Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
ísfirðingar
eignast
miðunarstöð
iialjttrður
x Slysavarnadeildin Skutull á
ísafirði festi nýveríð kaup á mjög
fullkominni Koden miðunarstöð.
Hún getur miðað út örbylgjusend-
ingar báta og flugvéla og merki
frá neyðarsendum flugvéla og
björgunarbáta.
Miðunarstöðin kostaði um 200
þúsund krónur. Til kaupanna fékk
Skutull Qárframlög frá útgerðaraðil-
um á ísaúrði. Sýsiumannsembættið
hér styrkti sveitina einngig við þessi
kaup. Umræður um kaup á þessu
tæki komu upp er neyðarsendir fór
i gang hér fyrir nokkru án þess að
upp kæmist hveijir voru þar að verki,
en flugslysið um daginn varð til þess
að drifið var í þessu máli núna. Mið-
j0B0unarstöðin verður staðsett í hafn-
sögubátnum Þyt.
Gísli Elfs
Garður:
Rófur og
gulrætur
^teknar upp
áþorra
Garði.
ÞAÐ vill oft bregða við á haustin
þegar uppskerutimi garðávaxta
stendur sem hæst að ræktendur
bölvi í hljóði þegar rótað er í
moldinni. Einn ráðvandur gamal-
gróinn Garðmaður varð fyrír
þessarí reynslu á sfðasta hausti
og var uppskera hans það léleg
að hann ákvað að láta kyrrt
liggja.
Næst er frá að segja að hinn sami
átti leið fram hjá akri sínum í vik-
’ unni og viti menn. 1 stað veimiltítanna
sem ekkert uxu S sumar voru nú
komnar stórar og gómsætar gulrætur
og rófur á stærð við bamshöfuð.
Þessi ágæti maður er þvi ekki í
neinum vandræðum með að fá rófu-
stöppu með þorra-sviðunum en gæðin
eru slík að engan mun er að finna á
þessum þorra-rófum og þeim rófum
sem teknar eru upp að hausti.
Arnór.
Morgunblaðið/Amór
Þannig lítur þorra-uppskeran út
— rófur, næpur og gulrætur.
Innbrot í apótek
BROTIST var inn f Laugavegsapó-
tek í fyrrinótt.
Tilkynnt var um innbrotið til lög-
reglunnar kl. 10 í gærmorgun. Stolið
var nokkru magni af lyfjum, en ekki
eru öll kurl komin til grafar um það
hvaða iyf það voru eða hversu mikið
var tekið. Rannsóknarlögregla ríkis-
s vinnur að rannsókn málsins.
\
Morgunblaðið/Guttormur Magnússon
Þótt hafísinn hafi veríð kallaður landsins forni fjandi getur hann veríð fallegur á að lfta. Þessi
mynd var tekin vestur af Vestfjörðum af jaka sem minnir á höggmynd. Blá lfna eftir ísjakanum
endilöngum eykur á formfegurðina.
Hafíshættan
hefur minnkað:
Austanvind-
ar hrekja
ísinn til
Grænlands
HÆTTA á að hafís leggist að
landinu hefur minnkað mjög
nú síðustu daga en suðaustan-
og austanvindar hrekja hafís-
inn vestur á bóginn og þjappa
honum upp að Grænlands-
ströndum. Hafísinn er nú rétt
austan við miðlfnu miHi íslands
og Grænlands.
Þór Jakobsson veðurfræðingur
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að undanfarið hefði hafishætta
verið töluverð; kyrrstæð hæð suð-
ur af landinu olli því að vindur
var suðvest- og vestlægur og bar
hafísinn því í átt til landsins.
Siðustu daga hefur vindur síðan
snúist til austur, og sagði Þór að
fimm daga spár frá Bretlandi
bentu til þess að sú vindátt héld-
ist næstu daga, og því hrektist
ísinn til baka upp að ströndum
Grænlands og þjappaðist þar.
Þór sagði að það væri aðallega
loftstraumar og vindar sem réðu
því hvort hafís legðist að íslandi.
Að vísu færi það einnig eftir öðru,
svo sem ísmagni á Grænlands-
sundi, skilyrðum í hafínu og
hitastigi, en vindurinn gerði út-
slagið. Þannig hefði ís lagst að
landinu tvö sumur, 1982 og 1984,
þrátt fyrir að þessi sumur hefðu
verið hlý.
Þór sagði að í stöðugri suðvest-
an- og vestanátt tæki það hafísinn
að meðaltali um viku að reka í
austurátt frá Grænlandi í því
magni að það yrði varasamt fyrir
sæfarendur við ísland.
Farmeim fá 16%
hærri grunnlaun
Búizt við samþykki félagsfundar síðdegis í gær
KJARASAMNINGUR undirmanna á kaupskipum og útgerða þeirra,
sem gildir til tveggja ára, felur i sér 16% hækkun grunnlauna háseta
eða úr 23.612 f 27.401 krónu. Jafnframt munu laun farmanna hækka
um 2% 1. marz, 1. júní og 1. október á þessu ári eða meira hækki
laun verkamanna f landi umfram þetta. Á næsta árí er gert ráð fyrír
þvf, að sömu hækkanir komi tii farmanna og hafnarve rkamanna og
fiskverkafólks, en þó ekki minna en 2% 1. janúar 1988. Með þessu
hækka laun farmanna um 7 til 8% umfram hækkanir þær, sem fólust
i samkomulagi ASÍ, VSÍ og VMSS. Félagar í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur greiddu atkvæði um samninginn eftir hádegið í gær og þegar
Morgunblaðið fór f prentun var það mat forystumanna farmanna að
hann yrði samþykktur og kaupskipin gætu komizt úr höfn með kvöld-
inu.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að mestu máli
skipti að samkomulag hefði náðst og
það til tveggja ára. Það væri nauð-
synlegur tími til að gróið gæti um
heilt eftir erfiða deilu og eðlilegt sam-
starf gæti náðst milli aðila. Vinnu-
veitendur hefðu gengið til þessara
samninga vitandi það að farmenn
hefðu dregizt aftur úr I launum og
því hefði verið samið um meiri hækk-
un en við aðra, en gegn verulegri
einföldun á vinnutilhögun, sem þó
hefði verið minni en hann hefði kosið.
Guðmundur Hallvarðsson, formað-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur,
sagðist vera ánægður með þessa nið-
urstöðu miðað við þær kröfur, sem
lagðar hefðu verið fram í upphafi.
Það hefði náðst fram, sem farmenn
gætu sætt sig við, þó auðvitað mætti
alltaf segja að gott væri fyrir þá að
hafa meira í launaumslaginu. Hann
teldi að farmenn hefðu náð veruleg-
um árangri í baráttu sinni. Hann vildi
þakka félögum I Dagsbrún og Hlíf í
Haftiarfirði fyrir veittan stuðning og
einnig þeim Qölmörgu einstaklingum,
sem stutt hefðu farmenn í þessari
baráttu.
Verkfallið var þegar farið að hafa
alvarleg áhrif víða og tap kaupskipa-
útgerða er talið nema tugum millj-
óna. Verulegur samdráttur var orðinn
á sölu freðfisks í Bandaríkjunum og
Bretlandi. Sölutap í janúarmánuði
miðað við sama mánuð í fyrra varð
yfir 100 milljónir króna. Ólafur Guð-
mundsson, forstjóri Icelandic Freez-
ing Plants í Grimsby, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að sala flaka hefði
dottið niður svo tugmilljónum skipti
og samdráttur vegna hráefnisskorts
í fiskréttaverksmiðju fyrirtækisins
hefði einnig orðið nokkur. Norðmenn
og Danir hefðu verið að koma inn á
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
markaðinn og þá notið hinna miklu
verðhækkana, sem Icelandic hefði
náð fram á síðasta ári. Markaðshlut-
deild okkar hefði því verið í hættu
og verðlækkanir hefðu getað fylgt í
kjölfarið. Þessu erfíða ástandi virtist
nú lokið og hann fagnaði því mjög
að samkomulag skyldi vera í höfn.
Á ýmsu gekk í samningamálum
meðan á þeim stóð og deilan hvað
eftir annað talin óleysanleg, sérstak-
lega á föstudag. Þá um morguninn
fóru tveir fulltrúar frá Skipafélaginu
Víkum á skrifstofu Sjómannafélags-
ins til að ræða um undanþágur. Málin
þróuðust svo í það að farið var að
ræða samninga og fyrr en varði voru
komin drög að samkomulagi því, sem
síðar var staðfest í húsakynnum VSÍ
og undirritað hjá sáttasemjára.