Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
Svipmynd á sunnudegi/Oskar Lafontaine
Væntanlegur leiðtogi
v-þýzkra jafnaðarmanna
RÁÐAMENN í flokki jafnaðarmanna í Vestur Þýzkalandi, SPD,
verða nú að fara að gera upp hug sinn um það hvort ráðlegt sé
að taka upp harðari vinstristefnu til að freista þess að ná til
baka fylgi þeirra fjölmörgu kjósenda sem yfirgáfu flokkinn í
kosningunum nú í janúar og gengu til liðs við flokk græningja.
Ekki er gert ráð fyrir að Willy Brandt núverandi flokksformaður
láti af því embætti fyrr an á næsta ári. En baráttan um flokks-
forustuna en þegar hafin, og virðist Oskar Lafontaine forsætisráð-
herra héraðsstjórnarinnar í Saarlandi nú einna líklegastur arftaki
Brandts.
Oskar Lafontaine
Þótt skiptar skoðanir hafi ríkt
innan SPD um það hvort flokkn-
um beri að halda áfram að sækjast
eftir fylgi kjósenda við einskonar
miðflokkastefnu eða hvort taka
beri upp ákveðnari vinstri stefnu,
tókst að ná góðri samstöðu jafn-
aðarmanna um kanslaraefni
flokksins í kosningunum 25. jan-
úar, Johannes Rau, sem er
miðjumaður. En úrslit kosning-
anna urðu þau að ríkisstjóm mið-
og hægri flokka undir forustu
Helmuts Kohls kanslara hélt velli.
Þar sem nú eru framundan
ijögur ár til viðbótar á bekkjum
stjómarandstöðunnar á þingi em
jafnaðarmenn famir að velta fyrir
sér þeirri erfíðu spumingu hvort
ekki sé rétt að stefna meira til
vinstri og reyna að ná einhvers-
konar samkomulagi um samvinnu
við umhverfisvemdarmenn í
flokki græningja. Það er sú stefna
sem Oskar Lafontaine vil taka
upp.
I kosningunum í janúar hlutu
jafnaðarmenn 37% atkvæða, sem
er litlu minna en í kosningunum
1983. En í þeirri hlutfallstölu
kemur ekki fram að flokkurinn
tapaði um 650.000 atkvæðum til
græningja, sem fengu alls 8,3%.
Stjómmálafræðingar telja að
margir þeirra sem sögðu nú skilið
við SPD hafi verið yngri kjósend-
ur sem voru fylgjandi kröfum
græningja um strangar aðgerðir
í umhverfismálum og tafarlausa
lokun kjamorkuvera landsins.
Lafontaine hefur enn ekki
formlega tilkynnt framboð sitt til
embættis flokksformanns, en
hann er talinn líklegastur til sig-
urs þar sem enginn gagnfram-
bjóðandi er í sjónmáli úr hægri
armi flokksins.
Þegar kosningaúrslitin voru
ljós lýsti Johannes Rau því yfir
að hann yrði ekki í framboði við
næsta formannskjör, og er þá
aðeins um einn hugsanlegan
frambjóðanda að ræða úr röðum
hægfara jafnaðarmanna, Hans-
Joehen Vogel formann þing-
flokksins. Vogel, sem er
lögfræðingur frá Miinchen, var
kanslaraefni flokksins við þing-
kosningarnar 1983 þegar sam-
steypustjórn kristilegra- og
fijálsra demókrata fór með sigur
af hólmi. Hann hefur til þessa
ekkert látið uppi um það hvort
hann hyggst gefa kost á sér við
næsta formannskjör og segir að
ákvörðun um það megi bíða til
næsta árs.
Lafontaine hefur hinsvegar
gefið í skyn að hann væri reiðubú-
inn að taka að sér embættið og
sagði jafnframt að flokkurinn
ætti ekki að útiloka „rauð-græna“
stjómarsamvinnu. Fari Lafonta-
ine með sigur af hólmi við
formannskjörið á næsta ári, tákn-
ar það verulega vinstri sveiflu í
stefnu SPD.
Lafontaine er eðlisfræðingur
að mennt og varð landsþekktur í
upphafi þessa áratugar er hann
gerðist einn helzti andmælandi
þess að bandarískum kjamorku-
flaugum yrði komið fyrir í Vestur
Þýzkalandi.
Pólitískir andstæðingar hans
hafa gefið honum viðumefnið
“Ayatollah Saarlands", en La-
fontaine varð forsætisráðherra
iðnhéraðsins Saar fyrir tæpum
tveimur ámm eftir að honum
tókst að leiða SPD til sigurs þar
í fyrsta sinn.
Hann berst fyrir því að Vestur
Þjóðveijar hætti aðild að sameig-
inlegum hervömum NATO, og að
tekin verði upp einskonar „um-
hverfís-sósíalismi" er spomi við
iðnvexti og leggi áherzlu á vemd-
un umhverfisins. Hann er mál-
snjall og hefur sagt að í raun sé
sá sósíalismi sem hann fylgi eins-
konar „íhaldsstefna".
„íhaldsmenn eru skaðvaldur-
inn, við draumóramennimir erum
einu sönnu íhaldsmennirnir,"
sagði hann nýlega í viðtali. „Við
viljum vemda heiminn."
Sumir flokksmenn úr hægri
armi SPD höfðu vonazt til þess
að efnahagsvandi Saarlands, þar
sem iðnaðurinn á í vök að veij-
ast, hefði mildandi áhrif á stefnu
Lafontaines. En þegar hann sagði
eftir kosningamar í janúarlok að
Rau hefði ekki átt að útiloka sam-
vinnu við græningja, benti það til
þess að verði Lafontaine kjörinn
formaður flokksins muni hann
beina SPD nær stefnu umhverfis-
vemdarmanna og fjær miðju
stjómmálanna, sem venjulega
hafa ráðið úrslitum kosninga í
Vestur Þýzkalandi.
Græningjar hafa til þessa látið
lítið yfir þessum yfirlýsingum
Lafontaines. í janúarlok áttu
helztu talsmenn græningja á
þingi, þau Otto Schily og Antje
Vollmer, fund með fréttamönnum.
Tóku þau þar fram að SPD bæri
fyrst og fremst að endurskoða
eigin stefnu til að komast að því
hvort flokkurinn eigi samleið með
umhverfisvemdarmönnum sem
vilji algjöra úrsögn úr NATO.
Schily er leiðandi afl í þeim
armi flokks græningja sem kennd-
ur er við „realpolitik", eða
hagsýnisstefnu, og vill að tekin
verði upp einhverskonar samvinna
við SPD, en sú stefna hefur vald-
ið talsverðum ágreiningi í flokkn-
um. Margir yngri flokksmenn
halda því fram að öll samvinna
við hefðbundinn stjómmálaflokk
á borð við SPD geti skaðað græn-
ingja.
Antje Vollmer var tortryggin á
ummæli Lafontaines og sagði að
svo virtist sem hann vildi gera
græningja „sögulega óþarfa". Og
áður en lengra yrði haldið þyrfti
hann fyrst að beita sér gegn
hægri armi SPD, sagði hún.
Stefna Lafontaines í umhverfis-
málum tryggði honum ekki aðeins
hreinan meirihluta á þingi Saar-
lands, heldur er einnig talið að
hún hafi laðað að flokknum fjölda
ungmenna, sem ella hefðu kosið
græningja. En flokkur græningja
fékk innan við 3% atkvæða þegar
kosið var í Saar og ekkert sæti á
þingi Saarlands.
Heimild: Reuter
gluggar
Við sérsmíðum glugga eftir
þínum óskum. Hér eru
aðeins smásýnisiiorn af
gluggunum okkar. Við
gerum föst verðtillDoð í alla
sérsmíði.
Vönduð íslensk framleiðsla.
Góðir greiðsluskilmálar —
Sendum í póstkröfu.
AUK hf. 10.64/SlA
TRESMIDJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf.
V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI,
SlMAR: 54444, 54495
ÁRATUGA REYNSLAIGLUGGASMÍÐI
SNYRTISTOFAN
SXndlitsböd 0 US Jíandsnyrting SXuqnmeðferðir JíúMreinsun ‘Tótsnyrting 'Vax
Jiiiun Malie-up
/hótel esju
‘Tímapantanir í síma
Við byggjum
sumarhús
Nú er rétti tíminn
að panta hús fyrir sumarið. Afhendum húsin á
því byggingarstigi sem kaupandi óskar
Jóhannes H. Jóhannesson
húsasmiður,
Kaplahrauni 9, Hafnarfirði,
sími 52815, heima 72539.