Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starf f orstöðu- manns háskóla- kennslu á Akureyri Starf forstöðumanns háskólakennslu á Akur- eyri er laust til umsóknar. Hlutverk forstöðumanns er: 1. Að starfa að undirbúningi og skipulagn- ingu kennslu á háskólastigi á Akureyri ásamt nefnd sem menntamálaráðuneytið skipaði haustið 1985 til að fjalla um það mál. 2. Að hafa í samráði við forráðamenn hlutað- eingandi skóla umsjón með þeirri kennslu á háskólastigi sem ráðgert er að hefjist á Akureyri haustið 1987. 3. Að sjá um samstarfstengsl við Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi vegna kennslunnar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður verði ráð- inn til takmarkaðs tíma, þó ekki skemur en til eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 27.janúar 1987. Fulltrúastarf Stórt tryggingafélag óskar að ráða fulltrúa til starfa í einni af vátryggingadeildum fyrir- tækisins. Starfið felst m.a. í fjölþættum samskiptum við viðskiptavini, gerð vátryggingasamninga og uppgjöri tjóna. Við leitum að manni á aldrinum 28-40 ára með almenna starfsreynslu úr atvinnulífinu, sem hefur tæknimenntun eða hefur lokið viðskiptafræði- eða lögfræðiprófi. Viðkom- andi þarf að hafa gott vald á ensku og æsilegt væri að umsækjendur hefðu ein- hverja innsýn í tölvur. Gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Þeir sem hafa áhuga sendi auglýsingadeild Morgunblaðsins svar fyrir 5. febrúar nk. merkt: „Vátrygging — 2662“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Stærðfræðingur Tölfræðingur Fyrirtækið er á sviði trygginga. Starfið felst í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með stærðfræðilegum líkönum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu há- skólamenntaðir stærðfræðingar/tölfræðingar. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar nk. Ráðning verður eftir nánari samkomulagi. Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radnmgaþionusta Lidsauki hf. W Skólavordustig 1a — 101 Reyk/avik - Simi 621355 Ljósmyndari Ljósmyndari óskar að ráða aðstoðarmann, lærðan Ijósmyndara eða með einhverja reynslu í Ijósmyndun og myndvinnslu. Tilboð merkt: „Fagmaður — 10013“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudagskvöld. Staða deildarstjóra á skurðlækningadeild Borgarspítalans við Þorfinnsgötu 14 (Fæð- ingarheimili Reykjavíkur) er laus til umsóknar. Á deildinni er rúm fyrir 18 sjúklinga. Aðalsér- greinar eru: Kvensjúkdómalækningar, bæklunarlækningar og háls-, nef- og eyrna- lækningar. Endurbótum er nýlega lokið á húsnæði deildarinnar. Staðan veitist frá og með 15. mars '87. Á skurðlækningadeildum Deild A-3. Slysadeild með 19 rúm. Heila- og taugaskurðlækningadeild með 12 rúm. Deild A-4. Háls-, nef- og eyrnadeild með 14 rúm. Almenn skurðlækningadeild með 16 rúm. Deild A-5. Þvagfæraskurðlækningadeild með 12 rúm. Almenn skurðlækningadeild með 18 rúm. Deildirnar eru einingaskiptar. Talsverð sam- vinna er á milli eininganna. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf. Fyrir 60% fasta næturvinnu eru greidd deildarstjóralaun. Starfsaðstaða hjúkrunarfræðinga er mjög góð. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 696600-356. Ræsting Starfsmaður óskast til ræstinga í 70% starf á hjúkrunar- og endurhæfingadeild Heilsu- verndarstöð, vaktir kl. 8-16 og 11-19, frí aðra hvora helgi. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 696600-357. Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast við dagdeild geðdeild- ar Borgarspítalans. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur Hulda Guðmundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 13744. Umsóknum skal skilað til yfirlæknis geðdeildar Borg- arspítalans. BORGARSPÍTAIINN o696600 Kerfisfræðingur — hópstjóri Starfið: Hópstjóri á fjármálasviði í kerfissetningu og hönnun tölvukerfa í stóru einkafyrirtæki í Reykjavík. Leitum að: ★ Reynslu í kerfissetningu. ★ Viðskiptafræðimenntun eða þekkingu á bókhaldi og endurskoðun. ★ Reynslu í stjprnun/verkefnastýringu. í boði er: ★ Spennandi starf við hönnun nýrra verk- efna. ★ Góð vinnuaðstaða. ★ Regluleg endurmenntun. Skriflegar umsóknir sendist til ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. Upplýsingar veitir Þórir Þórisson Hagvangi, sími 83666. Hagvangurhf RÁÐNINGARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Offsetprentari Vanur offsetprentari óskast á GTO-prentvél. Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Prentari — 5202“. Áhugaverð sérfræðistörf Stórt fyrirtæki á sviði verktakastarfsemi, óskar að ráða í eftirfarandi störf sem fyrst: Tölvunarfræðing, viðskiptafræðing eða verkfræðing til að hafa yfirumsjón með tölvu- málum fyrirtækisins, hafa eftirlit með vinnslu bókhalds á tölvu og starfa sem ráðgefandi aðili varðandi úrvinnslu gagna og upplýsinga- öflun. Viðkomandi mun aðallega starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík en einnig að hluta til í Keflavík. Verkfræðing eða tæknifræðing til að starfa við tæknileg tölvuverkefni, svo sem áætlana- gerð og magntökur fyrir framkvæmdir og að auki sem tæknilegur ráðgjafi á sama sviði. Viðkomandi mun aðallega starfa í Keflavík. Nauðsynlegt er að viðkomandi aðilar hafi þekkingu og reynslu í notkun tölvu. Umsóknirertilgreina menntun, starfsreynslu og aldur sendist skrifstofu okkar fyrir 7. febrú- ar næstkomandi. ÞRÓUN Tölvu- og rekstrarráðgjöf Computer and management consulting services Hófðabakka9. 7h IS-110Reyk|avik.s 91-686788 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Útideild Er í þér einhver unglingur? Langar þig að starfa með unglingum, fyrir unglinga og í þeirra hópi? Úti eða inni? í gleði eða sorg? Er það? Þá er útideildin þín deild. Og svo skemmtilega vill einmitt til að við ætlum að fara að bæta við starfsmönnum til að sinna leitarstarfi í dag- og kvöldvinnu. Einnig leitum við að starfsmanni til að vinna með hópi unglinga í vímuefnavanda. Við veitum upplýsingar um starfið í síma 20365 alla virka daga frá kl. 13.00-16.00. Auk starfsgleðinnar þarf umsækjandi að hafa menntun og/eða reynslu af unglingastarfi. Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana inná starfsmannahald Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást fyrir 13. febrúar. Fasteignasala Vanan sölumann vantar hjá traustri fast- eignasölu. Aðeins traustur aðili sem er drífandi og getur unnið sjálfstætt kemur til greina. Eignaraðild með góðum kjörum möguleg. Þeir sem áhuga kynnu að hafa leggi inn nafn og upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 6/2 1987 merkt:„Fasteignásali — 5449“. Skrifstofu- og sölustarf Óskum að ráða starfsmann á aldrinum 20-30 ára til almennra skrifstofu- og sölustarfa. Góðir framtíðarmöguleikar í fjölbreyttu starfi fyrir góðan starfskraft. Umsóknir óskast sendar í Borgartún 27 með upplýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 4. febrúar. r Fyrirsætan C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.