Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 62

Morgunblaðið - 10.10.1986, Page 62
62_______________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986_ Þetta er algjör himna- sending fyrir kylfinga - segir Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR um golfherminn „ÞETTA er algjör himnasending fyrir kylfinga," var það fyrsta sem Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur sagði við blaðamann Morgunblaðsins er hann mætti á æfingu hjá sveit GR sem nú æfir fyrir Evrópumeistaramót fólagsliða í golfi, ALO- HA-keppnina, en æfingarnar fara fram í öskjuhlíð. Það sem Björgúlfur átti við var hln stórsniðuga vál sem kölluð hefur verið golfhermir á íslensku. Vál þessi er í Öskjuhlfð, þar sem menn hafa leikið keilu til þessa og er greinilegt að kylfingar eru að átta sig á því hversu gott tækifæri þessi vál er fyrir þá að æfa á veturna þegar erfitt er að leika golf úti. ÞaA er ef til vill dálftið erfitt að týsa þessu tœki á prenti en það skal þó reynt. Menn Morgunblaöið/Einar Faiur e ALOHA-sveit GR við golfherminn f Öskjuhlfðinni. Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson, Sigurður Pát- ursson, Einar Long og Björgúlfur Lúðvfksson. Ef myndinn prentast vel má sjá myndina í baksýn. mæta þama maé gofpokann alnn, en eru vineamlegast beðnir að skilja gotfskóna eftir heima. Þegar menn eru tilbúnir á fyrsta teig er stimplað inn á lyklaborð válarinnar á hvaða teig menn vilja leika, hvftum, rauðum eða gulum, og sfðan hversu fjölda keppenda og nðfn þeirra. Mest geta fjórir leikið í einu. Mætt á teiginn Þegar menn hafa lokið forms- atriðunum er fyrsti maður kallaður á teig og um leið kemur yfirlits- mynd af fyrstu brautinni á tjald sem er um það bil 15 fermetrar. Því næst er ýtt á takka og þá kem- ur upp mynd af brautinni framund- an og mönnum ekkert að vanbúnaöi aö hefja leikinn. Ljósgeyslar skynja hvort menn húkka boltann eða „slæsa" og einnig hversu langt höggið er og auk þess gefur hún upp hversu langt, til hægri eða vinstri, boltinn nendir miðað við beina línu frá upp- hafspunkti og að holu. Þessar upplýsingar byrtast á skjá tölvunn- ar um leið og búið er að slá. Rétt er að taka fram hér að menn slá með sínum kylfum og venjulega bolta sem þeir koma meö sjálfir. Slegið er í segldúk einn mikinn sem er í um 7 metra frjar- lægð frá upphafshögginu en á þessum dúk byrtist myndin einnig. Hugsaðfyrir öllu Eftir höggið gefur tölvan manni upp hvort menn séu á braut, í vatni, utan brautar eða í þyrrkni og síöan þegar allir hafa slegið fyrsta höggið er röðin komin að þeim sem lengst á eftir að hol- unni, rétt eins og á golfvelli sé. Auðvitað birtist mynd frá kúlunni og fram á við í átt að holunni. Reynt var að koma tölvunni á óvart með þvi að slá eitthvert út í bu- skann en alltaf var til mynd, sama hvar menn lenntu. Einn lennti til dæmis upp í garði við klúbbhúsiö í einu högginu sínu og auðvitað kom mynd þaðan um leið og hon- um var tjáð að hann hefði lennt utan brautar og yrði að slá aftur! Þegar allir eru komnir inn á flöt hverfur myndin og fariö er á flötina sjálfa sem er þarna og er hún öll út í bókstöfum og segir tölvan hverjum og einum hvar viðkom- andi eigi að stilla kúlunni sinni upp og pútta. Púttinn verður að telja og leggja þau viö hin högginn, sem tölvan telur sjálf, og þá fæst skor- ið á holunni. Ekki er ólíklegt að einhverjum finnist þetta furðuleg lýsing en eins og sagt var áður þá er erfitt að lýsa þessu þannig að vel sé og besta lausnin er að renna við í Öskjuhlíð og skoða þetta en þar er opið frá klukkan 14-23 á mánu- dagögum til fimmtudaga en föstudaga til sunnudaga er opið frá klukkan 9 á morgnana. Eins og er eru til þrír vellir sem hægt er að velja úr. Skipt er um velli reglulega þannig að frá 1. hvers mánaðar til þess 10. leika menn á Club de Bonmont í Sviss, Spy Glass í Kaliforníu er ó dagskrá frá 11. til 21. og frá 2Í. og út mánuðinn er leikiö á Pebble Beach í Kaliforníu. Já, þaö eru ekki dóna- legir vellir sem íslendingar geta leikið á þegar illa viðrar, og hug- myndin er að fá fleiri velli innan tíðar þannig að þá verður enn meira úrval Dýrt tæki Jón Hjaltason, eigandi Öskju- hliöar, sagði í samtali við Morgun- blaöið að tæki þetta kæmi upprunalega frá Bandaríkjunum en hann keypti það frá Sviss en þar eru aöilar með umboð fyrir Evr- ópu. Hann sagði að þetta væri dýrt tæki og sérstaklega þegar haft væri í huga að þetta tæki tal- svert pláss. „Ég reikna með að þetta tæki nýtist í um það bil 7 eða 8 mánuði á ári. Frá því við opnuðum fyrir um þremur vikum hefur verið mikið að gera og það á örugglega eftir að verða meira því þeir sem hafa ve- rið hér eru geysilega ánægðir með hvernig þetta virkar og virðist sem flestir hafi búist við einhverju allt öðru og ófullkomnara tæki. Það á eftir að þróa ýmislegt í þessu og þá helst hindranirnar, sandglompu og þyrrkni, þannig að það verði erfiðara að komast úr slíkum vandræðum. Enn sem kom- ið er þá er thtölulega auðveltt að komast úr þessum hindrunum og þegar því hefur verið breytt þá verður þetta ennþá raunveru- legra,“sagði Jón. Þess má geta að menn þurfa að greiða 900 krónur fyrir að leika í eina klukkustund fram til klukkan 16 virka daga, 1,050 krónur á kvöldin en um helgar kostar klukkustundin 1,200 krónur. Hægt er að fá sér fasta tíma og þá kost- ar klukkustundin heldur minna og einnig fær skólafólk afslátt fram til klukkan 18 á virkum dögum. Það var greinilegt að ALOHA- sveit GR naut þess að geta leikið golf fram eftir á kvöldin þó svo úti væri dimmt og kalt. Strákarnir léku á Club de Bonmont þegar blaöa- maður fylgdist með þeim og á þessari æfingu lék Hannes Ey- vindsson best, lék á 70 höggum sem er einu undir pari vallarins. Ragnar Ólafsson setti glæsilegt met er hann átti 290 metra upp- hafshögg á 17 brautinni en áður hafði Hannes átt 279 metra teig- högg á 10. braut en þá fór kúlann hjá Ragnari 277 metra. Miðað við þann tíma sem það tók strákana að leika 18 holurnar þá er ekki úr vegi að áætia að þrír kylfingar, sem eru orðnir vanir tækinu, leiki 18 holurnar á um tveimur klukkustundum. „Þetta á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir golfíþróttina er fram líða stundir því nú geta menn æft sig allan veturinn og þá mun árangurinn ekki láta á sér standa ,“ sagði Björgúlfur Lúð- víksson frarrkvæmdastjóri GR. „Jón hefur verið svo elskulegur að leyfa okkur að leika hér án endur- gjalds og strákarnir kunna svo sannarlega að meta þennan mikla stuðning við sveitina og ég er sannfærður um að þessar æfingar hér skila sér í betri árangri í mót- inu sem framundan er.“ Að iokum má geta þess að menn þurfa ekki endilega að leika völlinn því það er einnig hægt að stilla tækið þannig að menn æfi aðeins teigskotin og þá fá þeir allt- af uppgefiö hversu langt kúlan fer og hvort hún var húkkuð og fleira sem máli skiptir. Síðan kemur myndin af teignum aftur og menn slá þar til þeir hafa fundið hið eina rétta högg þannig að þeir hitti allt- af á réttan staö. • Björgúlfur Við stjómstöölna. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.