýsingum.
Vesturlandamönnum fínnst sem
þeir eigi auðveldara með að skilja
Gorbachev en þá menn, sem áður
hafa setið á valdastóli í Kreml, og
hann virðist sjálfur skilja, að
tímamir eru breyttir, upplýsinga-
öldin hefur kvatt dyra og við því
verða Sovétmenn að bregðast með
einhveijum hætti.
Gorbachev hefur aðeins verið
leiðtogi Sovétmanna í hálft annað
ár og því of snemmt að ráða í eftir-
mælin um valdatíð hans. í utanrík-
ismálunum hefur hann sýnt meiri
kænsku og sveigjanleika en fyrir-
rennaramir en endanlegur dómur
sögunnar mun fara eftir því hvem-
ig gengur í innanlandsmálunum.
Sovétmenn standa frammi fyrir
alvarlegum vandamálum. í eftia-
hagslífínu og á ýmsum öðmm
sviðum þjóðlífsins ríkir stöðnun eða
jafnvel afturför og til að ráða á
því bót verður Gorbachev að glíma
við rússneska sinnuleysið, staða
þrákelknina, sem oft hefur bjargað
þjóðinni á hættustund en verið
henni fjötur um fót á friðartímum.
Nancy Reagan og Raisa Gorbachev á dögiun leiðtogafundarins í Genf.
þau hjónin myndu ekki stela sen-
unni frá Nancy og Ronald Reagan.
Ekki er mikið vitað um Raisu
Gorbasjev. Talið er að hún sé 52ja
ára og að þau hjón eigi tvö böm.
Aðeins er vitað, hvert annað þeirra
er, Irina, sem er læknir á þrítugs-
aldri, gift ónafngreindum starfs-
bróður sfnum. Þau eiga fjögurra
ára telpu, sem heitir Oksana. Einn-
ig er talið að Raisa hafí numið
heimspeki við háskólann í Moskvu
og þar hafi þau hjón kynnzt. Til
skamms tíma mun hún hafa verið
kennarí við háskólann og kann að
vera það enn.
Raisa Gorbasjev talar lýtalausa
ensku, að sögn, og þegar þau hjón-
in vom í fyrmefndri Bretlands-
heimsókn, sýndi hún mikinn áhuga
á bókmenntum og prísuðu margir
þekkingu hennar.
Fljótlega eftir að Mikhail Gor-
basjev tók við starfí flokksleiðtoga
í Sovétríkjunum þóttust menn sjá
þess merki, að ýmsar breytingar
væm í vændum. Framkoma og tals-
máti Gorbasjevs er nútímalegur og
laus við þá stirfni og alvöru sem
hefur einkennt þá Kremlarbændur.
Það er ekki þar með sagt að stefnu-
breytinga sé að vænta, og það er
ekkert sérstakt sem bendir til að
Gorbasjev sé frjálslyndari en fyrir-
rennarar hans. En hann er ólíkur
þeim í samskiptum og diplómatar
segja, að hann sé ótvíræður nútíma-
maður. Að vísu sovézkur nútíma-
maður. En yfírbragðið hefur
óneitanlega breytzt. Það eitt að láta
konu sína vera stöðugt í fylgd með
honum, og taka af henni myndir
er engin smáræðis breyting. Og
kann að vera fyrirboði einhvers sem
dýpra ristir.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Árbók Háskólans
1982-84 komin út
ÁRBÓK Háskóla íslands
1982-1984 er komin út. Ritstjóri
hennar er Þórir Kr. Þórðarson,
prófessor. Fylgirit Árbókarinnar
að þessu sinni heitir „Viðhorf og
markmið" og er þar að finna
samtöl um Háskólann sem hafa
öll nema eitt birst í Lesbók Morg-
unblaðsins á árunum 1983 og
1984.
í Árbókinni er m.a. að fínna yfir-
lit yfir rit og greinar kennara
Háskólans. Birtar eru skrár yfír
alla þ á sem lokið hafa prófum frá
skólanum á þessu tímabili og töflur
um fjölda stúdenta. Einnig er að
fínna skrá yfír allar lokaritgerðir
nemenda sem útskrifast hafa á
þessum árum.
Þá er þar að finna ræður rekt-
ors, Guðmundar Magnússonar, og
fjallað eru um kennara skólans,
breytingar á starfsliði hans, og birt-
ir eru kaflar úr gerðabókum hans.
í fylgiritinu er að finna áður birt
viðtöl við nokkra prófessora og aðra
kennara við skólann um málefni
hans, auk þess sem rætt er við
þáverandi rektor Háskólans, Guð-
mund Magnússon, prófessor.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Ádráttur ( Laxá á Refasveit gekk vel og fengust 22 laxar á tæpum
2 klukkustundum. Hér má sjá menn losa laxa úr netinu jafnframt
þvi að skima eftir því hvort fluga væri í kjaftviki einhvers 20 punda
laxins. Einn úr hópnum taldi sig eiga eina flugu í ánni áfasta a.m.k.
20 punda laxi.
Veitt í klak í
Laxá á Ref asveit
Blönduósi. Frá fréttarítara Morgunblaðsins, Jóm Sigurdssym.
ÞEGAR stangaveiði lýkur í lax-
veiðiánum á haustin fara landeig-
endur að huga að því að veiða lax
í klakið. Þetta gerðu eigendur Lax-
ár á Refasveit fyrir nokkrum
dögum. Það er ávallt mikill handa-
gangur í öskjunni þegar klakveiði
fer fram eða ádráttur eins og þessi
veiðiaðferð er kölluð. Að þessu sinni
mættu átta galvaskir menn f ádrátt-
inn og mátti þar greina landeigend-
ur, landsfræga fluguveiðimenn og
jafnvel grunaða húkkara úr Blöndu.
Á bökkum Laxár sameinaðist allt
þetta lið með net til laxveiðanna.
Það er skemmst frá því að segja
að ádrátturinn gekk vel því það
fengust 22 laxar úr þremur hyljum,
mest allt rokvænn fískur og af þess-
um laxafjölda voru 10 hrygnur. Jón
Stefánsson hjá Hólalax tók við afl-
anum og flutti laxana norður í
Hóla til kreistingar. Það tók rétt
tæpa 2 klukkutíma að veiða þessa
22 laxa sem er um 16% af sumar-
aflanum í Laxá á Refasveit þannig
að það sannast hið fomkveðna að
ekkert veiðarfæri jafnast á við net-
ið hvað afla snertir.
Jón Sig.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Laxarnir sem komu i ádrættinum voru flestir rígvænir og komnir
með haustlitina.