Morgunblaðið - 01.02.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 01.02.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 FEBRÚAR Síöasti skiladagur fyrir einstaklinga meö sjálfstæðan atvinnurekstur er 15. mars. Ríkisskattstjóri Svipti sig lífi af óttavið alnæmið Róm. AP. FÓSTRA nokkur á Ítalíu svipti sig lífi fyrr i vikunni vegna þess, að hún óttaðist, að hún hefði sýkst af alnæmi þegar hún stakk sig á sprautunál fyrir fimm árum. Er hún þriðji ítalinn, sem al- næmisóttinn hrekur í dauð- ann í þessum mánuði. í frétt í Rómarblaðinu II Mes- saggero sagði, að Antonietta Mattei, 39 ára gömul fóstra og tveggja bama móðir, hefði stytt sér aldur í rauðabýtið á þriðju- dag, nokkrum stundum áður en hún átti að mæta í alnæmis- próf. Hafði Mattei um sjö mánaða skeið fundið fyrir þrótt- leysi og flökurleika en þau geta verið einkenni alnæmis eins og svo ótalmargt annað. Fyrir fímm árum fann hún á dagheimilinu óhreina sprautu, sem hún að sjálfsögðu kastaði til að bömin meiddu sig ekki á henni, en varð um leið fyrir því að stinga sig lítilsháttar. Vegna þess ímyndaði hún sér, að hún væri komin með alnæmi og lauk ævi sinni með því að kasta sér út um glugga á fjórðu hæð. Tveir aðrir menn hafa svipt sig lífí f þessum mánuði vegna ótta við, að þeir væm sýktir af alnæmi. 16. janúar skaut 29 ára gamall maður í Verona konu sína, tveggja ára gamlan son og síðan sjálfan sig og í bréfí, sem hann skildi eftir, kvaðst hann óttast, að vændiskona hefði sýkt sig af sjúkdómnum. Við líkkrufningu kom í ljós, að hann hafði bara verið með flens- una. Þá batt 49 ára gamall trésmiður í Leghom enda á líf sitt í síðustu viku eftir að hafa farið í læknisskoðun. Læknamir sögðu honum reyndar, að hann væri veill fyrir hjarta, ekki með alnæmi, en því vildi trésmiður- inn ekki trúa. ER 4 WD - SKUTBÍLL Sá fyrstl frá Japan með sítengt aldrif, sem hægt er að læsa. O Stöðug spyrna á öll hjól. O Engin skipting milli fram- og afturhjóla. O Viðbragð og vinnsla ísérflokki. O Mikið burðarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. BLaugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.