Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 18
18 € MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Stephanía er hinn vænsti kvenkostur eins og sjá má. Alain Delon þjáðist af töffaraskap og klæddist sífellt leðri og gallabuxum. Astamál Stephaníu prinsessu af Mónakó £ itt alvinsælasta efni dálka sem þessara er að reifa §ölskyldumál Grimaldi-ættarinnar í Mónakó. í mörg ár var Karólína prinsessa milli tannanna á fólki, en eftir að hún gifti sig í seinna skiptið hefur verið hljótt um hana. Blaðasnápar gáfu sig þó ekki og héldu áfram að hnýsast í málefni fjölskyldunnar og tók Stephanía við hlutverki stóru systur. Sem bam þótti Stephanía óstýri- lát og stráksleg í meira lagi. Álit manna breyttist þó heldur betur seinna þegar stúlkan varð gjafvaxta og er nú svo komið að hún þykir einn vænsti kvenkostur í Evrópu. Auk þess hefur ræst úr henni á þann veg að henni gengur vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það eru sýningarstörf, sundfatahönnun eða dægurtónlist. Ekki verður sagt að hún hafi verið við eina Qölina felld í karla- málum og þess varla að vænta að allir hafí fylgst með ferlinum af þeirri kostgæfni sem skyldi. Því skulu ástamál Stephaníu reifuð hér í stuttu máli. Rétt er þó að segja frá núver- andi elskhuga Stephaníu, en það er leikarinn Rob Lowe, sem íslensk- ir kvikmyndahúsgestir muna e.t.v eftir úr kvikmyndinni „Hrævareld- ur“, eða St.Elmo’s Fire, sem sýnd var hér fyrir réttu ári. Þau Stephanía hafa átt í brenn- heitu ástarsambandi undanfarna mánuði, en þau kynntust á harla óvenjulegan máta. Það bar til að að Rob var í sjón- varpssþætti Joan Rivers, en það er einn vinsælasti samtalsþáttur vest- anhafs. Joan spurði hann hvaða stúlku í heimi hann vildi helst eiga stefnumót við og hann svaraði því til að það væri Stephanía. Seinna var hún svo spurð að því í viðtali við franska blaðið Globe hvað henni fyndist um þetta hrós og svaraði hún því að henni þætti vænt um það, henni þætti Rob laglegur. Ekki ýkja löngu síðar kom kvik- myndafyrirtæki Robs á fundi með þeim og hafa þau haldist í hendur æ síðan. Reyndar hafa þau gengið lengra en það. A.m.k. þótti sumum nóg um blíðuatlot þeirra í sam- kvæmi á dögunum, en svo lítur út sem Stephanía gefí sig alla þegar ástin er annars vegar. Fyrsti kærasti Stephaníu var Paul Belmondo, sonur leikarans fræga, Jean-Paul Belmondo. Paul var sá sem hún stóð lengst í sam- bandi við, en hún var sautján ára þegar hún byijaði að fara út með bindindis- og reglumanninum Paul. Tveimur árum síðar tók hún sam- an við annan leikarason, í þetta skipti Anthony Delon, son Álain. Anthony var og er gangandi stór- slysasvæði og þegar þau byijuðu saman var hann nýkominn úr fang- elsi fyrir bflstuld. Næst sást til tískusýningar- mannsins Stéphan Labelle, þar sem hann bar skyrtur sínar bjartsýnn í bragði inn í íbúð Stephaníu. Það samband entist ekki vikuna. Þá sást til hennar með hinum þrítuga ökumanni Alain Prost, þrátt fyrir að hann væri giftur maður með bam. Hún var einnig í slagtogi við ökumanninn Framjois Hesnault. sem seinna kvæntist Alix de la Comble, sem rekur sundfatafyrir- tækið með Stephaníu. Á 20. afmælisdegi Stephaníu birtist hún með Christian de Beau- vais upp á arminn, sem hafði það sér til ágætis nokkurs að vera greifí og starfandi verkfræðingur að auki. íbúar Mónakó vörpuðu öndinni léttar, en Stephanía varpaði Christian frá sér. Stephanía á auðvelt með að fínna ástina. Þegar hún kom af sjúkra- húsi eftir ótímabært lát móður hennar, sigldi hún beint í faðm Didi- er Phitoussi, son hjartaskurðlæknis og entist það samband út vorið 1985. Þá byijaði hún með sænska ökumanninum Stefan Johansson, en hann gafst upp á henni og sagði: „Hún er of hátt uppi fyrir minn smekk". Á næsta afmælisdegi töldu menn að til tíðinda myndi draga og þeir voru ekki sviknir því leikarinn Christopher Lambert stal senunni. Það gerði hann með því að koma of seint, fara enn síðar og sjást daginn eftir hönd í hönd við prins- essuna. Síðar átti hún í stuttu sambandi við ökumann að nafni Nelson Piqu- et, en eftir það átti hún rólega mánuði allt þar til hún hitti Rob. íbúar Mónakó virðast þó alger- lega sáttir við gang mála. „Hún jafnfjörug og við er að búast af stúlku á hennar aldri og við erum stolt af velgengni hennar og hátt- um“, segir einn af háttsettari embættismönnum Monte Carlo. Þetta er ungt og leikur sér. Þessl mynd var tekin af þeim Stephaníu og Rob fyrir tveimur vikum í Dallas, en þar var haldin sérstök minningarhátíð um Grace Kelly. Christian Lacroix heldur mikið upp á slaufur og hnýtingar. Þetta er það nýjastafrá Frakkanum 1 Louis Feraud 1 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.