Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 63 Ferskt pasta Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Lengi höfum við ekki þekkt annað pasta en hið þurrkaða, sem hef- ur verið flutt hingað. En nú er starfandi hér pastaverksmiðja, sem selur ferskt pasta, og er það mun betra en hið þurrkaða. Hið ferska pasta hefur ekki mikið geymsluþol, og þurfum við að gæta þess að geyma það í kæliskáp, en það má frysta. Þegar það hefur verið fryst er ágætt að láta það standa á eldhúsborðinu í 20 mínútur og bijóta sig aðeins, en sjóða það síðan frosið í mjög stuttan tíma í miklu saltvatni. Það á að bull- sjóða allan tímann. Að sjálfsögðu er getið um suðutímann á pakkn- ingunum, en misbrestur er á að neytandi lesi utan á umbúðir. En þetta stæði ekki á pökkunum, ef ekki væri ætlast til að það væri lesið. Lasagna-plötur á þó ekki að sjóða, og ef þær hafa verið frystar, þarf að afþýða þær að mestu og losa síðan í sundur með hníf. A íslenska pastanu eru leið- beiningar að sjálfsögðu á íslensku, svo að allir ættu að geta lesið þær. í verslunum er pastað geymt i kæliborðum en stundum er heit- um ljóskösturum beint að kæli- borðunum og getum við sagt okkur sjálf, að þá hækkar hita- stigið og varan geymist ekki. Þetta þyrftu kaupmenn að at- huga, en það á við um fleiri matvæli en pastað. Talið er að þurrkað pasta hafi orðið til á miðöldum á Sikiley, þegar eyjan var undir stjórn araba. Stundum hefur verið talið að Marco Polo hafi flutt pasta eða aðferðina við að búa það til frá Kína um 1400, en það á ekki við rök að styðjast, þar sem sagnir eru af þurrkuðu pasta áður en hann sneri heim þaðan. Sérstakt hveiti, Durum- hveiti, er notað til pastagerðar, en það hefur mikið gluteninnihald og er seigt. Aður þurfti sérstakt veður til að búa til pasta og mismunandi veður fyrir hinar ýmsu gerðir pasta. Taka þurfti tillit til, hvort vindur blés af hafi, hvort sólin skein glatt o.s.frv. En eftir að rafmagn kom til sögunnar varð allt miklu auð- veldara, deigið var hnoðað, flatt út, skorið og mótað í vélum og sérstök þurrkherbergi notuð til að þurrka pastað. Þeir sem hafa ferðast til Italíu hafa rekið sig á það hversu stór þáttur í ítalskri matargerð pastað er, enda er fjöl- breytni í pastavali geysimikil, og sérstakt hom í stórmörkuðum eða ljúfmetisbúðir sem versla ein- göngu með pasta. Á annað hundrað pastategundir eru nú framleiddar á Ítalíu, og nýjar teg- undir koma stöðugt á markaðinn. Spaghettí með nautahakki Handa 4—5 500 g nautahakk 1 msk. matarolía 1 meðalstór laukur 'Msk. salt 'Msk. hvítlaukssalt 1 tsk. papríkuduft örlítill nýmalaður pipar */2lítil dós tómatmauk (puré) 35 g 1 dl vatn 1 pk ferskt spaghetti, u.þ.b. 300 g 1 'Mítri vatn með salti til að sjóða spaghettíið í. '/2bikar sýrður ijómi 2 msk rifínn parmesanostur (eða annar bragðsterkur ostur) 1. Afhýðið laukinn og saxið smátt. 2. Setjið matarolíuna á pönnu, hitið vel. Setjið síðan hakkið og laukinn á pönnuna og brúnið. 3. Minnkið hitann og setjið salt, hvítlaukssalt, papríkuduft og ný- malaðan pipar út í. 4. Hrærið tómamaukið út með vatninu og setjið saman við. Hrærið vel saman. Setjið lok á pönnuna og látið sjóða við suðu- mark í 15 mínútur. 5. Setjið salt og vatn í pott og látið sjóða. Setjið spaghettíið út í. Látið bullsjóða í 2 mínútur, hafið ekki lok á pottinum. 6. Hellið spaghettíinu á sigti og látið renna af því. 7. Hrærið sýrða ijómann út í kjötkássuna, setjið á miðjuna á kringlóttu fati. Setjið spaghettíið utan með hringnum. Stráið rifn- um osti yfir spaghettíið. Athugið: Gott er að bera snittu- brauð eða annað brauð með þessu. Núðlur með beikoni, hakki og gfrænmeti Handa 4 5 stórar sneiðar beikon 400 g nauta-, kinda- eða lambahakk 1 tsk. salt 'Msk. pipar 1 tsk. soðkrafsduft eða tening- ur 2 dl vatn 2 stórar gulrætur 2 selllerístönglar (má sleppa) 1 lítill blaðlaukur 1 meðalstór græn papríka 1 pk núðlur (t.d. papríkunúðl- ur) 300 g 1. Skerið beikonið smátt, setjið á pönnu, hafið hægan hita. Sjóðið á pönnunni í 7 mínútur. Setjið á disk. 2. Aukið hitann á pönnunni, steikið hakkið í beikonfeitinni í nokkrar mínútur. Ef feitin er mjög lítil má setja 1 msk af matarolíu á pönnuna. 3. Stráið salti og pipar yfir kjöt- ið þegar þið hafið steikt það. 4. Hrærið soðkraftsduftið út með vatninu og setjið út í. 5. Skafið gulræturnar og rífið gróft, þvoið blaðlaukinn vel og skerið í sneiðar, skerið selleríið smátt þversum, takið steinana úr papríkunni og skerið í sneiðar. Setjið síðan allt grænmetið á pönnuna með kjötinu. Setjið beik- onið saman við. Setjið lok á pönnuna og látið þetta sjóða við hægan hita í 15 mínútur. 6. Setjið núðlurnar út í kássuna á pönnunni, hrærið örlítið saman við, setjið aftur lok á pönnuna og látið þetta sjóða í 5 mínútur. Athugið: Gott er að bera brauð með þessu. Núðlur með tún- fiski og eggjum Handa 3—4 2 pk. núðlur, u.þ.b. 600 g, 200 g frystar grænar baunir (nota má dósabaunir), 1 lítil dós túnfiskur í olíu, 200 g, 15 g smjör (1 smápakki), 1 lítill laukur, 2 hvítlauksgeirar, væn grein fersk steinselja, 3 harðsoðin egg, '/2snittubrauð. 1. Setjið smjör í pott, sjóðið baunimar í því í lokuðum potti. Hafið hægan hita og hristið pott- inn. Þetta tekur um 10 mínútur. 2. Sjóðið eggin í 10 mínútur, takið af þeim skumina og skerið í báta. 3. Setjið túnfiskinn á pönnu. Afhýðið hvítlaukinn og laukinn og skerið smátt, setjið með tún- fiskinum á pönnuna. Hrærið í og látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. 4. Sjóðið núðlurnar í saltvatni í 3 mínútur. Hellið þá á sigti og látið renna af þeim. Setjið síðan á pönnuna. 5. Setjið grænu baunirnar á pönnuna. Hrærið lauslega saman. Hellið á fat. 6. Þvoið steinselju og klippið yfir. Raðið síðan eggjabátunum ofan á. 7. Berið heitt snittubrauð með. Lasagna með kjöti og osti Handa 4 1 pk. lasagna, 350 g, 500 g nautahakk, 1 tsk. salt, ‘/stsk. pipar, 1 tsk. ítalskt krydd (italian sea- soning), 1 egg, 1 dl rasp, 'Apk. ijómaostur án bragðefna, 200 g, 1 stór blaðlaukur (púrra), 200 g smjör, 1 dl hveiti, 'Mítri mjólk, 'Atsk. salt, Vstsk. rifín múskathneta eða tilbúið duft, 100 g rifínn óðalsostur, væn grein fersk steinselja eða 1 msk. þurrkuð. 1. Losið lasagnað í sundur, þá er það u.þ.b. 1 m að lengd. 2. Smyijið ijómaosti jafnt á alla plötuna. 3. Setjið kjötið í skál, setjið salt, pipar, ítalskt krydd, rasp og egg saman við kjöthakkið. Hnoðið saman og mótið rúllu jafnlanga lasagna-plötunni. 4. Kljúfíð blaðlaukinn, þvoið vel undir rennandi vatni, flettið síðan blöðunum sundur og leggið einfalt ofan á lasagnaplötuna. 5. Setjið kjötrúlluna ofan á blaðlaukinn og rúllið upp. Skerið síðan í 10—15 sm langa bita. Raðið bitunum á aflangt djúpt eldfast fat. 6. Hitið smjörið, hrærið hveitið út í, setjið síðan mjólkina smám saman út í og búið til uppbakaðan jafning. Setjið salt og múskat út í hann. 7. Rífíð ostinn og setjið út í jafninginn. Hellið honum síðan yfír rúllurnar á fatinu. 8. Klippið steinseljuna og strá- ið jafnt yfír fatið. 9. Hitið bakaraofn í 180—190°C, blástursofn í 160—70°, setjið fatið í miðjan ofn- inn og bakið í 30 mínútur. Sameining Austur-Barðastrandarsýslu í einn hrepp: Atkvæðagreiðsla líklega í mars Miðhúsum. Reykhólasveitungar þinguðu um sameiningu Áustur-Barða- strandarsýslu í einn hrepp fimmtudaginn 29. janúar. Fund- arboðandi var Stefán Skarphéð- insson sýslumaður á Patreks- firði. Hann hafði áður haldið fund í Geiradalshreppi og hélt síðan fund í Gufudalssveit á föstudag. Á fundinn mættu á milli 30 og 40 Reykhólasveitungar og gestur fundarins var formaður sameining- arnefndar hreppanna, Grímur Amórsson á Tindum í Geiradal. Frá Geiradalsfundinum kom sú uppá- stunga að ef af sameiningu yrði þá fengi hinn nýi hreppur Reykhóla- hreppsnafnið. Sýslumaður reifaði málið og Grímur gerði grein fyrir störfum nefndarinnar til þessa. Margar fyrirspumir komu fram sem þeir Grímur og Stefán svöruðu eft- ir bestu getu. í sýslunni eru nú 387 íbúar og þar af aðeins 2 í Múlahreppi. Reyk- hólahreppur er lang ijölmennastur, með yfir helming íbúa sýslunnar. Atkvæðagreiðsla um sameiningu hreppanna verður sennilega í mars, en það er félagsmálaráðuneytið sem ákveður tímasetningu. Sveinn Kaupskip hf ■ Innflytjendur athugi.ð! M.s. Combi Alta lestartil íslands í Aveiro, Portúgal, 3.-5. febrúar, í Rotterdam 10. febrúarog í Esbjerg 12. febrúar. Næsta lestun: Aveiro i 10. viku Rotterdam í 10. viku Esbjerg i 11. viku Nánari upplýsingar i sima 96-27035 Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri, sími 27035
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.