Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 IP fiEIMI rVirMyNDANN og nýjasti Svo Timothy Dalton, næstum óþekktur breskur leikari, er nýjasti Jarnes Bond-inn. Eftir margra mán- aða þras og vangaveltur verður hann stjarna nýjustu James Bond- myndarinnar, The Living Daylights, sem í leiðinni er sérstök afmæ'lis- útgáfa því Albert Broccoli ætlar að halda uppá 25 ára afmæli Bond-myndanna með henni. Margir aðrir en Dalton komu til greina í hlutverk meistaranjósnara bresku krúnunnar en það voru ekki allir sem yfirhöfuð vildu leyfi til að drepa. Ástralirnir tveir, Mel Gibson og Bryan Brown, vildu að- eins gera eina Bond-mynd og hætta svo. Broccoli gat ekki samið við slíka menn. Nýsjálendingurinn David Warbeck (sem næstum þvi fékk hlutverkið þegar Roger Moore varð fyrir valinu) kom einnig til greina ásamt Michael Praed. Og svo var það auövitað Pierce Brosn- an úr bandarísku sjónvarpsþáttun- um Remington Steel. MGM-toppar þinguðu í 11 stundir um hvort þeir ættu að gefa Brosnan frí frá sjón- varpsþáttunum en niðurstaðan varð sú að hann varð nauöbeygður til að gera sex nýja þætti einmitt á því tímabili sem tökur Bond- myndarinnar eiga að standa yfir. Og loks var það Timothy Dalton. Ólíkt Brosnan var hann á lausu. Hann hafði nýlokið við að gera mynd með Brooke Shields og ætl- aði að gera aðra með Isabellu Rosselini, en það varð að bíða. Bond var fyrir hann. En hver er þessi nýi Bond? Sean Connery var skoskur. Roger Moore enskur. Dalton er velskur, fæddur í Colwyn Bay. Hann er 42 ára og því 10 árum eldri en þegar Sean Connery byrjaði að leika Bond í Dr. No, en yngri en Moore þegar hann byrjaði. George Lazen- by var yngsti Bond-inn. Hann var þrítugur þegar hann lék í í þjón- ustu hennar hátignar. Dalton kom fyrst fram opinberlega árið 1964 og lék framan af í leikhúsum. Hann færði sig hægt og rólega yfir í sjón- varpsmyndir og svo komu bíó- myndirnar. Sú fyrsta var The Lion in Winter. Nýlegri myndir eru The Doctor and the Devils með Jonath- an Pryce og sjónvarpsþættirnir Chanel Solitaire svo ekki sé minnst á Mistral’s Daughter, sem sýndir eru í ríkissjónvarpinu um þessar mundir undir heitinu Dóttir málar- ans. Þar sem nýjar Bond-myndir vekja alltaf athygli má Dalton bú- ast við að fá um sig mikla umfjöllun í blöðum. Eftir að hafa verið tiltölu- lega óþekktur, hellist nú yfir hann frægð og frami og búast má við að almenningur verði að springa úr forvitni um þennan nýja Bond. En hann gerir sér annt um einkalíf sitt og reynir að verja það af kost- gæfni. Samband hans og Vanessu Redgrave, sem hann lék með í Mary, Queen of Scots og Agatha, er enn t.d. hulið leyndardómi. Timothy Dalton hlakkar til að fást við hlutverk James Bond Sean Connery I___________ Roger Moore „Mér hefur alltaf fundist gaman að heyra um stórstjörnurnar og hitta þær og vinna með þeirn," segir Dalton, „en svo hugsa ég hvað það sé hræðilegt að þær skuli ekki eiga sér neitt einkalíf, að hvert samband þeirra sé skoð- að ofan í kjölinn og blásið upp úr öllu valdi. Sjálfur hef ég leyst þetta mál með því einfaldlega að tala ekki um einkalíf mitt. Eftir því sem ég verð frægari verður þrýstingur- inn á að ég geri það meiri, en hingaö til hef ég sloppið vel.“ Dalton segist helst vilja leika margar ólíkar rullur. „Ég yrði fljót- lega leiður á að leika sömu týpuna aftur og aftur," segir hann, en er fljótur að sjá að sér. „Ég reyni að koma með eitthvað nýtt í Bond- hlutverkiö svo mér leiðist ekki.“ Hann hlakkar til að fást við hlut- verk hetjunnar frægu. „Við frá Wales viljum gjarna líta á okkur sem hetjur," bætir hann við. Nokkrar myndir á Lundúnahátíð Kvikmyndahátíð Lundúnaborgar hófst fyrir nokkrum dögum og stendur til 30. nóvember. Á hátíð- inni verða sýndar 150 myndir hvaðanæva úr heiminum svo ef einhverjir héðan af íslandi verða í London næstu daga ættu þeir að reyna að skella sér í bíó. Alls verða sýndar 30 myndir frá þriðja heims löndum en að líkind- um munu það verða hinar ensku- mælandi myndir, sem hvað mesta athygli eiga eftir að vekja. Eða þá hinar blönduðu myndir eins og tii dæmis franska gamanmyndin sem japanski leikstjórinn Oshima (Merry Christmas, Mr. Lawrence) leikstýrir með Anthony Higgins og Charlotte Rampling í aðalhlutverk- um. Rampling leikur konu sem ástfangin verður af simpansa, en myndin heitir Max, Mon Amour. Annar blendingi er fyrsta myndin sem Bertrand Tavernier (Diva) ger- ir í Ameríku, en hún heitir Um miðnætti (Round Midnight) og er um aldinn, svartan blúsleikara. Þá á ítölsk gamanmynd sjálfsagt eftir að að vekja athygli, en í henni leika Mastroianni og Jack Lemmon John Voight og JoBeth Williams f Desert Bloom. Oliver Reed og Amanda Donohoe í nýjustu mynd Nich olas Roges, Castaway. George Lazenby Timothy Dalton Úr Völundarhúslnu (Labyrinth), einni af myndum Lund únahátfðarinnar. Bond-inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.