Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
Minning:
Sturla Jóhannesson
Sturlu-Reykjum
Fæddur 3. aprfl 1922
Dáinn 2. október 1986
Sturla Jóhannesson er nú horfinn
til feðra sinna. Hann er í dag bor-
inn til moldar og kvaddur af
vandamönnum og vinum.
Sturla var fæddur og uppalinn á
hinum mikiu söguslóðum Borgar-
fjarðar, þar lifði hann lífi sínu og
þar hlýtur hann legstað. Nú er hann
orðinn hluti af sögunni.
Hann hlaut í vöggugjöf mikinn
arf. Móðir hans, Jórunn, merkis-
kona, var dóttir Kristleifs Þorsteins-
sonar á Stóra-Kroppi, landsþekkts
bónda, rithöfundar og fræðimanns.
Kristleifur var sonur Þorsteins
bónda á Húsafelli Jakobssonar
bónda á sama stað Snorrasonar
prests og þjóðsagnapersónu Bjöms-
sonar.
Jóhannes Erlendsson, faðir
Sturlu, var bóndi og hreppstjóri á
Sturlu-Reykjum. Hann var „þjóð-
hagasmiður og flest var honum til
lista lagt“ ritar Kristleifur á Kroppi
um tengdason sinn. Erlendur Gunn-
arsson, faðir Jóhannesar, bjó á
Sturlu-Reykjum, „hinn mikli hug-
vitsmaður og þjóðhagi" er varð
fyrstur til að virkja hveraorkuna til
húsahitunar og hafði ekkert til þess
nema bijóstvitið og hagar hendur.
Á þetta er minnst vegna þess að
allir þessir ættareiginleikar feðra
Sturlu komu saman og urðu svo
áberandi í fari þessa afkomenda
þeirra.
Sturla bar svipmót ættfólks síns
þeirra Húsafellsmanna. Hann var
fríður maður og karlmannlegur með
meitlaða andlitsdrætti og hrokkið
hár, þéttur á velli og kraftalegur.
Sturla var elztur fjögurra bræðra
og tók við föðurleifð sinni á Sturlu-
Reykjum eftir lát föður síns. Ekki
stóð hugur hans að öllu leyti til
búskapar þótt hann kynni vel til
þeirra verka bæði af uppeldi og
eðlislægri hagsýni, enda brá hann
búi og hóf störf í Borgamesi þótt
hann sæti áfram föðurleifð sína og
nytjaði á annan hátt. Hann hafði
mikið yndi af hestum, ræktaði þá
og stundaði hestamennsku til
síðustu stundar.
Sturla var ekki maður sem vakti
athygli á sér með hávaða eða fyrir-
gangi. Hann var hljóðlátur maður,
íhugull og hægkíminn. Persónuleiki
hans var hins vegar svo mikill að
enginn gat komist hjá að veita hon-
um athygli og hann varð af sjálfu
sér miðpunktur umhverfisins. Af
nærveru hans stafaði hlýju.
í gleði og velgengni var hann
glaður og ljúfur, í erfíðleikum og
mótbyr var hann sá sem alltaf fann
leið og allir settu traust sitt á. Það
þurfti ekki að greiða neitt atkvæði
um það og eftir ábyrgðinni var aldr-
ei sótzt. Það leiddi af sjálfu sér.
Enginn ræður einn sínum heimil-
isbrag og sá höfðingskapur og
rausn sem höfur einkennt Sturlu-
Reykjaheimilið hefur ekki síður
verið verk húsfreyjunnar, Ásu Gúst-
afsdóttur. Oft hefur leiðin legið
þangað og alltaf hefur mér og
mínum verið tekið af þeirri hlýju
og gestrisni sem hefur verið þeim
hjónum báðum eðlislæg. Ása og
bömin þeirra þijú, Hrafn, Inga Jóna
og Hanna Jómnn, eiga nú um sárt
að binda og þótt orð séu til lítils
megnug flytja þau þeim þó innileg-
ar samúðarkveðjur okkar hjóna,
sona okkar og tengdabama sem
nú sakna vinar í stað.
Það hefur verið sagt, að þegar
vinir manns deyja, byiji maður
sjálfur að deyja. Það má til sanns
vegar færa að við fráfall Sturlu
Jóhannessonar lýkur einum kafla í
lífsbók okkar vina hans og ferðafé-
laga sem í 2 áratugi höfum notið
fylgdar hans og samvista á ferðum
okkar um óbyggðir landsins. Á þeim
ferðum var hann hinn reyndi, marg-
vísi og trausti leiðsögumaður og nú
er söknuður í huga við fráfall þessa
góða vinar.
Sturla var náttúmunnandi af
guðs náð. Hann var ekki bara nátt-
úmskoðari, heldur var hann hluti
hennar og nærðist af henni. Honum
var lífsnauðsyn að komast öðm
hveiju úr byggð, fjölmenninu, inn
á heiðar þar sem hann hafði ungur
ferðast um, í göngum og á veiðum,
með feðmm sínum og þar sem hann
þekkti hveiju þúfu og hvem stein.
Og þar sem jöklamir miklu em eins
og málaðir á himininn á aðra hönd
en víðáttan er endalaus á hina. Þar
var hans ríki. Eftir hveiju var sótzt
svo mjög upp á heiði? Svarið er
frelsi. Frelsi, þar sem tíminn er
ekki til, dagur og nótt renna saman
og brauðstritið víkur um stund.
Þama er kastað fyrir silung í vatni
eða lax í á. Náttúran öll er sviðið.
Það er glaðst yfir litlu og vináttan
ríkir ein og bindur menn sameigin-
legum minningum og tilhlökkun til
næstu ferðar.
En auðvitað gengur það ekki
endalaust. Fyrir tæpum 4 ámm
háði Sturla mikla baráttu við þann
sjúkdóm sem nú lagði hann. Hann
vann þá stundarsigur en eftir það
var hvert sumar öðm dýrmætara
fyrir okkur feðgana og líka hann,
vegna þess að við vissum allir að
það var farið að kvölda og hver
samvemstund gat orðið sú síðasta.
Samt kom fréttin um andlát hans
eins og reiðarslag. Kvöldið varð
óbærilegt af söknuði.
Og nú stöndum við yfir moldum
hans, þessa góða og trygga vinar
sem aldrei brást. En þótt hann sé
horfinn sjónum okkar lifir hann
ennþá og heldur áfram að verða
samferðamaður okkar í hjarta okk-
ar og huga, því að aldrei verður svo
hægt að fara á Heiðina eða upp
með ám, að minningamar fylgi
ekki og ylji manni um hjartarætur.
Söknuður eftir þennan góða dreng
er þegar allt kemur til alls gleði-
efni. Að hafa átt vináttu hans hefur
verið mér og fjölskyldu minni dýr-
mæt gjöf sem ber að þakka.
Guðjón Lárusson
Mig langar að kveðja elsku afa
minn, Sturlu Jóhannesson, með
nokkmm fátæklegum orðum og
þakka honum fyrir allar góðu
stundimar sem við áttum saman
og það hvað hann reyndist mér allt-
af vel. Ég hlakkaði alltaf svo mikið
til að fara í Borgaifyörðinn til afa
og ömmu. Þá kom afi niður á Akra-
nes, til að sækja mig og langafa í
Akraborgina. Svo fómm við saman
að sækja ömmu í vinnuna í Borgar-
nes, síðan var haldið heim að
Sturlu-Reykjum, þar sem við eydd-
um helginni öll saman.
Hjá okkur afa fór mikill tími í
að sinna hestunum og fara á bak
satnan, því afi hafði mikið yndi af
hestum og átti þá marga góða. Ég
á erfitt með að trúa því, að þegar
afi hringdi í mig á afmælisdaginn
minn þann 28. ágúst sl. til þess að
spjalla við mig, hafi verið í síðasta
skipti sem ég heyrði í honum. Ég
bið góðan guð að styrkja Ásu ömmu
í hennar miklu sorg, og öllum öðrum
ættingjum votta ég innilega samúð.
Elsku afa mínum þakka ég allar
ánægjustundimar sem við áttum
saman.
Asa Gróa
Mér varð ljós tilfinning sorgar
og söknuðar í fyrsta sinn er mér
barst tilkynning um andlát Sturlu
Jóhannessonar þann 2. október sl.
Mér varð ljósara nú en áður hve
mikil áhrif Sturla hefur haft á líf
mitt, skoðanir og tilfinningar. Hug-
urinn reikar aftur til þess tíma er
ég naut hans hvað mest, sem vinar
og læriföður. Ég var tíu ára að aldri
er ég leit þennan þrekvaxna og fríða
mann fyrst augum árið 1959, er
ég kom til sumardvalar á heimili
þeirra hjóna á Sturlu-Reykjum. Ég
minnist þess að þau fjögur sumur
er ég dvaldi hjá Sturlu var oft eril-
samt hjá honum, því jafnframt því
að sinna hefðbundnum bústörfum
gegndi hann embætti hreppstjóra
auk flölda annarra trúnaðarstarfa.
Af þessum sökum þurfti hann oft
að hverfa frá búi í lengri eða
skemmri tíma. Einnig var mikið til
hans sótt og því mikill gestagangur
á stundum. Tóku þau hjónin öllu
aðkomufólki jafn vel og af sömu
greiðvikni. Sturla var vel gefinn
maður og mikill mannvinur, enda
leituðu margir til hans um góð ráð.
Hann hafði sérlega gott verkvit og
var dverghagur á tré og jám. Þess-
ara kosta hans naut ég ávallt og
bý að enn. Sturla hafði sérlega
góða kímnigáfu og kunni ótal skop-
sögur og vísur. Nutum við oft
frásagnarsnilldar hans, ferðafélag-
amir, á kvöldin frammi á Amar-
vatnshæðum. Amarvatnsheiði var
í augum Sturlu paradís á jörðu og
sótti hann þangað tíðum á sumrin
í þá einstæðu náttúrufegurð og
kyrrð sem þar ríkir. Þeir em marg-
ir sem hafa notið leiðsagnar hans
um heiðina og er ég einn þeirra og
stend ég honum í þakkarskuld fyrir
að hafa kynnt mér þessa perlu
íslenskrar náttúru. Ég er Sturlu
ávallt þakklátur fyrir góða viðkynn-
ingu og þann hlýhug er hann sýndi
mér og mínum nánustu, þó sérstak-
lega fyrir ræktarsemi við son minn,
Sturlu.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
Sturlu, Ásgerði Gústafsdóttur,
mína einlægustu samúð svo og
bömum og nánum ættingjum.
Megi góður guð veita þeim styrk
er nú syrgja eiginmann, föður og
vin.
Jens Ágúst Jónsson
Að hiyggjast og gieðjast hér um fáa daga
að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.
Mér komu þessar ljóðlínur í hug
þegar ég frétti hið skyndilega and-
lát vinar míns Sturlu Jóhannessonar
frá Sturlu-Reykjum.
Það eru ekki nema örfáir dagar
síðan ég sat hjá honum glöðum og
hressum eins og hann var ævin-
lega. Ekki datt mér þá í hug, að
það yrðu okkar hinstu samfundir.
Erlendur Sturla Jóhannesson,
eins og hann hét fullu nafni, var
fæddur á Sturlu-Reykjum 3. apríl
1922, sonur hjónanna Jóhannesar
Erlendssonar og Jórunnar Krist-
leifsdóttur, sem þar bjuggu. Þar
átti Sturla heima alla tíð, enda
unni hann jörðinni sinni og Reyk-
holtsdalnum mikið. Kynni okkar
Sturlu hófust þegar við unnum við
byggingu Andakílsárvirkjunar árin
1945-1947.
Þar vann Sturla við gjaldkera-
störf og leysti þau vel af hendi,
eins og annað, sem hann tók að
sér. Ég tók fljótt eftir þessum unga
og glæsilega manni sökum glað-
værðar og hlýju í framkomu.
Okkar kunningsskapur hefur
haldist allar götur síðan og þó auk-
ist með árunum við nánari kynni.
Við erum búnir að starfa saman
í Rotaryklúbbi Borgamess í mörg
ár. Frá þeim samverustundum á ég
margar mjög góðar minningar.
Sturla var bráðskemmtilegur og
fróður um marga hluti og sagði
skemmtilega frá.
Sturla kvæntist 1955 glæsilegri
ágætiskonu, Ásu Þóru Gústafs-
dóttur frá Reykjavík. Þau eiga 3
böm, sem öll em uppkomin og far-
in að heiman. Svo nú er orðið
fámennt í stóra húsinu á Sturlu-
Reykjum, þegar húsbóndinn er
kallaður svo skyndilega á braut.
En svona er gangur lífsins.
Þau hjónin fóm í margar ferðir
til sólarlanda, sér til ánægju og
heilsubótar, og eina slíka ferð fómm
við hjónin með þeim. Þá fundum
við best hvað Sturla hafði mikið til
að miðla öðmm, bæði af fróðleik
og ljúfmennsku. En þau ferðalög,
sem Sturla hafði þó mest jmdi af,
vom hér nær okkur. Það var Amar-
vatnsheiðin. Þangað átti hann
margar ferðir. Fyrst sem unglingur
í fjárleitum og síðan í veiði- og
skoðunarferðum.
Sumarið 1985 vomm við hjónin
svo heppin að komast með honum
og Bimi bróður hans á Laugavöllum
ásamt fleira fólki í slíka ferð. Það
duldist engum hvað Sturla naut
þessara sólbjörtu daga, sem við
vomm á heiðinni. Hann þekkti
þama hvert ömefni og sagði okkur
svo ótalmargt skemmtilegt um
heiðina. Það var gaman að ganga
með honum um Réttarvatnstang-
ann og hlusta á hann segja frá
þeim tíma er Borgfírðingar og Hún-
vetningar smöluðu fé sínu þar
saman og drógu þar í sundur. Það
var næstum eins og maður lifði
sjálfur upp þessa daga. Kyrrðin og
friðurinn á heiðinni höfðu svo ein-
staklega góð áhrif á Sturlu.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum viljum við hjónin senda Ásu,
bömunum og öðmm vandamönnum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að veita þeim
huggun og styrk.
Jón Gíslason,
Skeljabrekku.
Frá því ég heyrði um andlát
Sturlu Jóhannessonar hefur hugur
minn reikað á fomar slóðir í Reyk-
holtsdalinn.
Ég minnist vorverka á bænum
Sturlureykjum — líklega á árinu
1955 eða þar um bil. Það sem ég
man best var að Sturla treysti mér
til þess að aka dráttarvél hring eft-
ir hring á túnum við áburðargjöf.
Mér strákpjakknum fannst þetta
óskaplega merkilegt, og l'eit mikið
upp til hreppstjórans — jafnvel þótt
hann stríddi mér dálítið stundum.
Það var svo á aðalfundi Ung-
mennafélags Reykdæla í ársbyijun
1961 að kjósa skyldi nýja stjóm
fyrir félagið. Ég og félagar mínir
vomm hæstánægðir með þáverandi
formann og bjuggumst við að end-
urkjósa hann. En þegar beðið var
um tillögur um formannsefni kom
það áreiðanlega öllum á óvart, sér-
staklega mér, að Sturla nefndi nafn
mitt. Svo fór að ég var þama tæp-
lega 18 ára gamall kosinn formaður
þessa virta félags.
Ég er þess fullviss að þessi kosn-
ing hafði umtalsverð áhrif á
lífshlaup mitt, og þar sem ég man
ekki til þess að hafa nokkm sinni
rætt þetta við Sturlu — hvað þá
þakkað honum fyrir — geri ég það
hér og nú.
Ásu og bömum þeirra hjóna
sendum við Þurý samúðarkveðjur,
svo og öllum öðmm sem nú sakna
góðs vinar og félaga.
Óli H. Þórðarson
t
Bróðir okkar,
KARL GUÐMUNDSSON
fré Ólafsvfk,
Holtsgötu 41, Reykjavfk,
lést í Landspítalanum 8. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Fanný Guðmundsdóttir,
Guðlaugur Guðmundsson.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR,
Safamýri 34,
lést í Landakotsspítala 9. október.
Magnús Krlstjánsson,
Svanfrfður Magnúsdóttir,
Kristján Magnússon,
BorgþórMagnússon.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ANDRÉS ALEXANDERSSON
verslunarmaður,
andaðist í Borgarspftalanum þann 6. október sl. Jarðarförin fer
fram fró Landakotskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.30.
Nanna Snæland,
Iðunn Andrésdóttir, Árni Jensson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og
jarðarfarar
BERGÞÓRU EINARSDÓTTUR,
Hofteigi 8.
Einnig þökkum við af alhug laeknum og starfsfólki Borgarspítalans
og Hvítabandsins fyrir umönnun mjög góða.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svanbjörg Hróbjartsdóttir,
Guðbjörg Hróbjartsdóttir.
t
Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns,
ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR
frá Hólum.
Aðalheiður Jónsdóttir.