Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
26. tbl. 75. árg.
SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Spenna á
Filippseyjum:
Þjóðar-
atkvæða-
greiðsla
á morgun
Manila. AP. Reuter.
BARÁTTU Corazon Aquino,
forseta Filippseyja, fyrir því að
ný drög að stjórnarskrá verði
samþykkt i þjóðaratkvæða-
greiðslu sem fram fer á morgun,
lauk með fjölmennum fundi í
Manila, höfuðborg eyjanna í
gær.
Nokkur hundruð þúsund stuðnings-
menn forsetans söfnuðust saman í
garði í miðborginni, báru spjöld er
á stóð„ segjum já“ og veifuðu gulum
fánum, en gult er litur Aquino. I
ræðu sinni lýsti forsetinn því yfir,
við mikinn fögnuð áheyrenda, að
framvegis yrði tekið harðar á and-
stöðu við stjómvöld og að yfirmenn
hersins myndu sjá til þess, að losa
herinn við óæskilega menn. „Þið
vitið að ég vil ekki drepa neinn“,
sagði Aquino, „en ég vil heldur
ekki láta drepa okkur“.
Spenna lá í lofti í Manila í gær
og miklar öryggisráðstafanir við-
hafðar m.a. á fundinum. Einnig
gerðu herlögreglumenn húsleit í
úthverfi nokkru í höfuðborginni,
a.m.k. tveir vopnaðir hermenn, er
falið höfðu sig þar eftir misheppn-
aða uppreisnartilraun í síðustu viku,
voru handteknir og orðrómur um
sprengjuárásir á raforkustöðvar og
yfirvofandi uppreisnartilraun, gekk
ljósum logum manna í millum.
sé haldið í gíslingu
25 milljónir manna hafa rétt til
að taka þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni á morgun. í gær var
birt niðurstaða skoðanakönnunar,
sem gerð var í vikunni þar sem 71%
aðspurðra sögðust myndu sam-
þykkja drögin að nýrri stjórnarskrá.
Beirút, London, AP. Reuter.
ENSKA Biskupakirkjan ákallaði
í gær öfgamenn shíta í Líbanon
og hvatti þá til að skýra nákvæm-
lega frá hver staða Terry Waite,
sendimanns kirkjunnar, væri.
Fregnir frá Líbanon og Wash-
ington herma að hann sé fórnar-
lamb innbyrðis togstreitu í
röðum öfgamanna og því í raun
og veru í gíslingu. Hefur ekkert
heyrzt frá Waite í 11 daga og
sagðist fjölskylda hans i gær
leggja trúnað á fregnir um að
honum hefði verið rænt.
Ameríkubikarinn:
Conner vann fyrstu
kappsig’linguna
Fremantle, AP.
Bandaríska skútan Stars & Stripes sigraði í fyrstu kappsigling-
unni i úrslitakeppninni um Amerikubikarinn enda þótt aðstæður
allar væru taldar áströlsku skútunni Kookaburra III hagstæðari.
Skútumar voru hnífjafnar þegar
rásmerki var gefið, en fljótlega
náði Dennis Conner skútustjóri á
Stars & Stripes forystunni og þótt
vindurinn væri aðeins 8 hnútar var
Conner 1 mínútu og 15 sekúndum
á undan við lyrstu bauju, eftir 5,2
km siglingu af 39 km.
Iain Murray, skútustjóri á Kook-
aburra III, komst aldrei nægilega
nálægt Conner til að geta neytt
hann í krókasiglingu og þar með
hrifsað hugsanlega forystuna af
honum. A þriðja kafla leiðarinnar,
í beitivindi, náði Murray að minnka
forystu Conners í 41 sekúndu, en
síðan jók vindinn í 14-18 hnúta
og eftir það jók Conner forskot
sitt jafnt og þétt. Var hann um
tíma 2 mínútum á undan en í
markinu munaði 1,41 mínútu.
Ameríkubikarinn vinnur sá
skútustjóri sem fyrri verður til að
vinna fjórar kappsiglingar. Geta
siglingamar því orðið sjö talsins.
Conner hefur tvisvar unnið sigl-
Reuter
Dennis Conner sigri hrósandi
eftir fyrstu kappsiglinguna í
úrslitakeppninni um Ameríku-
bikarinn.
ingakeppnina en er þó frægastur
fyrir að hafa tapað bikamum
síðast, árið 1983.
Heimildir herma að mikil tog-
streita sé innan öfgasamtaka
múhameðstrúarmanna í Beirút og
hafi af þeim sökum ekki verið gefin
út yfirlýsing um stöðu Waite.
Ágreiningur sé einkum milli Hezb-
ollah-samtakanna, sem Iranir
styðja, og Walids Jumblatt, leiðtoga
drúsa, en hann hvatti Waite til
síðustu samningalotu. Drúsískir
lífverðir gættu Waite en skildu við
hann þegar hann hitti mannræn-
ingja, sem hann hugðist fá til að
sleppa tveimur Bandaríkjamönnum.
Enging skýring hefur verið gefin á
því hvers vegna lífverðimir yfirgáfu
hann, en þeir hafa jafnan ekki vik-
ið frá Waite í fyrri ferðum hans.
Vikuritið Al-Shiraa sagði í gær
að líklega væri Waite í gíslingu.
Blaðið bar háttsetta klerka fyrir
fréttinni. Það varð á sínum tíma
fyrst til þess að skýra frá fréttinni
um vopnasölu Bandaríkjamanna til
íran.
Um tíma var því haldið fram í
gær að Waite myndi snúa til Beirút
úr Bekadalnum um helgina, en
heimildir úr ýmsum áttum lögðu
lítinn trúnað á það og töldu nær
ömggt að hann væri nú fangi
mannræningja.
Samstaða vill láta af-
létta viðskiptahömlum
Varsjá. Reuter.
LECH WALESA, leiðtogi Sam-
stöðu, hinna bönnuðu samtaka
frjálsra verkalýðsfélaga í Pól-
landi, sagði fyrir fund sinn með
John Whitehead, varautanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, á
föstudag að samtökin vildu að
viðskiptahömlum milli ríkjanna
yrði aflétt og að hann myndi leita
eftir stuðningi Bandaríkjastjórn-
ar við Samstöðu.
„Við viljum ekki gera pólsku ríkis-
stjórninni erfitt fyrir“, sagði Walesa,
„en við viljum fá að koma skoðunum
okkar á framfæri". Whitehead, er
heldur í dag til Tékkóslóvakíu, hefur
undanfama daga dvalið í Póllandi
og átt viðræður við forystumenn
Samstöðu, yfirmenn kaþólsku kirkj-
unnar. Zbigniew Messner, forsætis-
ráðherra og Wojciech Jaruzelski,
leiðtoga pólska kommúnistaflokks-
ins.