Morgunblaðið - 01.02.1987, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1987
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík:
Framboðslistinn á-
kveðinn á þriðjudag'
TILLAGA kjörnefndar fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík um skipan lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík við
næstu alþingiskosningar verður
tekin til afgreiðslu á fundi full-
trúaráðsins næstkomandi þriðju-
dagskvöld. Kjörnefnd er bundin
af niðurstöðum prófkjörs um
skipan 10 efstu sætanna og gerir
því tillögu um að Albert Guð-
20 milljónir til
framkvæmda
í Viðey
í fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar er gert ráð fyrir 20
milljónum króna til framkvæmda
í Viðey á árinu. Að auki er gert
ráð fyrir rúmlega 3 milljónum
til að leggja neðarsjávar vatns-
Iögn út í eyna og 6 til 8 milljónum
fyrir bryggju.
„Viðeyjarstofa er orðið elsta hús
Reykjavíkur og hefur verið ákveðið
að endurbyggja hana í upprunan-
legri mynd,“ sagði Þórður Þ.
Þorbjarnason borgai'verkfræðingu.
Gert er ráð fyrir veitingarstað í
stofunni og ráðstefnusal á loftinu
sem rúma á 250 manns. Á þessu
ári verður væntanlega gengið frá
bitum í gólfi og stofan múruð að
innan. Byggt verður jarðhýsi norð-
an við stofuna og þess gætt að það
skyggi ekki á aðrar byggingar. Þar
verður snyrtiaðstaða, fatahengi og
matargeymslum fyrir væntanlegan
veitingarstað. Öllum framkvæmd-
um á að vera lokið árið 1988.
mundsson iðnaðarráðherra skipi
l. sæti listans.
Kjörnefndin gerir tillögu um öll
36 sæti listans. Ákvörðun fram-
boðslistans verður eina mál fundar-
ins. Fundurinn verður í Valhöll og
hefst klukkan 20.30. í fulltrúaráð-
inu eiga sæti um 1.400 manns.
Frá því prófkjör flokksins fór
fram hafa verið umræður um hugs-
anlegar breytingar á skipan efsta
sætis listans. Ekki er vitað hvort
fulltrúaráðsmenn leggi fram breyt-
ingartillögur við tillögu kjörnefnd-
ar. Albert Guðmundsson segir í
viðtali við Vikuna, sem nýlega er
komin út, að það hafi aldrei hvarfl-
að að sér að fara úr fyrsta sætinu
og færast aftar. „Auðvitað eru
margir sem hefðu viljað einhvern
annan en mig í fyrsta sæti ... Fólk-
ið hefur ákveðið listann. Það er
farið eftir ákveðnum reglum við val
á frambjóðendum. Þess vegna verð-
ur listinn óbreyttur. Annars getur
það gerst að fólkið snúist gegn
flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn
má ekki haga sér á þann hátt,“
sagði Albert. Hann sagði einnig að
það hefði oft verið nefnt við sig að
fara í sérframboð, en hann vildi
síst af öllu grípa til þess.
í viðtali við tímaritið Mannlíf þar
sem mikið er fjallað um Sjálfstæðis-
flokkinn, segir Helena Albertsdótt-
ir, dóttir Alberts Guðmundssonar,
að hún sjái ekki að það sé gerlegt
að Albert víki af listanum nema
með samþykki hans sjálfs, eða laga-
breytingum innan flokksins. „Þegar
búið er að fara í gegnum prófkosn-
ingu, eiga ekki einhvetjir menn að
geta tekið sig til og fært frambjóð-
endur til á listanum," segir Helena
m. a.
Baldvin Einarsson við rúðugötin. Morgunbiaðið/ÓÚ K. Magnússon
Kjöt og fiskur, Breiðholti:
Skotið á rúður með loftriffli
SKOTIÐ var á rúður verslunar-
innar Kjöt og fiskur í Breiðholti
með loftriffli laust eftir mið-
nætti aðfaranótt laugardags.
Ytra glerið á fimm rúðum
skemmdist, en kúlurnar náðu
ekki að skemma innri glerin.
Baldvin Einarsson, verslunar-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að líklega hefðu einhveijir
prakkarar verið þarna á ferðinni,
en ekki hefur enn tekist að ná þeim.
„Það er orðið mjög óalgengt að
brotist sé inn í verslunina úr því
við höfum nú öryggiskerfi í verslun-
inni og einnig heyrir það orðið nú
til undantekninga sé brotist inn hér
í Seljahverfinu. Hinsvegar fyrir um
það bil fjórum árum, var nánast
brotist inn um hveija helgi hjá okk-
ur. Þeir sem þar voru að verki
náðust yfirleitt alltaf."
Baldvin sagði að sem betur fer
hefðu stærri rúðurnar verið látnar
í friði, en hann vissi ekki að svo
stöddu hve mikið tjónið væri. „Ég
get ímyndað mér að einhveijir
stráklingar hafi nýfengið loftbyssu
og talið freistandi að prófa hann á
rúðurnar."
Færri skip á
sóknarmarkið
Frá fundinum á Húsavík, á innfelldu myndinni eru Sverrir Hermanns-
son menntamálaráðherra og Þorvaldur Vestmann fundarstjóri.
Sverrir Hermannsson á Húsavíkurfundinum:
Ekkert til lausnar
nema dómstólaleiðin
„ENDURRÁÐNING Sturlu get-
ur ekki verið umtalsefni af
minni hálfu, en líklega er hún
á blaði hjá viðmælendum
mínum, fræðsluráðinu," sagði
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra meðal annars á
fundi sínum um fræðslumál í
félagsheimilinu á Húsavík á
föstudagskvöld en fundurinn
var haldinn fyrir fullu húsi.
Þetta kom fram í svari við
nokkrum fyrirspumum sem Stef-
án Skaftason frá Aðaldal bar fram
til ráðherra. Ellefu fundarmenn,
auk Sverris, tóku til máls og var
áberandi í máflutningi þeirra
flestra að þeir vildu kenna starfs-
mönnum menntamálaráðuneytis-
ins um hvemig farið hefði í
samskiptum ráðherra og Sturlu
Kristjánssonar, fyrrverandi
fræðslustjóra. Nefndu þeir til
dæmi um samskipti sín við deild-
arstjóra í ráðuneytinu.
I máli Sverris Hermannssonar
kom meðal annars fram að hann
hefði átt „friðsamlega fundi" með
fræðsluyfírvöldum kjördæmisins
á Akureyri á föstudag og að hann
hefði fullan hug á að ná sam-
komulagi. Hann taldi þá viðmæ-
lendur sína líklega ætla, að inn í
hugsanlegu samkomulagi þeirra
fælist endurráðning Sturlu, en
slíkt kæmi ekki til tals af hans
hálfu.
Þá sagði Sverrir fræðslustjóra-
málið svo vaxið að hans mati, að
ekkert yrði til lausnar nema dóm-
stólaleiðin. Aðspurður sagðist
hann auðvitað víkja úr ráðherra-
stóli ef hann yrði dæmdur sekur
í því máli fyrir dómstólum. Fund-
inum lauk um miðnætti.
ÁHUGI útgerðarmanna á út-
gerð eftir sóknarmarki hefur
heldur dvínað frá síðasta ári.
Færri togarar og bátar munu
í ár stunda veiðar með þeim
hætti en á því síðasta. Frestur
til ákvörðunar um útgerðar-
hætti er runninn út.
Samkvæmt upplýsingum veiða-
eftirlits sjávarútvegsráðuneytisins
verða 72 togarar á sóknarmarki
nú, en voru um 80 á því síðasta.
34 verða því á aflamarki. Svipað-
ar breytingar hafa orðið hvað
varðar bátaflotann.
Skýringar þessa eru ýmsar.
Mörgum skipum verður breytt á
árinu og fyrir útgerð þeirra er
hagstæðara að vera á aflamarki.
Þau geta þá sótt mikið til óheft
þann tíma, sem þau eru frá vegna
breytinganna eða flutt eða selt
hluta kvótans. Nú verða rækju-
veiðar í fyrsta sinn taldar til
sóknardaga og skerðast þá á
móti bolfiskveiðidagar viðkomandi
skipa og hefur það nokkur áhrif.
Ennfremur gildir áfram sú regla
að sala eða millifærsla á kvóta
er ekki leyfileg hjá sóknarmarks-
skipum.
Góð loðnuveiði út
af Norðurlandi:
5 þúsund tonn
til Siglufjarðar
Siglufirði.
GÓÐ loðnuveiði var út af Norð-
urlandi í fyrrinótt og segja menn
að það sé úr „týnda“ loðnustofn-
inum, sem svo hefur verið
kallaður. í gær voru væntanleg
hingað skip með 5.000 tonn, auk
fjölda skipa sem sigldu til Rauf-
arhafnar og á fleiri hafnir.
Sumir af þeim loðnubátum sem
lönduðu á Siglufirði í gær náðu því
að landa fullfermi tvisvar á sama
sólarhringnum. Eitt skyggir á þessa
góðu loðnuveiði, en það er verkfall
farmanna. Olían hér er orðin heldur
lítil og er verið að aka olíu hingað
með bílum. Eitthvað mun vera um
að bílarnir taki bensín með sér til
Áskorun hreppsnefndar Gerða-
hrepps til ríkisstjórnarinnar:
Gautur verði áfram
gerður út frá Garði
HREPPSNEFND Gerðahrepps
hefur samþykkt að beina þeim
tilmælum til ríkisstjómarinnar
að hún beiti sér fyrir því að tog-
arinn Gautur verði áfram gerður
út frá Garði. Eigandi Gauts, Út-
garður hf. í Garði, hefur sem
kunnugt er í hyggju að selja skip-
ið til Hraðfrystihúss Gmndar-
fjarðar.
í ályktun sinni vísar hrepps-
nefndin til mikilvægis togarans
fyrir byggðarlagið. Jafnframt kem-
ur fram að sala skipsins er á því
stigi að ef hjálpa eigi fyrirtækinu
til að halda skipinu þoli aðgerðir
enga bið.
Hraðfrystihús Grundarfjarðar
hefur fengið lánsloforð hjá Byggða-
sjóði vegna kaupa á togaranum og
Samband íslenskra samvinnufélaga
hefur einnig heitið því að auka
hlutafé sitt í félaginu vegna togara-
kaupanna.