Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 37 Kirkjur opn- ar til bæna- stunda meðan Reagan og Gorbachev funda KIRKJURNAR í Reykjavíkur- prófastsdæmi verða opnar á þeim sömu tímum sem leið- togar stórveldanna, Reagan og Gorbachev, eiga viðræður hér í Reylgavík. ^ Biskup og dómprófastur hvetja fólk til þess að koma til kirkju sinnar á þessum stundum til íhug- unar og bænar fyrir árangri fundanna til friðar í heiminum. í mörgum kirknanna verður sitthvað um að vera á þessum tímum, enda vetrarstarf safnað- anna hafíð. En það á ekki að hamla fólki frá að eiga bænarstund í kirkjunni, þótt böm kunni að vera í kirkjuskólanum í næsta her- bergi, tónlistarfólk við æfíngar eða hjón gefín saman. Fundartímar leiðtoganna og þar með bænastundimar í kirkjunum verða sem hér segir: Laugardagur kl. 10.30—12.30 og kl. 15.30-17.30 Sunnudagur kl. 11.00—13.00 Biskup beinir þeim tilmælum til presta og sóknamefnda um land allt, að kirkjur þeirra verði opnar á þessum stundum til bæna og íhugunar þar sem því verður við komið. Guðsþjónustur sunnudagsins munu væntanlega taka nokkurt mið af fundum leiðtoganna í pre- dikun og fyrirbæn. Utvarpsguðs- þjónustan verður frá Dómkirkj- unni í Reykjavík og verður þar fundarins minnst sérstaklega sem fer fram á sama tíma og guðs- þjónustan. Verður þar með lands- mönnum öllum, hvar sem þeir búa, gefínn kostur á að sameinast í fyrirbæninni fyrir friði og af- vopnun. (Frá Biskupsstofu.) Lionessuklúbb- urinn Ýr selur heimilispoka Laugardaginn 11. október munu eldhressar konur úr Lionessu- klúbbnum Ýr í Kópavogi bjóða til sölu tvær gerðir af heimilis- pokum. AUur ágóði af sölunni rennur til liknarmála. Samúel Jóns- son trésmiður er á myndinni Á myndinni úr garðinum bak við Kirkjustræti 8b, sem fylgdi grein Leifs Sveinssonar í Morgunblað- inu í gær, var ranglega farið með nafn eins af fjölskylduvinum Sveinbjörns Jónssonar, húseig- anda. Ellert Schram, skipstjóri, er ekki á myndinni heldur Samú- el Jónsson trésmiður, faðir Guðjóns Samúelssonar, húsa- meistara ríkisins. INNLENT AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Þeir úr framkvæmdanefnd áhugamannahóps um framkvæmdir við Sel, sem mættir voru á blaða- mannafundinn, í grunni viðbyggingar milli húfsanna tveggja. Frá vinstri Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri FSA, Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir, Olafur H. Oddsson héraðslæknir, Jón Kristinsson forstöðumaður, Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Antonía Lýðsdóttir og Krist- ján Baldursson umdæmistæknifræðingur. Kennsla í sjávarút- vegs-, iðnrekstrar- og viðskiptafræðum: Veruleg samnýting SIGFÚS Jónsson, bæjarstjóri, hefur gert athuganir á möguleik- um kennslu í sjávarútvegsfræð- um og lagt fram skriflega samantekt þar um í háskóla- nefnd. í athugunum bæjarstjórans kem- ur fram að samnýting sjávarútvegs- fræða við iðnrekstrarfræði og viðskiptafræði séu veruleg, en minni er tekur til matvælafræði. Inga Bjömssyni, framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar, hefur verið falið að leggja ram ákveðnar tillögur um nám í sjávar- útvegsfræðum og viðskiptafræðum og tengsl þeirra námssviða við iðn- rekstrarfræði og hjúkrunarfræði. Seli II breytt í hjúkrunardeild: Deild með 10 rúmum tekin í notkun á miðiu næsta ári safna þarf 4-5 milljónum króna til verksins NÚ ERU hafnar framkvæmdir við breytingar á Seli II við Fjórðungssjúkrahúsið en Seli verður breytt I hjúkrunardeild og þar bætast við 10 rúm. Það er áhugamannahópur um fram- kvæmdir við Sel sem er f forsvari fyrir þessum fram- kvæmdum. I fréttatilkynningu frá fram- kv^emdanefnd þessa áhuga- mannahóps, segir: „árið 1980 var hafist handa um að breyta Systra- seli sem svo var kallað í hjúkr- unarrými. Fyrri hluta árs 1983 tók þar til starfa 20 rúma deild. Hjúkrunardeildin í Seli hefur sannað ágæti sitt og sýnt fram á nauðsyn á frekari uppbyggingu. Ljóst er, að þörf á rými fyrir aldr- aða hjúkrunarsjúklinga er vax- andi á svæðinu. Þetta fínna þeir gleggst sem vinna við að hjálpa öldruðum, t.d. við heimilishjúkrun og heimilishjálp og við bráðaþjón- ustu á Fjórðungssjúkrahúsinu, einkum á Lyflækningadeildinni. Mjög biýnt er orið að fínna lausn á vanda aldraðra hjúkrunarsjúkl- inga, en mikilvægasti þátturinn er augljóslega útvegum meira rýmis til hjúkrunar, þ.e. bygging nýrra hjúkrunardeilda, eins og margoft heur verið bent á af mörgum aðilum sem til málsins þekkja, t.d. Halldóri Halldórssyni, yfirlækni Kristnesspítala. Það er yfirleitt viðtekið að þörf hjúkrun- arrýmis miðist við 70 rými á 1.000 íbúa, 70 ára og eldri. Vitað er, að á svæðinu eru u.þ.b. 2.000 íbúar í þessum aldrusflokki og mundi því þurfa u.þ.b. 140 rými til hjúkr-<* unar samkvæmt þessari viðmiðun. Núverandi hjúkrunarrými teist 110 pláss og vantar því u.þ.b. 30 pláss til að fullnægja þörfínni. Þetta kemur vel heim og saman við athugum sem þjónustuhópur aldraðra hefur gert að u.þ.b. 20 hjúkrungarsjúklingar þyrftu rými nú þegar ef vel ætti að vera og um aðra 30-40 einstaklinga má segja að lítið megi út af bera til að þeir þurfti á plássi að halda. Árið 2000 er gert ráð fyrir að fjöldi einstaklinga 70 ára og eldri verði um 3400 á svæðinu og þyrfti þá samkvæmt viðmiðunar- reglunni hjúkrarými fyrir 240 einstaklinga." Skv. framansögðu er ljóst að sú 10 rúma viðbót sem verður á Seli II er engan vegan nóg til að fullnægja þörfínni en engu að síður mikilsvert spor, að sögn framkvæmdanefndarmanna, sem kynntu breytingamar fyrir blaða- mönnum í vikunni. Það 'er von nefndarinnar að hægt verði að taka þessa nýju hjúkrunardeild í notkun á miðju næsta ári. Kostnaðaráætlun þessa verkefnis hljóðar upp á 11,2 millj- ónir króna á verðlagi september 1986. Á þessu ári leggur Fram- kvæmdasjóður aldraðra fram 2 milljónir til verksins og sögðust nefndarmenn vonast til að sú upp- hæð tvöfaldaðist á næsta ári - að sjóðurinn legði þá fram 4 milljón- ir króna. Sala hvíta pennans fyrr á þessu ári gaf af sér rúma hálfa milljón króna og einnig var um hálf milljón til frá því að Seli I var breytt 1983. Samkvæmt þessu er ljóst að til þess að ná endum saman þarf að safna 4-5 milljónum. Þetta er svipuð upp- hæð og safnaðist með fijálsum framlögum þegar Seli I var breytt á sínumtíma. I fréttatilkynning- unni segir ennfremur: „Þær mjög svo jákvæðu undirtektir allra, sem til var leitað þá, gefa sterkar von- ir um að einnig í þetta sinn takist að ljúka þessu mikla nauðsynja- verki með fullum sóma, undir kjörorðinu „réttum hjálparhönd, margar hendur vinna létt verk“.“ Að sögn nefndarmanna munu þeir treysta mikið á sveitarfélög á Norðurlandi varðandi fjárstuðn- ing. Búið er að skrifa öllum oddvitum á svæðinu þar sem ósk- að hefur verið eftir að þeir komi inn í dæmið - að hver hreppur greidi 100 krónur á íbúa á þessu ári og því næsta. Þá sögðu nefnd- armenn að þeir vændust verulegs stuðnings frá almenningi. „Al- menningur brást mjög vel við síðast - þegar unnið var að breyt- ingum á Seli I. Þá kom mikill fyöldi fólks til okkar með fjárfram- lög,“ sagði Jón Kristinsson, formaður nefndarinnar, „og þar var oft um verulegar fjárhæðir að ræða. Að sögn Jóns er ekki vitað hvemig staðið verður að söfnuninni - hvort gengið verður í hús og fé safnað þannig. í framkvæmdanefnd áhuga- mannahóps um framkvæmdir við Sel em: Jón Kristinsson, forstöðu- maður, sem er formaður, Anontía Lýðsdóttir, Halldór Halldórsson yfírlæknir, Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri, Kristján Baldurs- son umdæmistæknifræðingur, ' Ólafur H. Oddsson héraðslæknir, Ólafur Sigurðsson yfirlæknir, Valgerður Jónsdóttir hjúkmnar- fræðingur og Þorkell Guðbrands- son yfirlæknir. Steypuskemmdir í Leirubrúnni: Minniháttar og fullt samkomulag um hvernig úr skemmdum skuli bætt - segir í yfirlýsingu vegna skrifa Akureyrartíðinda STEYPUSKEMMDIR hafa komið í ljós í Leirubrúnni svo- kölluðu, yfir Leirumar á Eyjafirði. Blaðið Akureyrartíð- indi fjallaði um málið í fyrra- dag og vegna þeirra skrifa sendu Vegagerð rikisins, Norð- urverk hf. sem vann verkið og eftirlitsaðili, Verkfræðiskrif- stofa Sigurðar Thoroddsen, frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær: „Vegna „æsifréttar" í Akur- eyrartíðindum vilja undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Steypugallar þeir sem þar er rætt um em minniháttar og er fullt samkomulag um hvemig úr skuli bætt. Vegagerð ríkisins og eftirlitsaðili, Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen, vilja jafn- framt taka fram að tæknilegur yfírstjómandi og yfirsmiður verksins hafa unnið verkið eins og þeim ber og er ekkert upp á þá, tækjabúnað við verkið, né aðra framkvæmd verksins að klaga, þá vill verktaki að fram komi að samskipti við eftirlit og verkkaupa hafa veið með ágæt- um.“ Undir þessa yfírlýsingu rita Pétur Ingólfsson f.h. Vegagerðar ríkisins, Pétur Torfason f.h. eftir- litsaðija og Franz Ámason f.h. Norðurverks hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.