Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 41 Afmæliskveðja; Björn Guðbrands- son barnalæknir Þegar ég var ung og pabbi varð fimmtugur, 9. febrúar 1967, fannst mér þetta voðalegur aldur. Hann htyti að hafa lifað voðalega lengi. En nú, þegar mig vantar ekki mjög mikið upp á það, þá, nei, við skulum ekki tala um það. Þó hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Friðfínnur Ólafsson, Erlendur Sigmundsson og fleiri kjamakarakterar fóru á kostum í skemmtilegasta afmæli sem ég man eftir. Sumir hafa kvatt þessa veröld saddir lífdaga, en aðrir eru á meðal vor án þess að láta deigan síga. Það er eins og mörgum þeirra hafi. tekist að leika á ungfrú klukku. Þannig virðist því vera háttað með afmælisbam dagsins. Hann virðist oft hugsa og hreyfa sig á hraða ljóssins, því stundum er erf- itt fyrir venjulegt fólk að fylgja honum eftir er hann færir sig úr einni víddinni í aðra, rétt á meðan aðriur basla við næstu hugsun á eftir hinni er síðast var talað um. Þannig sver hann sig oft í ætt við vini sína, fugla himins, sem berast langar leiðir um himinhvolfin rétt á meðan við hin snúum höfðinu. Það má koma ýmsu í verk á tutt- ugu og fimm þúsund fimm hundruð sextíu og sjö dögum. Enda hefur hann nýtt tímann vel eins og sjá má í nýlegu viðtali í Helgarpóstin- um. Sá ferill lýsir margslunginni reynslu, þó miklu af lífshlaupinu sé sleppt. Sú grein undirstrikar sameigin- lega eiginleika hans og fuglanna, sem hann á sínum tíma átti frum- kvæði að stoftiun að félagi um — Fuglavemdunarfélag íslands. Eðlið að þurfa stöðugt að víkka sjóndeildarhringinn. Honum er jafti eðlilegt að setjast upp í farartæki og láta berast á nýjar slóðir og farfuglunum sem fljúga milli heims- álfa eftir árstíðum. Þeim fækkar óðum löndunum sem hann hefur ekki komið til til að drekka í sig nýja strauma. Mér segir svo hugur að enn eigi þeim eftir að fækka og hann eigi eftir að kanna fleiri lönd og fjarlægar slóðir. Þannig er Bjöm Guðbrandsson og hans eðli. Þannig man ég eftir mörgum samverustundum, þegar hann um hvítasunnu pakkaði fögg- um sínum og okkar systra í bílinn og hélt á vit æskustöðva, í Skaga- Qörðinn. Söng, „Skartar mörgu Skagafjörður" og splæsti á okkur dömumar. Sem hann sagðist alltaf gera fyrir dömur. Það var ekkert verið að slóra á leiðinni. En stundum átti hann til að stöðva bílinn, jafti- vel á miðri Holtavörðuheiði og segja „fugl". Við systumar, blindar á fugla, litum í kring um okkur og sáum engan. Hann tók upp sjónauk- ann og brá fyrir auga. Jú, mikið rétt þama langt uppi á heiði í mörg hundmð metra fjarlægð var „fugl“ himbrimi, lómur eða einhver önnur tegund. Það er eins og hann sé ALLARÁL- OG STÁLVÖRUR SKIPAPLOTUR, sandblásnarog grunnaðar frá4-20m/m. Til afgreiðslu í Reykjavík. ISVOR Smiöshöföa 6.110 Reykjavík. P.O.Box 10201. S: 685955. stilltur inn á bylgjusvið fugla. Aldr- ei gat ég skilið hvemig hann vissi um þessa fugla. I Hóladómkirkju sátum við síðan langa, hátíðlega fermingu. Látið var inn til ættingja, en þess gætt að sóa ekki tíma bænda. Veitingar vom aðeins þáðar í kofanum við Héraðsvötnin, þar sem Þorsteinn föðurbróðir hans gætti hliðs sauð- fjárveikivama. Margrét kona hans galdraði veislu upp úr kistu og kræsinga var notið við glampa frá olíulampa. Þannig er honum farið eins og fuglinum sem alltaf leitar heim þangað sem hreiðrið hans var, þó hann fljúgi vítt um heim. Og líkt þessum vemm, sem sjá veröldina úr annarri vídd, upphefja þyngdar- lögmálið og sriúa á aðdráttarafl jarðar í sínu sérhannaða gervi, er eins og hann búi yfir eiginleikum til að sjá úr annarri vídd hvað hrær- ist með náunganum og hvemig honum líði. í blíðu og stríðu bemskuára fann ég að hann stóð með mér þó fátt væri sagt. Sagt er að sannur heimsborgari sé sá sem falli inn í hvaða um- hverfi sem er, hvort sem er í afdölum fjalla eða hringiðu stór- borga. Þannig birtist hann mér. Og eins og hinir vængjuðu vinir hans, sem aldrei dvelja lengi á sama punkti nema eitthvað mjög áhugavert sé á boðstólum, hefur maður aldrei athygli hans nema stutta stund í einu nema ef um hans hjartans eða andans málefni sé að ræða. Ef ekkert kallar er hann óðum floginn á vit tónlistargyðjunnar. Það hljóta að vera þessir andans flughæfileikar sem hafa gert hon- um fært að snúa á ungfrú klukku. Matthildur Björnsdóttir AFBURDA XÆKNI SEM SPARAR ÞÉR TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN Undanlarin ár hafa VICTOR tölvumar skapað sér virðingarsess á íslenskum markaði. Þær eru hraðvirkar, öruggar og tæknilega fullkomnar. Reynslan hefur sýnt að þær em vandaðar, sterk- byggðar og hala lága bilanatíðni. Mikið framboð er af tölvum á markaðinum sem virðast líkar við fyrstu sýn. Gjarnan eru gylliboð auglýst sem auðvelt er að láta ginnast af. Við ráðleggjum viðskiptavinum að kynna sér vandlega VICTOR VPC II hvað á boðstólum er, til að kaupa ekki köttinn í sekknum. Reynslan sýnir að ódýmstu tölvumar em yfirleitt ekki ódýrastar þegar upp er staðið. Einar J. Skúlason er gamalgróið fyrirtæki sem starfað hefur í hartnær hálfa öld. Fyrirtækið hefur á að skipa reyndu og vel menntuðu starfsfófki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum trausta og góða þjónustu. VICTOR V286 Síðastliðið vor kom á markað- inn ný og endurbætt tegund einmenningstölva frá Victor, VPC II. Fyrirtæki, skólar og einstaklingar tóku Victor VPC II opnum örmum og hafa á þessum stutta tíma u.þ.b. 500 tölvur verið teknar í notkun hérlendis. Victor VPC II ein- menningstölvan er mjög vel útbúin, hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb, og er hraðvirkari. Victor VPC II er IBM PC samhæfð, sem þýðir að úrval staðlaðra forrita er mikið. Hún er með tveimur lágum disklingadrifum, 14" skjá, graf- ísku skjákorti, raunverulegum 16 bita örgjörva (Intel 8086, sem gerir vélina hraðvirkari), MS-DOS 3.1. stýrikerfi, GW- BASIC, 3 vönduðum handbók- um, endurstillingarhnappi og innbyggðum rað- og hliðar- tengjum. Victor VPC II tekur lítið pláss á skrifstofunni en er gffurlega öflug. Victor V286 er öflug einkatölva með mikið geymslurými. For- senda þess er 16 bita örgjörvi af gerðinni Intel 80286 og Winchester diskur sem er ým- ist 20 eða 40 MB. intel 80286 hefur tiftíðnina 6 eða 8 MHz sem gerir Victor V286 jafn af- kastamikla og raun ber vitni. Victor V286 er búin endurstill- ingarhnappi til að tryggja ör- yggi gagna á diskum. Victor V286 hentar mjög vel sem móðurtölva í tölvuneti. I Victor V286 er það innbyggt sem í öðrum tölvum telst aukabún- aður. Victor V286 hentar vel þar sem gögn eru fyrirferðar- mikil. Val á Victor V286, af- burðatölvu, leiðir til aukinna afkasta og hagkvæmni á skrif- stofunni. Hringið eða komið á Grensásveg 10 og við veitum góðfúslega allar nánari upplýsingar. VICTOR Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.