Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 ■r í Er Steve McQueen öllum gleymdur? Það er ekki mjög líklegt að ungt fólk, sem byrj- aði að horfa á og fylgjast með bíó- myndum eftir 1980, muni eftir Steve McQueen. Hann lést sumarið 1980 úr krabbameini, að- einsfimmtugur að aldri. En þaðer engin ástæðatil að gleyma Steve McQueen, þótt hann teldist aldrei til merkustu leikara sinnartíðar. Ásamt Natalie Wood, en þau léku saman í Love With the Proper Stranger. Sem í næstsíðustu mynd sinni lék McQueen útlagann og byssumanninn Tom Hom. Prakkarinn Hans eðli var villt og naut sín því best í hlutverki hins óstýriláta manns. Oftast lék hann bófa eða kúreka og virtist kunna vel við sig á hestbaki með byssu í hendi eins og í Sjö hetjum (The Magnifícent Seven) eða í hraðskreiðum bflum eins og í kappakstursmyndinni Le Mans og löggumyndinni Bullitt. Steve McQueen var vandræða- bam og framtíð hans á unglings- aldri var síður en svo björt. Tvö heil ár var hann á betrunarhæli fyrir ólátabelgi, en það var leiklistin sem frelsaði hann frá glapstigum. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að ef hann hefði ekki heillast af kvik- myndum hefði hann lent upp á kant við arm laganna ævilangt. Áður en það varð var hann tvö ár í sjóhemum og þar kynntist hann aga í fyrsta sinn. Hann bjóst ekki við að verða frægur, fékk lítil og smávægileg hlutverk á sviði og í sjónvarpsmynd- um sem enginn nennir að rifja upp. Fyrsta hlutverkið í kvikmynd fékk Steve árið 1956 og var hann búinn að leika í mörgum myndum þegar hann loks sló í gegn með Sjö hetjum árið 1960, þá þrítugur að aldri. Skyndilega var Steve McQueen frægur um allan heim. Ekki lengur uppivöðslusamur táningur, heldur fullorðinn, ögrandi og ekki alveg laus við kynþokka að því er konur sögðu. Einhver sagði hann norræn- an í útliti; ljóshærður og bláeygur og hefði fengið að leika nasista ef hann hefði ekki sí og æ skartað þessu ungæðislega brosi sinu sem kom upp um prakkarann. Ef ein- hver bandarískur leikari líkist Steve McQueen nú á dögum þá er það Harrison Ford, en sá síðamefndi hefur þó ekki villta eðli McQueens né heldur þá ólæknandi náttúm að leggja sífellt líf og limi sína í hættu. Meðalmaðurinn Hvað var svona heillandi í fari Steves McQueen ef ekki þessi téða náttúra? Það var sama hveija hann lék, bófa, kúreka eða kappaksturs- hetju, og það var sama hvemig hann lék þessa menn, alltaf virtist hann með hugann annars staðar en fyrir framan myndavélina. Hann horfðist ekki í augu við meðleikend- ur sína heldur yfír og framhjá, á eitthvað sem við, áhorfendumir komum ekki auga á. Fráleitt var það framleg leiktækni, en það heill- aði karla og konur í þá daga, þessi sýnilega innri togstreita leikarans. Það var engin hending að Steve McQueen lék pókerspilarann í The Cincinatti Kid, sem alveg eins og Paul Newman í The Hustler, mætir meistaranum í íþróttinni. En gagnstætt Newman tapar McQueen viðureigninni og ungi maðurinn frá Cincinatti missir af peningum og verðlaunum en hreppir þess í stað sætu stúlkuna. Þessar tvær myndir era líkar um margt en örlög persón- anna ólík og gefur okkur vísbend- ingu um hvem mann Steve McQueen hafði að geyma á stóra hvíta tjaldinu. Áhorfendum er annt um McQueen þegar hann tapar því þá granar að sigur í viðureigninni, og glamrið sem honum fylgir, myndi áreiðanlega breyta honum til hins verra, spilla honum. Það var einmitt þessi reisn meðalmannsins, stolt hans og ákefð, sem McQueen tókst svo vel að túlka í sínum ljúf- ari myndum. McQueen hélt áfram að leika sömu persónuna mynd eftir mynd og er Flóttinn mikli (The Great Escape, gerð árið 1963) ein hans frægasta, og jafnframt skemmti- legasta. Mjmdin gerist í fangabúð- um nasista, McQueen er einn af bandamönnum, og sættir sig ekki við kyrrsetuna. Hann er alla mynd- ina í gegn að reyna að flýja fangabúðimar, án árangurs. En það er einmitt tilraunin sem skiptir hann öllu máli, ekki frelsið sem slíkt. Síðasti áratugurinn sem hann lifði var ári sérkennilegur. Hann afþakkaði boð um að leika í mörg- um myndum því honum fannst hann ekki fá nógu vel borgað. Það verður að hafa í huga að McQueen var hæst Iaunaði leikarinn í Banda- ríkjunum á þeim áram. Apocalypse Now eftir Coppola er sennilega besta dæmið um mynd sem hann vildi ekki ieika í vegna deilna um laun. Hann lék í nokkram misheppnuð- um kvikmyndum, svo sem The Towering Infemo (ein stórslysa- myndin!), Þjóðníðingurinn, sem ! fangabúðum nasista í Flóttanum mikla (The Great Escape); settur í einangrun eftir enn eina flóttatilraunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.