Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 64
^STERKT KDRT
SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1987
VERÐ I LAUSASOLU 50 KR.
/
Morgunblaðið/Ól. K. M.
Ræningjarnir tóku til fótanna
hlupu norðurfyrir húsið eins
og örvalínan sýnir. Á innfelldu
myndinni sést niður í Fossvogs-
dalinn i þá átt sem ræningjarnir
hlupu.
Rannsókn ránsins á hádegi í gær:
Ræningj aruir ófundnir
RÆNINGJARNIR, sem náðu
tösku með peningum og ávi-
sunum í að andvirði um ein
miljón króna af verslunarstjóra
Stórmarkaðarins í Kópavogi á
föstudagskvöldið, gengu enn
lausir, þegar Morgunblaðið
spurðist síðast fyrir um rann-
sókn málsins um hádegisbilið i
gær. Rannsóknarlögregla ríkis-
ins sagði þá lítið að frétta af
rannsókninni
Málsatvik voru þau að eftir lok-
un Stórmarkaðarins á fostudags-
kvöld ók verslunarstjórinn með
peninga og ávísanir, sem komið
höfðu inn um daginn, í bankat-
ösku í næturhólf Utvegsbankans,
Skemmuvegi I, sem er þar
skammt frá. Þegar hann kom að
hólfínu réðust að honum þrír
menn, náðu af honum töskunni
og hlupu á brott með hana yfír
stórgýtt svæði norðan við ban-
kann í átt að Fossvogi.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
hjá Rannsóknarlögreglu ríksins
hefur ekki fengist nákvæm lýsing
á ræningjunum, hvorki frá versl-
unarstjóranum né sjónarvotti sem
var að ráninu. Árásarmenninrir
voru með eitthvað yfír höfðunum
en ekkert nánar var vitað um
klæðnað þeirra.
Það mun hafa verið venja hjá
Stói-markaðnum að flytja peninga
á þennan hátt í næturhólf Útvegs-
bankans eftir að búðinni hefði
verið Iokað. Hörður sagði að það
væri sennilega engin tilviljun að
ræningjamir völdu þennan stað.
Þetta er að mestu iðnaðarhverfi
og fólk hefði því fá erindi þangað
á þessum tíma og því var þarna
engin umferð.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar:
Dagsbrún afgreiðir ekki
„fleiri erlend leignskip
Stjórn- og trúnaðarmannaráðsfundur tekur afstöðu til
afgreiðslu leiguskipa á þriðjudag
STJÓRN- og trúnaðarmanna-
ráðsfundur verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar á þriðjudaginn
kemur mun taka afstöðu til
áskorunar Sjómannafélags
Reykjavíkur (SFR) um að vinna
við erlend leiguskip í höfnum hér
verði stöðvuð. Guðmundur J.
~ ^iuðmundsson, formaður Dags-
Drúnar, sér þó ýmsa annmarka á
því að stöðva vinnu við leiguskip,
sem siglt hafi hingað til lands
árum saman, en segir það sitt
mat, að ekki komi til greina að
félagsmenn Dagsbrúnar afgreiði
ný erlend leiguskip, en Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eim-
- ^kipafélags Islands, segir að
Eimskip kanni möguleika á að
taka ný skip á leigu eða að Eim-
skip hafi samvinnu við erlend
skipafélög um siglingar til lands-
ins á meðan á verkfallinu stend-
ur.
„Við störfum í flutningum og við
lítum á það sem okkar hlutverk að
halda flutningastarfseminni órof-
inni meðan við erum ekki hindraðir
í því. Þess vegna erum við að leita
leiða til þess að halda þessum flutn-
ingum áfram og það gerum við
annað hvort með leiguskipum eða
með samvinnu við erlend skipafé-
lög. Erlend skipafélög hafa leitað
eftir samvinnu við okkur um það
að sigla til íslands. Skipafélög er-
lendis eru sífellt að leita sér að
nýjum verkefnum og þau hafa
augastað á íslandi," sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskipa-
félags Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Hörður sagði að fyrirspumir
hefðu borist bæði frá Evrópu og
Skandinavíu varðandi flutningana
og einnig hefði verið leitað eftir
slíkri samvinnu áður. Eimskip væri
í viðræðum við aðila erlendis um
slíka samvinnu. Viðræðumar væru
ekki langt á veg komnar, en þessir
flutningar gætu hafist með skömm-
um fyrirvara.
„Það er útilokað að Dagsbrúnar-
menn horfí aðgerðarlausir á ný
erlend leiguskip annast verkefni
þeirra sjómanna, sem nú eru í verk-
falli. Þar hlýtur að vera um
tvímælalaust verkfallsbrot að ræða.
Ummæli Harðar finnast mér nokk-
uð djörf og ég er hræddur um að
þau eigi ekki eftir að rætast," sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar. Hann sagði að
nokkru öðm máli gegndi um leigu-
skip, sem siglt hafí hingað um
árabil, og þess utan hafí skipadeild
SÍS ekki lengur bryggjupláss til
þess að afgreiða þau skip sem hún
er með á leigu.
Ekki náðist í Guðmund Hall-
varðsson, formann SFR, til þess að
fá viðbrögð hans við þessum fyrir-
ætlunum Eimskips, en hann hefur
opinberlega varað við þeim.
Frumvarp um
framhaldskólalög:
Ríkið sjái um
allan rekstr-
arkostnað
NEFND sú sem skipuð var til
þess að semja frumvarp að lögum
um framhaldsskóla hefur skilað
tillögum sínum til menntamála-
ráðherra og er hér um að ræða
rammalöggjöf sem tekur til allra
framhaldsskóla í landinu, að
sögn formanns nefndarinnar
Birgis Isleifs Gunnarssonar.
Birgir Isleifur sagði í samtali við
Morgunblaðið að það fælist m.a. í
frumvarpinu að framhaldsskólarnir
fengju að halda öllum sínum sér-
kennum og fengju að vissu marki
aukið íjárhagslegt sjálfstæði. Ríkið
myndi sjá um allan rekstrarkostn-
að, svo sem launakostnað, stjómun-
arkostnað og kostnað af
prófdæmingu, en skólanefndir
hvers skóla fyrir sig ákvörðuðu í
samræmi við fjárveitingar með
hvaða hætti nám og námstilhögun
yrði í hveijum skóla fyrir sig. Fjár-
veitingar sem slíkar yrðu ákveðnar
og veittar fyrirfram ársfjórðungs-
lega, og það yrðu þær upphæðir
sem skólanefndimar hefðu úr að
spila.
Birgir Isleifur sagði jafnframt
að gert væri ráð fyrir því að stofn-
kostnaður hvers skóla fyrir sig
skiptist þannig á milli ríkissjóðs og
sveitarfélags eða sveitarfélaga, að
ríkið greiddi 60% en sveitarfélag
eða félög 40%. Hann sagði að áætl-
að væri að kostnaðarauki fyrir
ríkissjóð sem fylgdi þessu frum-
varpi væri um 160 milljónir á ári,
miðað við verðlag 1985.
Sjá viðtal við Birgi ísleif á bls. 28.
Blíðan í
Reykjavík:
Einn mild-
astijanúar
aldarinnar
„ÞESSI janúar, sem nú er að
líða, verður sennilega í 3.-5.
sæti yfir mildustu janúar-
mánuði á öldinni í
Reykjavík," sagði Trausti
Jónsson veðurfræðingur í
gær.
Að sögn Trausta er meðalhiti
janúarmánaðar í ár um 3 gráð-
ur. Árið 1964 var heitara og
einnig árið 1947, en 1972 og
1973 var hitastigið mjög svip-
að. Hann sagði að janúar í ár
væri áberandi hlýasti janúar-
mánuður síðan árið 1973 og
langt fyrir ofan meðaltal á
þessu 14 ára tímabili. Kaldasti
janúar aldarinnar var hins veg-
ar frostaveturinn mikla árið
1918, en þá var meðalhiti mínus
4,3 gráður.
Hvað varðar úrkomu í höfuð-
borginni í janúarmánuði hefur
oft verið svona snjólétt og þetta
ár sker sig því ekki sérstaklega
úr að því leyti. Trausti benti á
að í fyrra hefði einnig verið
svona snjólétt, en snjórinn nú
væri þó heldur minni en undan-
farin ár. Einu sinni á öldinni
hefur janúar í Reykjavík verið
snjólaus með öllu, en það var
árið 1961.