Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Aðalbókari
Laus er staða aðalbókara við sýslumannsem-
bættið á Seyðisfirði. Laun samkvæmt kjara-
samningi opinberra starfsmanna.
Umsóknir óskast sendar fyrir 28 febrúar nk.
Einkaritari
Einnig er laus staða einkaritara. Vélritunar-
kunnátta nauðsynleg. Æskileg einhver
kunnátta í tölvuvinnslu. Laun samkvæmt
kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Umsóknir óskast sendar fyrir 28. febrúar nk.
Upplýsingar í síma 97-2407.
Sýslumaður Norðurmúlasýslu,
bæjarfógeti Seyðisfjarðar.
Rafeindavirkjar
— rafvirkjar
Vegna stækkunar í Ijósprentunardeild óskum
við að ráöa rafeindavirkja, rafvirkja eða mann
með hliðstæða menntun eða reynslu, til við-
halds og viðgerða á Ijósritunarvélum.
Nánari upplýsingar gefur Grímur Brandsson
(ekki í síma).
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
ami 20560
Ritari
— lögmannsstofa
Ritari óskast til starfa á lögmannsstofu í
Hafnarfirði. Góð íslenskukunnátta og leikni
í vélritun áskilin, þekking á bókhaldi og
reynsla í meðferð tölva æskileg.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf ásamt meðmælum sendist í pósthólf
191, 222 Hafnarfirði.
Skrifstofustarf
Kona eða karl óskast til að annast alhliða
starf á lítilli skrifstofu.
Umsækjandi þarf að geta starfað við rit-
vinnslu á tölvu, hafa sæmilega enskukunn-
áttu og nokkra reynslu í færslu bókhalds.
Starfið er laust nú þegar.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir fimmtud. 12. febrúar merktar: „Líflegt starf
- 5205".
Fjármálafulltrúi
Fyrirtækið er listaskóli í Reykjavík.
Starfið felst í daglegri rekstrarstjórn, bók-
haldi og áætlanagerð í samráði við skóla-
stjóra.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi hald-
góða þekkingu á bókhaldi og reynslu af
notkun tölva. Verslunar- eða Samvinnuskóla-
próf æskilegt.
Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00 eða 13.00-
17.00.
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar
nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysinga- og rádningaþjónusta
Lidsauki hf. ®
Skólavörðustíg la - 101 fíeykjavik - Sími 621355
lif LAUSAR STÖÐUR HJÁ
Wi REYKJAVIKURBORG
Fóstra eða
þroskaþjálfi
óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á
leikskólanum Lækjaborg v/Leirulæk.
Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriðadóttir
sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna í
símum 27277 og 22360.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Hárgreiðslusveinar-
/snyrtifræðingar
Heildsölufyrirtæki með vel kynnt vörumerki
óskar að ráða sölustjóra í hárgreiðslu- og
snyrtivörum. Starfið felst í að þjónusta hár-
greiðslu- og snyrtistofur. Sveigjanlegur
vinnutími.
Umsóknir með greinargóðum upplýsingum
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16/3
merktar: „A — 5457".
Snyrtistofa
á góðum staða í miðbænum óskar að ráða
fótaaðgerðadömu til starfa hálfan daginn.
Upplýsingar um fyrri störf og menntun legg-
ist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. febr.
merkt: „Fótaaðgerðadama — 2083“.
Sölumennska
— aukavinna
Óskum að ráða konu eða karl til kynninga-
og sölustarfa fyrir umboðslaun.
Um er að ræða hlutastarf sem er óreglulegt
og tíminn fer eftir samkomulagi.
Til greina kemur að ráða fulltrúa á helstu
þéttbýlissvæðum landsins.
Umsóknir skulu handritaðar með upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf og skulu
sendast í seinasta lagi 12. febrúar nk.
Engar upplýsingar gefnar í síma.
GLIT
HÖFÐABAKKA 9
Stýrimaður
Stýrimann vantar á 200 lesta netabát frá
Grindavík.
Sími 92-8086 á skrifstofutíma , 99-8314 hjá
skipstjóra.
Lyfjafræðingur
Lyfja-heildverslun í Reykjavík, vill ráða yfir-
lyfjafræðing (cand pharm), til framtíðarstarfa.
Starfið er laust strax eða í vor.
Góð laun í boði. Nánari upplýsingar í algjör-
um trúnaði á skrifstofu.
QiðntTónsson
RÁÐCJÖF b RÁÐNl NCARHÓN U5TA
TÚNOÖTU 5. 10! REYKJAVÍK - PÖSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Málari óskast
Óskum eftir að ráða málara í fullt starf á
Hótel Borg. Umsækjendur þurfa að geta
unnið sjálfstætt og eiga gott með að um-
gangast fólk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í gestamót-
töku.
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Hjúkrunarfræðingar
óskast á allar vaktir nema næturvaktir á öldr-
unarlækningadeild Landspítalans.
Sjúkraliðar
óskast á allar vaktir á öldrunarlækningadeild.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
óskast á fastar morgunvaktir frá kl. 8.00 til
13.00 á öldrunarlækningadeild.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir
hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunarlækn-
ingadeildar Landspítalans Hátúni 10 B í síma
29000-582.
Náttúrufræðingar og meinatæknar
óskast til starfa við Blóðbankann.
Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í
síma 29000.
Fóstra eða starfsmaður
óskast nú þegar í fullt starf við barnaheimili
ríkisspítala, Stubbasel við Kópavogsbraut.
Upplýsingar veitir forstöðumaður barna-
heimilisins í síma 44024.
Starfsfólk
óskast í eldhús Landspítalans í fulla vinnu
og í 75% vinnu. Einnig óskast
bakaranemi og aðstoðarmaður
í eldhús Landspítalans.
Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður Land-
spítalans í síma 29000-491.
Starfsmaður
óskast í hlutastarf í býtibúr á geðdeild Barna-
spítala Hringsins við Dalbraut. Vinnutími frá
kl. 17.00 til 20.00.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
. stjóri í síma 84611.
Reykjavík, 8. febrúar 1987.
m LAUSAR STÖÐUR HJÁ
V REYKJAVIKURBORG
Tilsjónarmenn
óskast
Unglingadeild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða tilsjón-
armenn.
Starf tilsjónarmanna felst i stuðningi og leið-
sögn við börn og unglinga.
Um er að ræða 20-40 vinnustundir á mánuði.
Við leitum að fólki sem:
- hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum
samskiptum
- hefur hlýlegt viðmót en jafnframt ákveðið
- getur skuldbundið sig a.m.k. 6 mánuði.
Reynsla af starfi með börnum og unglingum
æskileg.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á
Vesturgötu 17, 3. hæð kl. 8.30-16.15 virka
daga. Upplýsingar veittar í síma 622760, kl.
13.00-14.00 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 1987.
Teiknari — hönnuður
Traust útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða hönnuð til starfa við auglýsingadeild.
Gott væri að viðkomandi hefði reynslu ífilmu-
setningu og gæti unnið hratt undir álagi.
Umsækjendur þurfa að vera hugmyndaríkir
og eiga gott með að umgangast fólk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt-
ar: „Hönnun — 3163“ fyrir 14. febrúar nk.