Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 63 Okkur vantar mann til að nýta færin - sagði Atli Eðvaldsson eftir tap Uerdingen í gærkvöldi Frá Sigurði Bjömssyni fróttarttara Morgunbiaðsins „ÞAÐ var leiSinlegt að tapa þess- um leik, því við fengum ágœt tœkifœri til að gera út um hann f fyrri hálfleik. En það er sama sagan - við nýtum ekki færin. Lárus Guðmundsson byrjar að æfa með okkur nú í vikunni og það verður gott að fá hann í lið- ið. Hann ætti að verða kominn í æfingu eftir svona þrjár vikur“, sagði Atli Eðvaldsson eftir að lið hans hafði tapað 1:0 á útivelli hér f Kaiserslautern. Leikur Uerdingen og Kaisers- í Kaisorslautom f V-Þýskalandi: lautern var þokkalega leikin frammi fyrir 30 þúsund áhorfend- um. í fyrri hálfleik sótti Uerdingen öllu meira og voru, eins og At|L lítiv" sagði, klaufar að ná ekki forystc: í síðari hálfleik náði ungur ieikmað- ur Kaiserslautern, Sergio Allievi, sem er af ítölsku bergi brotinn, að einleika í gegnum vörn Uerdingen og skora fallegt mark, og það varð eina mark leiksins. Kaiserslautern var síðan nær því að bæta við mörkum en Uerdingen að jafna. Stuttgart tapaði fyrir Hamburger Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara FELIX Magath, sem nú hefur ve- rið framkvæmdastjóri Hamburg- er f 100 daga virðist vera spámaður. Hann sagði í blaðavið- tali í gær að lið hans myndi vinna Stuttgart 2:0 f leiknum um kvöld- ið - og hann hafði rétt fyrir sér. Hann sagði einnig að hann væri að byggja upp nýtt stórlið hjá Hamburger og að innan fárra ára yrði liðið það besta í Þýskalandi og topplið í Evrópu. Hvort það er rétt spá verður að koma í ijós sfðar. Þrjátíu og fimm þúsund áhorf- endur sáu leikinn í Hamborg, og Morgunbladsins í V-Þýskalandi. það var aðeins á fyrstu 20 mínút- unum sem Stuttgart hélt í við heimamenn. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið væri sterkara og Van Heesen og Smöller gerðu út um leikinn á þremur mínútum undir lok fyrri hálfleiks. Stuttgart átti aldrei möguleika í síðari hálf- leik. Hvorki útvarp né sjónvarp hér í Þýskalandi gátu um frammistöðu Ásgeirs Sigurvinssonar. I þriðja leiknum í Bundesligunni í gærkvöldi vann Werder Bremen Mannheim með fjórum mörkum gegn tveimur. • Valur Inglmundarson lalddi lið sltt til sigurs f lelknum í Njarðvlk f gærkvöldi. Körfuknattleikur: Öruggur sigur UMFN á máttlitlum Haukum NJARÐVÍKINGAR áttu ekkl f nein- um vandræðum með að slgra erkifjandann, Hauka, í úrvals- deildinni f körfuknattleik f Njarðvfkunum f gærkvöldi. Fimmtán stig skildu f lokin, 73:58, eftir að UMFN hafði haft nfu stig yfir f hálfleik, 41:30. „Njarðvíkingar eru langbesta liðið í úrvalsdeildinni um þessar mundir - á því er ekki nokkur vafi“, sagði Jón Sigurðsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Þeir ráða yfir meiri hraða en önnur lið og í þess- um leik voru þeir geysilega ákveðnir. En við eigum eftir að ná þeim síðar í vetur, í annarri og þriöju umferð munum við veita þeim meiri mótspyrnu. Núna kom- umst við aldrei almennilega í gang", sagði Jón. Valur Ingimundarson, sem þjálf- ar og leikur með Njarðvík, taldi leikinn í gærkvöldi fremur slakan. „Þetta var leikur mistakanna. Hittnin var afleit og einhver óheppnisbragur á öllu. Þess vegna voru svona fáar körfur gerðar í leiknum - það var ekki varnarleikur- inn sem var svona góður“, sagði Valur. Njarðvíkingar náðu forystu strax í upphafi leiksins og héldu henni allan leikinn. Haukarnir voru óör- uggir og hikandi og virtist skorta sjálfstraust. Stóru mennirnir undir körfunni voru t.d. mjög ragir við að skjóta og kusu oftast að senda boltann aftur út á bakverðina, eink- um Pálmar, sem þeir treystu greinilega mjög á. Einnig var það áberandi hve Haukunum gekk illa í hraðupphlaupum - þeir gáfust mjög oft upp á miðri leið, sneru til baka og fóru að spila fyrir fram- an vörn UMFN. Eitthvað virtist Jón hafa sagt við leikmenn sína í hálfleik, því þeir komu mun frískari til leiks eftir hvíldina og náðu að minnka mun- inn í 6 stig, 42:48, en þegar Njarðvíkingar áttuðu sig á því hvað var að gerast settu þeir aftur und- ir sig höfuðið og kafsigldu Hauk- ana á síðustu mínútunum. Lokatölur 73:58. Njarðvíkingarnir voru jafnir að getu í leiknum, sem var hraður og harð- ur og erkki óskemmtilegur á að horfa, þó ekki hafi verið leikinn neinn snilldarkörfubolti. Helgi Rafnsson, ísakTómassson, Hreið- ar Hreiðarsson og Jóhannes Kristbjörnsson voru mest áber- andi, en Valur Ingimundarson var daufur. Hjá Haukum voru Pálmar og Ólafur Rafnsson einna skástir. Stlg UMFN:Helgi Rafnsson 17, Jó- hannes Kristbjörnsson 10, Kristinn Ein- arsson 5, Hreiðar Hreiðarsson 14, Isak Tómasson 14, Teitur Örlygsson 3, Valur Ingimundarson 10. Stlg Hauka:Pálmar Sigurðsson 21, Ól- afur Rafnsson 19, Henning Henningsson 6, Ingimar Jónsson 6, Ivar Ásgrímsson 5. Evbór Ármannsson 1 _ BB/- GA Evrópukeppnin í knattspyrnu: Frakkar og Sovét- menn leika í dag MÓTHERJAR Islendinga i Evr- ópukeppninni í knattspyrnu, Frakkar og Sovétmenn, eigast við í París í kvöld. Þessi tvö lið eru af flestum talin sigurstrang- legust í riðlinum, og hafa bæði eitt stig eftir einn lelk - bæði gerðu jafntefli í Reykjavík eins og kunnugt er. Bæði liðin verða skipuð svipað E)ví sem var hér í leikjunum gegn slandi, en á liði Frakka verður þó ein stórbreyting því Michel Platini kemur inn í það á ný, eft- ir að hafa misst úr nokkra leiki vegna meiðsla. Á tímabili var^,. talið að hann myndi ekki leika ■ fleiri leiki fyrir Frakkland, en landsliðsþjálfarinn Henri Michel fékk hann til að halda áfram, eft- ir jafnteflið gegn íslandi. Michel hefur sagt að án Platini sé franska liðið hvorki fugl né fiskur. Þessar þjóðir léku saman í riðli á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó og lauk viðreign þeirra þar með 1:1 jafntefli. Dregið um áritaða , boltann FYRIR skömmu var dregið úr þeim nöfnum sem bárust til Sam- vinnuferða-Landsýn fré þeim sem ekki komust á leik Vals og Juventus f Evrópukeppninni. Ferðaskrifstofan fékk leikmenn Juventus til að árita knött og var krökkum, sem ekki komust á leik- inn, gefinn kostur á að senda nafn sitt til Samvinnuferða og freysta þess þar með að fá knötða- inn góða. Tæplega 1000 nöfn bárust en hinn heppni varð Daní- el Rúnarsson úr Reykjavfk. Myndin er tekinn þegar dregið var og það er greinilegt að þama er farið eftir kúnstarinnar reglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.