Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 57 Handavinnupokínn Grislingur Jæja, finnst ykkur ekki kom- inn timi til að dunda við smáhandavinnu? Ég vona það, og þess vegna kemur hér uppskrift að mjúku leik- fangi fyrir þau allra yngstu. Gríslingurinn er um 24 senti- metrar á hæð og 19-20 sm á breidd. í hann má að sjálfsögðu nota alls konar afganga. í þennan notaði ég ljósbleikt glansgalla- efni, og svo satínfóður í trýnið, tæmar og innanverö eyrun. Það má allt eins nota frotté-efni, fínrifflað flauel, bómullaijersey eða flónel, svo eitthvað sé nefnt. Búkurinn klippist tvisvar. Eyr- un klippast tvisvar úr aðalefninu og tvisvar úr satíni. Halinn er 40 sm langur og 2 >/2 sm á breidd. Saumað saman og snúið við. Tæmar og trýnið eru teiknuð upp á t.d. smjörpappír og sniðin úr satíni. Augu og nasir klippt út úr svörtu fílti eða álíka efni. Búkurinn og eyrun klippast með 1 sm saumfari að auki. Allt annað eins og sniðin em. Byijið á andlitinu. Límið augun og nasimar á með taulími. Trýnið má líma á og sauma siðan með fínu sig-sag-spori allt í kring. Saumið (með ísaumsgami) munn- inn með kontórsting og einnig neðsta kantinn af höfðinu. Límið tærnar á og saumið kantinn einn- ig með fínu sig-sag-spori. Saumið saman eymn, hafið opið að neðan. Snúið þeim við og kantstingið. Þræðið þau síðan á framhelming höfuðsins, þar sem merkt er fyrir eymnum. Saumið svo búkstykkin saman, og eyran um leið. Látið vera aðeins op að neðan. Snúið við og fyllið af troði. Þræðið halann á neðst að aftan og saumið síðan fyrir í höndunum. Þið fáið afbragðs „troð“ í verzl- uninni Bamarúmum á Skóla- vörðustíg 22 í Reykjavík, það kallast ullardúnn, bæði mjúkt, ódýrt og dijúgt. Þau ykkar sem hafa áhuga á að fá snið geta skrifað eftir þeim. Utanáskriftin er: Dyngjan c/o Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Með kveðju, Jómnn. rokksíðan . ÁRNI MATTHÍASSON Sennilega eru það litlar fréttir að bandaríska hljómsveitin The Smithereens sé væntanleg til landsins. Það sýna þær undirtektir sem fyrirhugaðir hijómleikar þeirra hafa fengið. Miðar á fyrri tónleikana gengu þegartil þurrðarog viðbúið er að þegar þetta birtist sé orðið svotil uppselt á tónleika númertvö. Jim Babjak, Dennis Diken, Mike Mesaros og Pat DiNizio: The Smithereens. Ekki er úr vegi að líta aöeins á feril The Smithereens, áöur en lengrá er haldiö. Upphaf The Smithereens er rakiö til þess er stofnandi sveitarinnar og aðalsprauta, Pat DiNizio, sá kvikmyndina The Buddy Holly Story. I þeirri mynd er dregin upp einkar fögur mynd af frægðarferli Buddys og Pat ákvaö aö leggja á hina þyrnum stráöu braut frægðarinnar. The Smithereens stofnaöi hann síðan um 1980, ásamt þeim Jim Babjak, sem leikur á gítar, Dennis Diken, sem leikur á trommur og ýmislegt slagverk, og Mike Mesaros, sem leikur á bassagítar. 1980 gáfu þeir út litla plötu (EP), sem aflaði þeim virðingar en lítillar frægðar. Næsta plata, Beauty and Sadness, var einnig lítil. Kom hún út 1982 og fékk góðar undirtektir hjá poppskríbentum í Bandaríkjunum, en ekki eins góöar hjá plötukaupendum þarlendum. Ekki bætti úr skák að fyrirtækið sem gaf plötuna út hafði ekki peninga tii að láta pressa fleiri plötur er fyrsta skammt þraut. Þessi EP-plata náði nokkrum vinsældum í Skandinavíu, og fór sveitin til Svíþjóðar til að fylgja þeim vinsældum eftir. Þegar snúið var aftur frá Svíþjóð, kom í Ijós að þeir þurftu að byrja baráttuna upp á nýtt, flestum gleymdir. Þaö var ekki fyrr en The Smithereens komust á samning hjá Enigma í Bandaríkjunum og fengu Don Dixon til liðs við sig að hjólin fóru að snúast. Tíu daga tók að taka upp og hljóöblanda plötuna, Especially for You, sem óhætt er að telja eina af plötum ársins 1986 í | Bandaríkjunum. Þrátt fyrir skamman upptökutfma er ekki hægt að merkja aö platan sé hrá eða óvönduð. Það er greinilegt að mögru árunum var ekki eytt í vitleysu. Enda hermir sagan að sveitin hafi æft upp ein 200 lög til þess eins aö geta spilað við öll tækifæri. Þaðan kemur einnig skýringin á því hve hljómurinn minnir á árin um j 1960, flestöll voru lögin frá þeim tíma, lög sveita allt frá The Kinks til The Yardbirds. Látum þetta nægja um fortíðina og víst er aö ef haldið er rétt á spöðunum, eiga Pat DiNizio og félagar framtíðina fyrir sér. Varla þarf að hvetja menn til að mæta á tónleikana eins og viðtökurnar hafa verið, en þeir sem ekki komast geta þó altént keypt sér plötuna. raðauglýsingar Málfundafélagið Óðinn heldur almennan félagsfund mlðvikudaginn 4. febrúar kl. 20.30 I Valhöll, kjallara. Efni fundarin8: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Gestur fundarins er Sólveig Péturs- dóttir, lögfræðlngur. 3. önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Sljómln. Mosfellssveit — ræðunámskeið Sjálfstæðisfélag Mosfelllnga gengst fyrir némskelðum I ræðumennsku 3.-18. febrúar (5 kvöld). Kennt verður I tveimur flokkum: Fyrir byrjendur og þé sem lokið hafa byrj- endanámskeiði. Leiðbeinandi verður Gisll Blöndal. Væntanlegir þátttakendur vinsam- legast skrái sig sem fyrst. Upplýsingar og innritun f simum 666569 og 666957. St/ómln. Fu lltrúaráðið í Reykjavík Ákvörðun framboðslista Almennur fundur I fulltrúaróði sjálfstæðisfélaganna I Reykjavik verð- ur haldinn þríðjudaginn 3. febrúar nk. kl. 20.30 i sjálfsteaðishúsinu Valhöll, Háaleltisbraut 1. Dagskrá: 1. Ákvörðun tekln um framboðslista Sjálfstæðlsflokksins i Reykjavik vegna næstu alþinglskosninga. 2. önnur mál. Fulltrúaréðsmeölimir eru hvattlr tll að fjölmenna og hafa fulltrúa- ráðsskirteinin sin meðferðis. Stjóm fulltwaráðs sjálfstæðlsfólaganna í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.