Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 A DROmNWGI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson Guðfræði fermingarinnar eftirdr. Einar Sigvrbjörnsson Svo sem við höfum áður sagt hélt fermingarstarfanefnd ráð- stefnur um ferminguna fyrir safnaðarfólk og presta úti um land og á höfuðborgarsvæðinu. Þar var flutt erindi, sem dr. Einar Sigur- bjömsson, prófessor í trúfræði við guðfræðideildina, skrifaði að beiðni nefndarinnar. Erindið vakti mikla gleði tilheyrenda og nú birt- um við ykkur það, kæru lesendur, með leyfi dr. Einars. Við höfum skotið fyrirsögnum inn í erindið. Upphaf ferming- arinnar Það ætti að vera mjög auðvelt að tala um þetta efni og halda sér innan settra tímamarka, því að öll guðfræði um ferminguna er mjög á reiki. Samt gerir það leikinn ekki léttari. Hér skal reynt að tala f símskeytastfl og setja fram nokkra punkta til umræðu. Fermingin tengist skíminni frá öndverðu. Upphaflega vom trú- nemar þeir, sem þáðu fræðslu, áður en þeir tóku skím á að- fangadegi páska. Er þeir höfðu þegið skím, vom þeir smurðir olíu til tákns um „pant andans" og máttu ganga til altaris á páska- dagsmorgun. í austurkirkjunni er fermingin þetta enn þanN dag í dag: Smuming í beinum tengslum við skímina. Vesturkirkjan fór að líta á þetta öðmm augum. Ferming innan hennar varð smám saman að sér- stakri athöfn, sem biskup einn annaðist og var hún skýrgreind sem viðbót við skímina: Með handayfirlagningu biskupsins öðl- ast menn gjöf heilags anda og em staðfestir sem fullgildir meðlimir kirkjunnar. Þessi athöfn er sakra- menti sagði kirkjuþingið í Flórens árið 1439 og staðfesti Irientþingið (1543—63) úrskurð þess. Fermingin í sið- bótarkirkjunni Menn vom þó ekki á eitt sáttir Dr. Einar Sigurbjömsson — hinir skírðu endurnýja skiraar- heit sitt í hvert sinn sem skírt er i söfnuðinum. um þetta. Ýmsir vildu líta á ferm- ingu í tengslum við trúfræðslu fyrst og fremst, trúfræðslu, sem tæki við af skíminni og lyki með sérstakri athöfn, þegar bam hefði þroska til. Siðbótarmenn tóku undir þetta sjónarmið. Þeir höfn- uðu sakramentisskilningnum, þar sem litið er á ferminguna sem sakramenti til viðbótar skíminni, en lögðu þess í stað áherslu á nauðsyn fræðslu í því skyni að búa menn undir móttöku heilagrar kvöldmáltíðar. SKÍRNIN ALTARISGANGAN FERMINGIN í lúterskri kirkju felst ferming- in í þremur meginþáttum: • Fræðslu • Trúaijátningu • Fyrirbæn og handayfirlagn- ingu Þess er vænzt að bamið játist því, sem það móttók í skíminni. En þar sem bömin eru enn ung þegar þau fermast hafa ferming- arheitin verið mótuð af varkámi í flestum lúterskum fermingar- guðsþjónustum. Þátttaka foreldranna, sem bám bamið til skímar, þekking þeirra og gleði yfír eigin skím og ferm- ingarheiti og svo lífíð í söfnuðin- um öllum, skiptir meginmáli fyrir fermingarbamið. En í umræðu fermingarstarfanefndar með prestum og safnaðarfólki kom líka fram sú skoðun að það væri mik- il móðgun við fermingarböm hvað lítið væri iðulega gert úr þeirra eigin sjálfræði í umfjöllun í íslenskum ^ölmiðlum, þar sem spyijendur gerðu ráð fyrir að þau fermdust aðeins vegna gjafa, veizlu og óska ömmu sinnar og afa eða foreldranna. Fermingin sjálf og fermingar- fræðslan er sífellt til umræðu í kiijunni. Okkur fínnst athyglis- vert að hugleiða tillögu Max Thurian í Taisé-samfélaginu í Frakklandi að fermingarheiti: „Viltu þjóna Kristi og kiiju hans, bera fagnaðarerindinu vitni, taka stöðu þína í þjónustu og lof- gjörð?“ Þetta heiti er auðvitað aðeins nánari skilgreining ferm- ingarheitis okkar. Það er löngu komið fram í umræðu kirkjunnar að heimila bömum trúaðra foreldra að koma til altaris áður en þau fermast. Þetta er orðið að raunveruleika og böm ganga til altaris víða í kirkjum mótmælenda mörgum ámm áður en þau fermast. Það stendur líka til boða hér og er gert í sumum söfnuðum Þjóðkirkj- unnar. Þetta er nýmæli og við þurfum að kynna það frekar og ræða í söfnuðum okkar. Við munum skrifa nánar um það hér á síðunni seinna. í fermingarfræðslunni ber mest á samveru fermingarbaraanna sín á milli. Samt er fermingarfræðslan mál fjölskyldunnar eins og fermingardagurinn sjálfur. Afstaða fjölskyldunnar skiptir fermingarbaraið mestu. í þeirri merkingu hélst ferming sem athöfn innan siðbótarkirkn- anna: Ferming er fræðsla til undirbúnings hinni fyrstu altaris- göngu. Á 18. öld kom til viðbótar skiln- ingur píetismans eða heittrúar- stefnunnar á nauðsjm persónulegs afturhvarfs. Bam, sem hafði verið skírt, yrði að fá tækifæri til að taka afturhvarfí og staðfesta skímarheit sitt persónulega. Þessi skilningur lá til grandvallar laga- setningunni um ferminguna upp úr 1740 hér á landi. Áhersla píet- istanna varð til þess, að fræðslu- mál þjóðfélagsins vora tekin fastari tökum og alþýðufræðsla fór að taka á sig skýrari mynd. í kjölfar heittrúarstefunnar kom skynsemisstefnan, seni lagði enn meiri áherslu á fræðsluþáttinn, en þá tók að bera á aðgreiningu milli trúarappeldis og almenns uppeldis, sem varð æ meiri eftir því sem nær dró voram dögum: Ferming varð kirkjuleg athöfn, tengd trúnni einni, en skólar era almennir, tengdir þjóðfélaginu al- mennt. Umræðuefni okkar um ferminguna Söguna ætla ég ekki að rekja frekar, en mér virðist ljóst, að í ljósi algerlega nýrra þjóðfélags- hátta standist hvoragt sjónarmið- ið varðandi ferminguna, þ.e. undirbúnigur undir fystu altaris- göngu annars vegar og persónu- leg staðfesting hins vegar. Með einföldun má segja, að §órtán ára ungmenni sé of gamalt til að ganga til altaris fyrsta sinni, en hins vegar er það of ungt til þess að gefa heit eða skuldbindandi yfírlýsingu. Samkvæmt þessu legg ég til, að rætt sé um ferming- una sem ferli, sem tekur til eftirfarandi þriggja þátta: 1. Undirbúningur fyrir fyrstu altarisgöngu: Fyrir skímina verða menn limir líkama Krists og öðlast öll réttindi bama Guðs (sbr. I. Kor. 12 og Jóh. 1.11-13). En skímin er upp- haf. Við af henni tekur líf og líf er vöxtur og þroski. Það er skylda kirkjunnar á hveijum stað, þ.e. skylda hvers safnað- ar, að sjá til þess að lífinu sé búin rétt skilyrði. Það felst m.a. í því að búa hinn skírða undir að neyta heilagrar máltíðar Drottins. Hér kallar á samvinnu bama- starfs kirkjunnar og foreldra skímarbama. Sú samvinna hlýtur að heflast á fræðslu til handa foreldram. Er þá ekki besta leiðin til þess að tengja skímina söfnuð- inum að taka upp skímamám- skeið og binda skím á söfnuðum við tiltekna daga? 2. Staðfesting skíraarheits: Staðfesting skímarheita — hin eiginlega ferming — fer fram að loknu námskeiði í söfnuðinum (prófastsdæminu). Námskeiðin séu auglýst og ætluð stálpuðum unglingum (þ.e. ekki yngri en 16 ára og fullorðnu fólki og endi með athöfn, þar sem þátttakendur beri fram persónulega játningu, beðið sé fyrir þeim og hendur lagðar yfír þá. Þessi athöfn snertir líka þá sem koma úr öðram kirkju- deildum. 3. Endurnýjun skiraarheita: Þeir sem skírðir era, endumýja skímarheit sín í hvert sinn sem skírt er í söfnuðinum, en einnig má hugsa sér, að almenn end- umýjun skímarheita fari fram í söfnuðinum við sérstaka athöfn, t.d. í tengsjum við páska eða hvítasunnu. í þessu sambandi ber að hafa í huga þörf þeirra sem þurfa á því að halda að kunngjöra lífemisbreytingu, afturhvarf. Slíku fólki er nú á dögum vísað til endurskírenda, þar sem litið er á skíraina sem viljayfírlýsingu eða staðfestingu á trú. FERMINGIN Við höldum áfram umfjöllun um ferminguna og ræðum í dag um fermingarathöfnina sjálfa. í nýjustu helgisiðabók okkar, sem kom út árið 1981, era fyrirmæli um ferminguna, fermingarguðsþjónustuna, ávarp til fermingarbama og safnaðarins. Ávarp prests til ferming-arbarna: Kæra fermingarböm. Þið erað hingað komin til þess að játast Jesú Kristi og vér biðj- um með ykkur, að Guð veiti ykkur styrk til að lifa og sigra undir merki hans. Minnist á þessari hátíðastundu kærleika Guðs til ykkar frá fyrstu bemsku, biðjið hann að gefa ykkur vilja og mátt til að helga allt líf ykkar honum, sem þið voruð helguð í skíminni. Hafíð alla ævi frelsarann Jesúm Krist fyrir augum og minnist orða hans: „Hvem þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum." Síðan játar bamið því og barnið og presturinn takast í hendur. Hvatning- til safnað- arins: Eftir fermingu ávarpar presturinn söfnuðinn á þessa leið: Kæri söfnuður. Þessi fermdu ungmenni era oss á hendur falin. Bjóðum þau vel- komin og tökum með gleði á móti þeim sem játendum Jesú Krists. Vörumst að hneyksla þau, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkum hátt, en ástundum með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi, sem liggur til lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.