Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Hvítkálssalöt Talið er að Keltar hafí flutt kál til Miðjarðarhafslandanna, en þeir réðust oft inn í þau frá 600 f. Kr. og fram að Kristsburði. Flest nöfn á káli í Asíu og Evrópu eru af keltneskum stofni. Þó eru sagnir af káli ekki fyrr en á dögum Karlamagnúsar, en hann dó árið 814, og það er ekki fyrr en árið 1536 að til eru skráðar heimildir um hvítkál. í Ameríku plantaði maður að nafni Jacques Vartier hvítkáli í Kanada árið 1541. í bókinni Manneldi og heilsufar í fomöld, eftir Skúla Guðjónsson lækni, segir: „Sú skoðun er ríkjandi, að ræktun garðávaxta hafí fyrst komið til Norðurlanda með kristninni og sé einkum runnin frá Klaustrunum. Þetta er að nokkru rétt. Áður en munkamir komu, var ræktun ætijurta í görðum allalmenn. En það, sem ræktað var, hefur ef til vill ekki verið matarmikil fæða, eins og kál og rótarávextir, en öllu fremur einskonar kryddjurtir og jafn- vel verðmæt viðbót, þótt næringarlítið væri, við fæðu manna, sem ,var að mjög miklu ley^ti úr dýraríkinu." Síðar segir í sömu bók: „Ræktun rótarávaxta í Suður-Evrópu er mjög gömul í hettunni. í norðlægari löndum, svo sem Þýzkalandi, þekktist ræktun lauks, káls og rófria í fomöld og löngu fyrir upphaf víkingaaldar. Af þeirri ástæðu einni er sennilegt, að menn hafí einnig á Norðurlöndum ræktað þessar jurtir til nokkurra búnytja." í tveimur fyrstu matreiðslubók- um, sem gefnar voru .«r* 'U - C) \ ,<• C-i <-i T.i W!/> c'N 1 A^ccV - VvV Mz&z> A, O o »»v v v '*■ ' út á íslandi, árið 1800 og 1858, er getið um hvítkál. Og nú er hvítkál eitt algeng- asta grænmeti okkar fslend- inga og hefur verið í mörg ár. Það er svo, að hvítkál hefur verið flutt iftn í ára- tugi, löngu áður en farið var að flytja inn annað grænmeti að ráði. Þetta innflutta hvítkál er mjög þétt í sér, og geymist því mjög vel, allt að því heilt ár, þótt bragðgæði og vítamíninnihald þess séu farin að rýma, þegar svo langur geymslutími er kom- inn. Þetta hvítkál er annað afbrigði en það sem við rækt- um hér heima. Er það hinn stutti vaxtartími hér á landi, sem veldur því að við verðum að nota fljótvaxnari afbrigði. Sumarhvítkál þarf frá 60—80 vaxtardaga, hausthvítkál frá 80—115 vaxtardaga og vetr- arhvítkál frá 115—180 vaxtardaga. Samkvæmt þessu er útilokað að rækta önnur afbrigði en sumar- hvítkál hérlendis. Það hefur lítið geymsluþol. Á það höf- um við rekið okkur, en það er ákaflega bragðgott og grænleitara en innflutta vetr- arkálið, sem aftur á móti er gróft og þétt í sér og þarf mun lengri suðu. Innflutt hvítkál er mjög vinsælt í hrá- salöt, enda er það ódýrt og geymist vel, eins og áður segir. Að sjálfsögðu má bæði nota íslenskt og erlent hvítkál í þau salöt, sem hér eru uppskriftir af. Hvítkálssalat með eplum og sinnepi 300 g hvítkál 2 epli, helst súr 4 msk. matarolía safi úr‘/2 sítrónu 1 tsk. sinnepsduft salt og pipar milli fingurgómanna 1 msk. söxuð fersk eða þurrkuð steinselja. 1. Takið ystu blöðin af hvftkál- inu, skerið það síðan smátt. 2. Takið kjamann úr eplunum, skerið þau í smábita og setjið saman við kálið. 3. Setjið matarölíu, sítrónusafa, sinnepsduft, salt og pipar í krukku með loki. Hristið krukkuna, þar til allt hefur blandast vel saman. 4. Hellið leginum yfir salatið, hrærið saman með tveimur göffl- um. Stráið steinselju yfír. 5. Berið salatið fram með fiski eða kjöti. Hvítkálssalat með ananas 500 g hvítkál 1 hálfdós kurlaður ananas (crus- hed) 1 dós sýrður ijómi 1. Opnið ananasdósina og hellið á sigti. Látið renna vel af honum. 2. Takið ystu blöðin af kálinu, skerið það síðan smátt. 3. Setjið sýrðan ijóma í skál, setjið kál og ananas saman við og hrærið saman með tveimur göfflum. 4. Berið salatið fram með kjöti. Það er sérstaklega ljúffengt með hreindýrakjöti og ijúpum. Hvítkálssalat með ýmsu öðru grænmeti 300 g hvítkál 1 lítil rauð og önnur græn paprika V2 lítil gúrka 2 tómatar 1 msk. ferskur eða þurrkaður graslaukur safi úr 1 sítrónu 1 lítill hvítlauksgeiri V2 dl matarolía 1 msk. hunang 5 dropar tabaskósósa salt milli fíngurgómanna 1. Takið ystu blöðin af kálinu, skerið það síðan smátt. 2. Takið steinana úr paprikurt- um og skerið smátt. . 3. Skerið gúrkuna og tómatana smátt. Betra er að afhýða gúrk- una. 4. Setjið sítrónusafa, matarolíu, hunang, tabaskósósu, salt og marinn hvítlauksgeirann í krukku með loki. Hristið þar til þetta hefur jafnast vel saman. Einnig er hægt að setja þetta í skál og hræra með þeytara. . 5. Setjið hvítkál, papriku, gúrku og tómata í skál, hellið leg- inum yfír. Jafnið saman með tveimur göfflum. 6. Berið salatið fram með kjöti eða físki. Hvítkálssalat með rjóma 400 g hvítkál 2 epli, helst súr 4 stórar sneiðar súr/sætar rauðróf- ur 1 peli ijómi 1 tsk. sykur 10 val- eða pecanhnetur 1. Takið ystu blöðin af kálinu, skerið það síðan mjög smátt í ræmur. 2. Skerið rauðrófusneiðamar í ræmur og setjið út í kálið. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann, rífið síðan gróft á rif- jámi. 4. Þeytið ijómann með sykri. Hellið ijómanum yfir það sem er í skálinni. Blandið saman með tveimur göfflum. 5. Setjið hnetumar í plastpoka og meijið með kökukefli. Stráið yfír salatið í skálinni. 6. Berið salatið fram með kjöti. Hvítkálssalat með súrmjólk 1 peli súrmjólk V2 msk. hunang 350 g hvítkál 2 stórar gulrætur 2 appelsínur salt og pipar milli fingurgómanna 1. Setjið súrmjólkina á kaffi- pappírspoka og látið renna úr henni. Það tekur um 1 klst. 2. Takið ystu blöðin af kálinu, skerið síðan smátt. 3. Skafíð gulrætumar og rífið mjög fínt á rifjámi. 4. Afhýðið appelsínumar, takið í lauf, skerið í litla bita, fjarlægið steina. 5. Setjið kál, gulrætur og app- elsínur í skál. 6. Setjið súrmjólkina í aðra skál, hrærið hunang út í hana ásamt salti og pipar. 7. Hellið súrmjólkinni yfir grænmetið. Blandið saman með tveimur göfflum. 8. Berið fram með fiski. V estmannaeyjar: Yinargjöf til bæjarins frá Ítalíu V estmannaeyj um. KOR Landakirkju i Vestmanna- eyjum fór í sumar í söngferðalag til Italiu. Korinn söng í nokkrum borgum og bæjum á ítaliu við góðar undirtektir. Meðal borga sem kórinn heim- sótti var Fiorenzvola D’arda og í boði sem borgaryfirvöld þar efndu til fyrir kórfélaga var kómum af- hentur ágrafinn silfurskjöldur sem hann var beðinn um að færa bæjar- yfirvöldum í Vestmannaeyjum sem vinarvottur þessara tveggja ólíku og Qarlægu bæjarfélaga sem heim- sókn söngfólksins í kirkjukómum tengdi saman. Stjómarfólk og kórstjóri Kórs Landakirkju gengu fyrir skömmu á fund bæjarstjórans í Eyjum, Am- alds Bjamasonar, og afhentu honum þessa veglegu vinargjöf. Bæjarstjóri færði kórfélögunum þakkir bæjarráðs fyrir gjöfina og þá kynningu á bæjarfélaginu sem kórinn geggst fyrir í Italiuferðinni. Jafnframt fól bæjarráð kirkjukóm- um að varðveita skjöldinn. -hkj. Morgunblaðið/Sigurgeir. Frá afhendingu vinargjafar Fiorenzvola D’arda. Kórfélagamir Jón Ragnar Þorsteinsson, HaUgrímur Þórðarson, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðmundur H. Guðjónsson kórstjóri og organisti Landakirkju afhenda Arnaldi Bjarnasyni bæjarstjóra silfurskjöldinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.