Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 Dagskráin sem kórinn flytur er kölluð Hanastél ’87. Á myndinni er hluti kórsins. Myndarlegar fraukur leggja á ráðin um næsta atriði. „...ég- syng og dansa af hjartans lyst“ — litið inn á næturæfingu fyrir nemendamót Verslunarskólans ÞAÐ er venja nemenda í Verslun- arskóla Islands að halda árlegan fagnað hinn fyrsta miðvikudag febrúarmánaðar ár hvert. Þessi venja hefur tíðkast í 55 ár, jafn- an við miklar vinsældir nemenda skólans enda er nemendamótið hápunktur félagsstarfsins og hvergi til sparað til að það megi vera sem best úr garði gert. Nemendamótið '87 verður haldið í Háskólabíói næstkomandi mið- vikudag. Morgunblaðið leit inn á æfingu fyrir mótið síðla kvölds í síðustu viku, en æfingar hafa að mestu farið fram að nóttu til, eftir að syfjaðir bíógestir eru horfnir til síns heima. Það var margt um manninn í Há- skólabíói, enda starfa um hundrað manns að undirbúningi mótsins. Sá er siður verslinga að yfir ein- stökum atriðum sýningarinnar hvíli mikil leynd. Blaðamaður náði að leita uppi Berglindi Johansen, for- mann nemendamótsnefndar, og spurði hana hvers kyns samkomur nemendamótin væru. „Það er komin ákveðin hefð fyrir því hvemig dagskrá nemendamót- anna er skipulögð. Formaður nem.mótsnefndar setur mótið og síðan er sunginn svokallaður nem- endamótssöngur. Þá er ávarp skólastjórans okkar, Þorvarðar Elíssonar, sunginn skólasöngurinn og fluttur annáll þar sem venjulega er gert grín að kennurunum. Ann- állinn hefur oftast nær verið fluttur í leikritsformi, en nú verður því breytt," sagði Berglind. Þrátt fyrir mikla lævísi tókst blm. ekki að kom- ast að því í hvetju þessar breytingar væru fólgnar. Hins vegar sagði Berglind að það væri opinbert leyndarmál að annað efni mótsins væri flutningur kórs sem æft hefði sérstaklega fyrir mótið á lögum úr kvikmyndum, jafnt gömlum sem nýjum, íslenskum sem erlendum. Æfíngar fyrir rnótið hófust þegar skólinn tók til starfa í haust, en hafíst var handa við skipulagningu sl. sumar. Kórinn hefur lagt nótt við dag í æfíngar frá áramótum, undir stjórn Magnúsar Kjartansson- ar. Það er hljómsveit Magnúsar sér um flutning tónlistar á mótinu. Meðlimir kórsins láta sér þó ekki nægja að þenja raddböndin. Sóley Jóhannsdóttir hefur undanfamar vikur æft dansatriði með kórnum, sem þykir sýna einstæð tilþrif. Næstur viðmælanda blm. var Ámi Jón Eggertsson,_ sextán ára nemi á fyrsta ári í V.I. Aðspurður sagðist Ámi taka þátt Nemendur æfðu þekkt lög úr gömlum og nýjum kvíkmyndum. Spurningin er; úr hvaða mynd er þetta atriði? í félagslífinu til að kynnast sam- nemendum sínum á annan hátt en daglega stritið í skólanum gæfí möguleika á. Hvað gerir þú í sýningunni? „Ég er í kórnum, sem þýðir að ég syng og dansa af hjartans lyst. Svo bregð ég mér náttúrulega í ótal gervi á örskömmum tíma, eins og aðrir kórmeðlimir." Gaman? „Meiriháttar. Eg bókstaflega nýt þess að flippa út á næturæfingum, syngja og dansa. Fyrir utan það að vera einstaklega góður dansari, þá fæ ég líka tækifæri til að syngja dúett með Gísla Kjæmested." Kolbrún Hjálmtýrsdóttir, 18 ára, tók líka þátt í sýningunni í fyrra. „Það var svo gaman að ég varð að fara aftur. Það skemmtilegasta við þetta allt saman em næturæfíng- amar. Venjulega er maður kominn með svo mikinn svefngalsa á þess- um æfíngum að maður lætur sig hafa hvað sem er,-og hefur gaman Ertu orðin stressuð fyrir sýning- una? „Já. Ég held að það séu allir orðnir dálítið stressaðir og verði það þangað til allt er yfírstaðið og við vitum hvemig okkur hefur tekist upp. Það verður þá bara að koma í ljós ef eitthvað klikkar í þessu hjá okkur,“ sagði Kolbrún. Þess er vænst að um 1.000 áhorf- endur mæti á nemendamótið á miðvikudaginn, -efnt verður til aukasýningar næst komandi laug- Dúettinn Árni Jón Eggertsson og Gísli Kjærnested horfa dreymnir á svip á leiðbeiningar danskennarans. stendur yfir í hátt á aðra klukku- stund. Farið er út að borða um kvöldið og loks er þeyst á dansleik. Við óskum þeim góðrar skemmt- unar, en minnum jafnframt á að það er margsannað að það borgar sig að ganga hægt um gleðinnar dyr! Morgunblaðið/Einar Falur Berglind Johansen, formaður nemendamótsnefndar. Kolbrún Hjálmtýrsdóttir. af því!“ I hvers konar hlutverki ertu? „Hlutverkin eru nú öll svipuð fyrir þá sem eru í kórnum, við syngjum og dönsum. Mér fínnst þetta mjög skemmtilegt og lifí fyrir þetta á meðan á því stendur. ardag kl.14.00 í Háskólabíói. Verslingar eiga þá annasaman dag fyrir höndum; þeir hittast að morgni (bergja þá gjaman á kakói eða óáfengu léttvíni, að eigin sögn), síðan hefst mótið kl. 14.00 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.