Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURINN I REYKJAVIKl Fulltrúi Bandaríkjastiómar: Ekkí samningafundur held- ur vettvangur skoðanaskipta TILGANGUR Reykjavíkurfundar þeirra Ronalds Reagan og Mik- hails Gorbachev er ekki sá að semja um einstök afvopnunarmál heldur meta stöðuna i samningaviðræðum og kanna, hvort nauðsyn- legt sé að gefa samningamönnum ný fyrirmæli, sem gætu flýtt fyrir niðurstöðu hjá þeim. Þessi afstaða Bandaríkjastjórnar var ítrekuð af Rozanne Ridgway, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með blaðamönnum í Hagaskóla síðdegis í gær. Rozanne Ridgway minnti á, að aðdragandi leiðtogafundarins hefði verið óvenjulegur og menn skyldu ekki vænta þess, að honum lyki með “hefðbundnum" hætti, það er með sameiginlegri yfírlýsingu. Fundurinn næði tilgangi sínum, ef samninganefndir ríkjanna í Genf, er ræða um takmörkun vígbúnaðar fengju fyrirmæli um það, hvemig þær ættu að vinna að þeim verkefn- um, sem þær eru að fást við. Bandaríkjamenn byggju sig undir alvarlegar viðræður um þau mál, er hæst hefði borið í samskiptum nkjanna: mannréttindamál, málefni einstakra heimshluta og afvopnun- armál. Um skipulag fundanna sagði aðstoðarutanríkisráðherrann, að í upphafí myndu leiðtogamir vafa- laust skiptast á almennum yfírlýs- tngum. Þá væri líklegt, að þeir myndu ræða tveir einir saman. Til taks yrðu sérfræðingar, sem yrði kallað á, ef ástæða þætti til. Skipu- lagið yrði óformlegra en í Genf. Endanlegar ákvarðanir um þetta yrðu teknar af leiðtogunum sjálfum, eftir að þeir hefðu hist. Andófskonu sleppt úr fangelsi í Kiev Astæðan sennilega fundurinn í Reykjavík Hoskvu, AP. SOVÉSKA andófsmanninum Ir- inu Ratushinskayu var á fimmtu- dag sleppt úr fangelsi í Kiev í Sovétrikjunum þótt hún værí aðeins búin að afplána helming sjö ára fangelsisdóms fyrir andsovéskan áróður. Skýrði tengdamóðir hennar frá þessu í gær. Tengdamóðir Ratushinskayu sagði í símtali við fréttamann AP- Hosni Mubarak Skila- boð frá Mubarak K*irA,AP. HOSNI MUBARAK, forseti Egyptalands, hef- ur sent Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Mikhail Gorbachev, Sovét- leiðtoga, skilaboð þar sem hann fer fram á að þeir aðstoði við lausn deilu- mála í Mið-austurlöndum. Skilaboð þessi voru send í von um að leiðtogamir myndu á fundi sfnum í Reykjavík nú um helgina, ræða þessi mál, að sögn mið-austurlensku fréttastofunnar í gær. Þar sagði ennfremur, að Mubarak hefði sett fram sínar skoðanir á því hvemig standa ætti að lausn þessara mála. fréttastofunnar, að seint á fímmtu- dag hefði verið komið með hana heim frá fangelsinu án þess, að nokkrum hefði verið gert viðvart. Kvað hún tengdadóttur sína ekki vita hvers vegna henni hefði verið sleppt. A Vesturlöndum hefur mál Rat- ushinskayu vakið vaxandi athygli og þykir ekki ólíklegt, að sovéska stjómin hafi sleppt henni til að draga úr gagmýninni meðan á Reykjavíkurtundinum stendur. Ratushinskaya, sem er 32 ára gömul, er ljóðskáld og hefur vakið mikla atghygli á Vesturlöndum fyr- ir þau ljóð, sem birst hafa í neðanjarðarritunum sovésku, samizdat-útgáfunum. Hún var handtekin 17. september árið 1982 og í mars á næsta ári var hún dæmd í sjö mánaða vinnubúðavist og fímm ára útlegð innanlands fyr- ir andsovéskan áróður.í júlí sl. var hún flutt í fangelsi í Kiev. Á Vesturlöndum hafa verið frétt- ir um, að yfirvöld hafí lagt hart að henni að biðja um náð og miskunn en sagt er, að hún hafi neitað því staðfastlega. Óvanalegt er en ekki einsdæmi, að sovéskum andófsmanni sé sleppt úr fangelsi þótt hann hafí ekki lok- ið við afþlánun. Til dæmis var gyðingnum og friðarhreyfíngar- manninum Vladimir Brodsky sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna þegar hann hafði afplánað aðeins eitt ár en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir „flæking og ribb- aldahátt". Spurt var hvort þess mætti vænta, að í Reykjavík yrði gefín út svipuð yfírlýsing varðandi ein- hvem þátt afvopnunarmála, svo sem Evrópueldflaugamar, og gefín var út í Vladivostok í nóvember 1974. Þá hittust þeir Leonid Brez- hnev og Gerald Ford, þáverarandi Bandaríkjaforseti, og lýstu yfír, hvaða atriði þeir vildu, að samið yrði um í SALT-2 viðræðunum. Þeim lauk ekki með samkomulagi fyrr en sumarið 1979 en SALT-2 sammningurinn hefur ekki verið staðfestur af Bandaríkjaþingi. Ridgway endurtók fyrri yfírlýsingar sínar um það, að ekki væri ætlunin að semja í Reykjavík heldur skipt- ast á skoðunum og flýta fyrir viðræðum í Genf. Þá var Ridgway spurð, hvort hún liti svo á, að með fundi hér í Reykjavík væm Sovétmenn að skjóta sér undan því að fara til Washington á þessu ári eins og um var samið á fundi leiðtoganna í Genf á síðasta ári. Hún sagðist ekki vera þessarar skoðunar. Það hefði ekki verið sett sem skilyrði fyrir Washingtonfundinum að sam- komulag næðist um einhver ágrein- ingsefni, áður en til hans yrði gengið. Morgunblaðið/Einar Falur Rozanne Ridgway, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, svarar spumingum blaðamanna í fjölmiðlamiðstöðinni i Haga- skóla. Morgunblaðið/Einar Falur. Hluti blaðamannanna, sem sótti fund Rozanne Ridgway. Á miðrí myndinni sést gyðingurinn Mikhail Shirman rísa á fætur. Hann þjáist af hvítblæði og á skammt ólifað án beinmergs úr systur sinni, sem fær ekki brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. Bað hann Ridgway að koma þeim boðum til Gorbachevs, að systur sinni yrði leyft að fara úr landi. Bandarísk sij órnarskýrsla: Gorbachev og Reagan semji um gagnkvæma upplýsingamiðlun Washington.AP. Á FIMMTUDAG var birt í Was- hington skýrsla er lögð hafði verið fyrir Reagan forseta og unnin af stjórnskipaðri nefnd. I henni koma fram ásakanir á hendur Sovétmönnum þess efnis, að þeir notfæri sér það, hversu opnir bandarískir fjölmiðlar eru, en komi á sama tima í veg fyrír, að bandarískir fréttamenn geti náð til almennings í Sovétríkjun- um. Formaður nefndarinnar sem §allar um almannatengsl, Edwin J. Fuelner, sagði að nefndarmenn höfnuðu því að það misrétti, er nú ríkti í skiptum Bandarílq'anna og Sovétríkjanna á upplýsingum, væri Bandaríkin: Bæn um árangursríkan fund New York, AP. BANDARÍSKIR trúarleiðtogar minntust leiðtoga stórveldanna í bænum sínum í gær og báðu þess að fundur þeirra í Reykjavík yrði árangursríkur. Sex leiðtogar hinna ýmsu trúar- hópa báðu þess að þeir Ronald Reagan og Mikhail S. Gorbachev kæmust að samkomulagi um af- vopnun. Trúarleiðtogamir sögðu að markmið fundarins ætti að vera bann við tilraunum með kjamorku- vopn. Sovétmenn lýstu yfír einhliða banni við slíkum tilraunum á miðju síðasta ári en Bandaríkjastjóm hef- ur lagst gegn slíku banni. í tilkjmningu trúarleiðtoganna sagði: „Bann við tilraunum með kjamorkuvopn gæti hindrað frekari þróun þeirra vopnakerfa og þar með bundið enda á vopnakapphlaup stórveldanna." Ennfremur sagði að brot á ákvæðum SALTII samkomu- lagsins og samkomulagsins um takmörkun gagneldflaugakerfa myndi spilla fyrir raunverulegu samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Tæplega 500 leiðtogar hinna ýmsu kirkjudeilda mótmælenda og katólikka skrifuðu einnig undir áskorun til leiðtoga stórveldanna þar sem segir að njannkynið allt treysti á viðleitni þeirra til að binda endi á vígbúnaðarakapphlaupið. látið viðgangast lengur. “Við álítum að leyfa eigi sovéskum fréttamönn- um, að koma fram í bandarískum fjölmiðlum og þá sem talsmönnum sovéskra stjómvalda", sagði Fueln- er. “Einnig álítum við að bandarísk stjómvöld eigi að fá að koma sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri við sovéskan almenning og þetta eigi að gerast reglulega og búa þannig um hnúta að það sé til frambúðar". í skýrslunni sem ber heitið “So- véskur málatilbúnaður og banda- rískir fjölmiðlar", er lagt til að á leiðtogafundi stórveldanna verði samið um að skiptast á sjónvarps- þáttum, þar sem talsmenn stjóm- anna tveggja túlki stefnur þeirra. Jafnframt er lagt til, að sett verði á laggimar sérstök sovésk- bandarísk nefnd er hafi það hlut- verk, að annast gagnkvæm skipti á fjölmiðlaefni; að opnuð verði skrif- stofa útvarpsstöðvarinnar “Voice of America" í Moskvu og að staða bandarískra og sovéskra frétta- manna verði hin sama í báðum löndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.