Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 36
Tn<r» ry , ■''f-qnn '<rpT-/T--r. ^tr: > -rrry' r~<}. r
36 ______________________________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
ítímaleik
við
gosbruuna
Sæhestagosbrunnurinn
Fasymi og Barbara á Páfuglastaðnum.
í allri þessari sól
Rhodos er gosbrunnar, gos-
brunnar bernskunnar, sem eru
furður hennar. Öll böm elska gos-
brunna. Það rennur upp fyrir mér
þegar ég kem til Rhodos. Gos-
bmnnamir standa hvarvetna eins
og vörður bernskuminninganna.
Hver veit nema það sé sama vatnið
sem pípir og seytlar úr þeim. Eg
er ekki með það fullkomlega á
hreinu hvernig gosbmnnar starfa.
Það er sumt sem gleymist að spyija
um. Rhodos er ávaxtalykt og blóð-
lykt af markaðnum. Ég uppgötvaði
að minningar em ekki aðeins slitr-
óttar myndir en einnig lyktir. Lykt
af gróðri, sól og sjó, sem birta
myndir af landslagi í huganum.
Myndir sem vom gleymdar fyrr en
allt í einu þegar þú kemur á sama
staðinn. Tuttugu ámm seinna. Og
þá gerist allt í senn: Fortíðin líður
í gegnum nútíðina og þú upplifir
þig á tveim tímum í einu. Allt verð-
ur eðlileg mótsögn. Þér verður enn
Ijósara hvað hefur gerst þessi ár
og þú leiðir hugann að því hvort
það muni líða önnur tuttugu ár.
Þó að þú efíst um það í allri þess-
ari sól. Og á þessum dularfullu
landamæmm gerirðu þér betur en
ella grein fyrir því að framtíðin var
einu sinni fortíð ...
ísbjörn undir rúmi
Fyrir tuttugu ámm lögðum við
af stað: Jökull og Jóhanna, Ella
Stína, Illugi og Hrafn. Til Grikk-
lands þar sem fjölskyldan bjó í eitt
ár. Það ár var ævintýri fyrir okkur
krakkana. Það var árið 1966—7.
En árið 1967 var konungsveldinu
steypt af stóli, og herforingjastjóm
tók völdin. Það vom fyrstu kynni
okkar af alþjóðapólitík. Útgöngu-
bann var sett í Aþenu: Sá sem
væri á ferli eftir klukkan átta, yrði
skotinn umsvifalaust. Eitt kvöldið
fóm foreldrar okkar í kvöldgöngu
og vom ókomin á tilsettum tíma.
Þá vomm við sannfærð um að þau
lægju skotin á ókunnu götuhomi.
Við vomm meira að segja farin að
velta því fyrir okkur, hvemig við
kæmumst heim . . .
Aður en við fómm til þess ófræga
þorps, Diafani (sem varð að vísu
eilíft með Dagbók frá Diafani), og
síðan til Aþenu, vomm við fjórar
vikur á Rhodos. Það er þess vegna
sem þar er Hótel Victoria, þar sem
fyrir tuttugu ámm lá ísbjöm undir
rúmi á hótelherbergi; myrkfælnin
gerði engan greinarmun á loftslags-
breytingum.
Fyrir framan hótelið standa tvö
afkáraleg pálmatré sem minna á
þmmur og eldingar. Fyrsta þmmu-
veðrið í lífi mínu.
Einhverra hluta vegna er gott
að þau skuli vera þar. Ég held að
sumum hafi þótt það full drama-
tískt hér heima, að mig langaði
svona mikið til Grikklands. Ekki
aðeins sem venjulegur ferðamaður,
en líka af því að ég var þar átta
ára. Grikkir skildu það hins vegar
og fannst ekkert eðlilegra. Þeim
fannst það ægilega „sentimental“
og sögðu: „So you have come back,
to see the memories." Það hefur
þótt varhugavert stundum; minn-
ingamar breytast í lögun, rétt eins
og umhverfí þeirra og sá sem sæk-
ist eftir þeim.
Heimili sólgnðsins
Rhodos, sem er ein mesta ferða-
mannaparadís Grikklands, og ekki
að ófyrirsynju, þýðir Rósaeyjan á
íslensku, er fjórða stærsta eyjan í
frægum eyjaklasa landsins. Aðeins
Krít, Euboa, og Lesbos eru stærri.
Rhodos hefur löngum verið kölluð
Perla Tylftaeyjanna, vegna ein-
stakrar gróðursældar og mildrar
veðráttu. Rhodos er þekkt í grískri
goðafræði sem heimili sólguðsins,
Helios. Nærri má geta að sá guð
hafi ekki valið sér nema sólríka
forsælu. Til að geta verið guð.
Þó Rhodos sé nú mest þekkt sem
ferðamannastaður og eftirsótt sem
slík, þá á eyjan sér gagnmerka
sögu, eins og margir staðir á Grikk-
landi. Telkínar, sem voru þekktir
fyrir málmsmíði, settust þar að á
3. öld f.K. 1400 f.K. settust
Krítveijar að í Lindos, Kameiros
og Ialysos, en það eru allt merkileg-
ar borgir. Góðæri á 6. og 7. öld
f.K. leiddu til þess að Rhodos-búar
stofuðu nýlendur vítt og breitt um
Miðjarðarhaf og komu „sexborga-
sambandinu" á laggimar.
Höfuðborg Rhodos, Rhodos, var
stofnuð 479 á norðausturströnd
eyjunnar. Hippodamus frá Miletus
átti hugmyndina og skyldi borgin
byggð fyrir 100.000 manns. Þar
var neðanjarðarvatnsveita og hol-
ræsakerfi. Eftir það rann upp tími
mikillar velsældar og höfnin í Rho-
dos, sem er mjög sérstök, gegndi
mikilvægu hlutverki. Höfnin er fal-
lega hlaðin og styttur af dádýrum,
turnar og myllur gefa henni svip.
Hin fræga bronsstytta, Colossuss
Rhodos, sem hefur verið nefnd eitt
af sjö undrum veraldar, var reist
305 f.K. Styttan eyðilagðist í jarð-
skjálfta aðeins áttatíu árum seinna
og einnig stór hluti borgarinnar.
Sagan segir að leifar styttunnar
hafi verið seldar gyðingakaup-
manni. Styttan er enn seld grimmt
sem minjagripur. Og fyrst var ég
alltaf að svipast um eftir þessari
styttu. A annarri öld f.K. háðu
Rhodos-búar hatramma baráttu við
Rómveija um yfirráð hafnarinnar,
og í kjölfar þess hertók Cassius,
einnig þekktur sem morðingi Ceas-
ars, borgina og flutti með sér
margar dýrmætar styttur til Róm-
ar.
Frá þeim tíma gegndi Rhodos
engu sérstöku efnahagshlutverki í
ríkinu en var frægari fyrir skóla
sína, sem lögðu mesta áherslu á
lögfræði, heimspeki og höggmynda-
list. Cicero, Cato, Pompey og
Caesar voru meðal þeirra sem
mældu götur borgarinnar. Gotar,
Persar og Arabar fóru nokkrum
sinnum ránshendi um borgina, 500
til 1000 e.k. Feneyingar fengu
yfirráð yfir eyjunni 1002 og Genúa
var gefínn sami réttur frá 1243.
Þá var eyjan hertekin og hersetin
af riddurum Sánkti Jóns-reglunnar,
1309, sem höfðu verið reknir frá
Jerúsalem. Þeir gerðu bastillu í
borginni, sem notuð var í stríðunum
gegn múhameðstrúarmönnum.
Eftir að krossfaramir vom
neyddir til að yfirgefa eyjuna, var
Rhodos undir stjóm tyrkneska keis-
araveldisins, í 400 ár. Þangað til
Italir hertóku Rhodos og fleiri ná-
lægar eyjar 1912. Grikkir fengu
eyjarnar aftur 1948. Eins og að
líkum lætur býr eyjan fyrir merkum
fornminjum, sem em vel þess virði
að skoða. Gamla borgin stendur
enn, umkringd háum virkisveggjum
og í næsta nágrenni hennar em enn
aðalhafnimar. Gamla borgin er nú
um einn fjórði hluti borgarinnar.
í draumkenndu hvít-
kölkuðu umhverfi
Rhodos er hungraðir kettir með
Biafrabamaglampa í augum, sem
sæta færis að næla sér í bita af
borðum gesta á matsölustöðum.
Enda er sagt að Grikkland séu kett-
ir og Grikkir selja listræn póstkort
og dagatöl með kattamyndum, en
þar em kettimir ekki eins svangir,
heldur yfírmáta stóískir, í draum:
kenndu hvítköikuðu umhverfí. í
haksýn er sjórinn. Blár. Það vom
þessir sömu kettir sem áttu hug
okkar krakkanna allan. Þegar við
bjuggum í Aþenu þóttumst við vera
eigendur þijátíu katta, sem höfðu
tekið sér bólstað í garði gamla húss-
ins í Faleron. Rhodos er gamla
borgin og nýja borgin. Iðandi af
túrisma, þannig að helst minnir á
stóra fabrikku, þar sem sölu-
mennskan ræður öllu. Allt er selt.
Brosin líka. Því meira þjórfé sem
þú gefur, því stærra bros færðu.
Og þannig er að náttúmlega alls
staðar. Þær þjóðir sem hafa túrisma
að atvinnu, vita að ferðamennimir
vilja bros. Bros og söng og sól og
sjó. Og þó túrisminn sé við fyrstu
sýn svolítið yfirþyrmandi, ferðu
fljótlega að kunna vel við þig. Þeg-
ar þú ert búin að læra leikreglumar,
geturðu farið að taka þátt í sjónar-
spilinu. Það er nauðsynlegt fyrir
Norður-Evrópubúa að kynnast suð-
rænum frændum sínum. Miðjarðar-
hafsþjóðimar em þannig gerðar að
fólkið lifir og hrærist meira utan
dyra. Söngur og dans em sjálfsagð-
ur hluti af daglegu lífí. Meira að
segja táningamir kjósa frekar þjóð-
lagatónlist en ameríska diskómúsík:
„Við spilum hana bara fyrir túrist-
ana á diskótekunum." Annar staðar
en á diskótekunum taka ferðamenn
yfirleitt grísku tónlistina fram yfír.
Tónlistin færir þig nær Grikklandi.
Í höfuðborginni, Rhodos, búa um
30 þúsund manns, mest Grikkir.
En borgin hefur á sér alþjóðlegt
yfírbragð. Þangað sækir fólk frá
eyjunum í kring, býr þar í nokkur
ár, vinnur á diskótekum og hótelum
og safnar fé, en snýr svo jafnan til
síns heima. Það em margir útlend-
ingar, sem geta ekki hugsað sér
að fara aftur heim, en setjast að,
til lengri eða skemmri tíma. Sumir
fá vinnu á svörtum markaði, þá á
stöðugum flótta undan vökulu auga
útlendingaeftirlitsins, ellegar vinn-
ur heiðarlega vinnu eins og Bar-
bara, sem kenndi þýsku, eflaust
upprennandi túristafrömuðum.
Hingað koma ferðamenn frá öllum
heimshomum. Flestir frá Norður-
löndunum, Englandi og Þýskalandi,
og talsvert er um fólk frá Mið-
Evrópu, Ítalíu og Ameríku, þó
Gaddafi-hræðslan hafi helst skotið
Amerikönum skelk í bringu, þetta
ár. Þannig geturðu safnað ólíkustu
heimilisföngum, því það er eins og
fólk kynnist skjótar og oft nánar á
ferðalögum.
Elskendur á göngu
og börn að leik
Ég leigði mér herbergi á ódýru
pensjónaði í gömlu borginni, Pensi-
on Appollon, og var boðin velkomin
aftur að ári. Það væri samt vissara
fyrir mig að hringja áður. Þar voru
samankomnir ferðamenn frá ólíkum
löndum. Ég hitti enska stúlku, sem
var nýkomin frá ísrael, sem ætlaði
að vera viku á Rhodos, áður en hún
færi til Júgóslavíu að hitta ástralsk-
an kærasta sinn í einn dag, svo
ætlaði hún til Noregs að vinna fyr-
ir næstu ferð. Hún ferðaðist um
með pjönkur sínar í bakpoka, með
þykka útskrifaða dagbók og snjáð-
an stóreflis tuskubangsa.
Út um gluggann á herberginu
mínu hafði ég útsýni yfír gömlu
borgina. Efst tróndi Meistarakast-
alinn, sem Mússólíni gerði að sínum,
þegar ítalir sáu ástæðu til að her-
taka Rhodos.
Gamla borgin er heillandi. Það
er eins og sé verið að gera þar
kvikmynd um líf í kastalaborg. Þar
sem áður krossfarar sánkti Jóns-
reglunnar skiptust á riddarasögum
og formæltu Múhameð í hverri skál,
eru nú matsölustaðir, krár og lítil
hótel. Einhver himinlifandi sagðist
hafa fundið þar tyrkneskt bað. Þeg-
ar maður gerði sér að leik að reika
um forn hellulögð strætin og leyfa
sér að villast um stundarsakir, þá
var upplagt að ímynda sér að mað-
ur væri komin sexhundruð ár,
tólfhundruð eða tvöþúsund ár aftur
í tímann. Umhverfíð er það sama,
það lá við að kastalaveggimir önd-
uðu frá sér gamla tímanum og
hvísluðu að þér lítilli sögu, sem
þeir myndu varðveita allan tímann.
Sólin er hin sama. Eina sem þú
þarft að gera þér í hugarlund, er
fólkið, klæðaburður þess og atferli.
Eða var atferlið nokkuð svo ólíkt;
át og drykkja, verslun, prútt, smygl
og dans. Elskendur á göngu og
böm að leik. Og þar sem maður
leyfði sér að vera í svona prívat-
tímavélarleik, gekk maður hjá
venjulegum grískum heimilum.
Heitt í veðri og opið út. Alveg óvart
sást hvar fjölskyldan var saman-
komin í einu herbergi inn af
dyrunum. Oft hamagangur í öskj-
unni og verið að koma yngstu
bömunum í háttinn og elda matinn.
Samt voru allir að horfa á sjón-
varpið. Á sínum stað sat hin
ódauðlega gríska amma, rúnum
■■
I