Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 52

Morgunblaðið - 10.10.1986, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Ferðamál áíslandi eftirEinarÞ. Guðjohnsen Nú hafa þau gleðilegu tíðindi bor- ist, að eftir margra ára algera stöðnun, sem raunar þýðir afturför, og nokkuð jákvæða þróun undanfar- in ár, hefir komið nokkur flörkippur. Tala erlendra ferðamanna til íslands á þessu ári er þegar komin yfir 100 þúsund, sem aldrei hefir gerst áður, og enn eru eftir 3 mánuðir af árinu. Meira að segja hafa enn ekki heyrst úrtöluraddir fiammámanna ferða- málanna. Það hefir verið árviss viðburður í upphafí hvers árs, að opinberir forkólfar ferðamálanna hafa í viðtölum við blöð og útvarp nærri því kvartað yfir of mikilli §ölg- un ferðamanna frá árinu á undan. Best sé að fara sér hægt og hafa aukninguna ekki meiri en 3—4% milli ára. Ósldfjanlegt. Meira að segja ferðamálaráðherr- ann hefir skrifað heila opnu í Morgunblaðinu um þennan mála- flokk sinn. Reyndar gætí greinin hafa verið skrifuð af Þjóðhagsstofn- un, og er góð sem slfk, en allt vantar um steftiu og æskilega framvindu mála. Þess vegna gerði ég mér er- indi á fúnd ráðherrans til að heyra hvort annað og meira lægi að baki en skrifað var. Ég var með það í huga að skrifa þessa grein og kannski aðrar fleiri, og vil ógjama hafa nokk- um fyrir rangri sök eða væna um áhugaleysi. Það verður að segjast eins og það er, að ég kom að tómum „í mínum huga er engin spurning hvað við eigum að gera, en ráðamenn þjóðarinnar virðast steinsofandi og fávísir í þessum efnum.“ kofunum hjá ráðherranum og engar nýjar hugmyndir voru til, a.m.k. fékk ég ekki að heyra þær. Ráðherrann var harla ánægður með sinn þátt, sérstaklega vegamál. Engin atvinnugrein hefir þróast jafnhratt á undanfömum árum í heiminum, og fáar atvinnugreinar skila jafnmiklum arði með jafnlítilli flárfestingu. Það er því ekki að undra, að næstum allar þjóðir heims (nema íslendingar) gera áætlanir um hvemig auka megi þennan straum ferðamanna og þar með tekjumar. Það er engin ný staðreynd, að ferða- mannaþjónusta er orðin mikilvægari telq'ulind en olíuvinnsla og verzlun í heiminum. Ef við viljum vera með í þessari keppni um ferðamenn verðum við að söðla um og taka upp nýja og breytta stefiiu. í mínum huga er engin spuming hvað við eigum að gera, en ráðamenn þjóðarinnar virð- ast steinsofandi og fávísir í þessum efnum, láta reka á reiðanum og láta sér nægja að hirða þá fiska, sem sjálfkrafa brta á færið hjá okkur. Sumir stjómmálamenn eru jafnvel á móti ferðamönnum og vilja að við sitjum einir að landinu. Ef við hefðum efni á slíku mætti kannski ræða það frekar, og þá mætti einnig hugieiða, hvort við ættum ekki jafnframt að láta önnur lönd í friði. Slíkt er útilok- að, það hljóta allir að sjá. í stað þess að gagmýna frekar núverandi ástand og áhugaleysi, vil ég nú setja hér fram nokkrar hug- myndir mínar um hvert beri að stefna og hvað gera þarf. 1. Við setjum okkur það markmið að tífalda ferðamannafjöldann á næstu 10 árum eða að fá hingað milljón manns á ári um aldamót. Til þess að það megi takast þarf margt að breytast í yfirstjóm ferðamála. 2. Það þarf að gerbreyta lögum um ferðamál, sem eru nánast rugl eins og þau eru f dag. Það kemur m.a. fram í ýmsu hér á eftir hveiju breyta þarf. Lögin eiga að vera einföld, stutt og augljós. 3. Ferðamálaráðuneytið (samgöngu- ráðuneytið) og með því Ferða- málaráð á ekki að „stjóma" neinum ferðamálum, aðeins að vera hvetjandi aðili í baksviðinu og hugsanlega að ekkert fari úr- skeiðis. 4. Ferðamálaráð í núverandi mynd verði lagt niður. í stað þess komi nýtt Ferðamálaráð, sem kosið er af ferðamálaráðstefnum til 4 ára í senn, en þessar ráðstefnur verði haldnar árlega víðsvegar um landið. Þeir, sem nú skipa fulltrúa í Ferðamálaráð samkvæmt lögun- um, em ekkert betur til þess fallnir né eiga að vera rétthærri en margir aðrir, sem að ferðamál- um vinna. Hvort ráðstefnumar eigi að vera öllum opnar, eða að til þeirra þurfi að skrá sig, getur verið álitamál. Embætti ferða- málastjóra í dag er lítilsvirði, þar er aðeins um málpípu og ffarn- kvæmdasyóra Ferðamálaráðs að ræða en ekki frumkvöðul. 5. Kynning landsins útávið er nú í höndum Ferðamálaráðs. Þessi kynning þarf að sameinast ann- arri kynningu landsins svo sem vegna útflutnings sjávarafurða o.s.frv., enda er þar allt sama eðlis. Að öðra leyti kynna seljend- ur vara og þjónustu sig sjálfir, einir sér eða í samfloti með öðram og þá á eigin kostnað. S. Til þess að stunda þjónustu við ferðamenn á að vea hægt að kaupa leyfi hliðstætt smásöluleyf- um, heildsöluleyfum osfrv., en að sjálfsögðu verður að gera ein- hveijar lágmarkskröfur við veit- ingu slíkra leyfa. Allir, sem einhveija tegund ferðaþjónustu stunda, eiga að þurfa slíkt leyfi og án undantekninga. Nú er það svo að ef einhver, sem stunda vill einhveija tegund þessarrar þjónustu, þarf að fá ferðaskrif- stofuleyfi tíl allsheijarþjónustu við ferðamenn, enda þótt ætlunin sé aðeins að stunda eina tegund þjónustu. Þetta hefir komið í ljós víða um land eftir að ferðamálafé- lög hafa verið stoftiuð eða endurvakin. Það kom úr hörðustu átt fyrr á þessu ári að ferðamála- ráðherrann hækkaði fasteigna- veðstryggingu ferðaskrifstofa úr 1,7 millj. í 2,6 milljónir á sama tíma og hann bannaði öllum að hækka sína þjónustu. Þessi trygg- ing er alls óþörf og á að hverfa. Hópa í ferðum erlendis má tryggja með almennri ferðarofstryggingu hjá einhveiju tryggingafélagi og þegar einhveijir tveir aðilar ræða um lánsviðskipti er það þeirra mál innbyrðis hvemig þeim viðskiptum er háttað, það kemur samgöngu- ráðuneytí og Ferðamálaráði ekkert við. 7. Ferðaskrifstofa ríksins verði lögð niður, ekki seld, hún var byggð upp á röngum forsendum. í einka- rekstri þurfa menn sjálfir að bera ábyrgð á þeirri áhættu, sem tekin er, en Ferðaskrifstofa ríkisins get- ur tekið hvaða áhættu sem er og ríkið (við) borgar skaðann ef illa fer. Þessari upptalningu læt ég lokið að sinni en fleira má telja og sumt þarf nánari skýringa við. Það er augljóst að til þess að lifa því menningarlífi, sem við höfum tamið okkur eða viljum öðlast, þurf- um við tekjur og það miklar tekjur. Til þess að fá þessar tekjur þurfiim við að selja eitthvað sem við höfúm. Ef við höfúm ekki nægar vörur (td. fisk) eða fáum ekki það verð, sem við þurfum og óskum eftir, þá snúum við okkur að ýmsum þjónustugrein- um. Eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar er ferðaþjónusta orðin einn mikilvægasti atvinnuvegur í heiminum í dag, og einmitt á þeim vettvangi höfúm við nærri ótakmark- aða möguleika. Okkar land er ekkert viðkvæmara en önnur lönd og það er okkar að skipuleggja málin þannig að vel fari. Það er ekki þörf á neins- konar ítölu. Stóraukinn ferðamanna- straumur hingað lendir að litlu leytí inni á hálendinu, miklu fremur í borg- um og bæjum kringum hótel og veitingastaði. Náttúravemdarráð mun öragg- lega rísa gegn tillögum sem þessum, en það ráð á að leggjast niður í núver- andi mynd. Náttúravemd og ferða- mál eiga samleið og eiga að sameinast. Fijáls náttúravemdar- samtök starfi hinsvegar áfram og þau eiga og geta staðið vörð um gersemar landsins. Þessi samtök eiga að vera jákvæð og starfa með, en ekki fyrirfram að vera á mótí öllum nýjungum svo sem oft hefir verið. Náttúravemd án mannsins inni í myndinni er misskilningur. Það ættí að vera augljóst hvilík geysileg upplyfting stóraukinn ferða- mannastraumur getur orðið öllu atvinnulífi í landinu. Ég vitna þó í orð Finns Kristjánssonar, kaupfé- lagsstjóra á Húsavík, sem hann mælti á ferðamálaráðstefnu í Mý- vatnssveit fyrir alllöngu, að ferða- mannaverslunin á sumrin væri orðin miklu mikilvægari en jólaverslunin hjá hans fyrirtæki. Trúlega hafa margir aðrir orðið varir við það sama og gætu orðið enn betur varir við það. Nú er verið að ræða um að setja stórfé í að skera niður framleiðslu bænda á ýmsu sviði. Hvemig væri að setja heldur sama fé eða meira í aukna ferðamannaþjónustu? Þá þarf ekkert að skera niður, þvert á móti að auka framleiðsluna. Fleiri munnar borða meiri mat. Spumingin er. Hvað við viljum setja markmiðið hátt og hvemig náum við því? Höfundur hefur starfað að ferða- máhuu í 40 ir. pármögnunarfélagið Lýsing hf. óskar að ráða ramkvæmdastjóra E jármögnunarfélagið Lýsing hf. óskar að ráða FRAMKVÆMDASTJÓRA. Starfið krefst víðtækrar viðskipta- fræðimenntunar og starfsreynslu. Við leitum að einstaklingi, sem tilbúinn er að taka að sér krefjandi starf í nýju fyrirtæki með öfluga bakhjarla. L, ysing hf. er alíslenskt hlutafélag í eigu Búnaðarbanka Islands, Landsbanka íslands, Brunabóta- félags íslands, Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Líftrygg- ingarfélags Sjóvá hf. Félagið mun m.a. annast fjármögnunar- leigu og er ætlað að tryggja að forysta hérlendis á þessu sviði verði í íslenskum höndum. í stjórn Lýsingar hf. eru: Helgi Bergs, Jón Adolf Guðjónsson, Ingi R. Helgason, Einar Sveinsson, Sólon Sigurðsson og Brynjólfur Helgason. U. 'msóknum um starf framkvæmdastjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun skal senda stjórn félagsins í pósthólf 57, 121 Reykjavík fyrir 24. október n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.