Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 32

Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 33 fHtrgmi! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrífstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Embættismenn og kjarnorkuvopnaleysi Deilumar um kjamorku- vopnalaust svæði á Norður- löndunum ætla að vera langvinnar hér á landi. Ekki er aðeins tekist á um efni málsins heldur einnig formið, eins og fram kom í umræðum á Alþingi á fimmtudag. Þar var rætt um tillögu frá þingmönnum Kvenna- lista, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags á þá leið, að íslendingar ættu að taka þátt í störfum norrænnar embættis- mannanefndar um kjarnorku- vopnalaust svæði. Á síðasta ári var tillaga um slíka nefnd á dag- skrá tveggja funda utanríkisráð- herra Norðurlanda og ætlunin er, að hún verði tekin fyrir í þriðja sinn á fundi ráðherranna hér á landi í mars næstkomandi. Þegar málið var til umræðu í Stokkhólmi síðastliðið vor töldu bæði Norðmenn og íslendingar óþarft að skipa slíka nefnd. Síðan urðu stjómarskipti í Noregi og Verkamannaflokkurinn myndaði stjórn. í Kaupmannahöfn síðast- liðið haust vom íslendingar hinir einu sem sáu meinbaugi á því að háttsettir norrænir embættis- menn settust í nefnd til að gera úttekt á málinu. Var þá ákveðið, að forstöðumenn pólitískra deilda norrænu utanríkisráðuneytanna skyldu ræða það á milíi ráð- herrafunda, hvort ekki væri unnt að koma á fót nefnd hærra settra embættismanna um málið. Frá því hefur verið skýrt, að á nýleg- um fundi um þetta mál hafi skrifstofustjóri íslenska utanrík- isráðuneytisins skýrt frá því, að íslendingar sæju vankanta á því að skipa embættismannanefnd- ina. Síðan hefur Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sagt hér í blaðinu, að utanríkis- ráðuneytið bíði eftir því, hvað utanríkismálanefnd Alþingis hafi um málið að segja. Hún hafí ekki afgreitt það frá sér, sem henni ber að gera samkvæmt ályktun Alþingis um afvopnunar- mál frá vorinu 1985. Hefur einmitt verið talið, að sú ályktun komi í veg fyrir aðild íslands að embættismannanefndinni. Hvort heldur litið er á meðferð þessa máls á innlendum eða nor- rænum vettvangi er hún í einu orði sagt furðuleg. Um áratuga- skeið velta stjómmálamenn á undan sér hugmynd, sem aldrei hefur verið skilgreind til fulls og enginn veit í raun hvað þýðir en gæti haft í för með sér, að Sovét- menn fengju einhvers konar íhlutunarrétt í norræn öryggis- mál; Norðurlöndin yrðu grátt svæði milli austurs og vesturs og þau afsöluðu sér einhliða rétti til að veijast með öflugasta hætti. Málið hefur um nokkurt árabil verið á dagskrá utanríkis- ráðherra Norðurlandanna. Um það var haldinn sérstakur nor- rænn þingmannafundur í Kaupmannahöfn undir árslok 1985. Fyrir þann fund samdi utanríkisráðuneytið greinargerð fyrir utanríkismálanefnd Alþing- is á grundvelli málamiðlunartil- lögunnar í afvopnunarmálum frá vorinu 1985 og svo virðist sem utanríkisráðuneytið bíði enn eftir því, að nefndin taki ákvörðun á grundvelli þeirrar greinargerðar. Alls staðar á Norðuriöndunum hafa verið samdar skýrslur um málið af opinberum eða hálfopin- berum aðilum. Öryggismála- nefnd, skipuð fulltrúum fjögurra þingflokka, gaf út eina slíka skýrslu upp á 111 blaðsíður á árinu 1982. Rætt hefur verið um málið á mörgum ráðstefnum og færð rök fyrir því bæði með og á móti. Þjóðréttarfræðingar á borð við Jens Evensen hafa látið málið til sín taka og þóst sjá í því leiðir til nýrra vídda í al- þjóðlegum samskiptum o.s.frv., o.s.frv. Til þess að Alþingi íslendinga og aðrir geti tekið skynsamlega afstöðu til hugmyndarinnar um embættismannanefndina þarf að liggja fyrir, hvaða umboð á að veita embættismönnunum. Er ætlunin að þeir semji drög að milliríkjasamningi um málið? Eiga þeir að skera úr um það til hvaða Norðurlanda svæðið á að taka? Eiga þeir að skilgreina, hvers vegna mest er rætt um nauðsyn yfírlýsinga af þessu tagi í löndum, þar sem engin kjam- orkuvopn em? Eða eiga þeir að taka saman í eina heildarskýrslu allt það, sem komið hefur fram í eldri skýrslum í einstökum lönd- um? Hvemig geta hlutlausu ríkin Finnland og Svíþjóð falið fulltrú- um sínum að ráðgast um sameig- inlegar aðgerðir á jafnviðkvæmu sviði öryggismála og þessu við fulltrúa þriggja NATO-ríkja? Við þessum spumingum þurfa að fást svör. Ætti að vera tiltölu- lega auðvelt að gefa þau, vilji menn á annað borð raeða þetta margþvælda mál innan einhvers ramma. Ef til vill eru stjóm- málamenn annars staðar á Norðurlöndunum bara orðnir leiðir á því að hafa þetta mál endalaust á dagskrá hjá sér og kjósa að ýta því til hliðar og velja háttsetta embættismenn sem einskonar skjalageymslu. Sé svo er ekki skynsamlegt að stöðva það öllu lengur, að þessi nefnd verði skipuð. Laugardagur 31. janúar Stórveldin Inýútkomnu tölublaði af Foreign Policy er grein um varðaða leið Gorbachevs til Reykjavíkur og segir þar, að leiðtogi Sovétríkj- anna,hafi gert sér far um eftir að hann komst til valda í marz 1985 að marka breytta stefnu í utanríkismálum í samræmi við yfirlýsingar hans á 27. þingi sovézka kommúnista- flokksins í febrúar 1986, en þar mátti sjá fráhvarf frá stefnu og yfirlýsingum fyrir- rennara hans. Brezhnev hafði á næsta þingi áður, 1981, dregið upp glansmynd af ástandinu, en Gorbachev dró úr þessari mynd, gagnrýndi kyrrstöðu sem hefði ver- ið næstu fimm árin á undan, lagði áherzln á samtal milli risaveldanna og skilning, en síður árekstra og áreitni. Hann gagn- rýndi fyrirrennarana óbeint og notaði mildara tungutak en venja er austur þar, þegar vestræn ríki eiga í hlut. Einkum lagði hann áherzlu á breytta stefnu í af- vopnunarmálum og er augsýnilega mikið niðri fyrir, þegar þau ber á góma eins og við sáum á fundinum í Háskólabíói. Hin nýja lína í Sovétríkjunum er sú, að kapítal- isminn hafi breytzt og sé nú annar en hann hefur verið, jafnvel um miðja öldina og nú jafnvel talað um að Gorbachev fari í opinbera heimsókn til Bonn eftir kosning- amar. Það sem vekur kannski mesta athygli er sú þverstæða, að gagnrýnin dynur á fyirum utanríkisráðherra SoVétríkjanna, Ándrei Gromyko, sem var aðaltalsmaður utanríkisstefnunnar um þriggja áratuga skeið, en situr nú á forsetastóli í þessu mótsagnakennda ríki sem þó er alltaf sam- kvæmt sjálfu sér, þegar ófrelsi þegnanna er annars vegar. í 'fyrrnefndri grein er talað um að nú geti afstaða Bandaríkjastjórnar og við- brögð Sovétstjómarinnar í geimvamamál- um, eða SDI-áætlun Reagans (Strategic Defense Initiative) kippt fótunum undan langtíma markmiði Gorbachevs og þar með viðleitni hans til að endurreisa efnahags- kerfí Sovétríkjanna eins og höfundamir komast að orði. Efnahagur og lífskjör al- mennings í Sovétríkjunum em heldur bágborin, svo að ekki sé meira sagt og mun það vera á óskalista aðairitarans að bæta þar úr, enda virðist metnaður þeirra hjóna taka meira mið af ástandinu í vest- rænum ríkjum en tíðkazt hefur þar eystra. Árangursríkur fundur í Reykjavík í greininni í Foreign Policy, Gorbachev, The Road to Reykjavík, er einkum fíallað um áherzlubreytingar í utanríkisstefnu Sovétríkjanna undir stjóm Gorbachevs, þótt markmiðið sé að sjálfsögðu hið sama og ávallt áður, heimsyfírráð kommúnism- ans. Greinarhöfundamir em sérfræðingar í þessum efnum. Þeir eru F. Stephen Labr- abee, sem sæti átti í Öryggisráði Banda- ríkjanna 1978—81 og er nú forstjóri fyrir Institute for East-West Security Studies í New York, og Allen Lynch sem einnig vinnur við stofnunina. Greinin fíallar einkum um það, hvað núverandi aðalritari sovézka kommúnista- flokksins leggur miklu meiri áherzlu á Vestur-Evrópu, Japan og e.t.v. einnig Kína en löndin í þriðja heiminum sem athygli fyrirrennara hans beindist mjög að. En að sjálfsögðu hefur áherzlan einnig orðið meiri á heldur vinsamleg samskipti við Bandaríkin, a.m.k. á yfírborðinu. Niðurstaða þeirra er í stómm dráttum sú, að fundurinn í Reykjavík hafí ekki farið í vaskinn, síður en svo. Þvert á móti hafí hann sýnt svart á hvítu, hvað áunnizt gæti, ef vilji er fyrir hendi. Risaveldin nálguðust hvort annað að ýmsu leyti, s.s. í afstöðunni til fækkunar eldflauga og jafn- vel rætt um einstakar kjamaflaugar sérstaklega. Andrúmsloftið var hreinsað, segja höfundamir, og enginn fer lengur í grafgötur um, hver hugsun leiðtoganna er í afvopnunarmálum. Meginágreiningsefnið er geimvarnaáætlun Reagans, a.m.k. er hún ásteytíngarsteinninn. Ef samkomulag hefði verið undirritað, hefðu Bandaríkjamenn ekki getað fjölgað MX-flaugum sem þeir telja sér lífsnauð- synlegar til varnar árás, né gert tilraunir með Tri'dent 2 sem þeir skutu á loft nú í janúar frá Cape Canaveral, en þessar kaf- bátaflaugar eru mjög nákvæm og mikil- væg vopn, að dómi flotans. Það vakti vemlega athygli, þegar Trid- ent-flauginni var skotið á loft og höfðu þá allmargir mótmælendur safnazt saman á staðnum og yljað lögi-eglunni undir ugg- um. En tilraunin var gerð eins og ekkert væri. Báðir leiðtogarnir eiga leik á borði, segja höfundar fyrrnefndrar greinar enn fremur. Það sé miklu meiri von til þess að Reagan sem vilji hverfa inn í söguna sem „friðar- forsetinn" komi samkomulagi við Rússa gegnum Bandaríkjaþing en nokkur forseti annar, hvort sem hann væri repúblikani eða demókrati, því að þingið treysti full- komlega afstöðu hans til kommúnismans og kommúnistaríkjanna. í þessu sambandi má minna á, að það hefðu ekki allir Banda- ríkjaforsetar getað gjörbreytt afstöðunni til Kína eins og hendi væri veifað eins og Nixon gerði, ekki einasta átölulaust, held- ur við mikinn fögnuð, enda hefur þessi stefnubreyting reynzt kórrétt. Þessa yfirburði Reagans ætti Gorbachev að íhuga rækilega, segja greinarhöfundar enn fremur, ef hann vill á annað borð ná samningum um afvopnunarmál. Stefnan hafi verið mörkuð í Reykjavík, þótt þar hafi menn einungis tekizt í hend- ur, en ekki skrifað undir endanlegt samkomulag. í sjónvarpssamtali við CNN 17. jan. sl. sagði dr. Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að senn yrði efnt til toppfundar milli Reagans, „íhaldssamasta“ forseta Bandaríkjanna eftir stríð, og Gorbachevs um afvopnunarmál — og sam- komulag mundi.nást í meginatriðum. Reykjavíkurfundurinn enn í Bandaríkjunum linnir ekki umræðum um Reykjavíkurfundinn og oft skírskotað til hans, bæði í gamni og alvöru. í sjón- varpssamtali við Alexander Haig, fyrrum yfirmann NATO-herafla í Evrópu og síðar utanríkisráðherra um skeið, sagðist hann telja að of mikið hefði verið gert úr Reykja- vikurfundinum, bandarísku þátttakend- umir hefðu verið illa undirbúnir undir það sem þar gerðist. Litlu hefði munað að illa færi. Næst þyrftu Bandaríkjamenn að vera betur undirbúnir og þá mætti búast við einhveijum árangri. Gorbachev hafí verið í áróðursstellingum, en samt augljóst að hægt sé að ná einhveijum samningum við hann. Haig er að hugsa um forsetaframboð og mun lýsa yfir ákvörðun sinni í þeim efnum I marz. En augljóst var að hann hefur miklu meiri áhuga á embættinu en hann vildi vera láta. Aðspurður notaði hann frasa eins og: Ég tel ástandið svo slæmt í Bandaríkjunum, að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus og horfa á ... o.þ.h. sem merkir ekkert annað en að hann hef- ur mikla löngun til að setjast í þennan eftirsóknarverðasta forsetastól heims, hvemig svo sem á því stendur! Haig sagði að verkefni næsta forseta Bandaríkjanna yrði ekki sízt að leysa málefni Mið- og Suður-Ameríku, en Bandaríkjamenn mættu aldrei hafa þau afskipti af þessum löndum sem minntu á framkvæmd Rússa á Breshnev-kenning- unni gagnvart leppríkjunum og nágranna- löndum, þar sem afskipti þeirra og yfirgangur em nær ótakmörkuð. Stjórnmál í Banda- ríkjunum Stjómmál í Bandaríkjunum snúast nú einkum um fjárlög, afstöðuna til skæmliða í Nigaragúa og vopnasölu til írans. Allt er þetta viðstöðulaust í frétturm En undir jiíðri snýst þó allt.um næstu forsetakosn- ingar og forsetaembættið sjálft.' Þótt viðstöðulaust sé tönnlazt á trúnaðarbresti vegna írans-málsins og minnkandi gagn- kvæmt traust milli Reagans og þjóðarinnar og skoðanakannanir sýni, að fólk telji for- setann jafnvel ekki hafa verið allan þar sem hann er séður í þessu máli, sýna niður- stöður skoðanakannana einnig að forsetinn nýtur nánast jafnmikilla vinsælda í Banda- ríkjunum og áður, menn sjá í gegnum fingur við hann, margir telja það eigi að bjarga gíslum með samningum yið Irana og kljúfa þá frá Kússum, Khomení sé að verða afdankað gamalmenni (en Reagan alltaf jafnungur, 76 árall), en þó ræður það einkum úrslitum að fólki þykir einfald- lega vænt um forsetann með göllum hans og kostum. Bandaríkjamenn meta það öðru fremur, hvernig þeim hjónum tekst ávallt að halda reisn sinni, þeir meta Nancy Reagan ekki síður en mann hennar, og þá ekki sízt afstöðu hennar til heimilis og fjölskyldu, svo og vandamála eins og fíkniefnaneyzlu. En þeir eru umfram allt þakklátir fyrir, hvernig Reagan hefur endurheimt álit Bandaríkjanna eftir Watergate og þá ekki síður, hvemig hann hefur styrkt stöðu Bandaríkjanna í heiminum, ekki sízt með ákveðnum stuðningi við herinn og vamir landsins sem margir telja að hafi verið í hálfgerðum molum, þegar hann tók við _ stjórn. Bandaríkjamenn em feiknamiklir þjóð- emissinnar, og líklega jafnvel meiri en Islendingar þegar öllu er á botninn hvolft. Og þessi þjóðemistilfinning fær ekki sízt útrás í þessu mikla tákni bandarísks sjálf- stæðis og frelsis, hernum. Framkoma Reagans í Keflavík á dögunum, ávarp hans til varnarliðsins og kveðja hans að lokum að hermannasið var engin tilviljun, ,ef einhver skyldi halda það. Hann vissi vel, að allt var þetta sýnt í sjónvarpi í Bandaríkjunum, en þangað var hann áð tala. Hann var ekki í opinberri heimsókn á íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun vestra nýtur Bandaríkjaher mestrar virð- ingar allra stofnana landsins og er því í spomm lögreglunnar hér heima, hvað þetta snertir. i vopnunarmálum. Taldi . Bretinn að Gorbachev hefði verið maður.ársins 1986 vegna breytinga á stíl og afstöðu, hvað sem öðm liði. En hann sæti á tígrisdýri, þar sem valdakerfi Sovétríkjanna væri og þyrfti að geta tamið þetta dýr áður en hann missti stjórnina úr sínum höndum. Til þess þarf aðalritarinn að ná einhveijum árangri á alþjóðavettvangi, en án þess verður fátt um fína drætti í endurbótum og lífskjarabyltingu heima fyrir. Rússinn sagði ennfremur, að það hefði ekki verið Gorbachev sem sleit viðræðun- um í Reykjavík, hann sagði ekki finito! sagði hann, heldur Bandaríkjaforseti. Við vitum ekki af hveiju, bætti hann við, en líklega af einhverjum sálfræðilegum ástæðum sem við þekkjum ekki! Hann kvaðst þess fullviss, að Verkamannaflokk- urinn kæmist til valda í Bretlandi áður en langt um liði og virtist binda einhveijar vonir við, að ágreiningur risi milli hans og Bandaríkjastjómar í kjarnorkuvopna- málum. En síðustu skoðanakannanir benda ekki eindregið til þess að kratar vinni kosn- ingarnar. í þessu sambandi má geta þess að Rússar beita alltaf fyrir sig ýmiss kon- ar tvískinnungi innan NATO, nú síðast afstöðu danskra og norskra jafnaðar- manna í orði til kjamorkuvopna, hver svo sem þessi afstaða verður á borði, þegar til kastanna kemur. Þvf má svo bæta við að Gorbachev hugðist ná samkomulagi við Breta og Frakka um tvíhliða viðræður um minnkun kjamorkuvopna í þessum löndum og endurtók þetta tilboð sitt í afvopnunar- tillögu sinni i janúar 1986, en hvorki Bretar né Frakkar hafa verið til viðtals um slíkar samningaviðræður, enda em öll slík mál afar viðkvæm innan ríkja Atlants- hafsbandalagsins eins og fram kom, þegar Vestur-Evrópuríki fögnuðu því að ekkert samkomulag risaveldanna var gert í Reykjavík án samráðs við þau. Rikisstjóm Vestur-Þýzkalands var til að mynda mjög hugsi vegna áætlana um fækkun meðal- drægra kjamorkuflauga í Vestur-Evrópu og óttaðist, að með slíku samkomulagi gætu Rússar borið hinn efra skjöld, þar sem þeir hafa yfirburði í landher og skammdrægum flaugum. SDI Reagan bezti kostur Rússa? Lítill vafí er á því að Gorbachev hlakkar ekkert til að Reagan fari úr Hvíta- húsinu þrátt fyrir geimvamaáætlunina, því Rúss- ar hafa litlar mætur á Bush, varaforseta, sem þeir telja miklu öndverðari sér en forsetinn, auk þess sem þeir hafa ekki hugmynd um það frekar en aðrir, hver gista muni Hvíta húsið að stjóm Reagans lokinni. Ef Gorbachev er mikið í mun að ná ein- hveiju samkomulagi við Bandarikjastjóm um afvopnunarmál, hlýtur hann að ein- blína á Reagan eins og raunar er augljóst af ákafa hans að ná fundum hans. Það hvarflar ekki að neinum nýkjömum Bandaríkjaforseta að efna til toppfundar með Sovétleiðtoga fyrsta árið sem hann situr á valdastóli, ef mið er tekið af því sem á undan er gengið. Því hlýtur Gorbachev að telja Reagan bezta kostinn eins og nú háttar og ef hann meinar eitt- hvað með yfírlýsingum sínum og fram- komu. Það kom því ekkert á óvart, þegar talsmaður sovézka sjónvarpsins, Douneva, sagði í sjónvarpsumræðum vestra nýlega að leiðtogamir hefðu átt að skilja sérfræð- inga sína eftir í Reykjavík um nokkurt skeið og Ijúka samkomulagi sem þeir hefðu svo getað undirritað að starfí loknu. Harm- aði hann að svo skyldi ekki hafa farið. En hann gerði mikið úr Reykjaíkurfundin- um og kvaðst þeirrar trúar að vænta mætti stórtíðinda af afvopnunarmálum á þessu ári. Ekki yrði aftur snúið, línurnar hefðu verið lagðar í meginatriðum. Michael Biyon, fréttaskýrandi Times í London, sem einnig tók þátt í umræðun- um, sagði að Gorbachev hefði sýnt mikinn samningsvilja og staðfest að hann vildi komast að einhveiju samkomulagi í af- Nú er talað um að fyrsta skrefið í geim- vamaáætluninni verði það að koma upp gagneldflaugakerfi á jörðu niðri. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem Pentagon hefur fengið frá Marshall-stofnuninni í Wash- ington. Ekki er ólíklegt að þessi fyrsti áfangi verði tilbúinn 1992. Þetta kerfi yrði saman sett af vamartækjum á jörðu niðri sem gæti grandað kjamorkuflaugum Rússa í himingeimnum. í tengslum við þetta kerfí yrði að starfrækja AWACS- ratsjárvélar sem gætu gefíð fyrstu merki um hættu, en slíkar vélar fljúga frá vamar- stöðinni í Keflavík eins og kunnugt er. Áætlað er að þetta geimvamakerfí kosti 30 milljarða dollara. Sumir óttast að slíkt kerfí herði einung- is vígbúnaðarkapphlaupið því Rússar mundu einfaldlega fíölga kjamorkuflaug- um sínum og hafa þannig möguleika á að koma einhveijum þeirra í gegnum kerfið, sem yrði götótt og síður en svo einhlítt til vama gegn kjamorkuárás. Slíkt gagn- eldflaugakerfi yrði að vera í nánum tengslum við viðamikið geimkerfi sem gæti grandað rússneskum flaugum skömmu eftir að þeim hefði verið skotið á loft. Þannig gera áætlanir ráð fyrir að full- komið geimvamakerfi sem eitthvert gagn yrði að mundi kosta um 120 milljarða dollara. Það gæti verið tilbúið 1994. Forsetakosningar Eins og fyrr getur er Haig að bræða með sér, hvort hann hafi eitthvert bolmagn til að taka þátt í kapphlaupinu um forseta- embættið að tveimur árum liðnum. En hann er ekki einn um hituna. Þar verða margir kallaðir og einungis einn útvalinn. Sem stendur virðist Gary Hart, fyrrum Morgunbladid/Þorkcll öldungadeildarþingmaður frá Koloradó, vera sigurstranglegastur af þeim demó- krötum sem sækjast eftir forsetaembætt- inu. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun hefur hann 32% fylgi aðspurðra demó- krata, en næstir komu Mario Cuómó ríkisstjóri New York, með 18%, og sr. Jesse Jackson, blökkumannaleiðtogi, með 11%. Hart hefur reynt áður, án árangurs. Nú hefur hann hætt þingmennsku til að geta einbeitt sér að kapphlaupinu og afla sér þekkingar í afvopnunarmálum og öðru sem varðar bandarísk utanríkismál. Hann var í Moskvu á dögunum. Jaekson leitar helzt stuðnings hjá blökkufólki, fátækum og fijálslyndum. Hann á sér alltraustan fylgismannakjama eins og Hart, en þeir þykja ekki eftirsókn- arverður kostur af mörgum demókrötum. Menn skyldu líka muna, að enginn veit, hveijir lenda á endasprettinum, svo marg- flókin sem bandarísk stjómmál eru og nægir að vísa til þess að fæstum datt í hug að Carter lenti í forsetaframboðinu, hvað þá Hvíta húsinu þegar baráttan hófst. Af repúblikönum er George Bush sigur- stranglegastur, en írans-hneykslið hefur skaðað hann vemlega og ýmsir telja að það geti skaðað hann enn meir en orðið er. Það veit þó enginn fyrir víst. Bob Dole, öldungadeildarþingmaður frá Kansas, kemur næstur varaforsetanum og segjast 20% repúblikana munu styðja hann, en 29% Bush. Dole var talsmaður meirihlutans í Öldungadeildinni, meðan repúblikanar réðu þar lögum og lofum þar til eftir nýafstaðnar kosningar. Hann er kvæntur samgöngumálaráðherra Reag- ans, Elísabetu Dole. Hann þykir hafa góða kímnigáfu sem Bandaríkjamenn kunna einna bezt að meta í fari stjómmála- manna, enda snýst nær helmingur af öllu sjónvarpsefni um brandara í viðstöðulaus- um gamanþáttum, þar sem fólk eins og Johnny Carson og lærisveinn hans, Joan ] Rivers (sem kallar Carson Móses léttra samtalsþátta), Robert Klein, David Latter- man og aðrir misjafnlega heppnaðir grínistar tróna og baða sig í vinsældum og peningum, e.k. sprellikallar þessa fyrir- ferðamikla tækis, sjónvarpsins. Forsetinn fer svo sannarlega ekki var- hluta af bröndumnum, en vinsælasta efnið er þó þekktir kvikmyndaleikarar og alls kyns dægurlagasöngvarar. Undantekning ef menningarlegt efni kemst inn í þessa þætti, enda ekki söluvarningur handa 30—50 milljónum áhorfenda sem helst þarf að ná til nánast á hveiju kvöldi, svo að kvömin mali! Dole er þó vonarpeningur enn sem kom- ið er, hann þótti standa sig illa í forkeppn- inni 1980, en fáir draga þó leiðtogahæfi- leika hans í efa. Næstur í röðinni á lista repúblikana kemur svo Howard Baker, öldungadeildar- þingmaður frá Tennessee, með 12%. Alexander Haig er einhvers staðar á miðjum vinsældalistanum enn sem komið er. Sjálfur telur hann, að Dole yrði aðal- keppinautur hans, ef til kastanna kæmi. Hann telur jafnframt að írans-málið hafí stórskaðað Bush. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Gary Hart góða forystu meðal Bandaríkja- manna úr báðum flokkum, 50—42 fram yfir Bush og hefur varaforsetinn hvergi vinninginn yfír hann nema í Suðurríkjun- um, 50—46. Þó telja einungis 38% að- spurðra, að Hart sé ekki „aðlaðandi, sterk- ur, persónuleiki með leiðtogahæfileika" og má draga nokkra ályktun af því, þegar hugsað er um forsetakosningarnar að tveimur árum liðnum. Þá hefur hann áreið- anlega minni möguleika en í kapphlaupinu fyrir tveimur árum, þegar hann varð að láta í minni pokann fyrir Mondale á síðasta sprettinum. Bandaríkjamenn eru feiknamiklir þjóðernissinnar, og líklega jafnvel^ meiri en Islend- ingar þegar öllu er á botninn hvolft. Og þessi þjóðernistilfinn- ing fær ekki sízt útrás í þessu mikla tákni bandarísks sjálf- stæðis og frelsis, liernum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.