Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 40

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Jón Þ. Árnason: - Lífríki og lífshættir CXIV. Spurningin er: Hver gerir sér nú fulla grein fyrir, að nálega ekkert hefir reynzt vestrænni menningu háskalegra en skjögurfræði pen- ingahyggjunnar, marxisminn og markaðstrú- in? II (L SiU- Eftirtakanlegur efi um hvort viturlegt sé, að manneskjan beiti vísindaþekkingu og tæknikunn- áttu sinni til hins ýtrasta, á sér ekki ýkjalanga sögu. Varla eru liðin meira en rúm 30 ár síðan á honum tók að bóla fyrir alvöru og tæp 10 ár síðan hann varð áberandi. Nú er hann hins vegar kominn allofarlega á dagskrá og spumingin hvort skynsamlegt eða forsvaranlegt sé að framkvæma allt, sem framkvæmanlegt er, gerist sífellt nærgöngulli og krefst svars af vaxandi áleitni. Flestir þeir, sem fyrir aðeins fáum árum svömðu játandi, gera nú ýmsa fyrirvara og temja sér varfæmari viðbrögð. Hin stór- fenglega framsókn nútímavís- inda, sem fyrst gekk verulega fram af ímyndunargetu almenn- ings með hjartaígræðslu, undra- verðum geimferðaafrekum, byltingarkenndum framfömm á sviði öreindatækni, lífeðlis- og erfðafræða o.s.ffv. stríðmögnuðu drauminn um hið fullkomna, gallalausa sæluríki, ættbyggð manna, sem gætu allt, ef þeir bara vildu og væri því ekkert ómáttugt. Örlagaspurning Naumast gat bmgðizt, að boð- skapurínn um almætti mannsins næði undrafljótt föstum tökum á Qöldanum, sem átakanlega oft trúir og treystir þeim, sem ljúga að honum af mestu blygðunar- leysi. Fagnaðarerindið hafði sér einnig til framdráttar að vekja sterka velferðar- og öryggis- kennd. Það gaf og fyrirheit um áður óþekktar frelsis- víðáttur. En brátt mmskaði hin óttablandna spuming: Hvert stefnir? Af náttúm himins og jarðar hiaut þegar í stað að leiða, að foráttufirmr af þessu tagi urðu til að hrekja söfnuð sinn út yfir öll skynsemdarmörk, alls staðar. Hin dagvaxandi, sumpart óbæt- anlegu náttúm- og lífríkisspjöll, sjálfsmyrðandi úrkynjun og þar af leiðandi spilling allra heil- brigðra lífshátta og hnignun menningar, brjálæðisleg fysnar- ákefð í stöðugt óskaplegri útrýmingartól en fyrir hendi vom og ægilegar hungurhörmungar þyngja án afláts áhyggjufarg það, er í spumingunni felst. Minnast ber og þess, að fargþunginn eykst því hraðar þeim mun nær dregur að nauðsyn vissu og ákvörðunar, að landamærum siðgæðisvitundar og athafnabráðlyndis. Tíminn rennur sitt skeið og hefir fyrir löngu staðfest, að framtíðin er ekki eign. Svarið við spumingunni, hvert stefnir, sem hér hefir verið varpað fram og leitazt hefir verið við að svara í sem stytztu máli með vísun til ríkjandi heimsásýndar, kallar óhjákvæmilega á aðra spumingu, sízt þýðingarminni — spuming- una: Hvað veldur? í leit að svari er viðeigandi að heQa eftirgrennslanir með að grípa til útilokunarreglunnar. Hún hefir löngum komið að góðu gagni til hægri verka og felst aðallega í að strika út málsparta, sem — að atvika- og vettvangskönnun lokinni — geta hugsanlega ekki hafa verið áhrifavaldar á einn eða neinn hátt. Á andartaki yrði ljósara en hádegissól, að yfirvofandi ragna- rök gætu ekki á nokkum hátt verið afleiðing af sigri syndugra yfir syndlausum árið 1945. Engin lifandi manneskja er svo fáfróð að vita ekki, að Bandaríkin og Sovétríkin fóm með sigur af hólmi. Sameiginlegum markmið- um var að fullu náð og allir möguleikar vom því fyrir hendi til að tryggja sameiginlegum hug- sjónum óhindrað brautargengi. Þær gjörsigmðu. Sigur þeirra varð svo alger og afdráttarlaus, að í kjölfari hans lágu í fyrstu líf og limir, frelsi og eigur sérhverrar manneskju við, nálega um allan heim, að vefengja að óskir Banda- rílq'anna og Sovétríkjanna væm lög. Tvímælalaust svar Öll fyrirstaða var úr sögunni: Nýlenduríki Evrópu engdust i svaðinu og rústunum, önnur Evr- ópuríki vom dregin í dilka vanmetafjár, „kynþáttafordómar" úrskurðaðir dauðasynd, heims- veldisstefnan heyrði sögunni til — og ófrægingunni, Evrópa átti eng- an málsvara við borð sigurvegar- anna eða fulltrúa á skiptafundum, sjálfur djöflakóngurinn, hinn illi risi og syndumhlaðni Adolf Hitler var horfmn heim. Meginmarkmið- um var því fullkomlega náð. Hamingja heimsins átti ekki að vera í neinni hættu um alla framtíð. Að þessu athuguðu tel ég enga frekari þörf á að beita útilokunar- reglunni við leit að svari við spumingunni, hvað veldur, í þessu sambandi. Auðvitað er svarið ekki tæmandi, heimsangistin á sér líka qr Ur „Mesti maður aldarinnar“ krafsaði „Yugo Slavia". Framtíðin fæst ekki keypt Mannlegxtr , Málsvaralaus Skjalfest smíðagalli Evrópa churchillska aðrar sterkar og djúpar rætur, en það verður, þrátt fyrir það, ekki auðveldlega hrakið, að Bandaríkin og Sovétríkin náðu tilgangi sínum og hafa síðan haft örlög heimsins í höndum sér, ýmist hvor fyrir sig eða bæði saman. Athafnir þeirra og/eða athafnaleysi geta með öðru skorið úr um örlög mann- kyns í náinni framtíð, jafnvel hljóta. Að mínu viti eru fáar stað- reyndir raunalegri en sú hversu illa okkur gengur og hversu ófús við erum að gera okkur far um að draga rökrænar ályktanir af lærdómum sögu og reynslu. Alltof mörgum hættir til að hugga sig við, að af því að eitthvað hefir bjargast eða slampast af hingað til, þá hljóti svo að verða um ókomna tíð. Þá er sjaldnast tekið mið af breyttum aðstæðum og ástæðum. Og sé það að einhveiju leyti gert er viðkvæðið jafnan á þá leið að þótt í öngstræti sé kom- ið, muni vísindin leysa vandann með tæknikraftaverkum. Sízt skal ég verða til að gera lítið úr undramætti vísinda og tækni eða reyna að kasta lýrð á þá, sem við stöndum í ómetan- legri þakkarskuld við á þeim vettvangi. Hins vegar er vafa- laust, að engin vísindi, engin tækni fá n.einu breytt um, að blessun eða bölvun hlýtur ávallt að ráðast af þeim, er með fara. Af því leiðir, að sá fomi vísdóm- ur, að ætíð hljótist þungbærari hörmungar af tómlæti raunsæis- fólks en af vinstriverkum illvirkja er enn sem áður í fullu gildi. Fyr- ir því man ég í svipinn ekki eftir heimskulegri — og því hættulegri — samskiptaboðorði en því, sem felst í hinu vinsæla máltæki, „sá skal vægja, sem vitið hefir meira“. Ástæðan er skiljanlega einna helzt sú, að þessi bleyðubjarg- hringur opnar allar gáttir fyrir hrokagikknum, sem hefir að leið- arljósi: „Ég er á móti öllum boðum og bönnum." Og krýnir síðan fijálslyndi sitt með að bæta við, „ég þarf ekki að láta neinn hafa vit fyrir mér!“ Leikur með moðhaus Ójá, alveg án tillits til þess, að ef „öllum £boðum og bönnum" hefði verið hafnað væri engin sið- menning neins staðar til — og hefði aldrei og hvergi orðið til — , verður æ ljósara með sérhveijum degi, er Guð gefur yfir, að þeim, sem bókstaflega er lífsnauðsyn að haft sé vit fyrir, hefír fjölgað með þvílíkum óskunda, að vand- séð hlýtur að teljast hvemig hjá stórframleiðslu boða og banna verði harmkvælalaust komizt. Nema því aðeins, sem sannarlega væri óskandi, að við jarðarböm værum almenjit gædd ekki minni greind, ábyrgðartilfinningu og skyldurækni en fijálshyggjumenn em sannfærðir um að raun sé á. A.m.k. að því er þá sjálfa varðar. En jafnvel þótt þannig væri í pottinn búið af náttúrunnar hálfu myndi samt sem áður standa óhagganlegt, að fijálst réttarríki fær því aðeins staðizt, að aldrei gleymist, að það verður að vera reist á grundvelli frávikalausra gildislögmála, sem það er ávallt reiðubúið að styrkja og efla. Af þeim sökum verður ekki síður að hafa rækilega hugfast, að ekkert gildislögmál verður túskildings virði nema stjóm og vald ríkisins búi yfír dirfsku og afli til að þvinga níðhögga þess til ævarandi undirgefni. Til þess er fyrst og fremst nauðsynlegt, að við stjóm- völ sérhveiju sinni standi menn, sem meta virðingu sína meira en vinsældir. M.ö.o. menn, ekki moð- hausar. Hér að framan er lauslega drepið á, að Evrópa hafí ekki átt neinn málsvara, þegar Bandaríkin og Sovétríkin tóku að ráðskast með örlög veraldar. Nú vita vænt- anlega flestir að Bretar hófu herhlaup sitt gegn Þjóðveijum árið 1939, með Frakka hálfnauð- uga í eftirdrígi, í þeim yfírlýsta tilgangi að „tryggja frelsi og sjálf- stæði Póllands". Báðum sigur- veldunum fannst því sjálfsagt mál, að Bretland ætti formlegan rétt til að hafa hönd í bagga. Sú kurteisi lá vitanlega í hlutar- ins eðli og þarfnast ekki skýringa, enda var Churchill þá forsætisráð- herra STÓRA-Bretlands og hafði verið síðan 10. maí 1940 að hann hlaut tignina fyrir tilhliðrunar- semi Lord Halifax og því án þjóðarfulltingis. Hann var þeim báðum, Roosevelt og Stalin, að góðu einu kunnur og hafði marg- sannað hollustu sína við þá og aðdáun, í orðum og athöfnum. Þeir höfðu og báðir fulla vissu fyrir því, að forsætisráðherra STÓRA-Bretlands hafði engan áhuga á framvindu mála eða skip- an heimsins að stríði loknu, þar sem hann hafði aðspurður um stríðstakmark sitt ítrekað lýst jrfír, utan þings og innan, að „það er bara eitt: að gjörsigra Þýzka- landfy Heiijisfrægt afsalsbréf Flestum heimildum, sem ég hefi undir höndum, ber saman um, að Stalin hafí í fyrstu verið agn- dofa yfír Churchill, en haft af honum nokkurt meðaumkvunar- gaman er frá leið og þeir kynntust nánar. Allar öfgalausar mann- eskjur hljóta að virða Stalin þau geðhrif tii vorkunnar, einkum ef þess er gætt, að honum bættist í vörzlur sínar sífellt fjölskrúðugra skjalasafn frá kumpánum sínum sér til afþreyingar, eins og m.a. má sjá af „Correspondence be- tween the Chairman of the Ministers of the USSR and the Presidents of the USA and the Prime Ministers of Great Britain during the Great Patriotic War of 1941-1945“, 1. bindi, Moskva 1957. Af eftirfarandi verður ekki dregið í efa, að hollusta Churc- hills hefir verið með öllu flekklaus: Orðsending Churchills til Stalins 28. apríl 1945 (persónu- legt, algert trúnaðarmál): „Okkur skilst, ... að eins- flokks-stjórn sé í uppsiglingu. Ég hefi samt ekki haft íframmi neins konar kvartanir yfir öllu þessu eða látið í Ijós gagnrýni, heldur í Jalta og við önnur tækifæri fallizt á þær ráðstafanir, sem gerðar voru í Júgóslavíu. “ — „Hvorki við né Bandaríkjamenn höfum neins konar hemaðarlegra eða annars konar sérstakra hagsmuna að gæta í Póllandi . . . ég get alveg sérstaklega fullvissað yður um, að við í Stórabretlandi munum aldrei beita okkur fyrir að koma á fót rússlandsfjandsamlegri pólskri ríkisstjóm eða líða. “ - „ Við höfum æ ofan íægefið fyrir- mæli um, að forgangshagsmunir yðar í Rúmeníu og Búlgaríu skuli viðurkenndir. “ Orðsending Churchills til Stalins 23. júní 1945: „Þegar við áttum fund með okkur í október í Kreml urðum við ásáttir um, að Rússland og Stórabretland skyldu skipta með sór áhrifum í Júgó- slavíu í hlutföllunum 50:50. íraun skiptast hlutföllin núna nálægt 90:10, og jafnvel þessi ömurlegu 10 prósent reynir Titó marskálkur að hrifsa af okkur með offorsi. “ Fundurinn „í október í Kreml" var haldinn að frumkvæði og kröfu Churchills til að ræða mál- efni Balkanríkja. Roosevelt sá sér ekki fært að mæta vegna at- kvæðavertíðar í tilefni af forseta- kosningum í Bandaríkjunum og lét Harriman, sendiherra sinn í Moskvu, fara með umboð sitt. Að lokinni Moskvu-ráðstefnunni • í október 1944, er sat í 10 daga, var gefín út opinber tilkynning: „Þróun mála í Suðaustur-Evrópti var tekin til vandlegrar meðferð- ar.“ Hversu vandlegrar, það af- hjúpar pappírslappi, sem enn er geymdur í London, i frumriti með hrafnasparki Churchills og stað- festingu Stalins með grófum haka í efra homi til hægri. Hann sann- ar betur en máski flest annað, hvílík ósköp geta hlotizt af að hossa heimskum gikki. Til lofs hinni gagnmerku og göfugu þjóð, sem Bretar eru, og borið hefír hróður hvíta kynþátt- arins um víða veröld, um aldabil, er skylt að leggja áherzlu á, að hún losaði sig við bagga sinn við fyrsta tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.