Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURIIMN í REYKJAVÍK Gyðingar biðjast fyrir við Melaskóla í dag: Mótmæli á sunnudag hvort sem leyfi fæst eða ekki? Mikhail Shirman ávarpar blaðamenn. Morgunblaðið/Einar Falur HÓPUR um þrjátiu gyðinga, sem hingað eru komnir víðs vegar að, hefur fengið leyfi til að biðjast fyrir bræðrum sínum í Sovétríkj- unum við Melaskóla eftir hádegi í dag. Gyðingarnir hyggjast hafa vitnaleiðslur á opinberum vett- vangi á sunnudag. Þeir hafa enn ekki sótt um leyfi til þess, en svo gæti farið að þeir fari sínu fram hvort sem leyfi fæst eða ekki. Benjamin Lehman, rabbíi gyð- inganna, sagði í viðtali við Morgun- blaðið að gyðingamir hefðu viljað halda bænastund nær fundarstað leiðtoganna og lagt til svæð'ið fyrir framan lögreglustöðina við Hlemm, en íslensk yfírvöld hefðu ekki getað sætt sig við þann stað. Lehman, sem af trúarlegum ástæðum gat ekki talað í síma og þurfti því milli- göngumann til að ræða við blaða- mann, sagði að reynt yrði að telja yfirvöld á að leyfa annann bæna- stað áður en athöfnin hæfist kiukkan hálf þtjú. Að hans sögn hefur orðið vart við áhuga á baráttumáli gyðing- anna og má vænta þess að ein- hvetjir íslendingar taki þátt í athöfninni. Að sögn Lehmans er það sautján hundruð ára gamall siður í gyðing- dómi að biðjast fyrir á götum úti á erfíðum tímum: „Nú eru erfíðir tímar. Við þurfum að biðja fyrir bræðrum okkar í Sovétríkjunum.“ Josef Mendelevich, formaður ísraelsku samtakanna „Menningar- og menntunarmiðstöð um gyðinga í Sovétríkjunum," sagði á blaða- mannafundi í gær hann vildi efna til annarra athafnar á sunnudag. Þar myndi fólk, sem nú er statt hér á landi og á ættingja í Sovétríkjun- um, tala máli sínu. Mendelevich kvaðst í gær ekki enn hafa sótt um leyfi til að halda þessa samkomu. „Ég veit ekki hvað við gerum ef ekki fæst leyfí hjá íslenskum yfir- völdum. Ég vil ekkert segja um það hvort við erum reiðubúin til að brjóta lög. Það veltur á því hvaða stefnu málin taka í dag og á morg- un, “ sagði Mendelevich, sem trúir aðeins á eitt yfírvald: himnaföður- inn. Mendelevich er þekktur fyrir þrautseigju sína. Hann var settur í fangelsi í Sovétríkjunum 1970 fyrir að leggja á ráðin um flótta. Hann ætlaði ásamt hópi fólks að ræna flugvél. í fangelsinu fór hann að kenna meðbræðrum sínum hebr- esku og var að gera fangaverði og yfírmenn gráhærða. Kennslan fór fram í kömrum fangabúðanna, sem stóðu í langri röð hver við hliðina á öðrum. Fangamir fóru þar inn allir samtímis og lyftu upp lokunum á bekk, sem lá gegnum öll náð- húsinu. Kennslan fór þannig fram að fangamir töluðu saman gegnum götin á bekknum. í Sovétríkjunum telst það til andsovésks áróðurs að kenna hebresku og varðar við lög. Hafa menn verið settir í þrælkunar- búðir fyrir þá iðju. Shirman er með hvítblæði og þarf að fara í beinmergsaðgerð inn- an mánaðar eigi hann að eiga lífs auðið. Systir Shirmans, Inessa Fle- urin, býr ásamt manni sínum og tveimur bömum í Sovétríkjunum. Inessa hefur fengið leyfí til að fara frá Sovétríkjunum, en hún fær ekki að snúa aftur til fjölskyldu sinnar. Maður Inessu, Viktor, fær ekki að fara vegna þess að faðir hans leyf- ir það ekki. Sovétmenn hafa lýst yfír því að Inessa fái að fara og kom fram á blaðamannafundi þeirra í gær að ekkert væri brottfor hennar til fyrir- stöðu. „Sovétmenn hafa vísvitandi gefíð rangar og villandi upplýsingar," sagði Shirman á fundinum. „Þegar systir mín og fjölskylda hennar sótti um brottfararleyfí bjuggn þeir til reglu um að faðir mágs míns þyrfti að samþykkja að Viktor færi brott. Viktor hefur ekki hitt föður sinn í 32 ár eða síðan hann var þriggja ára. Faðirinn er hræddur við of- sókni af hálfu Sovétmanna ef hann samþykkir að sonurinn fari úr la_ndi,“ sagði Shirman og bætti við: „Ég vil ekki verða valdur að því að leysa upp fjölskyldu systur minnar." Shirman fékk að fara frá Sov- étríkjunum fyrir sex ámm og var það fyrir stuðning frá lækninum Robert Gayle. Hann er sérfræðing- ur í beinmergsaðgerðum og fór til Sovétríkjanna eftir kjamorkuslysið í Chemobyl til að huga að fóm- arlömbum geislavirks úrfellis. „Hvers vegna kem ég hingað til lands? Mig langar til að hitta mann- inn, sem er að myrða mig. Ég kem ekki hingað vegna afstrakt hug- sjónar: Eg er að beijast fyrir lífí rnínu," sagði Shirman, sem læknar leyfðu á síðustu stundu að fara hingað til lands frá Israel. Hann hefur misst allt hár af höfði sér vegna lyfjameðferðar. Þessi lyf hafa dregið úr sjúkdómnum, en nauðsynlegt er að hann gangist nú þegar undir aðgerð. Shirman kvaðst ekki hafa getað komið á fundi með sovéskum sendi- nefndarmönnum: „Enda efast ég um að mér yrði veitt áheym.“ Morgunblaðið/Bjarai Henriette Orlovsky viU að Sovétmenn gefi Maríu og Vladimir Slepak leyfi tíl að fara frá Sovétríkjunum. Morgunblaðið/ab Ættingjar Maríu og Vladimirs Slepak og Izoldu og Vladimirs Tufeld vöktu athygli á hjónunum með því að sýna myndir af þeim á fréttamannafundi með Sovétmönnum á Hótel Sögu i gær. Henriette Orlovsky: „Mannréttindamál eru hluti af viðræðum leiðtoganna“ FRÉTTAMANNAFUNDUR Sov- étmanna um innanríkismál Sovétríkjanna var langt kominn á Hótel Sögu í gærmorgun þegar Henriette Orlovsky lyfti upp mynd af hjónunum Vladimir og Maríu Slepak tíl að minna á ósk þeirra um að yfirgefa Sovétríkin. Athygli ljósmyndara og sjón- varpsmanna beindist strax að henni og fréttamannafundurinn leystist upp skömmu síðar. Orlovsky er systir Maríu Slepak. Hún býr i Israel, en þau hjónin hafa ekki fengið brottflutnings- leyfi frá Sovétríkjunum. Aðstoðarkona Orlovsky, Joyce Simson, var spurð hvort henni þætti rétt að trufla fréttamannafundi til að vekja athygli á neyð Slepak hjón- anna. Hún kvað já við og sagði að mannréttindamál væru meðal mál- efna sem leiðtogamir tveir myndu ræða á fundinum hér í Reykjavík. „Mannréttindamál eru mikilvægur hluti af viðræðum leiðtoganna og því er rétt að spyija spuminga um einstaklinga og vekja athygli á þeim á fundum með Sovétmönnum." Vladimir Slepak er sonur rótgró- ins kommúnista og er skírður í höfuðið á Lenin sjálfum. Hann er verkfræðingur að mennt og starfaði við sjónvarpsrannsóknir í 17 ár. Hann skrifaði undir þagnareið á þeim árum og virðist hafa unnið • störf á sviði hermála. Hann kann- ast ekki við það sjálfur. María Slepak er geislafræðingur. Þau hjónin em gyðingar og sóttu um brottflutningsleyfí árið 1970 fyrir sig, syni sína tvo og móður Vladimirs. Þeim var synjað um leyfi en sjmimir og amma þeirra hafa fengið að flytjast til Israel. Slepak hjónin hafa verið atvinnulaus síðan á fyrri hluta áttunda áratugsins. Vladimir er áberandi í baráttusam- tökum gyðinga og var sendur í útlegð til Sfberíu í 5 ár árið 1977. Mikill þtýstingur er nú á Sovét- menn að veita honum brottflutn- ingsleyfi. Mágkona hans minnir á þau hjónin hvenær sem tækifæri gefst og ætlar ekki að gefast upp fyrr en hún fær systur sína og mág til Israel. Sovétmenn sögðu á fundinum á Sögu að vandamál aðskilinna fjöl- skyldna mætti f sumum atvikum leysa á þann veg að ættingjar þeirra, sem ekki fá leyfí til að fara frá Sovétríkjunum, flytji aftur til Sovétríkjanna. Baráttumenn fyrir brottflutningi gyðinga hlæjá að þeirri hugmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.