Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
Heggur sá er
hlífa skyldi
Athugasemd vegna viðtals við Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra 1 Tímanum
eftir Matthías A.
Mathiesen
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, hefur hafið kosn-
ingabaráttu sína í Reykjaneskjör-
dæmi. Hann gerir það með stóru
viðtali í Tímanum sl. föstudag
þar sem hann á afar óheiðarlegan
og ósanngjaman hátt veitist að
þingmönnum Reyknesinga fyrir
„andvaraleysi gagnvart þróun
sjávarútvegs í kjördæminu“, eins
og þar segir.
Steingrímur segir það vekja
undrun sína hve margt þurfi að
færa til betri vegar í Reykjanes-
kjördæmi. „Mér fínnst ekki hafa
verið tekið á þeim vandamálum
af nægilegri festu af hálfu þeirra
þingmanna, sem kjömir hafa ver-
ið til þess að vinna að þessum
málum fyrir Reyknesinga," segir
Steingrímur í viðtalinu. Hann seg-
ir einnig: „Það hafa gerst hér
ýmsir atburðir sem komast hefði
mátt fyrir ef þessir menn hefðu
rétt fram hjálparhönd fyrr. Nú
tjúka þessir menn upp þegar enn
einn togarinn er að hverfa af
Suðurnesjum. Þeir hefðu þurft að
grípa til aðgerða miklu fyrr.“ Þá
segir Steingrímur ennfremur: „Ef
svona hefði hallað undan fæti í
sjávarútvegi fyrir vestan er ég
hræddur um að okkur þingmönn-
um hefði verið best að halda okkur
í burtu.“
Ástæðulaust er fyrir mig að
láta slíkum ummælum ósvarað og
rétt að rifja upp ýmsar staðreynd-
ir varðandi þau atriði er Stein-
grímur kýs að gera að
umræðuefni með þessum hætti.
Ætla mætti af viðtalinu við
Steingrím að hann hafi lítið kom-
ið nálægt stjómmálum og beri
hverfandi ábyrgð á því sem gerst
hefur. Svo er þó ekki því
Steingrímur Hermannsson hefur
setið á þingi síðan 1971 og gegnt
ýmsum ráðherraembættum m.a.
embætti sjávarútvegsráðherra
1980—1983 í ríkisstjóm dr. Gunn-
ars Thorodsen. Hann var einn
helsti hvatamaður að myndun
þeirrar ríkisstjómar.
í tilvitnuðum orðum Steingríms
er raunar að finna ástæðuna fyrir
því að hann hefur yfirgefið sitt
fyrra kjördæmi. Hann hefur sem
sagt tekið þann kostinn að halda
sér burtu frá vandamálum sjáv-
arútvegs á Vestfjörðum en
þykist nú geta komið sem bjarg-
vættur í öðru kjördæmi og leyst
þar hvers manns vanda. Skyldi
Steingrímur ekki hafa hugleitt að
Reyknesingar kynnu að hafa
fytgst með því hvað hann hefur
verið að gera og hvemig ástand
sjávarútvegsmála er víða í Vest-
fjarðakjördæmi þegar hann kýs
að halda burtu úr sínu gamla kjör-
dæmi.
Steingrímur er sjálfsagt þegar
búinn að gleyma erfiðleikum sjáv-
arútvegs á Patreksfírði, Bíldudal
og Suðureyri og hraðfrystingar-
innar á ísafírði. Það er svo langt
síðan Steingrímur Hermannsson
gegndi embætti sjávarútvegsráð-
herra, 1980—1983. Hann man
alls ekkert eftir því að þá á ein-
hvetjum mestu aflaárum í sögu
landsins var útgerðin rekin með
Matthías Á. Mathiesen
Skyldi Steingrímur
ekki hafa hugleitt að
Reyknesingar kynnu
að hafa fylgst með því
hvað hann hefur verið
að gera og hvernig
ástand sjávarútvegs-
mála er víða í Vest-
fjarðakjördæmi þegar
hann kýs að halda
burtu úr sínu gamla
kjördæmi.
slíkum halla að hún hefur ekki
borið sitt barr síðan. Verðbólgan
æddi áfram en skuldir sjávarút-
vegsins vom verðtryggðar að
fullu.
Steingiíinur lætur þess getið
að hann hafi hjálpað til við að
útvega togara til Suðurnesja. Þeir
vom reyndar gamlir og hafa skap-
ar stórkostlega örðugleika hjá
þeim fyrirtækjum sem þá keyptu
vegna endumýjunar. Hraðfrysti-
hús Keflavíkur á í miklum fjár-
hagslegum vanda út af Bergvík-
inni (áður Júlíus Geirmundsson).
Það sama er upp á teningnum hjá
Útgarði hf. ef Gautur verður seld-
ur úr Garðinum. Ekki má svo
gleyma þeirri óskammfeilni að
Hornafirði var laumað inn í kvóta-
regluna fyrir Norðursvæðið
þegar Erlingur var seldur þangað
af Suðurnesjum og fékk skipið
1750 tonna þorskkvóta í sitt sókn-
armark, en hafði aðeins haft 733
tonn í aflamark sitt í Garðinum.
Steingrímur Hermannsson
virðist hafa gleymt því að sjávar-
útvegsráðherra núverandi ríkis-
stjórnar er varaformaður
Framsóknarflokksins. Sjávarút-
vegsráðherra hefur lýst sjónar-
miðum framsóknarmanna í
sjávarútvegsmálum þannig — að
takmarka bæri sókn í þorskstofn-
inn með því að fækka togurum á
þéttbýlissvæðum suðvestanlands
um 30. —
Hér að framan hef ég einvörð-
ungu staldrað við ummæli Stein-
gríms í nefndu viðtali er lúta að
stöðu sjávarútvegsmála. Ýmislegt
annað er í viðtalinu sem um verð-
ur fjallað síðar. Steingrímur
Hermannsson hefur reitt höggið
hátt en það geigar eins og ljóst
má vera af því sem að framan
greinir. Hér má því segja að
höggvi sá er hlífa skyldi.
Höfundur er utanríkisráðherra
og 1. þingmaður Reykjaneskjör-
dæmis.
Frumvarp um framhaldsskólalög:
Ríkíð annist allan
rekstrarkostnað skóla
Kostnaðarauki fyrir ríkissjóð um 160 millj. kr. miðað við verðlag 1985
NEFND sú sem mennta-
málaráðherra skipaði til
þess að semja frumvarp að
lögnm um framhaldsskóla á
íslandi hefur nýverið skilað
menntamálaráðherra tillög-
um sínum. Að sögn Birgis
ísleifs Gunnarssonar, for-
manns nefndarinnar felur
þetta frumvarp í sér ramma-
löggjöf sem tekur til allra
skóla á framhaldsskólastigi,
þar með talið menntaskólar,
fjölbrautarskólar, skólar á
iðnfræðslustigi og ýmsir
sérskólar.
„Það er gert ráð fyrir því að
allir skólar geti haldið sínum sér-
kennum, geti borið sín eigin nöfn,
hvort sem það er tengt stað, hefð,
eða sérstöku hlutverki,“ sagði Birg-
ir Isleifur í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að gert væri ráð
fyrir töluverðu sjálfstæði hvers
skóla fyrir sig, bæði hvað það varð-
ar að skipuleggja sína kennslu,
fjárhagslegt sjálfstæði að ákveðnu
marki og jafnframt að skólar gætu
viðhaldið bekkjakerfinu ef þeim
sýndist svo, þó svo að öllu námi
Æfingin var að
frumkvæði SVFÍ
í texta með mynd frá björgunaræf-
ingu i Vestmannaeyjum, sem birtist
í Morgunblaðinu á föstudaginn féll
niður, að æfingin var haldin að
frumkvæði Slysavarnafélags Is-
lands.
væri skipt upp í ákveðna náms-
áfanga.
„Það er gert ráð fyrir því að
stofnkostnaður hvers skóla greiðist
sameiginlega af ríki og viðkomandi
sveitarfélagi eða sveitarfélögum,
þannig að ríkið borgi 60% en sveit-
arfélög 40%,“ sagði Birgir ísleifur.
Hann sagði að ríkið myndi greiða
allan rekstrarkostnað af skólunum,
þar með talinn launakostnað. Hann
sagði að fljótt á litið liti út fyrir
að kostnaðarauki fyrir ríkið yrði
um 160 milljónir króna á ári, miðað
við verðlag á árinu 1985.
Birgir ísleifur sagði að það væri
tími til kominn að löggjöf kæmi
fram um framhaldsskólana í heild
og benti á fleiri nýmæli í frum-
varpinu, eins og það að ráð er fyrir
því gert að við hvern skóla skuli
starfa skólanefnd, sem sé skipuð
skólanefnd sem sé skipuð 3 fulltrú-
um, tveimur frá hlutaðeigandi
sveitarfélagi og einum tilnefndum
af menntamálaráðuneytinu. Skóla-
nefndimar fái vald til þess að
ákvarða og skipuleggja nám og
námsframboð innan skólans, jafn-
framt því sem þær ákvarði rekstur
Grindavík:
Sorpreikningur upp
á 5 milljónir kr.
Grindavík.
KOSTNAÐUR við sorphreinsun í Grindavik er áætlaður 5 milljónir
króna árið 1987, eða 3 milljónum meiri en hjá sambærilegum sveitar-
félögum, samkvæmt upplýsingum sem Morgnnblaðið hefur aflað sér.
Grindavíkurbær er í samstarfi
við hin sveitarfélögin á Suðumesj-
um um rekstur Sorpeyðingarstöðv-
ar Suðurnesja og þarf samkvæmt
áætlun frá stöðinni að greiða 15%
af heildarkostnaðinum, eða um 4
milljónir króna, fyrir sorphirðingu,
sorpbrennslu og fjármagnskostnað.
Auk þess þurfa Grindvíkingar að
halda úti sérsorphaugum fyrir svo-
kallað iðnaðarsorp og kostar það
bæjarfélagið um 1 milljón í viðbót.
Margítrekað hefur verið reynt að
fá stjóm stöðvarinnar til að sjá um
að þessi þjónusta taki einnig til iðn-
aðarsorpsins, en án árangurs. Nú
eru uppi raddir í bæjarstjórninni
um að þessum haugum verði lokað
enda löngum verið mikið vandamál
sakir óþrifnaðar. Ef af því verður
þurfa íbúar í Grindavík að sjá um
það sjálfir að koma ruslinu niður á
athafnasvæði sorpeyðingarstöðvar-
innar.
Við samanburð á Borgarnesi og
Siglufirði, sem eru bæjarfélög af
svipaðri stærð og Grindavík, kemur
í ljós að sorpreikningur Grindvík-
Birgir ísleifur Gunnarsson,
formaður nefndar þeirrar sem
samdi frumvarpið að lögum um
framhaldsskóla.
skólans innan þeirra fjárveitinga
sem til ráðstöfunar eru. „Það er
gert ráð fyrir því að hver skóli
verði sjálfstæð rekstrareining og
ríkissjóður greiði laun fyrir
kennslu, stjórnun og prófdæmingu
beint til skólans, en annan rekst-
urskostnað greiði ríkið fyrirfram
ársfjórðungslega til skólanna, og í
því er fólgið þetta aukna fjárhags-
lega sjálfstæði hvers skóla fyrir
sig,“ sagði Birgir ísleifur.
Þá sagði hann að gert væri ráð
fyrir því að Samvinnuskólinn og
Verzlunarskólinn störfuðu áfram á
sama grundvelli og hingað til og
opnað væri fyrir þann möguleika
að menntamálaráðherra gæti sam-
þykkt kostnaðarþátttöku við aðra
einkaskóla á framhaldsskólastigi.
„Þá eru lögfest, samkvæmt
þessu frumvarpi í fyrsta sinn,
ákvæði varðandi fullorðinsfræðslu,
öldungardeildarstarfsemi og eftir-
menntun, en þar er gert ráð fyrir
að sú fræðsla verði með svipuðu
fyrirkomulagi og verið hefur,“
sagði Birgir Isleifur, „auk þess sem
reynt er að tryggja samstarf skól-
anna og atvinnulífsins, náttúrlega
fyrst og fremst í iðnnáminu. Jafn-
framt er lagt til að sett verði á
stofn fræðsluráð sjávarútvegs, sem
hafí með höndum mótun heildar-
stefnu og fræðsluskipulags í
sjávarútvegsgreinum. “
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Sorphaugarnir í Grindavík, sem stendur til að loka vegna óþrifnaðar.
inga er 3 milljónum hærri en hjá Suðumesja, en Borgnesingar og
þessum bæjarfélögum, þrátt fyrir Siglfirðingar eru einir um sorphirð-
samstarfíð um Sorpeyðingarstöð inguna. Kr. Ben.