Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starf f orstöðu-
manns háskóla-
kennslu á Akureyri
Starf forstöðumanns háskólakennslu á Akur-
eyri er laust til umsóknar.
Hlutverk forstöðumanns er:
1. Að starfa að undirbúningi og skipulagn-
ingu kennslu á háskólastigi á Akureyri
ásamt nefnd sem menntamálaráðuneytið
skipaði haustið 1985 til að fjalla um það
mál.
2. Að hafa í samráði við forráðamenn hlutað-
eingandi skóla umsjón með þeirri kennslu
á háskólastigi sem ráðgert er að hefjist
á Akureyri haustið 1987.
3. Að sjá um samstarfstengsl við Háskóla
íslands og aðra skóla á háskólastigi vegna
kennslunnar á Akureyri.
Gert er ráð fyrir að forstöðumaður verði ráð-
inn til takmarkaðs tíma, þó ekki skemur en
til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um
námsferil og störf skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 15. apríl nk.
Menntamálaráðuneytið,
27.janúar 1987.
Fulltrúastarf
Stórt tryggingafélag óskar að ráða fulltrúa
til starfa í einni af vátryggingadeildum fyrir-
tækisins.
Starfið felst m.a. í fjölþættum samskiptum
við viðskiptavini, gerð vátryggingasamninga
og uppgjöri tjóna.
Við leitum að manni á aldrinum 28-40 ára
með almenna starfsreynslu úr atvinnulífinu,
sem hefur tæknimenntun eða hefur lokið
viðskiptafræði- eða lögfræðiprófi. Viðkom-
andi þarf að hafa gott vald á ensku og
æsilegt væri að umsækjendur hefðu ein-
hverja innsýn í tölvur.
Gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Góð laun í boði fyrir réttan mann.
Þeir sem hafa áhuga sendi auglýsingadeild
Morgunblaðsins svar fyrir 5. febrúar nk.
merkt: „Vátrygging — 2662“.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Stærðfræðingur
Tölfræðingur
Fyrirtækið er á sviði trygginga.
Starfið felst í tölfræðilegri úrvinnslu gagna
með stærðfræðilegum líkönum.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu há-
skólamenntaðir stærðfræðingar/tölfræðingar.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar
nk. Ráðning verður eftir nánari samkomulagi.
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-15.
Alleysmga- og radnmgaþionusta
Lidsauki hf. W
Skólavordustig 1a — 101 Reyk/avik - Simi 621355
Ljósmyndari
Ljósmyndari óskar að ráða aðstoðarmann,
lærðan Ijósmyndara eða með einhverja
reynslu í Ijósmyndun og myndvinnslu.
Tilboð merkt: „Fagmaður — 10013“ sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudagskvöld.
Staða deildarstjóra á skurðlækningadeild
Borgarspítalans við Þorfinnsgötu 14 (Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur) er laus til umsóknar.
Á deildinni er rúm fyrir 18 sjúklinga. Aðalsér-
greinar eru: Kvensjúkdómalækningar,
bæklunarlækningar og háls-, nef- og eyrna-
lækningar. Endurbótum er nýlega lokið á
húsnæði deildarinnar. Staðan veitist frá og
með 15. mars '87.
Á skurðlækningadeildum
Deild A-3. Slysadeild með 19 rúm. Heila-
og taugaskurðlækningadeild með 12 rúm.
Deild A-4. Háls-, nef- og eyrnadeild með 14
rúm. Almenn skurðlækningadeild með 16 rúm.
Deild A-5. Þvagfæraskurðlækningadeild
með 12 rúm. Almenn skurðlækningadeild
með 18 rúm.
Deildirnar eru einingaskiptar. Talsverð sam-
vinna er á milli eininganna. Um er að ræða
fullt starf eða hlutastarf. Fyrir 60% fasta
næturvinnu eru greidd deildarstjóralaun.
Starfsaðstaða hjúkrunarfræðinga er mjög
góð.
Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, sími 696600-356.
Ræsting
Starfsmaður óskast til ræstinga í 70% starf
á hjúkrunar- og endurhæfingadeild Heilsu-
verndarstöð, vaktir kl. 8-16 og 11-19, frí
aðra hvora helgi.
Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, sími 696600-357.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast við dagdeild geðdeild-
ar Borgarspítalans. Starfsreynsla æskileg.
Upplýsingar gefur Hulda Guðmundsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi, í síma 13744. Umsóknum
skal skilað til yfirlæknis geðdeildar Borg-
arspítalans.
BORGARSPÍTAIINN
o696600
Kerfisfræðingur
— hópstjóri
Starfið:
Hópstjóri á fjármálasviði í kerfissetningu og
hönnun tölvukerfa í stóru einkafyrirtæki í
Reykjavík.
Leitum að:
★ Reynslu í kerfissetningu.
★ Viðskiptafræðimenntun eða þekkingu á
bókhaldi og endurskoðun.
★ Reynslu í stjprnun/verkefnastýringu.
í boði er:
★ Spennandi starf við hönnun nýrra verk-
efna.
★ Góð vinnuaðstaða.
★ Regluleg endurmenntun.
Skriflegar umsóknir sendist til ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf.
Upplýsingar veitir Þórir Þórisson Hagvangi,
sími 83666.
Hagvangurhf
RÁÐNINGARPJÓNUSTA
CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
Offsetprentari
Vanur offsetprentari óskast á GTO-prentvél.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi tilboð
til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Prentari —
5202“.
Áhugaverð
sérfræðistörf
Stórt fyrirtæki á sviði verktakastarfsemi,
óskar að ráða í eftirfarandi störf sem fyrst:
Tölvunarfræðing, viðskiptafræðing eða
verkfræðing til að hafa yfirumsjón með tölvu-
málum fyrirtækisins, hafa eftirlit með vinnslu
bókhalds á tölvu og starfa sem ráðgefandi
aðili varðandi úrvinnslu gagna og upplýsinga-
öflun.
Viðkomandi mun aðallega starfa á skrifstofu
fyrirtækisins í Reykjavík en einnig að hluta til
í Keflavík.
Verkfræðing eða tæknifræðing til að starfa
við tæknileg tölvuverkefni, svo sem áætlana-
gerð og magntökur fyrir framkvæmdir og að
auki sem tæknilegur ráðgjafi á sama sviði.
Viðkomandi mun aðallega starfa í Keflavík.
Nauðsynlegt er að viðkomandi aðilar hafi
þekkingu og reynslu í notkun tölvu.
Umsóknirertilgreina menntun, starfsreynslu
og aldur sendist skrifstofu okkar fyrir 7. febrú-
ar næstkomandi.
ÞRÓUN
Tölvu- og rekstrarráðgjöf
Computer and management consulting services
Hófðabakka9. 7h IS-110Reyk|avik.s 91-686788
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Útideild
Er í þér einhver unglingur?
Langar þig að starfa með unglingum, fyrir
unglinga og í þeirra hópi? Úti eða inni? í
gleði eða sorg? Er það?
Þá er útideildin þín deild.
Og svo skemmtilega vill einmitt til að við
ætlum að fara að bæta við starfsmönnum
til að sinna leitarstarfi í dag- og kvöldvinnu.
Einnig leitum við að starfsmanni til að vinna
með hópi unglinga í vímuefnavanda.
Við veitum upplýsingar um starfið í síma
20365 alla virka daga frá kl. 13.00-16.00.
Auk starfsgleðinnar þarf umsækjandi að hafa
menntun og/eða reynslu af unglingastarfi.
Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana
inná starfsmannahald Reykjavíkurborgar,
Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem
þar fást fyrir 13. febrúar.
Fasteignasala
Vanan sölumann vantar hjá traustri fast-
eignasölu. Aðeins traustur aðili sem er
drífandi og getur unnið sjálfstætt kemur til
greina. Eignaraðild með góðum kjörum
möguleg.
Þeir sem áhuga kynnu að hafa leggi inn
nafn og upplýsingar á auglýsingadeild Mbl.
fyrir 6/2 1987 merkt:„Fasteignásali — 5449“.
Skrifstofu- og
sölustarf
Óskum að ráða starfsmann á aldrinum 20-30
ára til almennra skrifstofu- og sölustarfa.
Góðir framtíðarmöguleikar í fjölbreyttu starfi
fyrir góðan starfskraft.
Umsóknir óskast sendar í Borgartún 27 með
upplýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 4.
febrúar.
r Fyrirsætan C